Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987. Andlát Frímann Frímannsson lést 14. mars sl. Hann fæddist ó Akureyri 27. apríl 1919, sonur Frímanns Frí- mannssonar og Maríu ísleifsdóttur. Eftirlifandi eiginkona Frímanns er María Antonsdóttir. Þau hjónin eignuðust einn son. Útför Frímanns verður gerð frá Kristskirkju, Landa- kóti, í dag kl. 13.30. Anna Kristjánsdóttir, til heimilis að Hulduhólum, Mosfellssveit, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 13. mars sl. Gíslína Guðrún Eyjólfsdóttir, Reynivöllum 3. Selfossi, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 17. mars sl. Heiti potturinn Jazzklúbbur Dagskrá í mars-maí 1987. JAZZ hvert SUNNUDAGS- KVÖLD kl. 9.30 í DUUSHÚSI. Komdu í Heita pottinn! Sunnudagur 22/3 Opnun jazzklúbbsins. Ávarp: Jón Múli Árnason 1) Skátarnir 2) Tríó Eyþórs Gunnarssonar 3) Friörik Theodórsson og félagar Sunnudagur 29/3 Kvartett Björns Thoroddsen Mánudagur 30/3 Ath. breyttan tíma! Sérstakt jazzkvöld vegna komu danska trompet- leikarans Jens Winther til landsins en hann leikur ásamt tríói Eyþórs Gunn- arssonar. Sunnudagur 5/4 Tríó Egils B. Hreinssonar ásamt Sigurði Jónssyni tenórsaxófónleikara. Sunnudagur12/4 Kristján Magnússon og félagar. Sunnudagur 26/4 Tríó Guðmundar Ingólfssonar. Sunnudagur 3/5 Stórsveit Kópavogs (Djassþand Kópavogs). 18 manna stórsveit („big band") undir stjórn Árna Scheving. FISCHERSUNDI SÍMAR: 14446- 14345 Gunnar Jónsson, Mávahlíð 43, andaðist þriðjudaginn 17. mars. Hrefna Matthíasdóttir, Ásvalla- götu 81, Reykjavík, lést í Landa- kotsspítala að morgni þriðjudagsins 17. mars. Kristín Jóna Kristjánsdóttir and- aðist á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10, að kvöldi mánudagsins 16. þ.m. Rósa Lárusdóttir, Dalbraut 25, Reykjavík, lést þriðjudaginn 17. mars. Auður Marinósdóttir, Suðurhólum 22, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 20. mars kl. 15. Útför Ingibjargar Ingibjartsdótt- ur, Kríuhólum 4, áður Bjargarstíg 16, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Útför Einars Erlendssonar fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 21. mars kl. 14. Kveðjuathöfn verður haldin í Áskirkju föstudaginn 20. mars kl. 10.30. Einar ísfeld Kristjánsson, Bleikju- kvisl 3, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. mars kl. 15. Útför Guðrúnar Jónsdóttur frá Seljavöllum fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 20. mars kl. 13.30. Þorkell Hjaltason, kennari, Hverf- isgötu 70, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 20. mars kl. 13.30. Tilkynningar I gærkvöldi Valgerður Bergsdóttir myndlistarmaður: „Get ekki sagt að mér hafi leiðst“ Ég kom frekar seint heim úr vinnu í gærkvöldi en datt inn í sjónvarps- dagskrána þar sem Bubbi og Valgeir voru að syngja saman í þættinum I takt við tímann. Að því loknu fylgd- ist ég með lögunum sem valin hafa verið til undakeppni fyrir Eurovision og ég get ekki sagt að mér hafi leiðst, þetta eru alveg ágætir söngvarar yfirleitt. Annars finnst mér Eurovisi- on keppnin yfirhöfuð hrútleiðinleg og ég vildi að íslendingar fyndu sinn eigin tón í stað þess að semja sig að ákveðinni forskrift, því mér finnst Eurovision í raun vera samansaíh af væmnum lögum. Mig langar til að koma þeirri von minni á framfæri að sjónvarpið sinnti einnig öðrum menningarþátt- um á sama hátt og dægurtónlistinni. Ég kíkti aðeins á framhaldsþátinn LeÍKsnillingur í fyrsta sinn en fannst hann einna helst líkjast smásögun- um eins og maður las áður í Family joumal og Hjemmet, meira svona viðvera og annað ekki. Af útvarpinu er það að segja að ég hlusta mest á rás 1 en yfirleitt ekki á Bylgjuna eða rás 2. Ég datt inn í þátt á rás 1 um gamla tónlist og matrigala og fannst gott að hlusta á það í bílnum á leiðinni heim. Ævar Kjartansson fmnst mér vera mjög góður og skemmtilegur út- varpsmaður og Jón Múli finnst mér þvæla ansi skemmtilega um jass og eru þættimir hans mjög áheyrilegir og mátulega gamaldags. Annars hef ég ffekar lítil tök á því að hlusta á fjölmiðla yfirhöfuð vegna vinnutíma. Áhugafólk um scháfer hunda stofnar félag Nýlega var stofnað í Reykjavík félag áhugafólks um þýska scháferinn. Félagið hefur það að markmiði að stuðla að hrein- ræktun þessara hunda á íslandi og reyna eftir bestu getu að leiðbeina fólki um með- ferð og ræktun hundanna, félagsmeðlimir geta allir orðið sem áhuga hafa á þessu máli. Af gefnu tilefni vilja stjórn og rækt- unarráð félagsins taka fram að engir scháferhundar hafa verið teknir út með tilliti til ræktunar og að hvolpar eru enn sem komið er ekki seldir í nafni félagsins. Vetrarfagnaður Ferðafélags- ins Ferðafélagið heldur vetrarfagnað föstu- daginn 20. marrs í Risinu, Hverfisgötu 105. Fagnaðurinn hefst með fordrykk kl. 19.30, en borðhald kl. 20. Til skemmtunar verður „glens og grín“, sem félagsmenn sjá um. Hljómsveit leikur fyrir dansi. Veislustjóri verður Árni Björnsson, þjóð- háttafræðingur. Aðgöngumiðar kosta kr. 1500 og eru um leið happdrættismiðar. Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi í dag. Miðar seldir við innganginn og á skrif- stofu FÍ, Öldugötu 3. Veggtennis hefur um langt skeið átt mikl- um vinsældum að fagna erlendis enda haldast í hendur spennandi keppni og al- hliða líkamsrækt. Það er fyrst að undan- förnu sem þessi íþrótt nær að ryðja sér verulega til rúms hér á íslandi og nýtur hún síaukinna vinsælda þrátt fyrir mikið aðstöðuleysi. En unnendur veggtennis ættu þó að sjá fram á betri tima því hinn 15. mars verður tekin í gagnið mjög fullkomin 820 fm veggtennis- og íþrótta- miðstöð undir nafninu „Veggsport" í Héðinshúsinu að Seljavegi 2. Það eru tveir lærðir íþróttakennarar, þeir Hafst.einn Daníelsson og Hilmar H. Gunnarsson sem réðust í þessa framkvæmd. í Veggsporti verða 5 veggtennissalir, hver um sig 54 fm og verður byrjendum boðið upp á tilsögn. Þá verður einnig önnur aðstaða fyrir hendi, s.s. ljósaböð, lyftingaaðstaða, gufu- böð, leikfimi fyrir alla aldursflokka í 90 fm leikfimisal og í framtíðinni er gert ráð fyrir nuddpotti sem staðsettur verður ut- andyra. Þá verður heilsubar þar sem hægt verður að fá hressandi hollustudrykki og slaka á. í Veggsporti verður hægt að kaupa allan útbúnað er þarf til að stunda veggtennis, einnig verða spaðar til leigu, auk þess sem boðið er upp á skápaað- stöðu. Fyrirhugað er að stofna félagaklúbb fyrir heitasta veggtennisáhugafólkið og felur félagsskírteini í sér ýmis konar af- slátt. Bókað er langt fram í tímann og fer hver að verða síðastur ef þeir ætla að taka þátt í nýja líkamsræktaræðinu. Krýsuvíkursam- tökin minna á landssöfnun til styrktar upp- byggingu í Krýsuvík. Söfn- unin fer fram dagana 20.-22. mars. Gíróreikn- ingur samtak- anna er 621005. KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN “Tónleikar á Isafirði Tónleikar verða haldnir í sal grunnskól- ans á Isafirði fimmtudaginn 19. mars kl. 20.30. Flutt verða verk verk fyrir píanó og þverflautu eftir Hjálmar H. Ragnars- son, C.Ph.E. Bach, Paganini, Liszt og G. Paggi. Flytjendur eru Björk Sigurðardótt- ir á píanó og Kristrún H. Björnsdóttir á flautu. Tónleikarnir eru liður í undirbún- ingi fyrir píanókennara- og blásarakenn- arapróf þeirra í vor frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að tónleikunum standa Tón- listarskóli og Tónlistarfélag Isafjarðar. Spilakvöld SÍBS og Samtaka gegn astma og ofnæmi Síðasta spilakvöld vetrarins verður í Hall- veigarstöðum við Túngötu í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Kaffiveitingar við vægu verði. Góðir vinningar. Félagar fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Sýningar Daði Guðbjörnsson opnar sýningu í Gallerí Borg I dag kl. 17 opnar Daði Guðbjörnsson sýn- ingu í Gallerí Borg við Austurvöll. Á sýningunni verða um 35 verk: olíumál- verk, vatnslitamyndir, pastelmyndir og grafik, unnar á sl. tveimur árum. Petta er sjöunda einkasýning Daða, en hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18. Um helgar er opið frá kl. 14-18. Sýningin stendur til 31. mars. Myndlistarsýning á Hofsósi Lars Emil Árnason opnaði myndlistarsýn- ingu í félagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi, sunnudaginn 15. mars sl. Á sýningunni eru um 20 málverk auk 8 skúlptúra úr hinum ýmsu efhum. Lars Emil stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, Mynd- lista- og handíðaskóla Islands auk fram- haldsnáms við Akademy voor Beeldende Kunst í Hollandi. Hann hefur haldið einkasýningar bæði heima og erlendis auk fjölda samsýninga. Sýningin er opin frá kl. 18-20 virka daga en kl. 16-20 um helg- ar. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Sýningunni lýkur þann 28. mars. Afmæli 90 ára er í dag, 19. mars, Stefán Stefánsson í Vík í Mýrdal. Hann ætlar að taka á móti gestum nk. laug- ardag 21. þ.m. í sal kaupfélagsins þar í bænum eftir kl. 16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.