Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. Fréttir Ríkiá Húsavík? Jín G. HauksBcn, DV, Akureyii; Bæjarstjóm Húsavíkur sam- þykkti í gær að fram færi fyrir áramót atkvæðagreiðsla meðal bæjarbúa um það hvort opna skuli áfengisútsölu í bænum. Það var Sigurjón Benediktsson, fulltrúi Þ-lista, lista Víkverja, sem bar tillöguna upp. Eftir miklar og snarpar umræður var hún sam- þykkt með fimm atkvæðum gegn þrem. Alþýðubandalagsmenn greiddu á móti. Opnun áfengisútsölu hefúr lengi verið hitamál á Húsavik. Síðast í vor kom fram svipuð tillaga og var hún þá felld. Davíð á ekki hlut í Stöð 2 .,Ég á ekki eina krónu í þessu fyrirtæki," sagði Davíð Scheving fhorsteinsson vegna fréttar DV fyrir rúmri viku þar sem Davíð var nefndur sem einn af hluthöfum í íslenska sjónvarpsfélaginu hf. Davíð sagði einnig að hvorki Smjörlíki hf. né Sól hf. væru aðilar að Stöð tvö. -KMU Póstsamgöngur yrðu betri með smáþotum „Hugmyndina lagði ég fyrir Póst og síma í maímánuði, fyrir fimm mánuð- um. Ég var þá búinn að hugsa um þetta í þrjú ár,“ sagði Guðbrandur Jónsson flugmaður um póstflug á smá- þotum milli íslands og Evrópu. „Ég hef boðið Pósti og síma að flytja allan póst frá helstu borgum Evrópu til Islands eftir þörfum. Til verkefhis- ins á að nota tvær smáþotur af gerð- inni Falcon 20D Cargo, sem hvor um sig ber 2,7 tonn. Slík vél er ekki nema tvo og hálfan tíma til Evrópu. Ég er sannfærður um að póstsam- göngur 'yrðu betri við ísland með þessum hætti. Þetta eru tólf ára gaml- ar þotur sem ég er með í huga. Þær fást á hagstæðum kjörum. Þeim var sérstaklega breytt til póstflutninga og voru áður notaðar í póst- og pakka- flugi hjá Federal Express í Bandaríkj- unum. Yfirmönnum Pósts og síma þótti hugmyndin byltingarkennd. Eftir að hafa skoðað málið sannfærðust þeir um að með þessari leið mætti betur þjóna almenningi og fyrirtækjum og nýta betur starfsmenn Pósts og síma. Póst- og símamálastjóri lagði málið fyrir danska póstmálastjórann sem Falcon-þota, sérhönnuð til póstflutninga. sýndi málinu áhuga. Danir vilja tíðari póstsamgöngur við Grænland. Ég geri ráð fyrir þremur ferðum á sólarhring til Evrópu og til baka ef Grænland verður með, en annars tveimur ferðum. Póstur og sími óskaði eftir umsögn samgönguráðuneytisins sem sendi málið til flugráðs. Formaður flugráðs, sem reyndar er framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sendi málið til umsagnar forstjóra Flugleiða sem svaraði með bréfi og greinargerð. Málið fór inn á borð samgönguráð- herra, Matthíasar Bjamasonar, í byijun í júlí. Matthías hefur ekki svar- að Pósti og síma ennþá. Vandamál Pósts og síma er að Flug- leiðir skilja eftir póst og taka frakt í staðinn. Samkvæmt rannsókn Pósts og síma gerðist þetta 30 sinnum á fyrri hluta þessa árs. Samkvæmt póstlögum skal póstur njóta forgangs fram yfir farþega og frakt og eru viðurlög við brotum sekt- ir og jafhvel varðhald," sagði Guð- brandur. -KMU Á meðan Guðrún Tryggvadóttir, fremst á myndinni, situr Alþingi í fjarveru Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra, er enginn meinatæknir starf- andi á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum og rannsóknarstofan þar því lömuð. Heilsugæslustöðin á Egilsstöðum: Eini meinatæknir- inn situr nú á Alþingi - enginn fengist í staðinn Lögregluþjónar í launadeilu vegna leiðtogafundar: „Töldum þetta brot á vinnulöggjöfinni“ - segir formaður Landssambands lögregiuþjóna Peningainarkaður VEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóðsbækur óbundnar á-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6mán. uppsogn 9,5-13,5 Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i6mán. ogm. *-13 Ab Avisanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3,5 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 8.75-10,5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 7-9 Ib Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 15,25 Allir Viflskiptavfxlar(forv.)