Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. 15 Afrek hjá Ingva Hrafni „Þaö nálgaöist kraftaverk hvaöa þrautir tæknistarfslið sjónvarpsins gat leyst þessa daga og fréttamennimir sjálfir, undir stjóm Ingva Hrafns, stóðu sig með afbrigðum vel.“ Þá er leiðtogafundinuin lokið. Það mikla sjónarspil á enda runnið. Tjaldið fallið. Steingrímur, Þorsteinn og Davíð hafa; í þessari röð; boðið bömin í Hagaskólanum og Melaskólanum velkomin aftur til hins daglega lífs og hún Edda er aftur tekin til við grjónagrautinn. Indústríalistamir íslenzku, sem hafa verið önnum ka&ir að gera heimsbisness, hafa flutt sig með farsímana sína aftur út í béemmvaffana og halda þar áfram að tala hver við annan um dádjóns og dömping. Almenningur er eftir sig og svolítið sleginn; ekki laust við að fólki þyki við þá Reagan og Gor- batsjov að hafa ekki getað komið sér saman, eins kurteislega og íslands- mann tók á móti þeim og föruneyti þeirra. ísland og íslendingar hafa nefhilega þá sérstöðu meðal þjóða heims að það er hálfgerður dóna- skapur hjá leiðtogum stórþjóðanna að vera að koma hingað án þess að skila einhverjum árangri. Á íslandi er sem sé allt að komast aftur í sínar hefðbundnu skorður. Eyþjóðin hefur fundið sjálfa sig aftur - var reyndar aldrei nein hætta á öðm. Fjölmiðlaafrek Jafiivel þótt þeir Reagan og Gor- batsjov og aðrir samningamenn stórveldanna hafi ekki unnið afrek á Islandi - þrátt fyrir dyggilega að- stoð draugsins í Höfða - þá vom þó unnin umtalsverð afrek þá daga sem stórveldin réðu hér ráðum sínum. Þegar hefur verið rætt um gott starf skipuleggjara og tæknimanna en einna umtalsverðast fannst mér það afrek sem unnið var á fréttastofum ríkisfjölmiðlanna. Fréttastofa sjón- varpsins vann þrekvirki bæði á laugardag og sunnudag. Það nálgað- ist kraftaverk hvaða þrautir tækni- starfslið sjónvarpsins gat leyst þessa daga og fréttamennimir sjálfir, und- ir stjóm Ingva Hrafns, stóðu sig með KjaUaiiim Sighvatur Björgvinsson, fyrrv. alþingismaður aíbrigðum vel. Upplýsingar báfust hratt, skýrt og greinilega jafiióðum og atburðir gerðust og allar skipt- ingar gengu mjúklega og fyrirhafh- arlaust fyrir sig. Með frammistöðu sinni þessa daga gerðu fréttastofa og starfelið sjón- varpsins tvennt. I fyrsta lagi var Islendingum sýnt hversu voldugur fféttamiðill sjónvarpið er þar sem bókstaflega er hægt að flytja heilar þjóðir til í einni og sömu andránni bæði í tíma og rúmi. I öðm lagi sann- aði íslenzkt sjónvarp getu sína. Þetta getur enginn nema sá, sem hefur sjónvarpstæknina fullkomlega á valdi sínu og býr auk þess yfir kunn- áttu og hæfileikum til þess að geta fylgst með, skýrt og lagt dóm á við- burði jafhóðum og þeir gerast. Á bak við hvort tveggja þetta verður að búa mikil reynsla og þekking. Hvort tveggja hefur fréttastofa sjónvarps- ins til að bera. Vissulega var það áfall fyrir hina nýju sjónvarpsstöð að tæki hennar skyldu bila þegar sjónvarpa átti hennar fyrsta fréttatíma. Þó hefur það líklega verið lán í óláni. Mér býður í grun að erfitt hefði verið fyrir nýja stöð að reka .fréttaþjón- ustu í samkeppni við þá þjónustu sem fféttastofúr RÚV gátu boðið af leiðtogafundinum. Slíka yfirburði hefur ríkisútvarpið - hljóðvarp og sjónvarp - umfram aðra slíka fjöl- miðla í sambandi við innlenda dagskrárgerð og fréttaþjónustu, að ef ríkisfj ölmiðlamir fá að nýta getu sína þá verður harla erfitt fyrir aðra að halda þar til jafhs hvað þá