Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1987. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJOLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð f lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Hallæris frum varpið Loks er komið fram frumvarpið, sem á að leysa vanda- mál Utvegsbankans. Lausnin, sem boðin er fram, reynist hin mesta hallærislausn eins og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir alþingismaður sagði réttilega í umræðum. Með ýmsu móti er í frumvarpinu reynt að fegra, að í raun eru skattgreiðendur einungis að borga brúsann. Boðin er einhver hin versta lausn, sem til greina kemur. Það hefur Seðlabankinn einnig sagt. Jafnvel í þingflokki sjálfstæðismanna varð rót, þegar Björn Dag- bjartsson lýsti andstöðu við þá leið, sem boðið er upp á. Björn sagði, að það væri eins og ósýnileg hönd hefði teflt endurskoðun mála Útvegsbankans í tímaþröng. Raunar hafa ýmsir, leynt og ljóst, unnið að því, að hall- ærisleiðin yrði farin. Sjálfstæðismenn hafa lengi með réttu stefnt að fækk- un ríkisbanka, ef marka má stefnuyfirlýsingar. Fleiri hafa tekið undir það. í kerfi stórra ríkisbanka ráða við- skiptaleg sjónarmið ekki nægilega. Ríkið, það er skattgreiðendur, koma til hjálpar, hversu mikil glappa- skot, sem verða við bankastjórn. Það gerist ekki í einkabönkunum. í einkarekstrinum verða bankastjórn- endur því að fara með meiri gát og láta arðsemissjónar- mið ráða við úthlutun fjár. Það kemur þjóðlífinu til góða. Flokksforingjar geta hins vegar nánast farið með ríkisbankakerfið sem sitt eigið. Einnig hefur verið barizt fyrir því, að upp risi stór einkabanki, sem gæti uppfyllt þarfir á tíma framfara og nýjunga. Litlu einkabankarnir geta það auðvitað aðeins að takmörkuðu leyti. Þegar Útvegsbankinn lenti í sínum mikla vanda vegna mistaka, hefði mátt ætla, að sjálfstæðismenn yrðu stefnu sinni trúir. Svo hefur ekki orðið. Reynt var að sameina Útvegsbanka Iðnaðarbanka og Verzlunar- banka, en það strandaði. Verzlunarbankinn treysti sér ekki. En þá var eftir hin næstbezta leið, að sameina Útvegsbanka og Búnaðarbanka í nýjan hlutafélags- banka. Sá banki hefði átt sér viðreisnar von. Þá hefði ríkisbönkum í raun fækkað. Þetta er sagt hafa strandað á andstöðu starfsfólks Búnaðarbankans. Auðvitað er fráleitt í svo stóru máli, að ráðherrar láti starfsfólk í einum banka ráða ferð. Miklu meira er í húfi en svo. Samkvæmt frumvarpinu á Útvegsbankinn að verða hlutafélagsbanki. En við nánari athugun er það ríkið og Fiskveiðasjóður, sem leggja fram féð. Aðrir eiga að geta verið með, er sagt. En má búast við miklum áhuga? Trauðla. Jafnvel er sagt, að erlendir bankar mættu eign- ast hluti í félaginu. En það virðist einnig blekking ein. Viðskiptaráðherra segist sjálfur ekki vita um neinn erlendan banka, sem hefði áhuga á þátttöku í nýja bank- anum. Sérfræðingar telja harla ólíklegt, að erlendur banki komi þar til sögu. Strax þegar minnzt var á, að ríkið kynni að leggja fram nær milljarð króna til að bjarga þessum málum, tóku talsmenn Útvegsbankans að segja, að féð væri bezt. komið beint í Útvegsbankann. Þessi peningur skattgreiðenda í landinu er enn ein reddingin til þessa banka. Loforð um fækkun ríkisbanka hafa í raun verið svikin, því að eftir stendur Útvegsbanki, sem verður ríkisbanki í reynd. Allt þetta er aðeins glanspappír, vafinn utan um hallærislausnina, sem færir Útvegs- bankanum einungis dúsu án þess að laga neitt til frambúðar. Haukur Helgason. „Víða úti á landi er þaö svo í mörgum greinum að þar eru laun greidd eftir strípuðum töxtum, eins og verka- lýðsforingjarnir segja." Landsbyggðar- flóttinn Byggðin í landinu er breytingum háð. Arið 1940 bjuggu 66% lands- manna í þéttbýli og 34% í dreifbýli. Árið 1985 bjó 91% íslendinga í þétt- býli og 9% í dreifbýli. Árin 1984 og 1985 fækkaði íbúum landsbyggðar- innar en slíkt hafði þá ekki gerst síðan á árunum 1945 og 1946. Á dögunum var lögð á borð þing- manna lítil bók frá Byggðastofnun: Byggð og atvinnulíf 1985. Þar sést svart á hvítu hvernig hallað hefur á landsbyggðina undanfarin ár og hvernig íbúum hefur fækkað á fjöl- mörgum þéttbýlisstöðum. Sömu dagana lesum