(1) kg. Allir Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(l) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr) 15,25 Allir (Jtlán verðtryggð Skuldabréf Aö 2.5 árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir Utlán til framleíðslu isl. krónur 15 SDR 7.75 Bandarikjadalir 7,5 Sterlingspund 11,25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8,16 Gengistryggö(5 ár) 8,5 Húsnæðislán 3.5 Lffeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITOLUR Lánskjaravísitala 1509 ttig Byggingavisitala 281 stig Húsaleiguvisitala Hækkaöi 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Almennar tryggingar 111 kr. Eimskip 216 kr. Flugleiðir 152 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til upp- gjörs vanskilalána er 2% bæði á verð- tryggð og óverðtryggð lán. Skammstaf- anir; Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank- inn, Vb = V erslunarbankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaöinn birtast í DV á fimmtudög- um. „Þetta er auðvitað mjög slæmt ástand. En ég réð mig upp á að fá launalaust frí til setu á Alþingi. Það er ekki undarlegt þótt ekki hafi feng- ist meinatæknir fyrir mig. Það er alls staðar undirmannað í þessari stétt,“ sagði Guðrún Tryggvadóttir, eini starfandi meinatæknirinn við heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum. Hún situr nú Alþingi sem varamaður Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegs- ráðherra og á meðan verður enginn meinatæknir starfandi á heilsugæslu- stöðinni á Egilsstöðum. „Þetta er mjög bagalegt. Rannsókn- arstofan, sem í töluverðum mæli hefur þjónað öllum heilsugæslustöðvum á Austfjörðum, er nú lömuð. Það verður að senda öll sýni til Reykjavíkur sem sum hver geta eyðilagst á leiðinni. Sem betur fer er flugið nokkuð öruggt þannig að hægt er að senda sjúklinga til Reykjavíkur ef vöntun á meina- tækni gæti hindrað aðgerðir hér,“ sagði Þórður Ólafsson, læknir á heil- sugæslustöðinni. „Auðvitað væri eðlilegt að annar meinatæknir væri til staðar á Egils- stöðum. Ég held að það sé ekki spuming um fjármagn heldur vilja,“ sagði Guðrún. „Þar til nú höfum við alltaf fengið meinatækni til afleysinga meðan Guð- rún hefur setið þing. Við erum að vinna að því að fá aðila hér á Egils- stöðum til að leysa Guðrúnu af þegar með þarf. En hér er engin þörf fyrir nema einn fastan meinatækni," sagði Einar Rafn Haraldsson, framkvæmda- stjóri heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum. -KB Mikil ólga hefur verið meðal lög- reglumanna í Reykjavík undanfarna daga vegna útreikninga fjármálaráðu- neytisins á yfirvinnu lögreglumanna vegna leiðtogafundarins um síðustu helgi. Einar Bjamason, formaður Landssambands lögregluþjóna, sagði í samtali við DV að þeir teldu að ákvarðanir ráðuneytisins í þessu máli væm klárt brot á vinnulöggjöfinni. Úr þessari deilu leystist svo í fyrradag er ráðuneytið féllst á sjónarmið lög- reglumanna. Einar Bjamason sagði að ráðuneyt- ið hefði viljað að menn tækju út skylduvaktir sínar óháð því hvenær sólarhringsins þær hefðu verið skráð- ar á þá meðan á leiðtogafundinum stóð. „Vegna þessa kom upp ósam- komulag milli okkar og þeirra, enda höfðu menn verið kallaðir út á öllum I þjóðhagsspá, sem lögð var fram á Alþingi um leið og fjárlagafrumvarpið, er gert ráð fyrir því að verðbólgan á næsta ári fari niður í 4%-5%. DV leit> aði til þeirra Bjöms Bjömssonar, hagfræðings ASÍ, og Þórarins Þórar- inssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, og spurði þá hvort þessi spá væri raun- hæf? Bjöm Bjömsson sagði það ekki ein- falt mál að svara spumingunni, en þó væri alveg ljóst að það væri ekki góð byrjun til þess að ná þessu marki að hækka skatta eins og nú er boðað. Þá væri vitað að nokkur opinber fyrir- tæki, svo sem hitaveitur sæktu nú fast á um að fá að hækka taxta sína. Ef verðbólgan ætti að hjaðna niður í tímum og öllum vöktum mglað,“ sagði Einar. Einar sagði að hér hefði verið um grundvallaratriði að ræða af hálfu lög- reglumannanna. Ef sjónarmið ráðu- neytisins hefðu fengið að ráða hefði mátt búast við því í framtíðinni að lögreglumönnum hefði verið gert að taka út skylduvaktir sínar t.d. á álags- punktum um helgar, óháð þvi hvenær vaktimar væm skráðar á þá. Samkvæmt heimildum DV mun Böðvar Bragason lögreglustjóri hafa lagt það til að öll vinna lögreglumanna um þessa helgi væri skráð sem yfir- vinna en því hafhaði ráðuneytið. „Við metum þetta við lögreglustjóra enda mun hann hafa viljað umbuna okkur aðeins fyrir hve vel okkar starf tókst um þessa helgi,“ sagði Einar. -FRI þessa boðuðu tölu yrði hið opinbera að ganga á undan með góðu fordæmi. Öðmvísi tækist ekki að ná þessu markmiði sem þó öllum er kappsmál að náist. Þórarinn Þórarinsson sagði að þetta markið væri raunhæft en aftur á móti veikti það vonir manna um að mark- miðinu yrði náð þar sem gert væri ráð fyrir 1,5 milljarða halla á ríkissjóði og aukningu á erlendum lántökum. Hann benti á að brýnt væri að ná verð- bólgunni niður í 4%-5% því enda þótt verulegur árangur hefði náðst í barát- tunni við verðbólguna væri hún enn allt að þrisvar sinnum hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar -S.dór Bjóm Bjömsson, hagfræðingur ASÍ: Ekki góð byrjun að hækka skatta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.