að gera betur. Hitt er einnig alveg ljóst - og sannaðist líka í fféttaþjón- ustunni af leiðtogafundunum - að tilkoma slíkra samkeppnisstöðva er eins og vítamínsprauta fyrir ríkis- fjölmiðlana og starfelið þeirra. Það verða svo hlustendur og áhorfendur sem uppskera - í formi betri dag- skrár og fjörlegri og meira lifandi fréttamennsku. Vandfýsni og starfsheiður Stóraukinn „prófessjónalismi" í störfum fféttastofanna kallar líka á ýmsilegt meira, svo sem á aukna vandfysni og gagnrýni fféttamanna á sjálfa sig og þá sem reyna að nota störf þeirra til þess að koma tiltekn- um viðhorfum, dómum eða skoðun- um á framfæri við almenning. Þama þykir mér nokkuð mikill munur að verða milli annars vegar erlendra og hins vegar innlendra frétta. Áberandi er hversu fréttamenn erlendra frétta hafa lagt sig fram um að læra og lesa sér til um starfevett- vang sinn. Þetta em menn sem undantekingarlaust búa yfir mikilli þekkingu á alþjóðastjómmálum og hafa lagt mikið á sig við að afla sér þeirrar þekkingar - við að læra. Engri fréttastofu myndi lengur detta í hug að grípa mann „upp af göt- unni“ og setja hann niður með fréttaskeyti frá erlendum fféttastof- um til þess að segja frá heimsvið- burðunum - eins og gerðist gjaman fyrir 15-20 árum. Þetta em hins vegar of oft ennþá þeir hættir, sem tíðkaðir em gagn- vart innlendu fréttunum. Sömu kröfur um grundvallarþekkingu em ekki gerðar til fréttamanna inn- lendra ffétta og gerðar em til frétta- manna erlendra frétta. Þetta verður því miður oft til þess að fréttamenn- imir em vísvitandi notaðir til þess að koma á framfæri afbakaðri og úr lagi færðri mynd af raunvemleikan- um. Stjómmálamenn notfæra sér iðulega með þessum hætti skort á þekkingu fréttamanna, ekki sízt á efnahagsmálum og er oft raunalegt að sjá hvemig bókstaflega er leikið á þekkingarbrestinn. Þetta verða fféttastofur að laga með því að gera meiri kröfur til þekkingar innlendra fréttamanna sem þá aftur geta gert meiri kröfur til vandaðs og sann- gjams málatilbúnaðar af hálfu stj ómmálamanha. Það hlýtur að vera umhugsunar- vert ef fjölmiðlar á Islandi em færari um að fjalla af þekkingu og viti um erlend stjómmál en innlend. Hvort tveggja þarf auðvitað jafnvel að vanda. Sighvatur Björgvinsson „Það hlýtur að vera umhugsunarvert ef fjölmiðlar á Islandi eru færari um að fjalla af þekkingu og viti um erlend stjómmál en innlend.“ Um stöður, peninga og heilan hug Auk peninga ber sjálfsvirðingu á góma í grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Um pennavarga og peninga, í DV 6. okt. Mér og mörgum fleiri leikur satt að segja hugur á að frétta hvað orðið hafi af sjálfe- virðingu umrædds Hannesar þegar fljóthuga valdsmaður og samherji úthlutaði þér prívat, án þess að gefa öðrum færi á umsókn, heimabakaðri stöðu við Háskóla íslands, opinbera stofriun sem við þessir almennu þrælar höldum uppi með skatt- greiðslum og lotteríi. Hvað varð af sjálfsvirðingunni, Hannes? Geym- irðu hana í bankahólfi? Eða kostar hún bara peninga? Við hin, sem höfum líka lagt stund á sagnfræði, hefðum svosem ekkert á móti því að fá stöður, þó fæst okk- ar séu nú þannig gerð að geta þegið þær með þessum hætti. Þannig eru nú sem betur fer fáir. En ýmsum okkar er umhugað um að sár og til- tölulega lítt rannsökuð reynsla þrautkúgaðra kynslóða, sem þetta land hafa troðið, gæti nýst sem skap- andi þekking í nútíð og framtíð. Við værum því síst mótfallin að