Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Síða 5
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. 5 Stjómmál Fréttir Umferðarlögin hanga á bláþræði efri deild óhress með breytingar neðri deildar Umferðarlagalrumvarpið hangir á bláþræði. I morgun var alls ekki víst að það yrði afgreitt sem lög á þessu þingi, sem áætlað er að ljúki klukkan 16 í dag. Þingmenn efri deildar eru ósammála nokkrum af þeim breytingum sem neðri deildín gerði á frumvarpinu. Ber þar hæst gamla bílnúmerakerfið. Tveir þingmenn efri deildar, al- þýðuflokksmennimir Stefán Bene- diktsson og Karl Steinar Guðnason, lögðu í gær fram breytingartillögu um að taka upp nýja bílnúmerakerfið, sem nýtur almenns stuðnings þingmanna deildarinnar. Gömlu númerin héldu velli á aðeins einu atkvæði í neðri deild á morgun- fundi á mánudagsmorgni. Vitað er að tveir stuðningsmenn nýja kerfisins voru fjm'sfruMir atkvæðagreiðsluna. Einn fékk einfaldlega ekki fundarboð en annar var hjá tannlækni. Verði einhver breyting samþykkt á frumvarpinu á fundi efii deildar, sem hófst klukkan ellefu í morgun, er hætt við að það dagi uppi. „Við erum mjög óánægð með hvem- ig neðri deild hefur breytt ýmsu,“ sagði Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar, í gærkvöldi. „Mér er efst í huga að neðri deild skyldi ekki fallast á stöðvunarskyldu þegar merkt skólabifreið stöðvar til að hleypa út eða taka farþega. Ég er mjög óhress með það. Þetta er að okk- ar mati þýðingarmikið atriði," sagði Salome. Ráðgert var að allsherjamefnd efri deildar, sem fjallar um umferðarlögin, kæmi saman í morgun fyrir þingfund- inn til að meta stöðuna. Spumingin er hvort þingmenn efri deildar láti sig hafa það að kyngja breytingum neðri deildar til að fi-umv£upið dagi ekki uppi. „Ég veit ekki alveg hvað við gerum. En við munum láta í okkur heyra,“. sagði Salome. -KMU Staðgreiðslukerfi skatta að logum Staðgreiðslukerfið skatta varð að lögum frá Alþingi í gær. Efri deild samþykkti þá frumvarp um tekjuskatt og eignarskatt sem var eitt af fjórum frumvörpum sem flutt vom um skatt- kerfisbreytinguna. Á mánudag urðu að lögum frumvarp um tekjustofna sveitarfélaga og frum- varp um staðgreiðslu opinberra gjalda. Á þriðjudag afgreiddi Alþingi frá sér sem lög frumvarp um gildistöku stað- greiðslu opinberra gjalda. Breytingin yfir í staðgreiðslukerfið tekur gildi um næstu áramót. Þá byrja menn að greiða skatt af tekjum sem þeir fá jafnóðum. Nú greiða menn skatt af tekjum síðasta árs. Kerfis- breytingin felur því í sér að tekjur yfirstandandi árs, 1987, verða ekki skattlagðar. -KMU Tillaga Jóhönnu úr salti Þingsályktunartillaga Jóhönnu Sigurðardóttur og Kolbrúnar Jóns- dóttur um lífeyrisréttindi heimavinn- andi fólks nær fram að ganga með breyttu orðalagi. Um það náðist sam- komulag í gær í félagsmálanefiid sameinaðs þings. Nær samhljóða tillaga Gunnars G. Schram, formanns nefhdarinnar, og þriggja annarra sjálfstæðismanna verður ekki flutt. Eins og fram hefur komið var Gunnar gagmýndur fyrir að koma fram með þá tillögu meðan tillaga Jóhönnu lá í salti í nefridinni. Félagsmálanefhd leggur til að þing- sályktunartillaga Jóhönnu verði svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm- inni að undirbúa tillögur sem tiyggi þeim lífeyrisréttindi sem eingöngu sinna heimilis- og umönnunarstörfiim og leggja þær fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóvember 1988.