Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. Byggingasamvinnufélagið ADALBOL Erum að hefja framkvæmdir í suðurhlíðum Kópavogs. Um er að ræða tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir í fjölbýlishúsum og lítil einbýlishús. Einnig höfum við til ráðstöfunar lóðir undir raðhús í Grafarvogi. Upplýsingar á skrifstofunni kl. 13-16 daglega. Byggingasamvinnufélagið Aðalból - BSAB Lágmúla 7, 108 Reykjavík. ! LAUSAR S1ÖDUR HiÁ i REYKJAVÍKURBORG Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Laus staða deildarfulltrúa við fjölskyldudeild, hverfa- skrifstofu í Asparfelli 12. Áskilin er félagsráðgjafa- menntun og a.m.k. 3ja ára starfsreynsla á sviði fjölskyldumála og/eða barnaverndar. Frekari upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, föstudaginn 7.11. '86. *- LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Sálfræðingur - Stuðningsfólk Sálfræðing vantar í heila eða hálfa stöðu hjá Dagvist barna Reykjavík. Ennfremur stuðningsfólk, þ.e. fóstrur og þroskaþjálfa, til að sinna börnum með sérþarfir, á dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar. Sérstaklega vantar nú stuðningsfólk á heimilin Iðuborg og Suður- borg í Breiðholtshverfi. Upplýsingar gefur Guðrún Einarsdóttir sálfræðingur á skrifstofu Dagvista barna í símum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 föstudaginn 7.11. ’86. DUUDDDDDDODp*'OOaqDUDDDODODDDDDDDQDODDDDDDDDO Þakrennur plasti Einfaldar í uppsetningu Hagstætt verð ^ VATNSVIRKINN ÁRMÚLI 21 — PÓSTHÓLF 8620 — 128 REYKJAVÍK SÍMIAR: VERSLUN: 686455. SKRIFSTOFA: 685966 SOLUM: 686491 aDDaaaDaaaaaaaDaaaaaoaDaanaaaaaannaaaaaaaDDa Kvikmyndir_________________ Austurbæjarbíó/Stella í oriofi krki Sjokk i prógrammið Framleiðandi: Umbi. Leikstjóri: Þórhildur ÞorleHsdóttir. Handrit Guöný Halldórsdóttir. Aðalhlutverk: Edda Björgvinsdóttir, Þór- hallur Sigurðsson, Gestur Einar Jónasson, Gisli Rúnar Jónsson og Eggert Þorleifsson. Það telst enn til viðburða þegar frumsýnd er íslensk kvikmynd eins og gert var um helgina er myndin Stella i orlofi var tekin til sýninga. Þetta er ein af örfáum íslenskum gamanmyndum sem gerðar hafa ve- rið enda er íslenskur húmor þess eðlis að erfitt er að festa hann á filmu svo vel fari, en í Stellu í orlofi tekst glettilega vel til á stundum. Gert er grín að „tískufyrirbrigðinu" að fara í meðferð eða vera í meðferð. Myndin er ekta farsi þar sem mis- skilningur á misskilning ofan leiðir til ýmissa uppákoma. Stella, leikin af Eddu Björgvinsdóttur, er venjuleg íslensk húsmóðir, gift verslunareig- andanum Georg, leiknum af Gesti Jónassyni. Er myndin byrjar er Ge- org að leggja drög að helgarferð með dönsku viðhaldi sínu og hefur sent henni flugmiða frá Kaupmannahöfn til fslands. Stellu segir hann hins vegar að hann ætli með mikilvægan viðskiptavin í laxveiði. í millitíðinni fara þau hjónin svo í afinælisveislu sem endar með því að Georg stórslasast og verður að leggjast á sjúkrahús. Stella ákveður þá að fara með „viðskiptavinmum" í laxveiðina og fer hún að ná í hann út á Hótel Loftleiðir. Þar er mættur Svíinn Salomon Gustavsson á leið í meðferð hjá SÁÁ og sökum mis- skilnings heldur hann með Stellu í laxveiði. Ýmsar uppákomur verða við lax- veiðiána og verður Gustavsson, frábærlega leikinn af Þórhalli Sig- urðssyni, fyrir hveiju sjokkinu á fætur öðru en allt telur hann það vera lið í meðferðarprógramminu. Þama við ána kemur Lionsklúbbur- inn Kiddi í heimsókn að selja salem- ispappír. Eigandi árinnar, harðsoð- inn flugstjóri, kemur til að bjarga ánni sinni frá stórfelldum veiðiþjófn- aði, danska viðhaldið er mætt á staðinn og þvælist þar inn og út um glugga og Georg, nýstrokinn af sjúkrahúsinu með báða handleggi í gifsi, kemur til að bjarga málunum. Kvenremba Aðstandendur þessarar myndar hafa sagt að hún sé ekki eingöngu léttur farsi án ábyrgðar heldur megi finna í henni dýpri merkingar. Auð- velt er að leiða rök að nokkurri kvenrembu í myndinni, allir karl- menn í henni eru upp til hópa mestu fífl og eini kvenmaðurinn, sem lítur út fyrir að vera það, danska við- haldið, er látin ganga sig upp að hnjám á þjóðvegum landsins megin- part myndarinnar. Verst fer þó Gestur Jónasson út úr þessu en á honum dynur allt sem á annað borð getur dunið, frá því að brotna á báð- um handleggjum til að brenni næstum því allt undan honum. Eins og áður sagði tekst oft gletti- lega vel til í mörgum atriðum myndarinnar og á Laddi þar stóran þátt, sérstaklega framan af mynd- inni. Hann leikur hinn sænska alkóhólista af miklum tilþrifum. Önnur atriði eru miður heppnuð og flöt eins og þegar reynt er að skapa síldarstemmningu við ána er Lions- klúbburinn Kiddi kemst þar í uppgrip af laxi. Og slagsmálin á milli flugstjóranna og Kidda í framhaldi af því eru fremur klúrt atriði sem ekki nær þeim væntingum sem gefn- ar eru í ágætri uppbyggingu myndarinnar fram að því. Á heildina litið er Stella í orlofi miðlungsgamanmynd sem allir ættu að hafa eitthvert gaman af, leikarar komast flestir vel frá sínum hlut- verkum, synd að sjá ekki meira af Sigurði Siguijónssyni, og fagmann- leg vinnubrögð Þórhildar Þorleifs- dóttur kítta oft á tíðum vel í helstu veilur handritsins. -FRI Þórhallur Sigurðsson og Edda Björgvinsdóttir i hlutverkum sínum. Gestur Jónasson fær að finna til tevatnsins í myndinni. Hér liggur hann afvelta ofan í á, handleggsbrotinn á báðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.