Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Side 4
4
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987.
Fréttir
Skýring á óreglu segulsviðs jarðar
Islendingur á síðum Newsweek
28 ára gamall íslendingur vinnur að stórmerkum jarðfræðirannsóknum
í bandaríska vikublaðinu News-
week þann tuttugasta og annan
desember síðastliðinn er grein um
rannsóknir sem fram hafa farið á
vegum Califomia Institute of Tec-
hnology og leiða í ljós líkur íyrir því
að kjami jarðar sé ekki með jöíhu
yfirborði eins og hingað til hefur
verið talið heldur með toppum og
lægðum.
Það sem er athyglisvert við þessa
grein er að í henni kemur fram að
einn þeirra sem unnið hefur að rann-
sóknunum á vegum skólans heitir
Ólafur Guðmundsson. Okkur á DV
þótti þetta nafri hljóma íslenskulega
og það kom á daginn að hér er um
Islending að ræða.
Við höfðum upp á Ólafi Guð-
mundssyni í Kalifomíu. Hann
stundar þar doktorsnám við Cal.
Tech. en svo er skólinn nefhdur í
daglegu tali.
Ólafur er tuttugu og átta ára gam-
all Revkvíkingur, fæddur árið 1958.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
B.S. prófi í jarðeðlisfræði frá Há-
skóla íslands.
Árið 1981 hélt hann til Seattle í
Washington-ríki í Bandaríkjunum
og lagði stund á jarðeðlisfræði þar
og árið 1984 lauk hann meistara-
gráðu í faginu.
Olafur Guðmundsson, tuttugu og
átta ára jarðeðlisfræöingur, sem
vakið hefur athygli i Bandaríkjunum
fyrir rannsóknir sinar á segulsviði
jarðar.
Haustið 1984 fór Ólafur til náms
við Cal Tech þar sem hann leggur
nú stund á doktorsnám í sinni grein.
Aðspurður sagðist Ólafur vera eini
íslenski stúdentinn í sinni deild en
þrír stúdentar væm við skólann í
öðrum deildum.
Ólafúr sagði að prófessor Don
Anderson hefði átt hugmyndina sem
unnið var eftir við rannsóknimar
en sagðist að mestu hafa unnið með
prófessor Robert Clayton. Það em
þessir þrír sem eiga heiðurinn af
rannsóknunum.
Óregla stafar af ójöfnu yffir-
borði kjarna
Rannsóknimar hafa beinst að
óreglu í segulsviði jarðar en það á
upptök sín í ytri kjama jarðarinnar.
Eftir niðurstöðum rannsókna
þeirra félaga að dæma er ein skýring
á þessari óreglu að yfirborð kjama
jarðarinnar er alls ekki slétt eins og
áður var haldið, það er að segja að
á mörkum kjama og möttuls em
bungur og ójöfhur.
Ólafur segir að ekki sé hægt að
fullyrða að með þessari tilgátu hafi
óregla segulsviðsins verið skýrð en
mjög líklegt sé að eitthvað af óregl-
unni sé skýranlegt út frá þessu
landslagi.
Að sögn Ólafs benda niðurstöður
til þess að dýptarmunur á hæstu og
lægstu punktum sé um það bil tíu
kílómetrar.
Ólafur vildi taka það sérstaklega
fram að fleiri skólar væm með sams
konar rannsóknir í gangi og meðal
annars væm jarðeðlisfræðingar í
Harvard og Massachusetts Institute
of Technology (MIT) að fást við
sömu hluti og niðurstöður þeirra
væm mjög svipaðar.
Ástæðan fyrir því að það er Cal
A New Window on ttie Worl
Geologists find peaks and valleys in the earth’s
When Jule* Veme eent ProfeMor
Hardwiggand hisnephew Harryon
their Journey to the Center of the
Earth.theyawningabyaaeatheydiacovered
thereaeemed no leaa fictional than thegiant
aea aerpenta that charged their raft. Yet
once again, acience fiction tuma out to be
uncannilypreacient.Laatweek.atthemeet-
ing of the American Geophyaical Union in
San Franciaco, geophyaiciata challenged
atandard theory by reporting that the earth
ia not built like an avocado, with a amooth,
round core. Rather, the molten core haa
peaka taller than Mount Everest and val-
leyi deeper than the Grand Canyon—fea-
tureathatmayhelpsolveauchlongitanding
puzzles aa why the continenta move.
