Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. 39 Kormákur Hermannsson, en hann segist ekki láta sjónvarpið ganga fyrir et hann hefði eitthvað sérstakt að gera á kvöldin. „Gott að fá aðra stöð“ segir Kormákur Heimannsson „Ég horfi dálítið á sjónvarp og þá helst á bíómyndir og dálítið á fréttir, annars er þetta misjafnt og fer svolítið eftir því hvað er í sjónvarpinu,“ sagði Kormákur Hermannsson, aðspurður um hvort hann horfði mikið á sjón- varp. „Mér finnst gott að fá aðra stöð og hefur fundist bíómyndimar á nýju stöðinni ágætar og svo hefur mér fund- ist gamla sjónvarpið gott líka. Ég horfi venjulega á sjónvarpið til svona klukkan tíu eða ellefu á kvöldin." sagði Kormákur. Hann sagði að krakkar á hans aldri töluðu lítið um sjónvarpið og það væri sjaldan sem þau létu sjónvarpið ganga fyrir einhverju öðru sem þau ætluðu að gera. -SJ „Horfi helst á skemmtiþætti“ segir Sigríður Jensdóttir „ Já, ég horfi frekar mikið á sjónvarp og þá helst á skemmtiþætti og létt efni og þá mest erlent þar sem það er ekki svo mikið af íslensku skemmtiefni í sjónvarpinu,“ sagði Sigríður Jens- dóttir aðspurð um það hvort hún horfði mikið á sjónvarp. „Mér finnst Stöð 2 góð en það er náttúrlega ekki komin mikil reynsla á hana. Ég sjálf hef ekki horft meira á sjónvarp síðan hún kom, en sonur minn, sem er að verða fjögurra ára, hefur horft meira á sjónvarp síðan stöðin kom. Við höfum kveikt á tæk- inu þegar dagskráin byijar og hann hefur sest við tækið og fylgst með öllu sem þar hefur verið sýnt fyrir böm- in,“ sagði Sigríður. Hún sagði að á hennar heimili væri ekki horft á hvað sem er í sjónvarpinu heldur reyndu þau að velja úr efhi sem þeim þætti áhugavert. Sigríður er ekki búin að kaupa sér afruglara og sagð- ist ætla að láta það bíða aðeins. -SJ Sigríður Jensdóttir, en hún segist ekki hafa horft meira á sjónvarp þó svo að Stöð 2 hefði bæst við. Dægradvöl Venjulegur skammtur af „Ég horfi frekar mikið á sjónvarp, en það fer eftir þvi hvað er í sjón- varpinu. Ætli það sé ekki svona venjulegur skammtur af sjónvarpi. Ég horfi bara á það sem ég held að mér finnist gott, eins og t.d. fram- haldsþætti og spönnandi myndir, en ég nenni ekki að hanga yfir öllu sjónvarpinu, horfi frekar á einn þátt en sleppi þeim næsta á eftir,“ sagði Brynhildur Eyjólfsdóttir þegar við spurðum hana hvort hún horfði mik- ið á sjónvarp. En hvað með Stöð 2? „Ég var frek- ar óánægð með hana fyrst. Þá vantaði inn í dagskrána þannig að maður vissi aldrei hvað var að ske hjá þeim, en þeir em búnir að vera með ágætisefni eins og t.d. skemmti- legar myndir og framhaldsþætti eins og t.d. sakamálaþætti. íslenska ríkis- sjónvarpið er ágætt líka. En maður er búinn að hafa það svo lengi og ef það em skemmtilegar myndir þar þá horfi ég ekkert frekar á Stöð 2.“ sagði Brynhildur. „Mér finnst eiginlega of mikið að hafa sjónvarpið langt fram eftir nóttu á virkum dögum, en auðvitað þarf maður ekki að hanga yfir þessu þannig að þetta er allt í lagi.“ Hangirðu yfir sjónvarpinu ? „Nei, ég hef of mikið að gera til að geta verið að hanga yfir sjónvarpinu þeg- ar ekkert er í þvi sem mig langar til að horfa á. Venjulega er ekki horft mjög mikið á sjónvarpið heima, það er alveg eins setið og spilað eða við lesum og spjöllum," sagði hún að lokum. -SJ ■ ^ ■ sjonvarpi Brynhlldur EyjóHsdóttir, en hún segist ekki hafa tima til aö hanga yfir sjón- varplnu. ekki fyrir hermikrákur SK-t gefiir sköpunargáfunni lausan tauminn og gerir tánverkin aö leik. m. SK-1 er óviðjafnanlegt svo að páfagaukurinn fell- ur í stafi við samanburðinn. Páfagaukur getur að sjálfsögðu likt eftir mannsröddum en til sam- anburðar getur þú með notkun SAMPLINGS eiginleikanna útsett og fullgert tónverk, allt und- ir þér sjálfum komið. MöguleiKarnir eru margvislegir. Byrjaðu með að nota innbyggða hljóðnemanb til að geyma öll hljóð sem þú hefur áhuga fyrir i innbyggða minniskubbnum, hvort heldur mannsraddir eða önnur hljóð sem þú getur siðan breytt i tónverk á hljómborðinu. Þetta er mjög auðvelt og skemmtilegt og útkoman er síðan undir þér kom- in. Hver er munurinn á páfagauki og CASIO. SK-1 hljómborði ?????? iiiiiiiii pe)jJBiu)|Bio t-)js ua uinpojmsuuBui 0Q2 q tj n j;qa juuaq jnjaB uuijnijneGejed :jbas SK-1 5AMPLIIMC3 KEYBOARD ; Þú getur einnig valið um átta mismunandi inn- .—a byggð hljóðminni sem hafa fimm gerðir af PCM (pulse, code, modulation) raunverulegum hljóð- Laugavegi 26. færum og þér til stuðnings getur þú válið um Sími 91-21615. el,e^u sjálfvirka hljóðtakta (rythma).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.