Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987.
Fréttir
Hvalveiðar heimsins ræddar í Reykjavík:
Vopnaðirverðir
gæta fundarins
Tveir óeinkennisklæddir en vopnað-
ir lögreglumenn gæta íundar í vísinda-
nefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem
þessa dagana stendur yfir í húsi Haf-
rannsóknarstofiiunar að Skúlagötu 4
í Reykjavík. Menn taka enga áhættu
nú, mínnugir skemmdarverkanna í
haust á hvalbátunum og hvalstöðinni.
Um 25 vísindamenn víðs vegar að
úr heiminum, þar af §órir íslenskir,
sitja fundinn, sem að sögn Jóhanns
Sigurjónssonar sjávarlíffræðings er
vinnufundur fyrir ársfund Alþjóða
hvalveiðiráðsins í júní.
Frá því á mánudag hefur verið rætt
um samband afla og sóknareiningar
og breytingar á stofnstærð. Eftir helgi
hefst annar fundur í vísindanefhdinni
sem fjalla mun í þrjá daga um að-
ferðir við stjóm hvalveiða.
-KMU
Fomlerfar í Bessastaðastofu:
„Leggjum ríka áherslu
á að varðveita þetta“
Undanfarnar tvær vikur hefur stað-
ið yfir fomleifauppgröftur undir
Bessastaðastofu á Bessastöðum og
hefúr þar verið grafinn upp grunnur-
inn að húsi sem talið er vera frá tíð
Kristofers Heidemans landfógeta
skömmu fyrir árið 1700. Við uppgröft-
inn hafa ýmsir forvitnilegir hlutir
komið í ljós. Fyrir utan leirkera- og
postulínsbrot má nefna forláta krítar-
pípuhaus og nokkur meðalaglös, þar
af eitt með einhverju glundri í ennþá
en á Bessastöðum var einmitt fyrsti
lyfsali landsins.
Blaðamönnum voru kynntar þessar
fornleifarannsóknir í gær og sagði for-
setinn, frú Vigdís Finnbogadóttir, að
upphafið að þeim mætti rekja til þess
að gólfið í stofunni hefði sigið stöðugt
á undanfómum árum þannig að skipta
hefði þurft um það og í framhaldi af
því hefði verið ákveðið að grafa eftir
fornleifum.
,,Við leggjum ríka áherslu á að varð-
veita þessar fomleifar og erum
ákveðin í að gera það. Ég tel engan
vafa leika á því að við finnum leið til
þess,“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir.
Guðmundur Ólafsson fomleifafræð-
ingur kynnti blaðamönnum það starf
sem unnið hefur verið en í máli hans
kom m.a. fram að búið væri að grafa
allt að 2 metra niður úr stofúgólfinu
en mannvistarlög næðu eins langt nið-
ur og þeir hefðu getað komist ennþá
sem væri rúmlega 3,5 metra undir gólf-
inu en þar virtist vera hellulagt gólf
sem fannst með því að taka borkjama
úr botni 2ja metra djúps skurðar í
borðstofúnni. Sagði Guðmundur að að
öllum líkindum hefði staðið íbúðarhús
á þessum stað snemma á miðöldum.
I máli Guðmundar kom enn fremur
fram að með nokkurri vissu væri hægt
að segja að rústir þær sem grafnar
hefðu verið upp undir gólfinu væru
austari hluti konungsgarðs og leifar
af húsi landfógeta.
Eins og fyrr segir hefur verið ákveð-
ið að varðveita þessar minjar. Hins
vegar verður að kom stofunni í samt
lag aftur og verður gólfið því byggt
yfir minjamar eftir að þær hafa verið
raka- og kuldavarðar. Fyrst um sinn
verða rústimar ekki forvarðar en
reistir stuðningsveggir utan um rústa-
stallana svo ekki verði hætta á að
þeir aflagist.
-FRI
Rannsóknariögreglan:
Náði skartgripum
fyrir milljónir
Jónas Bjarnason, lögreglufulltrúi hjá Rannsóknarlögreglunni, skoðar þýfið.