The acientista diacovered this interior
landacape through "aeiamic tomography,"
a geologic veraion of the CAT scan that haa
revolutionized medicine. Like CAT Kana,
seiamic-tomography acana are produced by
computera that combine information from
wa ve*— in thia caae, seismic wavea generat-
ed by earthquakea. Olafur Gudundason,
Robert Clayton and Don Anderson of the
California Inatitute of Technology sludied
Making Waves
Peaka and valleys in the cor e are
created when hot magma nie* through the
mantle.cooU.and ainka again.
waves from aome 25,000 quakea, al
er than 4.5 on the Richter acale. B
where the waves changed apeed
t raveled thousands of miles into th
Clayton aaya, the team determim
the core poke* into Uje mantle, th
middle layer, and where the man
into the core. According to the ne
there are peaks in the core 1,8001
neath eastern Australia, the centr
Atlantic Ocean, Central Ameria
central Aaia and the northeas'
Ocean, where a mountain at leaat
high risesundertheGulfof Alaaka
underlieEurope.Mexico.theaoutf
cific and the Eaat I ndies, which floa
valleyat leaatsix mileadeep
Sloahlnj cors: The diacovery of th
core promiaes toanawer aome long
puzzlea. For one, it may crack th
the transient milliaecondx. Everj
the length of a day varies by al
milliaeconda, as meaaured by the
of diatant quasars. Since day len(
termined by the time it take* the
rotate once on ita axia—24 houra—
team of researchers at the AGU
apeculated that the undergroun
and valley walls alter the amooth
Perhaps, they auggest, the aloshii
jagged core against the mantle m
rotation jerky instead of amooth.
Clayton believes that the newl
ered peaka and valleys are create
tion within the mantle, which cc
molten rock with the consistency
When cold material in this viacc
sinka, he explaina, it creates abysf
core; when hot currents in the ma
they draw the core upward like
whipped cream (chart). The mounl
valleys probably laat only aa long a
one current to riae and fall—rou
million years. By Krutinizing tl
and valleys for hinta of how the r
moving, geophysicista may bette
stand the aingle biggest mystery
field: how continenta move. Thi
plates of the earth's crust slide n
mantle and cauae everything fron
ation of the Himalayas to the eru
Mount St. Helena. But geophysii
aren't aure how th* mantle move*
drives it. With the new window on (
that aeismic tomography gives th
may finally glimpse the engine th
the heart of the planet.
SH..OI
Greinin í Newsweek, frá tuttugasta
og öðrum desember, þar sem fjall-
að er um rannsóknir þeirra félaga
við Cal Tech.
Tech sem nú sveipa; sig sviðsljósinu
en ekki einhver hinna skólanna sem
stunda sambærilegar rannsóknir er
sú að á ráðstefiiu nokkru fyrir jól,
þar sem Ólafúr hélt fyrirlestur, gaf
Cal Tech út fréttatilkynningu um
málið. í kjölfar þess hafa blaðamenn
sýnt mikinn áhuga á rannsóknum
Cal Tech en ekkert hefur verið fjall-
að um rannsóknir hinna skólanna.
Kem heim
Um framtíðina sagði Ólafur að
hann ætti sennilega eitt til tvö ár
eftir til að ljúka sínu námi. Hvað
síðan tæki við væri óljóst að öðru
leyti en því að hann myndi ein-
hvemtíma enda heima á Islandi en
vissulega væri mikill aðstöðumunur
milli Islands og Bandaríkjanna hvað
Ijármagn varðar. „Island er ákjósan-
legur vettvangur fyrir jarðfræði-
rannsóknir og leiðinlegt að ekki
skuli vera til meiri peningar til að
efla slíkar rannsóknir," sagði Ólafur.
Það verður að segjast eins og er
að alltaf vaknar upp gamla þjóðar-
stoltið þegar fregnir berast af íslend-
ingum sem skipa sér í fremstu röð á
alþjóðavettvangi og óhætt er að full-
yrða að Ólafur Guðmundsson er einn
þeirra sem heldur uppi merki íslands
með frammistöðu sinni.
