Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. Það fylgir því alltaf ákveðinn tauga- titringur að taka viðtöl við bláó- kunnugt fólk. Fólk sem maður veit engin deili á önnur en að nafnið hljómar kunnuglega. Eitt af þessum nöfnum sem heyrast öðru hverju á öldum ljósvakans í auglýsingum. Útlend nöfn og enn dularfyllri fyrir vikið. Eitt slíkt er Gerhard Deckert. Ég hafði heyrt þetta nafn og eitthvað tengdist það tónlist í huga mér. En ekkert meira. Við nánari eftir- grennslan kom í ljós að hann er hljómsveitarstjóri sem komið hefur til Islands alloft á undanförnum árum til að stjórna tónleikum og óperusýningum. Þessadagana stjórnar hann óperunni Aidu sem íslenska óperan frumsýndi í gær- kvöldi, auk þess að bregða á leik með Sinfóníuhljómsveitinni í ljúfri Vín- artónlist bæði sunnan og norðan heiða. Með svo takmarkaðar upplýsingar í farteskinu vissi ég vart hvers átti vinna í hljóðverum við upptökur og vann m.a. við fyrstu stafrænu upp- tökuna sem gerð var í Vín. Þegar mér bauðst starf við Vínaró- peruna 1963 lagði ég verkfræðina á hilluna. í Óperunni voru flestir vina minna starfandi og þar vann ég við æfingastjórn, með mörgum þekktum hljómsveitarstjórum, og undirleik framan af. Tónleikauppfærslur fylgdu fljót- lega í kjölfarið og áður en langur tími leið var ég farinn að stjóma á Bayreuther-tónlistarhátíðinni í Þýskalandi og gerði það um árabil.“ Frumraunin með buxurnar á hælunum „Fyrsta óperusýningin sem ég stjórnaði í Vín var árið 1974. Það bar að með mjög undarlegum hætti væg- ast sagt. Eg gleymi þeim atburði aldrei. Þetta var í júní-mánuði og ég Staldrað við með Gerhard Deckert hljómsveitarstjóra Gerhard Oeckert í hljómsveitargryfju islensku óperunnar. að vænta. Var hér á ferðinni príma- donna sem vart væri viðræðuhæfur nema á háklassískum nótum - sviðs sem er mér alls ókunnugt nema af afspurn og fátæklegri áhuga- mennsku? Sú hugmynd gufaði fljót- lega upp. Eftir að hafa klöngrast upp þrönga stiga Óperuhússins upp á efsta loft, í gegnum þétt setið at- hafnasvæði búningahönnuða og saumakvenna sem litu ekki upp frá verki, náðist að berja að dyrum á litlu herbergi innst á ganginum. Hér býr hljómsveitarstjórinn meðan á íslandsdvöl stendur. Hann kemur til dyranna - meðalmaður á hæð, þétt- hærður og skeggjaður, örlítið farinn að grána, látlaus í fasi og brosmildur til augnanna. Við ákveðum að gefa Óperuhúsinu frí og bregða okkur á kaffihús til að spjalla. Barst hingað með Leðurblök- unni Fyrst leikur forvitni á að vita um íslandsferðir hans fyrr og nú. „Það var reyndar fyrir algjöra til- viljun að ég kom hingað fyrst. Ætli það séu ekki rúmlega tvö ár síðan síminn hringdi heima hjá mér á laug- ardagskvöldi. Á línunni var eigin- kona íslandsvinarins Eriks Werba. Hún var að hringja fyrir Islensku óperuna sem leitaði ákaft að æfinga- stjóra fyrir uppfærslu á Leðurblök- unni. Vildi gjarnan fá Vínarbúa sem þekkti þetta svið inn og út. Ég af- þakkaði boðið. Hefði kannski tekið því tíu árum fyrr en æfingastjón var ekki lengur á mínu verksviði. Nokkrum mánuðum síðar hringdi Garðar í mig beint og bað mig að koma og stjóma. Þá sló ég til. Ég var mjög forvitinn, breytti öðrum áætlunum og hélt til íslands með mjög takmarkaðar upplýsingar um land og þjóð. Og sannarlega var margt sem kom á óvart - á mj ög já- kvæðan hátt. Síðan hef ég komið hingað aftur og aftur. Þetta er fimmta ferðin mín núna.