Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987.
HANA ÞESSA
enda er Létt og laggott sér á
parti! Nú er tækifærið til að
laga línurnar - grenna sig en
smyrja brauðið samt. Létt og
laggott er nýtt viðbit og
helmingi fituminna en allt borð-
smjörlíki, taktu eftir því. Létt og
laggott er eingöngu ætlað ofan
á brauð en hentar ekki til
steikingar.
Létt og laggott er framleitt úr
mjólkurpróteinum, sojaolíu og
smjöri. Það hefur smjörbragð
og er símjúkt.
Komdu þér á kreik og haltu
ummálinu í skefjum - Létt og
laggott léttir undir með þér.
Útlönd i>v
Japanskur lögregiuþjónn skoðar póstbíl sem valt út af vegi eftir að á
hann hrundi í jarðskjálfta í gær stórt bjarg. Ekillinn lét lífið,- simamynd neuter
Snarpur jarð-
skjálfti á
Japanseyjum
Suðvesturhluti Japanseyja nötraði
undan mjög snörpum jarðskjálfta í
gær og urðu mikil spjöll á mannvirkj-
um en einn maður fórst og þrennt
slasaðist (þar á meðal tvö böm). Mað-
urinn ók póstbifreið í Miyazaki-héraði
þegar stórt bjarg féll á bifreið hans,
sem valt út af veginum, og lét maður-
inn þegar lifið.
Bömin urðu fyrir glerbrotum þegar
brotnuðu rúður í tveim skólum á með-
an á kennslu stóð. En aldraður maður
slasaðist þegar þakið á húsi hans
hrundi yfir hann.
Jarðskjálftakippurinn var með þeim
snarpari sem mælst hafa, 6,9 stig á
Richterkvarða. Öflugasti jarðskjálfti,
sem mælst hefur í Japan, varð á aust-
urströnd Kyushu 1941 og var 7,2 stig
á Richter og kostaði hann þó ekki
nema tvö mannslíf.
Húseigandi í Miyazaki í Japan virðir fyrír sér þakhellumar á húsi sínu eftir
jarðskjálftann snarpa i gær sem olli miklum usla. - simamynd Reuter
Kína fær Makaó 1999
Yfirvöld í Kína og Portúgal virðast
hafa komist að samkomulagi um fram-
tíð portúgölsku nýlendunnar Makaó
sem einu sinni var alræmt sjóræn-
ingjabæli. Haft er eftir sendiherra
Portúgala í Peking að nýlendan verði
afhent Kínverjum í desember 1999.
Eftir aðeins klukkustundar samn-
ingaviðræður í gærmorgim var
varautanríkisráðherra Kína, Zhou
Nan, mjög bjartsýnn á lausn málsins.
Hélt hann síðan einkafund með sendi-
herra Portúgala sem síðan greindi frá
niðurstöðum fundarins.
Makaó er aðeins fimmtán og hálfur
ferkílómetri og íhúar eyjunnar eru
þrjú hundruð þúsund talsins. Eru
flestir þeirra af kínverskum uppruna.
Hefúr nýlendan verið undir yfirráð-
um Portúgala í rúmlega fjórar aldir
en þeir viðilrkenna nú þegar yfirráð
Kínverja yfir Makaó. Breska nýlend-
an Hong Kong, sem er ekki langt frá,
verður afhent Kínverjum 1997.