ÓA
Anægja með Ola
„Óli hafur staðið vil alla sína samn-
inga. Hann stendur sig frábærlega,"
sagði Svan Friðgeirsson, fyrrum hlut-
hafi í Olís, einn þeirra er seldu Óla
Kr. Sigurðssyni hlutabréf sín í fyrir-
tækinu. „Sögur um annað eru úr lausu
lofti gripnar og eiginlega íúrðulegt að
verið sé að reyna að bregða fæti fyrir
Óla með slíkum hætti.“
Sterkur orðrómur hefur verið á
kreiki um að Óla Kr. Sigurðssyni
myndi reynast erfitt að standa við
skuldbindingar sina á gjaldaga sem
var á fimmtudaginn. Veð kynnu að
reynast ótrygg og ófúllnægjandi.
„Óli greiddi okkur það sem um var
satnið. Hann stóð við sitt, við erum
ánægðir," sagði Gunnar Guðjónsson,
fyrrum hluthafi í Olís.
-EIR
Fimbulveturinn á meginlandinu setur strik í reikninginn:
Búast má við verðfalli
á fiski í Evrópulöndum
England. Bv. Vigri landaði 7. og
8. jan. alls 276 lestum fyrir kr. 16,3
millj. Verð á þorski var kr. 57,71,
verð á ýsu var kr. 93,29 kílóið, koli
kr. 116 kg. Bv. Haukur landaði 8.
jan. alls 120 lestum fyrir kr. 7,924
millj. Þorskur kr. 66,41, ýsa kr. 90
kg, karfi kr. 58,45 kg. Bv. Þórhallur
Daníelsson landaði alls 97 Iestum
fyrir kr. 6,9 millj. Verð á jxirski var
kr. 67,65 kg, ýsa kr. 101,43 kg, karfi
kr. 55 kg. Bv. Ólafúr Jónsson lan-
daði 12. jan. alls 168,5 lestum. Verð
á þorski kr. 57,15 kg, ýsa kr. 83,72
kg, karfi kr. 39,52, koli kr. 42,69. Bv.
Sindri landaði 12. jan. alls 128,5 lest-
um fyrir kr. 6,9 millj. Verð á þorski
kr. 55,31, ýsu kr. 58,18, aðrar tegund-
ir fóru á lægra verði. 19 lestir voru
seldar af fiski úr gámum 12. jan.,
meðalverð kr. 50,76 kílóið.
Þýskaland. Bv. Ögri landaði 9. jan.
alls 260,7 lestum fyrir kr. 15,572
millj. Verð á einstökum tegundum:
Þorskur kr. 68,05 kg, ýsa kr. 97,60
kg, ufsi kr. 66,71 kg, karfi kr. 67,38
kg. Meðalverð kr. 59,72 kg. Bv.
Gautur landaði alls 139 lestum fyrir
kr. 8,947 millj. Meðalverð kr. 64.
Verð á þorski kr. 70,15 kg, ufsa kr.
57,55 kg, karfa kr.67,39.
Boulogne. Bv. Gautur landaði 12.
jan. alls 77,8 lestum fyrir kr. 5,1
millj. Meðalverð kr. 66 kg. Þorskur
kr. 65,13 kg, ýsa kr. 69,35 kg, ufsi
kr. 68,92 kg, karfi kr. 69,35, koli kr.
50,43 kg. Annað kr. 88,72 kg.
Nú væri hægt að hraöfrysta (isk ut-
anhúss viða á meginlandi Evrópu
og (ólk er minna á ferli vegna kulda
og snjóa en ella. Ferskfiskneyslan
minnkar um leið og nú má búast
við verðfalli á helstu mörkuðum
okkar.
Verðfall?
Erfiðleikar eru víða í löndunar-
höfrium vegna sjóa og frosts. Búast
má við að verðfall verði ef ekki ræt-
ist úr veðrinu, t.d. í Englandi en þar
Fískmarkaðirnir
Ingólfur Stefánsson
hefur snjóað síðustu daga og kuldi
mikill á þefrra vísu.
Frakkland. íslendingar eru nú famir
að þekkja til fiskihafiiarinnar Bou-
logne, þangað hefur farið nokkuð
af fiski að undanfömu. Endurbætur
standa nú yfir á löndunaraðstöðu,
er það sérstaklega athafnasvæði
smærri skipa, sem aukið verður, sem
mun auðvelda athafnir stærri skipa.