fjármun- um almennings væri veitt til heiðar- legra rannsókna á hlutskipti og lífi forfeðra okkar og formæðra. En þar sem sagnfræði er ekki nema í undan- tekningartilvikum stunduð í þágu atvinnuveganna hefur lítið farið fyr- ir áhuga ráðamanna á að efla rannsóknir í þeirri grein. Það sætti þvi fúrðu þegar ráðherra menntamála dró allt í einu úr pússi sínu nýja rannsóknarstöðu. Og okk- ur þykja það mikil býsn og með sögulegustu uppákomum síðari tíma að maður, sem ekki er flóafriður fyr- ir í fjölmiðlum og fullyrðir öðrum meira um réttlæti og frelsi, skuli Kjallarinn Þorgeir Kjartansson sagnfræðingur geta ómerkt öll sín fyrri gífúryrði um opinbera starfsemi og lagst á sjálfan ríkisspenann, án þess að depla auga. Að komast í sögubækur Herra Hannes lektor. Þetta plott ykkar Sverris á eflaust eftir að kom- ast á spjöld sögunnar og mun verða lengur í minnum haft en sú auraguð- fræði sem þú prédikar hástöfum. Peningar eru vissulega afl þeirra hluta sem gera skal, en engar heil- agramannasögur geta sannfært skyni bomar verur um að veröldinni sé best borgið fái það afl að leika lausum hala í höndum peningalegra kraftadellukalla, fremur en að það skuli njörvað í viðjar miðstýrðrar ofekipulagningar. Tímar einfeldn- innar eru einfaldlega fyrir bí og það verðum við einfaldlega að sætta okkur við, hvort sem við heitum Hannes Hólmsteinn, Jón Baldvin, Ólafur Jónsson eða einhverju minna og ómerkilegra nafni. Ætli sé smuga? Það er kannski tilgangslítið að reyna að útskýra fyrir þér það sem flestallir vita innst inni, að væri þeim feikna auði, sem hér er fyrir hendi, deilt réttlátlega út til þeirra greina þjóðlífeins sem ekki kunna og ekki eiga að græða, að þá þyrftum við ekki að rækta banana í Hveragerði til að standa undir nafhi. Mér er ljóst að þú hefur fyrir margt löngu kom- ist að „endanlegri niðurstöðu" sem engin rök og varla einu sinni ragna- rök fá haggað. Og þar sem þú ert svo magnaður heimspekingur að þú helgar starfekrafta ævi þinnar leit og framsetningu á „röksemdum" fyr- ir fyrirffamgefinni útkomu, - svo fræðilegt sem það nú er, - þá veit ég að árangursríkara væri að mæla „Hvað varð af sjálfsvirðingunni, Hannes? Geymirðu hana í bankahólfi? Eða kostar hún bara peninga?“ „Herra Hannes lektor. Þetta plott ykkar Sverris á eflaust eftir að komast á spjöld sögunnar og mun verða lengur í minnum haft en sú auraguðfræði sem þú prédikar hástöfum." þessi orð beint í vegginn. En það eru nú flefri þrjóskir en Hólmsteinn. Samt fallast manni stundum hálf- partinn hendur, þvi þetta óhrjálega samsafn fordóma, hroka og hálf- sannleika, sem þú kallar „sannfær- ingu“, er svo vandlega umlukið mælskuffoðu og áralangri þjálfún í hártogunum að venjulegur maður getur ekki búist við að rökrétt hugs- un, sem hann setur fram í einlægni, nái að bijótast gegnum myrkviðina. Því ætla ég ekki að eyða meira bleki, prentsvertu og pappír (sem nokkrir, vonandi stálheiðarlegir heildsalar fitna væntanlega vel á) í þessar hugleiðingar sem skaut upp í kolli blankheitamanns þegar minnst var á peninga. Þó leyfir mað- ur sér auðvitað inn á milli að vona í laumi, að jafnvel hámenntuðustu afglapar sem undramenn læri um síðir það sem manneskjur allra alda hafa kunnað án þess að fara til Ox- ford: að efast um eigin ágæti og sinna skoðana, jafiivel þótt „heimsfrægir“ útlendingar séu með þær á vörum... Þorgeir Kjartansson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.