Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Utlönd Mótaði utanríkisstefnu Norðmanna fra 1973 Knut Olav Frydenlund, utanríkis- ráðherra Noregs, sem andaðist í gær, aðeins 59 ára að aldri, var sá maður sem mest áhrif hafði á stefnu landa sinna í varnar- og öryggismál- um og mótaði að mestu utanríkis- stefnu Noregs frá því að hann tók fyrst við embætti utanríkisráðherra árið 1973. Það voru ekki nema níu mánuðir liðnir af öðru kjörtímabili hans í embætti utanríkisráðherra minni- hlutastjórnar Verkamannaflokksins og var búist við að með vorinu mundi hann kynna nýja stefnuskrá stjórn- arinnar í utanríkismálum. Auk þess hafði hann í undirbúningi ýmis frumvörp varðandi stefnu Norð- manna í öryggismálum og tengsl Noregs við Efnahagsbandalagið þegar hann lést. Frydenlund var á ferðinni enn einu sinni í embættiserindum þegar hann hneig niður á Fornebu-flugvelli í Osló af völdum heilablóðfalls. Hefði hann lifað áfram hefði hann orðið sextugur 31. mars næstkomandi. íslendingar missa hauk í horni Með fráfalli Frydenlunds sakna íslendingar vinar í stað. Hann reyndist okkur mikill haukur í horni og hinn besti drengur á örlagatím- um, þegar við háðum þorskastríðið síðasta, 1975-'76, við breska fiota- veldið. Enginn hafði eins mikil áhrif og hann á það að norska þjóðin stóð á þeim viðsjártímum heils hugar að baki Islendingum. Hann og norska nefndin áttu frumkvæðið að samþykkt Norður- landaráðs, sem var íslendingum öflugur stuðningur í landhelgisdeil- unni, og á ráðherrafundi í aðalstöðv- um NATO í Brussel í árslok 1975 veitti hann Einari Ágústssyni, þá- verandi utanríkisráðherra okkar, svo röskan stuðning í atgöngu að James Callaghan, utanríkisráðherra Breta, að enn er viðbrugðið hve klumsa breska ljónið varð. íslendingar í dag, við á morg- un Aðspurður síðar hví hann stæði svo fast með íslendingum í land- helgisdeilunni svaraði Frydenlund: „I dag berjast Islendingar fyrir mál- stað sem við Norðmenn kunnum að þurfa að berjast fyrir á morgun." Ekki lét hann við svo búið standa því að norska stjórnin fyrir hans atbeina hafði síðan milligöngu um samningaviðræður Islendinga og Breta sem fóru fram í Osló og end- uðu þar í samkomulagi á miðju ári 1976. í samningaviðræðum Norðmanna og Islendinga 1980 um landgrunnið í kringum Jan Mayen og mörk efha- hagslögsögu landanna höfðu þessi fyrri samskipti Frydenlunds og ís- lendinga sín áhrif til þess að sú samningagjórð fór að mestu fram í sátt og samlyndi og lyktaði farsæl- lega, svo báðir undu sæmilega við sitt. Byrjaöi ungur í utanríkisþjón- ustunni Fáir hafa komið til ráðherraemb- ættis jafh rækilega undirbúnir á sínu sérsviði og Frydenlund á sínum tíma. Hann hafði mjög ungur lokið versl- unarskólaprófi með háum einkunn- um og nær samtímis stúdentsprófi. Frydenlund var rétt rúmlega tvítug- ur þegar hann hafði lokið laganámi og hóf þá strax störf við norsku utan- ríkisþjónustuna. Hann bætti enn við sig námi sem laut að diplómatísku starfi enda gegndi Frydenlund ýmsum trúnað- arstörfum í mikilvægum sendiráðum Frydenlund utanríkisráðherra ásamt eiginkonu og börnum þeirra þrem í einni heimsókn þeírra til íslands. Norðmanna, eins og í Bonn og Brussel, og var um hríð fulltrúi Nor- egs í Evrópuráðinu. Ráðuneytis- stjóri var hann orðinn i utanríkis- ráðuneytinu 1966 og hefur skrifað athyglisverð rit um utanríkisþjón- ustu og alþjóðasamstarf. Oddviti norska Verkamanna- flokksins í utanríkismálum í tuttugu ár Frydenlund var kosinn á þing fyrir verkamannaflokkinn 1969 og