Landað heíúr verið allt að 200.000
tonnum á síðasta ári og búist við
að landanir aukist þar vegna hins
góða verðs sem fengist hefur fyrir
afla þar. Englendingar líta hým
auga til aukinna athafna í höfninni.
Verið er að gera sölukerfið nýtísku-
legt, byggt verður yfir allt svæðið
og 20.000 cu. m vera kældir þar sem
geyma á fiskinn yfir nóttina þar til
hann er seldur. 250.000 cu. m frysti-
geymslur verða á hafnarbakkanum.
Vonandi eiga íslenskir seljendur eft-
ir að eiga þar góð viðskipti í framtíð-
inni.
England. Árið 1985 fiskaði síldveiði-
floti Breta 30.774 lestir sem seldust
fyrir £ 3,75 milljónir. Árið 1986 var
síldaraflinn 51.000 lestir sem seldust
fyri £ 51,23 millj. Mestu af þessum
aíla var landaði í rússnesk verk-
smiðjuskip (Sovetskaya Livita) sem
Bretar kalla Klondyke. Verð það
sem fæst fyrir síldina til skipta er
kr. 6,00 kg fyrir hluta árs 1986 en
hækkaði i kr. 6,30 kg síðari hluta
árs 1986.
Verð til úgerðar var ákveðið á
haustvertíð hérlendis kr. 6,00 fyrir
síld stærri en 30 cm en kr. 3,00 kg
fyrir smærri síld.
Þrir verjendur sakborninga i kaffibaunamálinu, Eiríkur Tómasson, Ragnar
Aðalsteinsson og öm Clausen, drekka kaffi með saksóknara, Jónatan Sveins-
syni, í kaffistofu sakadóms. DV-mynd GVA
Yfirheyrslur í
kaffíbaunamáli
Dómsyfirheyrslum í kaffibaunamál-
inu verður fram haldið í Sakadómi
Reykjavíkur á mánudag eftir tveggja
mánaða hlé. Snorri Egilsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri verslunardeildar
Sambands íslenskra samvinnufélaga,
mætir líklega fyrir réttinn sem vitni
klukkan níu um morguninn.
I næstu viku má búast við að leiddir
verði saman fyrir réttinn þeir sak-
bomingar, sem ekki hafa sama
framburð, til að komast nær því hver
segi satt. Sakbomingum ber í veiga-
miklum atriðum ekki saman um gang
mála.
Eitt ár er liðið frá því að ríkissak-
sóknari gaf út opinbera ákæru á
hendur fimm yfirmönnum Sambands-
ins, þeim Erlendi Einarssyni, fyrrver-
andi forstjóra, Hjalta Pálssyni,
framkvæmdastjóra innflutningsdeild-
ar, Sigurði Áma Sigurðssyni, deildar-
stjóra fóðurvörudeildar og forstöðu-
manni skrifstofú SÍS í London, Gísla
Theódórssyni, forstöðumanni skrif-
stofu SÍS í London, og Amóri Val-
geirssyni, deildarstjóra fóðurvöm-
deildar.
Þeim er gefið að sök að hafa með
fjársvikum, skjalafalsi og broti á gjald-
eyrislögum leynt Kaffibrennslu
Akureyrar miklum afslætti af kaffi-
verði og þannig náð undir Sambandið
4,8 milljónum dollara, um 200 milljón-
um króna, á árunum 1979 til 1981.
-KMU
FUF á móti virðisauka
„Stjóm Félags ungra framsóknar-
manna í Reykjavík skorar á stjómvöld
að leggja áform sín um gildistöku virð-
isaukaskatts á hilluna, en þess í stað
hefja gagngerar endurbætur á núver-
andi söluskattskerfi, einfalda það,
fækka undanþágum og herða sölu-
skattseftirlit," segir í ályktun sem DV
hefur borist frá FUF um skattamál.
„Ljóst er að virðisaukaskattur mun
ekki leysa þau vandamál sem stjóm-
völd eiga við að glíma í skattamálum.
Þvert á móti mun tilkoma virðisauka-
skatts auka enn á þann glundroða sem
nú ríkir,“ segja ungir framsóknar-
menn -KMU