Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Síða 9
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
9
Utlönd
Fimm bandanskum
stjómaierindrekum vísað
úr landi í Sovétríkjunum
Sovétmenn hafa vísað fimm
bandarískum stjórnarerindrekum
úr landi fyrir meinta njósnastarf-
semi, eða „sökum háttalags er ei
sæmir stöðu þeirra sem stjórnarer-
indreka" eins og sagði í tilkynn-
ingu sovéska utanríkisráðuneytis-
ins í gær.
Fjórir Bandaríkjamannanna eru
starfsmenn sendiráðsins i Moskvu
en einn er starfsmaður bandarísku
ræðismannsskrifstofunnar í Len-
ingrad.
Tilkynningin um brottvísun
Bandaríkjamannanna varpar
skugga á árangur af Reykjavíkur-
fundi stórveldanna er ætlað var að
leggja grunninn að batnandi sam-
skiptum Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna.
Tilkynning Sovétmanna í gær
kemur á svipuðum tíma og frestur
rann út fyrir tuttugu og fímm so-
véska stjórnarerindreka er vísað
var úr landi fyrir meintar njósnir
í Bandaríkjunum að koma sér úr
landi.
Haft er eftir Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í gærkvöldi
að Bandaríkjamenn muni þegar í
stað hefna fyrir brottvísun Banda-
ríkjamannanna en endanlegt
ákvörðunarvald um slíkar gagnað-
gerðir væri í höndum Reagans
forseta.
Brottvísanir sem „lítilræði"
Haft er eftir fréttaskýrendum í
gærkvöldi og í morgun að þrátt
fyrir óvænta brottvísun Banda-
ríkjamannanna frá Sovétríkjunum
og stór orð Shultz um gagnaðgerð-
ir sé þess ekki að vænta að stór-
veldin láti gagnkvæmar brottvís-
anir á stjórnarerindrekum sínum
eyðileggja þann árangur er bæði
Reagan og Gorbatsjov hafa fullyrt
að náðst hafi í Reykjavík.
Haft er eftir Georgi Arbatov, ein-
um helsta ráðgjafa Gorbatsjovs og
sérfræðingi í málefnum Norður-
Ameríku í sjónvarpsviðtali i
gærkvöldi að gagnkvæm brottvís-
un stjórnarerindreka sé „lítilræði"
þegar litið sé á samskipti stórveld-
anna í heild.
Shuitz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ásakanir Sovét-
manna í gærkvöldi og lofaði gagnaðgerðum Bandarikjamanna.
Adelsohn undir-
býr stofnun
Hazeldon
meðferðar-
heimila
Gunnlaugux A. Jónssan, DV, Lundú
Ulf Adelsohn, er lét af for-
mennsku í sænska íhaldsflokknum
síðastliðið sumar, hefur ákveðið
að hefja starfsemi fjölda endur-
hæfingarheimila fyrir áfengis-
sjúklinga, að því er sænskir
fjölmiðlar skýrðu frá um helgina.
Heimilin verða staj'frækt eftir
Hazelden forminu bandan'ska og
er ráðgert að þau taki til starfa
þegar á næsta ári.
„Svo framarlega sem við náum
samkomulagi við sveitarfélögin
um leikreglurnar fyrir þetta einka-
framtak munum við opna mörg
meðferðarheimilisagði Adelsohn
í blaðaviðtali um helgina.
Adelsohn hefur um árabil setið
í áfengisvamamefndum og hefiir
mikinn áhuga á áfengismálum.
„Ég fékk áhuga á Hazeldon form-
inu er gamall vinur minn losnaði
við áfengisvandamál sitt eftir með-
ferð í Bandaríkjunum," sagði
Adelsohn.
Umsjón:
Hannes Heimisson
og
Ingibjörg Bára Sveinsdóttir
★ 828, 206 kæliskápur, Electrolux.
★ KE-282-124 Gaggenau helluborð
★ CF-6484 Electrolux, fullkomin eldavél, í drapplit.
★ CF-6484 Electrolux eldavél, í rauðu.
★ R-281 klukkuborð fyrir Electrolux eldavélar.
★ CF-6472 Electrolux blásturs-eldavél í drapplit.
★ CK-260 Electrolux vifta fyrir útblástur.
★ TC-550 150 ltr. frystikista Electrolux.
★ NF-3244 tveggja hæða Electrolux örbylgjuofn.
★ N-15 Electrolux hrærivél.
Einnig mikið úrval af lítið útlitsgölluðum kæli- og frystiskápum á niðursettu verði.
Bjóðum ’/? útborgun í öllum
húsgögnum, sjónvörpum, vídeótækjum
og einnig í heimilistækjum.
Vörumarkaðurinn hf.
I Eiðistorgi 11 - sími 622200