Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1987, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1987. Islensk tunga 88. Um hinn skelfilega siúkdóm Nú eru skrítnir tímar. Gamlar dyggðir falla fyrir róða og nýir sið- ir teknir upp í staðinn. Þjóðin varð vör við sláandi dæmi þar um ný- lega. Á ég við það þegar formaður Sjálfstæðisflokksins vildi ekki setja lögbann á sjómannaverkfall. 'Ég veit ekki til þess að slíkt hafi att sér stað fyrr í Islandssögunni. Hugsjónir eru fyrir bí og gamlir sósíalistar sem og aðrir liggja yfir kennslubókum í sjálfselsku og stofna fyrirtæki til að svíkja undan skatti. Og gamlir, lífshættulegir sjúk- dómar verða bamaleikir en nýir ryðja sér til rúms. Eyðni eða alnæmi? Nýlega létu nokkrir læknar þau boð út ganga að þeir væru á móti orðinu eyðni sem þýðingu á AIDS en vildu heldur alnæmi. Þeir segja að „samkvæmt málskilningi flestra“ gefi eyðni til kynna að batahorfur sjúklings séu engar. Alnæmi er að þeirra mati skárra orð og bjartara. Þarna held ég að gægist fram dálítill misskilningur á málskiln- ingi manna og hræðslu við orð. Það er ekki heiti sjúkdómsins sem skýt- ur mönnum skelk í bringu heldur sjúkdómurinn sjálfur. í öllum tungumálum eru að vísu þekkt bannorð, orð sem menn ýmissa hluta vegna veigra sér við að nota, einkum við vissar aðstæður. Til að mynda eru bannorð til á íslandi í sjómannamáli. Orðin krabbi og krabbamein vekja hjá mönnum ótta en einung- is vegna þess að þau eru notuð yfir sjúkdóm sem almenningur telur banvænan undir öllum kringum- stæðum. Menn verða að hafa^í huga að samhengið milli orðsins og merk- ingar þess er óbeint, þ.e.a.s. merkingin er aðeins til í huga okk- ar og hugrenningar þær sem orð vekur okkur á rætur sínar í áliti okkar á eðli þess hlutar sem orðið nær yfir. Þannig hygg ég að engu máli skipti hvaða orð er notað yfir þenn- an sjúkdóm, hvert og eitt þeirra vekur okkur skelfingu og hugrenn- ingar um meinleg örlög og dauða. En hér kemur meira til. Að minnsta kosti fimm orð hafa verið notuð yfir þennan sjúkdóm; eids (oft stafsett aids, tökuorð úr ensku, AIDS), áunnin ónæmisbæklun, ónæmistæring og tvö fyrrnefnd, eyðni og alnæmi. Af þessum fimm orðum eru þrjú langmest notuð, þ.e. eids, eyðni og alnæmi. Hin tvö heyrast vart leng- ur enda óþægilega löng og stirð. Önnur orð sem stungið hefur verið upp á hafa engan hljómgrunn feng- ið. f opinberri umræðu og í ritmáli er langalgengast að sjá orðin eyðni og alnæmi. I venjulegu talmáli get ég mér þess til að orðið eids sé allt eins algengt og jafnvel algengara. þannig er til orðið eidsari um sjúkl- ing sem sjúkdómurinn þjakar. Það orð hefði ekki orðið til nema fyrir notkun orðsins eids. íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson Þannig tel ég að til sé bæði form- legt eða ritmálslegt heiti sjþk- dómsins, þ.e. eyðni og alnæmi, og hins vegar óformlegt eða talmáls- orð, þ.e. eids. Þetta er mjög algengt. Má þar nefna samheitin myndband, ritmál og formlegt mál, og vídeó, talmál og óformlegt. Læknar og aðrir sem taldir eru hafa vit á sjúkdómnum nota orðin eyðni eða alnæmi og vel má vera að þess vegna hafi þau orð sterkari merkingu í hugum