strax valinn til sætis í utanríkismálanefnd Stórþingsins. Það var í stjórn Bratt- elis sem hann varð utanríkisráð- herra og þegar Nordli tók við af Bratteli þótti enginn annar koma til greina í utanríkisráðherraembættið en Frydenlund. Einar Ágústsson, utanrfkisráðherra íslands, naut góðs að þar sem Fryd- enlund var í fiskveiðideilu íslendinga við Breta 1976. Verkamannaflokkurinn lenti í stjórnarandstöðu árin 1981 til 1986, þegar Gro Harlem Brundtland tók við, og enn þótti Frydenlund sjálf- sagður í utanrfkisráðherrastólinn. Á meðan Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra hefur átt fullt í fangi með að glíma við efnahagsmálin hefur hún orðið að reiða sig á hand- leiðslu hins gamalreynda diplómats á utanríkismálunum. Málamiðlunarmaður Það var ekki aðeins í landhelgis- deilu fslendinga og Breta sem Frydenlund reyndist málamiðlunar- maður. Svo hefur einnig reynst heima fyrir í skoðanaskiptum meðal Norðmanna innbyrðis um viðkvæm stefnumál. Þegar landar hans klofn- uðu í afstöðunni til aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu, sem fellt var í þjóðaratkvæði 1972, var Frydenlund að vísu fylgjandi aðild og hefur alla daga verið síðan, þrátt fyrir þau málalok. Hann fór sér hægt með þá afstóðu vegna hætt- unnar á klofningi bæði innan Verkamannafiokksins og meðal þjóðarinnar í heild. En það lá ein- hvern veginn í loftinu að hann mundi þoka málinu aftur fram á borðið til nýrrar umræðu ef honum hefði enst aldur og starfsþrek til. Varnar- og öryggismálin brennandi viðkvæm í Noregi Varnar- og öryggismálin hafa jafn- an verið meðal brennandi áhuga- mála hjá norsku þjóðinni sem eðlilegt er í ljósi reynslu hennar af hemámi Þjóðverja í síðari heims- styrjöldinni. Noregur er aðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu með eigin flug-, landher og flota og hefur neitað að leyfa erlendar her- stöðvar í landinu. I vakningunni gegn kjarnorkuvánni hafa þeir einn- ig bannað að kjarnorkuvopn séu innan norsks yfirráðasvæðis. Norð- menn hafa fundið kaldan andar- dráttinn frá rússneska biminum, sem þeir eiga sameiginleg landamæri með, enda er og eitt stærsta víg- hreiður jarðar, flota- og herstöðvar rauða hersins í næsta námunda við þá. Néfhilega á Kolaskaga. Þeir hafa átt í deilum við Sovétstjórnina um Svalbarða og lögsagnarmörkin í Barentshafi og hafa öðrum Norður- landaþjóðum fremur (að undanskild- um Finnum einum) fundið hve erfiðir samtýningarnir eru þar aust- an garðs við þá. v Utanríkisráðherra Noregs hefur því ekki verið of sæll af sínu hlut- verki að reyna að þræða meðalveg- inn á milli gagnrýni vinstri armsins í Verkamannaflokknum, sem sakaði hann um að horfa í gegnum fingur sér við flota NATO, og líða banda- rískum herskipum siglingar um norska lögsögu með kjarnavopn inn- anborðs. Og hins vegar gagnrýni hægrimanna, sem sjá rússnesku grýluna að laumast í kafbátum inni á öðrum hverjum firði og þykir aldr- ei nóg treyst varnarsamstarfið við NATO. - Þessi meðalganga fórst þó Frydenlund furðu árekstralítið úr hendi. Sonur stöðvarstjórans varð forsætisráðherra Enda var það ekki af handahófi sem hann var valinn til þess að gegna forsætisráðherraembættinu í forföllum Gro Harlem Brundtland, eins og raunar þessa síðustu ævi- daga hans, á meðan hún var í opinberri ferð í Japan. Sonur járnbrautarstöðvarstjórans í Drammen (í Oslóarfirði) lætur eftir sig eiginkona og þrjú börn sem öll hafa komið með honum hingað í heimsóknir til íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.