“ -KMU Tollalækkun samþykkt Lækkun tolla á ýmsum vörum var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Lögin öðlast þegar gildi. Þær vörur sem ýmist lækka í tolli eða verða alveg tollfrjálsar, sam- kvæmt nýju lögunum, eru: Skíði, skíðaskór, bindingar og stafir, ljósmyndapappír, ljósmyndavélar, úr, klukkur, litir til listmálunar, filmur í myndavélar, hljómplötur, hljóðsnæld- ur og myndbönd, bæði átekin og óátekin. -KMU Níu lög í kvöldmatnum Níu lagafrumvörp voru samþykkt í tollskrá, dráttarvexti, orlof, vaxtalög efri deild sem lög frá Alþingi um og tvenn lög um almannatryggingar, kvöldmatarleytið í gær. Þau eru: önnur um fæðingarorlof. Lög um tekjuskatt og eignarskatt, -KMU opinber innkaup, ríkisborgararétt, Afgreiddu sautján þingsályktanir í gær Þrettán þingmál voru samþykkt sem ályktanir Alþingis á fundi sameinaðs þings í gær. Fjórum þingsályktunartil- lögum var vísað til ríkisstjómarinnar. Fjórar ályktanir vom samþykktar frá ríkisstjóminni: Vegaáætlun, réttur norrænna ríkis- borgara til að nota eigin tungu í öðm norrænu landi, stofnsamningur Evr- ópustofiiunar fjarskipta um gervitungl og viðbótarsamningur við Mannrétt> indasáttmála Evrópu. Níu þingmannatillögur hlutu sam- þykki: Ábyrgð vegna galla í húsbyggingum, þjóðarátak í umferðaröryggi, könnun á valdi í íslensku þjóðfélagi, auglýs- ingalöggjöf, tryggingasjóður loðdýra- ræktar, Þjóðhagsstofriun, sjúkra- og iðjuþjálfun, norræni umhverfisvemd- arsamningurinn og vamir gegn mengun hafsins við ísland. Til ríkisstjómarinnar var fjórum þingsályktunartillögum þingmanna vísað: Efling atvinnu og byggðar í sveitum, menntastofnun á sviði matvælaiðnað- ar, efling fiskeldis og greiðslufrestur. -KMU I Rútan á hliðinni fyrir utan veginn í Hvalfirði. Rúta með 25 manns valt: „Óhugnanleg lrfsreynsla“ Rúta með 25 manns valt út af vegin- um í Hvalfirði í gærmorgun, rétt undir flallinu Þyrli, hjá h'parítnámunni sem þar er. Rútan var á leið frá Reykjavík í Málmblendiverksmiðjuna á Grund- artanga með hóp af nemendum úr Vélskólanum í skoðunarferð. „Þetta var óhugnanleg lífreynsla,“ sagði einn farþeganna í samtali við DV, „Rútan var á nær engri ferð er óhappið varð en mikið rok var á þess- um slóðum og ein hviðan náði að kasta rútunni af veginum með þessum af- leiðingum." Enginn farþeganna slasaðist við óhappið en nokkrir þeirra hlutu minni háttar skrámur. Fljótlega kom krana- bfll sem kippti rútunni á réttan kjöl en önnur rúta var látin sækja far- þegana. -FRI Nýi kjarasamningurinn alveg ófullnægjandi: Flýja brunaverðir Slökkvistöðina? „Við teljum að með slíkum samn- ingi sé nánast verið að segja bruna- vörðum í Reykjavík að leita sér að annarri vinnu,“ segir í ályktun stjóm- ar Landssambands slökkviliðsmanna um samning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við borgina. Landssambandið bendir á að marg- víslegar menntunar- og þjálfimarkröf- ur séu gerðar til brunavarða í Reykjavík, þar með um iðnmenntun. I jólafostusamningunum hafi verið samið um 35.000 króna lágmarkslaun og enn hærri laun í samningum bygg- ingamanna. Brunavörðum í Reykjavík séu ætlaðar 29.070 krónur á mánuði. „Þessari óvægu meðferð á slökkviliðs- mönnum í Reykjavík mótmæla slökkviliðsmenn allir,“ segir stjóm Landssambandsins. í ályktuninni kemur einnig fram að samningar brunavarða við önnur sveitarfélög að undanfómu séu betri en Revkjavíkursamningurinn. -HERB LUKKUGETRAUN: Opið laugardaga kl. 10-18. BÍLATORG NÓATÚN 2 - SÍMI 621033 Einu sinni í mánuði drögum við úr nöfnum kaupenda og seljenda um 5 daga ferð til Hamborgar með ferðaskrifstofunni Sögu. VERÐUR ÞÚ SÁ HEPPNI í MARS? BILATORG mm\ BÍLATORG Allar gerðir bíla vantar á söluskrá - mikil sala. Toyota Land Cruiser dísil árg. 1985, hvitur, sjálfskiptur, ekinn 25.000 km. Verð kr. 1.150.000,- VW Golf GL árg. 1986, biásans, vetr- ardekk, sumardekk, utvarp, segulb., ekinn 9.000 km. Verð kr. 495.000,- Volvo 240 GL St árg. 1985, dökk- grásans., plussinnrétting, læst drif, sjálfskiptur, ekinn 45.000. Verð kr. 710.000,- BMW 520i árg. 1986, vínrauður, einn meö öllu, s.s. leðursætum, sjálf- skiptingu, lituðu gleri, útvarpi, segulb., ekinn 26.000 km. Verð kr. 880.000,- Citroen CX 25 dísil, familale, svart- ur, 8 manna, ekinn 118.000 km. Verð kr. 695.000,- Renault 11 TC árg. 1985, blásans., fallegur bíll, ekinn 26.000 km. Verð kr. 345.000,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.