okkar. Það er auðveldara að nota eids og eidsari í hálfkæringi. Ferli eða ástand? f þessari umræðu hefur einnig komið fram að orðið eyðni lýsi fremur ferli en alnæmi ástandi. Ferlið er eitthvað sem gerist á löngum tíma, óstöðugt ástand sem breytist. Ástand er á hinn bóginn þegar óumbreytanlegu stigi er náð. f samræmi við þetta hafa sumir viljað nota bæði orðin en ekki í nákvæmlega sömu merkingu. Það er ekki heiti sjúkdómsins sem skýtur mönnum skelk í bringu heldur sjúkdómurinn sjálfur. Eyðni er þá notað yfir sjúkdóminn á öllum stigum hans en alnæmi einungis um lokastigið. í smokkabæklingi landlæknis- embættisins er þessi kostur valinn. Þannig segir í orðaskýringum á • bls. 3: Eyðni: HlV-sýking á öllum stigum. Alnæmi: Lokastig HlV-sýking- ar. Þetta er örugglega læknisfræði- lega nákvæm orðanotkun og uppfyllir þarfir sérfræðinga. En þetta er of nákvæmt orðalag fyrir daglegt mál. í þessum bæklingi er einnig getið orðsins ónæmistæring sem sam- heitis fyrir alnæmi: Og þá er ég ef til vill farinn að nálgast niðurstöðu. Það eru óumdeilanlega til nokk- ur orð yfir þennan sjúkdóm og engin leið að segja til um hvert þeirra er útbreiddast. Sömuleiðis sé ég enga ástæðu til þess að endi- lega þurfi að velja eitt og hafna hinum. Er eitthvað sem mælir á móti því að gera öllum orðunum jafnhátt undir höfði? Þótt læknar kunni að þurfa nákvæmt orðalag er engin sérstök ástæða til að ætla að al- menningur hafi þörf fyrir sams konar nákvæmni í orðavali. Lækn- ar hafa - eins og aðrir starfshópar - sérstakt málfar. Ég legg til að hver og einn líti í sinn barm og velji sér það orð sem honum finnst best henta. Þegar öllu er á botninn hvolft er það al- menningur sem endanlega sker úr um það hvaða orð lifir. Þannig hefur það alltaf verið og þannig verður það. Tillaga í lokin: Mér þykir tilvalið í framhaldi af þessu að málfræðing- ar, annaðhvort úr málíræðinga- stóðinu uppi í háskóla, eða einhver sem gengur laus, taki sér fyrir hendur að kanna notkun þessara orða og bera niðurstöður saman við t.d. aldur og þjóðfélagsstöðu málnotenda. Þá held ég að ýmislegt spennandi komi í ljós. Ur ýmsum áttum Af gömlum blöðum Á stríðsárunum átti sá sem hér er þáttastjóri heima í bakhúsi við Grettisgötu og gerði sér það stundum til gamans, ungur maðurinn, að horfa á unga stúlku, sem oft stóð við eldhúsglugga í húsinu á móti, sem aftur á móti átti margt erindið að spegli sem festur var á gluggapóstinn yfir eldhúsborðinu. Þetta háttalag hans líkaði henni ekki og sýndi þess glögg merki. Út úr þessu varð eftir- farandi vísa: Skýst minn hugur skamman veg, skyldi hún ekkert hugsa um mig? Ó, hvað hún er yndisleg ungfrúin, sem grettir sig. Löngu seinna fór sami maður á spítala og voru ungar stúlkur stund- um að nauða í honum að búa til um sig a.m.k. eina vísu. Svo var það á Þorláksmessu að eftirfarandi vísa fæddist: og fannst mér ekkert mjög til um hana, svaraði svona: Dýrt er rímað Dýrt er rímað, Drottinn minn, drjúgt er í hæðir flogið. En við sjálfan arnsúginn eitthvað finnst mér bogið. Eftirfarandi vísa er svar við kersknivísu vinar míns, Egils Bjarnasonar fornbóksala og söng- ljóðaþýðara, en við höfum í