Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
43--
Sviðsljós
Parisarsyningarnar:
Ekl<i svipur
hjá sjón
Hápunkturinn í frönskum tísku-
iðnaði er án efa Prét-á-porter sýning-
arnar sem haldnar eru í hjarta
Parísarborgar. Staðarvalið er ekki
af verri endanum því undir viðburð-
inn eru yfirleitt lagðir Tuleriesgarð-
arnir eða inngarðurinn í Louvresafn-
inu. Þangað safnast tískuspekúlant-
ar og kaupendur alls staðar að úr
heiminum, tískuhönnuðirnir sýna
verk sín á lifandi sýningarfólki með
tilheyrandi glæsileika. Ekki er samt
minna ævintýri að fylgjast með öðr-
um hliðum viðburðarins - svo sem
klæðnaði gestanna sem jafnvel slær
út það sem á sýningunum sjálfum er
að finna - iðandi mannhaf og kampa-
vín í klingjandi glösum - umhverfið
fagrir garðar undir heiðum himni.
Hræðslan við hryðjuverkin
í ár er þessi heimsviðburður ekki
svipur hjá sjón. Hræðslan við
hryðjuverkamenn hefur gert það að
verkum að afpantanir dynja yfir -
viðskiptavinir hreinlega þora ekki
að mæta þar sem von er á mann-
fjölda. Og sýningarfólk sem berst um
tækifæri til þess að komast að á
Prét-á-porter afþakkar heiðurinn.
Sýningarnar áttu að vera í Louv-
regarðinum en einungis lítill hluti
tískuhönnuðanna tekur þar þátt.
Núna er aðalatriðið að dreifa við-
burðunum á sem flesta staði til þess
að minnka hættuna - sumir sýna í
Louvre eða Tuleriesgörðunum, aðrir
í Beaux-Artskólanum og þónokkrir
eru einungis með einkasýningar í
eigin tískuhúsum.
Efnahagslegt tjón
Áhyggjur Frakka af áhrifum alls
þessa á franskt efnahagslíf hafa birst
á ýmsa vegu. Víst er að ekki þarf
nema eins sprengju til þess að hætt
verði við hverja einustu tískusýn-
ingu og óvíst hvernig þá reynist að
halda þær næstu. Frönsku blöðin
fjalla mikið um vandann og strax í
upphafi sýninganna í síðustu viku
rakti Libération helstu ástæður fyrir
þessu breytta yfirbragði og fyrirsjá-
anleg framtíðaráhrif.
Stór nöfn eins og Valentino hafa
afpantað allt sem undirbúið hafði
verið í görðunum og þar eru einka-
sýningar í eigin húsi fyrir mikilvæg-
ustu viðskiptavinina. Sömu leið feta
Terry Mugler og Jean-Paul Gaultier.
Hjá hinu virta fyrirtæki Hermés var
þessi sýning haldin innan veggja
höfuðstöðvanna á glæsigötunni
Faubourg St. Honoré.
Tíska samt
Varúðarráðstafanir eru gífurlegar
og allir sem inn í Louvregarðinn fara
þurfa að sýna sérstök skilríki. Einnig
er þaulleitað á hverjum manni við
inngönguna. Og kóngunum hefur
þrátt fyrir allt tekist að koma boð-
skapnum til skila þannig að ljóst er
að ýmsar upplýsingar eru komnar í
hendur þeirra sem byggja afkomu
sína á fjölföldun hugmynda þeirra
stóru.
Kenzo og Chantal Thomass segja
kvennabúrsbuxur helst koma til
greina á bæði kynin - annaðhvort
úr bómullarjersey eða þykku múss-
ulíni. Kenzo hélt víðum buxunum
uppi með einu til þremur beltum og
keðjum en Chantal Thomass kaus
öklasiðar skyrtur þannig að einungis
sást í neðsta hluta buxnanna.
Litagleðin er á undanhaldi, jarðar-
litirnir eiga markaðinn með örlitlu
svörtu og svarbláu ívafi.
Byltingarkenndari hugmyndir
koma fram hjá Comme Des Garcons
og Junko Koshino. CDG höfðu síða
jakka sem hnepptir eru á skakk og
skjön þannig að annar boðungurinn
virðist síðari og buxur með opnum
skálmum svo annað hnéð var bert
en hin skálmin heil. Junko Koshino
var í framúrstefnunni með baklaus-
um vestum og frakka og kápur höfðu
yfirleitt misvíðar ermar.
Þannig að þrátt fyrir að Prét-á-
porter tískan sé að þessu sinni sýnd
í skugga ofbeldis og hryðjuverka er
augljóst að ekki hefur andrúmsloftið
haft letjandi áhrif á sköpunargáfu
tískuspekúlantanna. Vandamálið er
einungis að fá kaupendurna á stað-
inn.
-baj
Starfsliðið tók sér það bessaleyfi að grinast ofurlítið með útlitið - enda
sýningarfólk öruggara þarna en í Louvregarðinum. DV-myndir baj
Piparsveinsins draumur
Ef treysta má karlritum margs konar eru svona kvensur velkomnir gestir í draumi hvers piparsveins. Svartklæddar og sexí sokkabuxnadisir tifandi á tánum, leikandi við hvurn sinn fingur.
Þetta er annars ekki draumur heldur blákaldur veruleiki - DV-mynd BG tekin á Broadway þegar Sumargleðin kvaddi landsmenn þetta haustið. Vetur genginn i garö og þvi verða
draumadísirnar að bregða sér í skjólbetri flikur - setja upp húfu, trefil og vettlinga.