“ Pianóið hræðiieg kvöð En hver er Gerhard Deckert - h vert rekur hann uppruna sinn svo spurt sé að gömlum og góðum íslenskum sið? „Ég er fæddur í Vín. Foreldrar mínir komu bæði frá Þýskalandi en settust að í Vín eftir síðari heimstyrj- öldina. Föðurættin mín er frá Thuringen sem nú tilheyrir A-Þýska- landi. Þar hafði hún starfað við glerblástur í marga mannsaldra og afi minn rak þar glerverksmiðju. I stríðinu lagðist sú starfsemi af og faðir minn átti ekki afturkvæmt þangað. Þetta voru miklir listamenn, lögðu sál sína og metnað í glerblást- urinn. Ég á sjálfur mjög fallega gripi sem þarna voru búnir til og eru mér mjög kærir. Foreldrar mínir voru bæði mjög tónelsk og mikil tónlist á heimilinu. Faðir minn var algjörlega sjálf- menntaður á þessu sviði og byrjaði snemma að stýra áhuga mínum í átt til tónlistargyðjunnar. Hann setti mig við píanóið 7 ára gamlan og lagði hart að mér við æfingarnar. Ég hafði hins vegar minni en engan áhuga á þessu og fannst þetta hræðileg kvöð. Móðir mín hafði dágóða söngrödd og söng í ýmsum kórum. I Austurríki er kórastarfsemi mjög öflug, líkt og gerist hér. Það finnst mér mjög gott. Á heimilinu voru oft haldnir tónleik- ar, sungið og spilað í tríóum og kvartettum með aðstoð vina og vandamanna. Að auki sóttum við mikið tónleika í borginni og ég var ekki ýkja gamall þegar ég byrjaði að sækja óperusýningar." Úr verkfræði í Vínaróperuna „I tónlistarskóla byrjaði ég 14 ára gamall og var þar í fullu námi með gagnfræðaskólanum. Þannig hélt ég áfram og tók verkfræðina fyrir, auk tónlistarinnar, og lauk prófi í hvoru tveggja. Píanóið var mitt aðalhljóð- færi framan af. Þegar hins vegar kom að því að taka ákvörðun um hvort ég legði einleikinn fyrir mig eða eitt- hvað annað valdi ég hljómsveitar- stjórn. Ástæðurnar voru í raun margar. Á þessum árum var mikið af frábærum píanóleikurum að koma fram. Má þar nefna Brendel, Demus og Gulda. Það lá því ljóst fyrir að það yrði enginn hægðarleikur að koma sér á framfæri við píanóið. Auk þess var mín tilfinning sú að ég gæti aldrei orðið nógu góður til að kom- ast á toppinn. Var alltof latur við æfingarnar og áhuginn lá miklu víð- ar. Því einbeitti ég mér fljótlega að kammertónlist, undirleik oghljóm- sveitarstjórn. Píanónámið var að sjálfsögðu mjög góður grunnur og ég hafði reyndar fleiri hljóðfæri í takinu, t.d. trompetinn. Verkfræðin heillaði mig líka frá upphafi. Ég lagði fyrir mig hátíðni- tækni og gat á margan hátt sameinað þetta tónlistinni. Mér bauðst mikil man að það var gífurlegur hiti. Eg var að vinna í Óperunni, léttklæddur í gallabuxum og bómullarbol eins og hæfði sumarhitanum. Þennan dag átti að frumsýna Eugen Onegin eftir Tschaikovsky. Stjórnandinn var góður vinur minn og eins og svo oft áður gekk ég niður til að heilsa upp á hann rétt áður en sýningin átti að hefjast. Þar brá mér hins vegar held- ur en ekki í brún. Þarna sat hann undarlega útlítandi og talaði ekki orð í samhengi. Engu var líkara en að hann væri undir áhrifum sterkra lyfja. Ég botnaði hvorki upp né niður í þessu en það var augljóst að frum- sýningunni gæti hann ekki stjórnað. Því hljóp ég upp og sagði að nú yrði að fresta sýningunni. Stjórnandinn væri í undarlegu ástandi og engin von til þess að hann gæti unnið verk- ið. Það var brugðist skjótt við en á annan hátt en ég átti von á. „Drífðu þig í almennileg föt. Þú tekur við stjórninni“, voru svörin sem ég fékk. Og það var hvergi hikað. I búninga- geymslunni var dreginn upp klæðn- aður sem líktist kjólfötum en passaði mér engan veginn. Buxurnar voru svo stórar að ég varð að sitja á stól til að halda þeim uppi fram að hléi. Á meðan hafði verið hringt heim í konuna mína sem lá í mestu makind- um úti við sundlaug og naut sólar- innar. Henni var sagt að tína til kjólfötin mín í einum grænum og koma með þau niður í Óperu. „Er þetta brandari ?“, var það fyrsta sem hún sagði. En í hléi var hún mætt og það sem eftir var af sýningunni gat ég stjórnað án þess að óttast að buxumar dyttu niður um mig í miðj- um klíðum. Ég held að þetta hafi einna helst verið eins og dæmigert atriði úr gamanmynd og ég eins og Chaplin í aðalhlutverkinu. En sýningin tókst vel og í kjölfar- hennar fékk ég fast starf sem hljóm- sveitarstjóri við Vínaróperuna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.