áratugi gert okkur það til gamans að yrkjast á. Það er fyrst og fremst íþrótt og við meinum yfirleitt hvorki illt né gott með því og hugsum aldrei um það stundinni lengur hvorum okkar veitir betur í það og það skiptið. Hann orti: Enginn lærir atómljóð, enginn við þau semur lag. Enginn fengur eru þjóð enginn mun þau kalla brag. Vísnaþáttur tók hann sig til og sendi mína vísu í samkeppnina og skrifaði mitt nafn undir. Það varð til þess að ég fékk tilkynningu um að ég hefði hreppt fyrstu verðlaun. Og eru það einu bókmenntaverðlaun sem undirritað- ur hefur hlotið um dagana, þá eru ekki taldar aðrar viðurkenningar. Fyrir sautján árum fór ég ásamt fjölskyldu minni í ferð í einkabíl langt suður í Evrópu og um Norður- lönd. Þrír synir okkar hjóna óku bílnum til skiptis og komumst við lengst til Rómar. Þegar við snerum við orti ég: Engum páfa er ég háður, ekkert ríki selur frið. Trúarveikur eins og áður yfirgef ég Rómarhlið. Eftirfarandi kvæði hnupla ég frá góðskáldinu vini mínum Jóhannesi úr Kötlum. Það er úr einni af seinni bókum hans og þykir mér sérstak- lega vænt um það. Hjá dvergasmiðnum Nú geng ég að steini og drep á dyr, - á dverginn mig langar að herja. Ég hef svo sem oftsinnis æskt þess fyr, en aldrei þorað að berja. I augsýn kemur öldungur smár með uppbrett nef einsog þúfu, - í golunni skelfur skeggtoppur grár og skottið á rauðri húfu. Ég ávarpa karl: Hér er ég á ferð, og einstök væri þín prýði, ef þú vildir smíða mér sannleikssverð, sem sigraði í þessu striði. Slíkt sverð getur enginn útvegað þér, því efnið fæst ekki lengur. Bréffrá Rósu Hér koma loks orð úr allt annarri átt. Þín Rósa spyr: Hvaða einkunn fær þetta ljóð. Mig vantarviðeigandi lag. Þú komst og þú kemur ég veit, þú kastar í glugga minn snjó, ég er útsprungið blóm og þín mey, þú ert hjá mér sæll, það er nóg. Við svörum spumingunni aðeins með því að birta vísuna. Ef sá les, sem orðunum er beint til, skilur hann skeytið. Stúlkan heitir kannski alls ekki Rósa. Og þótt við nefnum snjókallinn hennar Pétur, er það lík- lega ekki heldur rétta nafnið. En hvernig væri fyrir hagyrðinga, hvort sem þeir nú vilja láta nafns síns get- ið eða ekki, en finna hvort eð er hjá sér köllun að senda þættinum vísu eða vísur, að tileinka þeim Rósu og Pétri einsog eina stöku? Hann stend- ur úti í kuldanum, en hún á rúmið sitt hlýja og góða rétt hjá glugganum á annarri eða þriðju hæð, jafhvel uppi á kvisti? Utanáskrift: Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi Helst þess bið ég helgan Lák og himnaríkisvöldin, þér að senda þybbinn strák þitt í rúm á kvöldin. Undirritaður er frægari fyrir annað en rímkveðskap. Vildi kvæðalag hans mjög fara í taugamar á mörgum fagurkerum, einkum fyrr á árum. Einn vel hagmæltur sendi mér vísu Mín svarvísa var eitthvað á þessa leið: Ekki þarf að gylla gull, gullið verður ætíð bjart, alltaf verður bullið bull, þótt búið sé í rímað skart. Þriðji maður hlustaði á þessi við- skipti og þá stóð einmitt svo á að vísnasamkeppni var í útvarpinu og AL , * * X , 1 i tiiíEl J - Þá hvíslar dvergurinn hissa að mér: Hvað heyri ég, góði drengur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.