Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 38
38
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
Dægradvöl
Að horfa á sjónvarp
Ein algengasta dægradvölin hér á
landi, sem og viða í heiminum, er
líklega að horfa á sjónvarp. Misjafnt
er hversu mikið fólk horfir, en lang-
flestir horfa eitthvað á sjónvarp í
hverri viku. Sumir eru hálfgerð
„sjónvarpsfrík" og horfa á allt sem
í boði er og svo eru aðrir sem horfa
nánast aldrei á sjónvarp.
Þegar fréttatími ríkissjónvarpsins
var klukkan 20.00 markaði hann
ákveðið viðmið á mörgum heimilum,
á þeim tíma átti að vera búið að
borða og helst að ganga frá í eld-
húsinu. Nú hefur fréttatími ríkis-
sjónvarpsins verður færður til
klukkan 19.30 og fréttimar á Stöð 2
byrja fimm mínútum fyrr en hjá
RUV. Hvaða afleiðingar ætli þetta
hafi á matmálstíma heimilanna, ætli
þeir færist líka fram eða er sjón-
varpið fært inn í eldhús o.s.frv.?
Þetta er kannski ekki stórt atriði,
en samt þess vert að nefha það hér.
Hjá sumum er það nefnilega nokk-
urs konar helgistund að setjast fyrir
framan tækið sitt og fylgjast með
dagskránni frá upphafí til enda.
Sumir eru eða voru svo vanafastir
að þrátt fyrir áralangt sjónvarpsleysi
á fimmtudögum, sem er reyndar úr
sögunni, þá settust menn í stólinn
sinn og biðu eftir að sjónvarpið byrj-
aði. Nú þurfa þeir ekki lengur að
horfa á stillimyndina á fimmtudög-
um.
Vandinn að velja
Nú stendur sjónvarpsáhorfendum
til boða að velja á milli stöðva, en á
stórum heimilum koma áreiðanlega
upp kýtur um það á hvora stöðina
á að stilla tækið. Til að leysa þetta
er náttúrlega hægt að taka efhið upp
á myndband, en það eiga ekki allir
myndbandstæki og síðan eru sum
tæki þannig að ekki er hægt að taka
upp efni á einni stöð ef verið er að
horfa á aðra. Síðan má líka hugsa
sér að keypt séu tvö sjónvarpstæki
á heimih þar sem illa gengur að sam-
ræma sjónvarpssmekk heimilis-
manna. En hvemig svo sem fólk
leysir úr svona málum þá er ljóst
að sjónvarpsáhugamenn hafa nú úr
meiru að moða.
En það er kannski óvinnandi verk
fyrir önnum kafha íslendinga að
ætla að sjá allt sem stöðvamar tvær
sýna, enda má gera ráð fyrir að fólk
velji úr efhi sem því líkar. Sumir eru
samt þannig að þeir hafa sjónvarpið
á þó svo þeir séu ekki endilega að
horfa, bara svona til að vita hvað
er verið að sýna. Aðrir sitja við tæk-
ið, sama hvað er boðið upp á, og
kvarta síðan kannski undan því að
það sem þeir vom að horfa á hafi
verið ómögulegt.
Hverjir horfa á sjónvarp?
Víða erlendis em gerðar stöðugar
notendakannanir á vegum sjón-
varpsstöðva og vel er fylgst með á
hvaða þætti og stöðvar fólk horfir.
Hér á landi hafa ekki verið gerðar
margar kannanir varðandi sjón-
varpsnotkun, ein slík var birt í lok
september sl. og þar komu ekki fram
miklar upplýsingar um sjónvarps-
notkun nema hversu stór hluti
notenda horfði á hvem dagskrárlið
i eina viku. í könnun frá 1985, sem
gerð var á vegum RUV af Félagsvís-
indastofnun Háskólans, kemm- fram
að þá viku sem könnunin náði til
horfðu 98% íslendinga á aldrinum
15 til 80 ára eitthvað á sjónvarp. Það
var misjafnt eftir aldurshópum
hversu mikil sjónvarpsnotkunin var,
Sjónvarpsfár gæti þessi mynd heitið. Með fjarstýringu, afruglara og mynd-
bandstæki á gólfinu og öll tæki í gangi ætti ungi maðurinn ekki að missa
af neinu af þvi sem í boði er.
DV-myndir KAE
að öllu jöfriu horfði fólk á aldrinum aldrinum 10-15 ára vom einnig
61-80 mest á sjónvarp, krakkar á dyggir áhorfendur og síðan virðist
koma hlé á notkuninni þar til fram
yfir tvítugt þá fer hlutfallið smá-
hækkandi þar til það rís hæst í elsta
aldurshópnum. I upplýsingum frá
1979, um hversu löngum tíma á viku
fólk á aldrinum 10 til 25 ára eyðir
fyrir framan sjónvarpið, kemur fram
að á aldrinum 10-15 ára er horft að
meðaltali í 13 klukkustundir á viku,
15-20 ára aldurinn horfir í 9 klukku-
stundir að meðaltali á sjónvarp og
elsti hópurinn í þeirri könnun horfði
að meðaltali 9 og hálfa klukkustund
á sjónvarp í viku. Samkvæmt könn-
uninni frá 1979 eyðir þessi aldurs-
hópur frá 468 til 676 klukkustundum
á ári í það að horfa á sjónvarp.
Hvað segja áhorfendur?