við í blöðum að íbúum Reykjavíkur hafi fjölgað um tæp átta þúsund frá árinu 1980. íbúum höfuðborgarinnar hefur á þessum árum fjölgað um rúmlega fímmfalda íbúatölu Borgarness. A sama tíma hefur íbúum Borgarness fækkað. Árin 1975 til 1980 var byggðin í landinu í megindráttum í jafhvægi. Eftir 1980 hefur keyrt um þverbak. Þessi þróun er ekki aðeins óæskileg. Hún er líka dýr. Kosið um byggðamálin Óheillaþróunin undanfarin ár á sér enga eina eða einfalda skýringu. Hér eru að verki margir samverkandi þættir. Undirrót þessa alls er þó auðvitað sú stjórnarstefna sem fylgt hefur verið í landinu þetta árabil. Kosningarnar í vor munu ekki síst snúast um það að breyta hér til og rétta hlut landsbyggðarinnar. Það verður kosið um byggðamálin. Alveg eins og þessi mál eiga sér ekki einfalda skýringu er ekki á þeim einfold lausn. Það þarf að rétta hlut landsbyggðarinnar. Það þarf að gera það jafnhfvænlegt, eða lífvæn- legra, að búa úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Hvað er það fólk að flýja sem unn- vörpum hefur flutt til höfuðborgar- innar frá 1980? Það er að flýja lág laun. Víða úti á landi er það svo í mörgum greinum að þar eru laun greidd eftir strípuð- um töxtum, eins og verkalýðsfor- ingjarnir segja. Hvað sem skattfram- tölin segja (þau eru ótraustar heimildir í landi þar sem stjórn- málamenn nú viðurkenna að skatt- kerfið sé ónýtt) þá eru yfirborganir og launaskrið algengara á höfuð- borgarsvæðinu en úti á landi. Kjaflarinn Eiður Guðnason alþingismaöur fyrir Alþýðuflokkinn ingar eru að verða óþekkt fyrirbæri á landsbyggðinni en linnir ekki í Reykjavík. Tveggja kosta völ Þessari þróun verður að breyta. Henni verður ekki snúið við nema með breyttri stefnu stjórnvalda gagnvart landsbyggðinni. Og það þarf meira að koma til. Sveitarfélög í landinu eru nú rúmlega 220. Þróun- in er sú að hin fámennu verða fámennari og hin fjölmennu fjöl- mennari. Hér eigum við í rauninni tveggja kosta völ. Annars vegar að fækka sveitarfélögunum stórlega í óbreyttu stjórnkerfi og gera þeim betur kleift að þjóna íbúunum. Hins vegar að taka upp þriðja stjómsýslu- stigið. Skipta landinu í fylki eða fjórðunga sem hefðu allvíðtækt sjálf- „Árin 1975 til 1980 var byggðin í landinu í megindráttum í jafnvægi. Eftir 1980 hefur keyrt um þverbak. Þessi þróun er ekki aðeins óæskileg. Hún er líka dýr.' Það er að flýja háan húshitunar- kostnað. Það er þrisvar sinnum dýrara að hita sambærilegt hús í Borgarnesi en í Reykjavík. Það er að flýja kostnað við að senda börn og unglinga til náms í höfuðborginni Það er að flýja þjónustuskort. Vestan af Snæfellsnesi er með höpp- um og glöppum hægt að ná símasam- bandi milli byggða og suður til Reykjavíkur. Vænlegast er að hringja þegar fréttir eða afbragðs- efhi er á dagskrá sjónvarpsins. Það er að flýja vanþróað sam- göngukerfi. Bættar samgöngur, betri vegir eru byggðamál númer eitt. Þetta eru bara fáein atriði. Ýmis- legt fleira kemur hér einnig til. Þessi þróun hefur haft það í fór með sér að fasteignaverð á landsbyggðinni hefur lækkað. Á sama tíma stór- hækkar verðið í Reykjavík. Andvirði vandaðs einbýlishúss á landsbyggð- inni hrekkur kannski fyrir lítilli blokkaríbúð í Reykjavík. Húsbygg- ræði um ýmis efhi. Alþýðuflokkur- inn hefur hallast að því að þetta beri að gera. Byggðanefnd þing- flokkanna, sem skilaði skýrslu í fyrrasumar og í áttu sæti fulltrúar allra þingflokka, komst að sömu nið- urstöðu enda þótt þingflokkana greini raunar á um málið. Menn geta deilt og deila um það hvora leiðina skuli fara. Meginatrið- ið er þó að rétta hlut landsbyggðar- innar frá því sem nú er. Það verður ekki gert öðruvísi en að efla fjár- hagslegt sjálfstæði sveitarfélaganna, sjá til þess að saman fari fjármálaleg ábyrgð og ákvörðunarvald. Skapa hreinni verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og gera sveitarfélögin að stjórnhæfum einingum. Nú þarf að snúa við blaðinu í þess- um efhum. Þetta er verkefni sem næsta ríkisstjórn verður að snúa sér að. I þessu máli hafa jafhaðarmenn skýra stefnu. Hún felst í aukinni valddreifingu og virkara lýðræði. Eiður Guðnason alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.