Rannsóknarlögregla ríkisins hefúr
upplýst skartgriparánið f Úra- og
skartgripaversluninni, Bankastræti
12, sem framið var í byrjun desember
á síðasta ári. Þaðan var stolið umtals-
verðu magni af skartgripum, að
söluverðmæti um 3 milljónir króna.
Rannsóknarlögreglan hefur unnið
að rannsókn málsins og yfirheyrt
fjölda manns en 17. mars sl. var tekinn
til yfirheyrslu 28 ára gamall Reykvík-
ingur sem játaði að hafa brotist inn í
verslunina. Skartgripina flutti hann
að kvöldlagi frá staðnum á felustað.
Hefur þegar tekist að hafa uppi á
megninu af þýfinu.
í frétt frá RLR um þetta mál segir
að síðastliðið sumar hafi verið brotist
inn í sömu verslun og stolið skartgrip-
um. Við rannsókn þess máls viður-
kenndi 22 ára gamall Reykvíkingur
innbrotið. Mun hann hafa komið hluta
af þýfinu í hendur félaga sinna sem
m.a. reyndu að selja það erlendis.
DV-mynd: BG
-FRI
Sigriður Hjartar í garðinum sinum.
DV-mynd BG
Kuldakastið:
„Erum verulega
áhyggjufuH‘r
- segir formaður Garðyrkjufélags íslands
„Það er óhætt að segja að við garð-
yrkjufólk erum verulega áhyggjufull
en ekki er hægt að segja til um
skemmdimar fyrr en séð verður hve
langvarandi kuldakastið verður,"
sagði Sigríður Hjartar, formaður
Garðyrkjufélags íslands, í samtali við
DV er við ræddum við hana um áhrif
kuldakastsins á gróðurfar en sem
kunnugt er vom plöntur og tré byrjuð
að taka vel við sér í hlýindakafianum
sem verið hefur í vetur.
„Það er mismunandi hve plöntumar
standast kuldann vel, margar lauk-
jurtir vom komnar upp er kastið kom
og ég er hrædd um að þær sem náð
höfðu að blómgast fari illa.“
Sigríður sagði einnig að það hefði
verið bót í máli að snjór hefði komið
á undan kuldanum, hann hlífði lægsta
gróðrinum og hefði ástandið orðið
mun verra ef snjórinn hefði ekki kom-
ið til.
„Við lítum til kuldakastsins sem
kom 1963, í apríllok, eftir mjög mildan
vetur. Þá drápust til dæmis allar aspir
hér á suðvesturhorninu og síðan þá
höfum við lagt kapp á að rækta upp
tegundir sem þola betur hið rysjótta
veðurfar sem hér er,“ sagði Sigríður.
Sigríður er sjálf með vel hirtan garð
við heimili sitt. Aðspurð hvemig hún
teldi að hennar plöntur kæmu út úr
þessu sagði hún að laukblómin sín
hefðu að mestu hulist snjó og slyppu
því líklega. Páskaliljumar hefðu verið
vel á veg komnar en sennilega þyldu
þær kuldann ef hann yrði ekki því
meiri en krókusamir fæm sennilega
illa hjá henni. _pRi
Óveðrið í Eyjum:
Fokker bundinn niður
Ómar Gaiöaissan, DV, Vestmannaeyjum:
Fokkervél Flugleiða, sem kom til
Vestmannaeyja í fyrrakvöld, tepptist
heldur illilega sökum óveðurs. Á með-
an hún staldraði við gerði arfavitlaust
veður þannig að ekki tókst að koma
henni í loftið aftur.
Á Vestmannaeyjaflugvelli er ekkert
skýli fyrir flugvélar af þessari stærð
þannig að bmgðið var á það ráð að
leggja henni fyrir framan flugstöðina
og setja sandpoka við hjól hennar. Þá
var fenginn veghefill og stórir vömbíl-
ar til að umkringja hana og hlífa henni
fyrir veðri. Loks var hún njörvuð nið-
ur með taugum.
Vélin er óskemmd og var þess beðið
að veður lægði svo hún kæmist í loftið.