Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. Atvinnumál á Suðumesjum Atvinnumál á Suðurnesjum brenna mjög á fólki um þessar mundir. Við frambjóðendur G-Iist- ans höfum orðið áþreifanlega vör við það undanfarnar vikur í vinnu- staðaheimsóknum okkar um kjördæmið. Togarar hafa horfið burt af svæð- inu einn af öðrum án þess að það hafi heyrst hljóð úr horni neins staðar frá. Fyrir fáeinum vikum, þegar sala togarans Gauts úr Garð- inum fór fram, komu þó upp háværar raddir um að stöðva þá sölu. Það er vel skiljanlegt því byggðarlagið verður skilið eftir hráefnis- og kvótalítið þegar af- hending togarans fer fram núna í maí. Aö selja miðin Ég hef haft tilhneigingu. og ekki að ástæðulausu, til að velta aðeins fyrir mér tölum í þessu dæmi. Tog- arinn er að tryggingarmati 90 milljónir króna en er seldur á 160 milljónir. Mig langar til að varpa fram þeirri spurningu hver sé ábyrgð sjóða og peningastofnana við að aðstoða menn til að fjárfesta í slíkri endileysu. Svona fjárfest- ingar eru fyrirfram dæmdar til að fara á hausinn. Hvaða sveitarfélagi er hjálp í slíkri aðstoð? Þarna er veriö að kaupa kvóta fyrir 70 milljónir eða með öðrum orðum verið að selja miðin. Það er verið að selja óveiddan fisk úr sjón- um, fisk sem kannski veiðist aldrei. Þannig hafa verið seld burt af svæðinu 4.400 til 4.500 tonn á árun- um 1984-1985. Það er því sanngjörn krafa okkar Suðurnesjamanna að kvótinn verði endurskoðaður með tilliti til svæða því miðin eru jú og verða svæðis- bundin. Suðurnesjasvæðið er vertíðabundið svæði. Því ekki hægt að beina skipunum á aðrar veiðar stóran hluta ársins eins og hægt er á Vestfjörðum og fvrir Norðurlandi þar sem stutt er á rækjumið þar sem ekkert kvótalög- mál ríkir. Voru fjórtán togarar Fyrir nokkrum árum voru togar- ar á svæðinu 14 en nú eru aðeins 5 eftir. Svo getur farið að þeim fækki enn því mjög mikil óvissa ríkir nú um útgerð togaranna tveggja sem systurfyrirtæki Sjö- Kjallarirm Bjargey Einarsdóttir framkvæmdastjóri í Keflavík stjörnunnar hf. í Njarðvík gerir út. Sjöstjaman gæti verið seld á nauð- ungaruppboði næstu daga eða vikur. Ekki eru togarar Hraðfrystihúss Keflavíkur öruggari í sessi. Óttast menn að þeir lendi hjá einhverju fyrirtækja Sambandsins úti á landi. Það væri því vægt til orða tekið að segja að togaraútgerð á Suður- nesjum stæði á brauðfótum. Því finnst mér að það sé kominn tími til, áður en allt er komið í strand, að menn setjist niður og athugi hvort ekki henti þessu svæði ein- hver önnur leið til öflunar sjávar- „Hér mun verða mikið atvinnuleysi ef ekkert verður að gert og það snarlega. Þó munu loðnufrysting og hrognataka fresta vandanum eitthvað. En hvað tekur við eftir það? spurði fólkið í Garðinum um daginn í vinnustaðaheimsókn okkar G-listamanna.“ „Herinn á sinn þátt i þeirri stöðu sem komin er upp á Suðurnesjum. Hann hefur í gegnum árin togað til sin fólk þegar stórframkvæmdir hafa verið á hans vegum en fleygt þvi til baka þegar verkefnum lýkur.“ afurða, t.d. bátaútgerð. Á ég þá við 70-120 tonna báta en ekki báta af stærðinni 9.999999 tonn! Bátaútgeröin Bátaútgerð var mjög blómleg á Suðurnesjum fyrir nokkrum árum en þar hefur engin endurnýjun far- ið tram. Flotinn er orðinn mjög gamall og ætti í raun að vera kom- inn í úreldingu að stórum hluta. Ég vil nefna hér tvö dæmi. Fyrst er Grindavík. Þar hefur lít- il áhersla verið lögð á togaraút- gerð. Þeir einbeittu sér að bátaútgerð enda staðan í dag sú að í Grindavík eru mörg öflugustu fiskvinnslufyrirtæki landsins og bátaútgerð í blóma. Dæmi um stað sem hefur skellt sér út í togaraútgerð er hins vega.' Keflavík og Njarðvík. Þar voru áður stór og stöndug fyrirtæki eins og Hraðfrystihús Keflavíkur. Þau seldu alla sína báta og fóru út í togaraútgerð. Þau standa nú uppi eignalaus og atvinnuleysisvofan hangir stöðugt yfir fólkinu sem þar vinnur. Hvað tekur við? Talið er að nokkur hundruð manns vinni nú við fiskvinnslu á Suðurnesjum. Hér mun verða mik- ið atvinnuleysi ef ekkert verður að gert og það snarlega. Þó munu loðnufrysting og hrogntaka fresta vandanum eitthvað. En hvað tekur við eftir það? spurði fólkið í Garð- inum um daginn í vinnustaðaheim- sóknum okkar G-listamanna. Einnig er vert að geta þess að nú er að ljúka stórframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Stefnir þá í stórfellt atvinnuleysi. Herinn á sinn þátt í þeirri stöðu sem komin er upp á Suðurnesjum. Hann hefur í gegnum árin togað til sín fólk þegar stórframkvæmdir hafa verið á hans vegum en fleygt því svo til baka þegar verkefnum lýkur. Eins mun verða nú þegar framkvæmd- um lýkur við flugstöðvarbygging- una og í Helguvík. Þetta hefur átt sinn þátt í því að ekki hefur verið hægt að byggja upp traustan og stöðugan atvinnu- grundvöll á Suðurnesjum. Bjargey Einarsdóttir Greinarhöfundur skipar Qórða sœti á frambjóðendalista Alþýðubandalagsins á Reykjanesi. Málþóf ársins Það er hrikaleg staðreynd að í ís- lensku dómskerfi skuli menn veigra sér við því að leiða deilumál til lykta þegar leitað er til dómskerfisins með úrlausn mála. Slíkt henti nokkra embættismenn íslenska ríkisins á haustmánuðum 1986 og nú, 10. febr. 1987, þegar málum BJ var vísað frá Fógetarétti Reykjavíkur. Kerfiskarlar bregða á leik Á haustmánuðum 1986 kom úpp deila, milli flokksmanna Alþýðu- flokks annars vegar og landsnefadar og framkvæmdanefndar BJ hins vegar, um yfirráðarétt yfir fjármál- um, bókhaldi og húsnæði BJ. BJ-mönnum fannst og finnst enn ástæða til að rannsaka bókhald BJ. En kerfiskörlunum í Rannsóknar- lögreglu ríkisins og saksóknara fannst að ekki væri neitt athugavert við falsað bókhald og meintar fjár- málatilfærslur í bókhaldi BJ og vísuðu málinu frá. Þegar þetta lá fyrir tók einhver sig til, úr vinahópi fyrrverandi þingmanna BJ, og birti á Stöð 2 eftirminnilega frétt um önn- ur misferli þingmanna BJ. Kerfis- karlamir hafa örugglega fylgst með þessu líka. Þetta var kallað pólitískt morð á Stefáni Benediktssyni og fékk víst hina vesalingana til að skjálfa í hnjáliðunum. En samtrygg- Kjállaiinn Guðmundur Óli Scheving, vélstjóri ing embættismanna er slík að ekkert var aðhafst meira á þeim bæ. BJ-menn ákváðu í framahaldi af þessum málalokum að fara fram á innsetningaraðgerð hjá borgarfóg- eta. Því nú var starfsemi BJ komin í fullan gang, nafn flokksins í fullu gildi, framboð á Reykjanesi og Reykjavík lágu fyrir og alls kyns samningar í fullu gildi, bankareikn- ingur, póstgiróreikningur á nafni BJ. Nýtt fólk komið til starfa, búið að skipa í nefndir innan BJ fyrir þá sem hættu. En hvað gerist? Möppu- dýrin hjá borgarfógeta taka til greina óundirritaða fundargerð af einhverjum fundi, sem sagt er að sé af hinum svokallaða sprengifundi, og þar sagt að allir í BJ hafi sagt af sér störfum. Þetta er lygi, Þor- steinn Hákonarson sagði ekki af sér, fyrir því eru næg vitni af þessum umrædda fundi og það var engin „Þetta var kallað pólitískt morð á Stef- áni Benediktssyni og fékk víst hina vesalingana til að skjálfa í hnjáliðunum. En samtrygging embættismanna er slík að ekkert var aðhafst meira á þeim bæ.“ „Það er rétt að árétta það við alla þá sem BJ skuldar að senda reikn- inga sína til Guðmundar Einarssonar, Stefáns Benediktssonar eða Kolbrúnar Jónsdóttur ... “ fundargerð skrifuð á þessum um- rædda fundi. Armur Alþýðuflokks- ins nær örugglega inn í raðir möppudýranna og þá er ekki að spyrja. I niðurlagi bréfs borgarfógeta segir að áfrýja megi málinu til Hæstarétt- ar en tíminn leiðir í Ijós hvort sú leið verður farin eða önnur. Flóttamennirnir úr BJ pólitísk viðrini Það er ekki hægt annað en brosa samt, þrátt fyrir það mótlæti sem við, hið nýja fólk í BJ, höfum fengið hér í upphafi starfs okkar. Þvi þing- mönnunum okkar fyrrum hefur alls staðar verið hafnað af alþýðuflokks- fólki, já, af kjósendum Alþýðu- flokksins, og maður gæti haldið að það eina sem að gagni gæti komið fyrir þessa þingmenn BJ (fyrrver- andi) væri að þeir legðu fjármuni BJ í kosningasjóð Alþýðufokksins, eða kannski þeir séu búnir að því. Það er rétt að árétta það við alla þá sem BJ skuldar að senda reikn- inga sína til Guðmundar Einarsson- ar, Stefáns Benediktssonar eða Kolbrúnar Jónsdóttur í Alþýðu- flokki, þar eru fjármunir BJ i dag og þau bera ábyrgð á fjármálum BJ. Eins og haft var eftir Kolbrúnu á Stöð 2 hér um daginn. Menn ættu að skoða þetta vel, það er ekki á hverjum degi að alþingismenn af- hjúpa sig sem pólitísk viðrini. Guðmundur Óli Scheving.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.