Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 10
10 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. Utlönd El Satvador: Efhahagurinn í rúst eftir jarðskjálftann Sjúklingar á Rosalessjúkrahúsinu í San Salvador voru fluttir út á götu eftir jarðskjálftann. Jarðskjálftinn, sem reið yfir höfúð- borg E1 Salvador þann 10. október síðastliðinn, hefiir aukið fjárhags- vandræði þessa stríðshrjáða lands. Um 200 þúsund manns misstu heim- ili sín við jarðskjálftinn og gert er ráð íyrir að kostnaður vegna endur- bygginga verði tveir milljarðar dollara. Er sú upphæð jafnhá erlendum skuldum landsins. Hefur forseti E1 Salvador, Jose Napoleon Duarte, sagt að engin leið sé fyrir landið að greiða þær skuldir. Hefur hann farið þess á leit við umheiminn að veitt verði einum milljarði til byggingar 30 þúsund heimila og 500 stórra bygginga í San Salvador. Því sem næst allar opinberar byggingar skemmdust í jarðskjálftanum og allir skólar eru lokaðir eins og er. Sjö ára stríð Forsetinn hefur beðið Bandaríkin að taka að sér stjóm alþjóðlega hjálparstarfeins en þau eru helstu stuðningsmenn stjómarinnar í stríð- inu við skæruliða sem staðið hefur í sjö ár. Fjárhagsaðstoð Bandaríkj- anna til E1 Salvador nam 350 millj- ónum dollara síðastliðið ár. Vestrænir sendifulltrúar telja að Duarte geti hrósað happi ef hann fær helming þeirrar upphæðar sem hann biður umheiminn um. Ein af ástæðunum til þess að stjómin stendur uppi berskjölduð eftir jarðskjálftann er sú að hún eyðir þegar 40 prósentum af ríkis- tekjum til þess að bæla niður baráttu skæruliða. Auk þess sem skæruliðar ráðast á eftirlitssveitir hermanna einbeita þeir sér einnig að því að grafa undan eftiahag landsins með því að sprengja meðal annars brýr og rafinagnsleiðslur. Tala þeirra sem fallið hafa í stríðinu er 60 þúsund. Hingað til hafa átökin aðallega átt sér stað úti á landsbyggðinni. Ef stjóminni tekst ekki að ráða við þá vesæld sem skapast hefur í San Salvador við jarðskjálftann er hætta á að óeirðimar berist til höfuðborg- arinnar, að sögn sendifulltrúa. Skipulagsleysi Duarte hefur þegar verið gagn- rýndur fyrir skipulagsleysi við hjálparstarfið og fyrir að fara óhönd- uglega með það fé sem borist hefur til hjálpar. Sex dögum eftir jarð- skjálftann sögðust margir úr £á- tækrahverfum suðurhluta höfuð- borgarinnar ekki hafa fengið hjálp frá yfirvöldum. Allt skipulag varðandi uppbygg- ingarstarfeemi er á byrjunarstigi en þegar virðist sem stjómin hafi lagt möguleikann á að flytja höfuðborg- ina á hilluna. Á þessari öld hafa tillögur þrisvar verið bomar fram um að flytja höfuðborgina til staðar þar sem ekki er jafnmikil hætta á jarðskjálftum en forsetinn sagði að sú tillaga nyti ekki nægjanlegs stuðnings. Hætta er á að þær byggingar sem urðu fyrir skemmdum í jarðskjálft- anum hrynji við annan skjálfta. Duarte hefur viðurkennt að verslun- armiðstöðin og skrifstofubyggingin, þar sem hundruð manna lokuðust inni, hafi verið sögð óörugg efitir jarðskjálftann 1965. Engu að síður var hún í notkun þar til hún hrundi eins og spilaborg þann 10. október síðastliðinn. Hemaður í norðri veldur Koivisto áhyggjum Norðurlönd þurfa að grípa til sam- eiginlegra aðgerða vegna sívaxandi hemaðar á norðurslóðum. Mauno Koivisto, forseti Finn- lands, lét þessi orð falla í ræðu er hann hélt í Helsingfors í síðustu viku. Fjallaði ræða forsetans aðal- lega um þróun öryggismála í Norður-Evrópu. Koivisto greindi ekki frá í smáatriðum hvemig staðið skyldi að þessum sameiginlegu að- gerðum en gert er ráð fyrir að hann reifi málið við Ingvar Carlsson, for- sætisráðherra Svíþjóðar, nú í vikuimi. Hemaðarlegt mikilvægi í ræðu sinni vitnaði Koivisto í margar skýrslur sem birtar hafa ver- ið á Norðurlöndum á þessu ári og í fyrra. Nefhdi hann að hemaðarlegt mikilvægi svæðisins hefði komið betur í ljós vegna aukinna æfinga, eftirlits og annarra hemaðarfram- kvæmda á síðustu árum. Benti hann á þá staðreynd að floti Sovétríkj- anna hefði stækkað og að hann hefði bækistöðvar á Kólaskaga. Sé það Mauno Koivisto, forseti Finnlands, kallar á sameiginlegar aðgerðir Norðurlanda vegna hemaöar á norðurslóðum. nægjanlegt til þess að svæðið verði hemaðarlega mikilvægt. Koivisto benti einnig á að Bandaríkjamenn hefðu stækkað flota sinn undanfarin ár. Hætta fyrir Norðurlönd Forsetinn nefndi þá hættu sem hlutlausum löndum stafar af lang- drægum kjamaflaugum þar sem meirihluta þeirra hefur verið komið fyrir á flugvélum og skipum á norð- urhveli jarðar. Varðandi umræðumar um lang- drægar kjamaflaugar sagði forset- inn að Bandaríkjamenn vildu að Sovétríkin fækkuðu kjamaflaugum sem em á landi. Afleiðingamar gætu þess vegna orðið að mikilvægi þeirra sem komið hefur verið fyrir í flugvél- um og skipum yrði enn meira. Koivisto álítur ekki að aukin hemaðarumsvif þurfi endilega að hafa aukna spennu í för með sér í Norður-Evrópu en mikilvægt sé að Norðurlöndin fylgist með því sem haft getur áhrif á öryggi þeirra. Forsetinn lagði áherslu á að tak- marka þyrfti allar æfingar til sjós og lands og að reynt yrði að hinda enda á vígbúnaðarkapphlaupið. Koivisto bendir á að hemaöarlegt mikilvægi þeirra kjamaflauga sem kom- ið er fyrir í flugvélum og skipum verði meira ef einungis er lögð áhersla að fækka þeim sem em á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.