Þá höfúm við það, fólk horfir mik-
ið á sjónvarp hér, en hefúr það
einhver tækifæri til að koma skoð-
unum sínum á framfæri um efhi
sjónvarpsins? Nánast daglega birt-
ast lesendabréf á lesendasíðum DV,
sem og annarra dagblaða, um ríkis-
fjölmiðlana og einnig hefur verið
töluvert um skrif tengd nýju stöð-
inni. DV hefur einnig gefið ýmsum
aðilum kost á að tjá sig um dagskrá
fjöLmiðla í fóstum daglegum þætti.
Víða erlendis tíðkast það að sjón-
varpsstöðvar hafi sérstaka deild sem
tekur við kvörtunum notenda varð-
andi dagskrá og þætti. Slíkt hefur
ekki tíðkast hér á landi, en sam-
kvæmt því sem forráðamenn RUV
og Stöðvar 2 tjáðu okkur láta not-
endur í sér heyra ef þeim finnst
eitthvað vera að. Jákvæðar raddir
heyrast líka þó það sé kannski í
minna mæli en þegar fólk er óánægt.
Við fórum í heimsókn á eitt heim-
ili og spjölluðum síðan við nokkra
vegfarendur um sjónvarpsnotkun.
-SJ
Eru ekki sjónvarpsfrík
en kýta um stöðvarnar
Feðgamir Klemens Jónsson og Guð- geunan af því að horfa á sjónvarp, frík. Síðan Stöð 2 bættist við hafa
mundur Klemensson hafa báðir hvorugur segist samt vera sjónvarps- þeir feðgar kýtt dálítið um það hvora
Feögamir Klemens og Guðmundur takast á um sjónvarpstækið á heimilinu, en hingað til hefur þeim sem betur fer
tekist að komast að samkomulagi um hvor stöðin eigi að vera á.
stöðina eigi að hafa á.
„Þetta kemur helst til af því að pabbi
heldur alltaf að hann sé að missa af
einhveiju í ríkissjónvarpinu ef við er-
um með Stöðina á,“ sagði Guðmundur.
Reyndar er til myndbandstæki á heim-
ilinu þannig að hægt er að taka upp
efni af annarri stöðinni þó verið sé að
horfa á hina. Þegar við töluðum við
þá Guðmund og Klemens var ekki
búið að kaupa afruglara á heimilið,
en Guðmundur ætlaði að gera það á
eigin spýtur og var búinn að gera
samning við föður sinn um að hann
borgaði afnotagjaldið ef Guðmundur
keypti tækið sjálft.
Við spurðum Guðmund fyrst hvers
vegna hann langaði í afruglara. „Bara
til þess að geta séð stöðina, reyndar
hafa þeir verið með mikið af myndum
sem ég var búinn að sjá í videoi. Mér
finnast samt oft ágætir þættir á rík-
isrásinni," sagði Guðmundur.
- Og heldurðu að þú hættir þá að taka
spólur núna? „Nei, ég get nefrit sem
dæmi að fyrsta laugardaginn sem Stöð
2 sendi út voru sýndar myndir sem ég
var búinn að sjá í videoi og íslenska
sjónvaipið var búið snemma - þá tók
ég spólu.“
Klemens sagðist helst vilja horfa á
fréttimar á gömlu stöðinni, en Guð-
mundur á Stöð 2, annars sagði hann
að honum væri eiginlega alveg sama
um fréttimar.
„Ég er ósköp latur að horfa mikið á
myndir og það er mjög eðlilegt að
ungt fólk eins og Guðmundur vilji
meiri fjölbreytni og vilji sjá fleiri
myndir enda hefur hann oft fengið sér
myndbönd. Smekkur okkar feðga er
eðlilega ólíkur vegna aldursmunar,"
sagði Klemens. En hvað vill Guð-
mundur helst horfa á? „Góðar myndir,
gamanmyndir, spennumyndir og
bandáríska lögregluþætti eins og þeir
hafa verið með á Stöð 2, en þá þætti
hefur alveg vantað á hina rásina,"
sagði Guðmundur. Hann sagðist hafa
eytt töluvert meiri tíma fyrir framan
sjónvarpið síðan Stöð 2 kom.
En hefúr sjónvarpið forgang? „Það
verður að vera eitthvað sérstakt, sem
er ekki eins spennandi að sjá á vide-
oi, eins og t.d. daginn sem Stöðin var
að byrja og Reagan var að koma til
landsins, þá frestaði ég próflestri og
horfði á sjónvarpið en las síðar," sagði
Guðmundur. Klemens sagðist sjaldan
slá hlutum á frest vegna einhvers sem
væri í sjónvarpinu, hann reyndi frekar
að nota myndbandstækið, en sagðist
samt vera frekar latur við að horfa
síðar á upptökuna.
Húsmóðirin á heimilinu, Guðrún,
hvað skyldi hún segja um kýtur þeirra
feðga uin hvora stöðina eigi að hafa á
hveiju sinni? „Ég get ekki sagt annað
en að við hjónin fáum að horfa á það
sem við viljum, en vitanlega hafa þeir
feðgar ólíkan smekk. Annars finnst
mér unga fólkið frekar sleppa því að
vera að horfa á eitthvað sem því líkar
ekki en við eldra fólkið eigum það til
að gagnrýna og kvarta en horfa samt,“
sagði Guðrún. -SJ