Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1987, Page 36
36
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Stefanía
og nýi vinurinn, Mario Oliver, sem
á næturklúbb í Los Angeles eins
og kunnugt er, segja sig hafa
fundið ástina einu og sönnu. Ste-
fanía vill nú ólm verða syngjandi
rokkstirni í Ameríku og skáka um
leið sjálfri Madonnu.
Kærastinn er sagður hafa mjög
góð sambönd i tónlistarheiminum
í Ameríku og ætla að hjálpa Ste-
faníu sinni við að brjóta sér leið
upp á toppinn. í þessu skyni hef-
ur Stefanía lýst því yfir að hún
ætli sér að flytja til Ameríku um
lengri eða skemmri tíma, Rainer
föður sínum til ómældrar gremju
en hann reis upp á afturfæturnar
er hann heyrði áform dótturinnar,
taldi hana hafa skyldum að gegna
sem prinsessa í Mónakó.
En Stefanía er ákveðin í að búa
með Mario i L.A. og vinna þau
nú sameiginlega að gerð mynd-
bands með prinsessunni í kjölfar
nýrrar plötu.
Barry Manilow
ólst upp í hinu illræmda hverfi
Brooklyn i New York. Faðir hans
fór frá konu og börnum þegar
Barry var aðeins tveggja ára að
aldri og segist Barrv bera blendn:
ar tilfinningar í brjósti til hans. i
aðra röndina elskar hann föður
sinn en hatar hann samt. Barry
segist hata hann fyrir það að hann
var ekki til staðar þegar hann
þarfnaðist hans, sérstaklega þegar
eldri strákarnir í hverfinu gerðu
honum lífið leitt en sem strákur
segist hann hafa verið lítill og
mjósleginn og með alltof stórt nef
sem honum var strítt á.
Þegar hann var ellefu ára birtist
pabbi hans allt í einu og gaf hon-
um notað segulband. Siðan leið
og beið og sá gamli birtist á ný
þegar Manilow var að syngja á
skemmtun en síðan hefur ekkert
til hans sést. Manilow segist í
sjálfu sér vera á báðum áttum um
hvort hann hafi einhvern áhuga á
að hafa mikið samband við föður
sinn þar sem hann hefur sýnt
honum svo lítinn áhuga í gegn
um tíðina.
Michael Jackson
hélst ekki lengi á fyrstu elskunni
sinni - hinni Ijóshærðu Karen
Faye sem vinnur við förðun. Hún
var fyrsta opinbera ástin í lífi Mic-
hael Jackson og aðalumræðuefn-
ið í New York fyrir tveimur
mánuðum. Sú Ijóshærða tók svo
upp á því að fljúga til Los Ange-
les þar sem hún á heima og er
þar með sögð hafa sagt skilið við
goðið Michael Jackson - aðdá-
endum hans til mikillar undrunar
sem svo sannarlega hefðu viljað
vera svo nálægt goðinu.
Ómar Ragnarsson bregður á leik eins og honum er einum lagið, grettir sig og fettir viö góðar undirtektir á stjórnarborðinu. Við borðiö sitja Auður Eyd-
al leiklistargagnrýnandi DV, Jónas Kristjánsson ritstjóri og Kristín Halldórsdóttur, Hörður Einarsson framkvæmda- og útgáfustjóri og Steinunn Yngvadótt-
ir, Ingólfur P. Steinsson auglýsingastjóri og Erna Fríða Berg, Ellert B. Schram ritstjóri og Ágústa Jóhannsdóttir, Benedikt Jónsson hússtjóri og Halldóra
Ármannsdóttir, Inga Þórarinsdóttir.
Árshátíð Frjálsrar íjölmiðlunar
Árshátíð Frjálsrar Qölmiðlunar var haldin á dögunum, var þar margt um manninn og mikið um að vera eins og
eftirfarandi myndir bera með sér.
Það mætti halda að öll Parísarmódelin væru mætt á árshátíð DV en svo
var ekki heldur er hér um að ræða starfsfólk auglýsingadeildar og fylgdar-
lið þeirra. Á myndinni sjást Guðrún Sigtryggsdóttir, Bjarni Einarsson, Fjóla
Stefánsdóttir, Sigrún Brynjarsdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Valgerður Ragn-
arsdóttir, Lárus Lárusson og Selma Ragnarsdóttir
Ingólfur reytti af sér brandarana við mikinn hlatur og fögnuð fagurra kvenna.
Við borðið sitja Anna Guðnadóttir, Guðlaug Þorkelsdóttir, Ingólfur Steins-
son, Erna Friða Berg og Ágústa Jóhannsdóttir.
Meðal skemmtiatriða var fegurðarsamkeppni „veikara kynsins". Hvers lags
kvenpeningur er þetta nú eiginlega...? Með loðna leggi og flöt brjóst. Siðar
kom í Ijós að um kvenklædda karlmenn var að ræða.
Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Jónas Haraldsson fréttastjóri, Sigmundur
Steinarsson, ritstjóri Reykjaness, og Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður
Meðan á borðhaldi stóð voru tekin nokkur lög og veislugestir lifðu sig inn
í gamalt Þórsmerkurljóð, María, Mar.Ja..
Á myndinni sjást Halla Guðmundsdóttir og Kjartan Kjartansson prentari,
Sigriður Sigurjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson prentsmiðjustjóri.
Sigurdór veislustjóri lifir sig inn í gamla tima og fullvissar veislugesti um
að hann hafi engu gleymt úr bransanum en hann var m.a. i hljómsveit
Svavars Gests, Aage Lorange, Eyþórs Þorlákssonar o.fl. Hérna tekur hann
lagið ásamt hljómsveit Grétars Örvarssonar.
Fyrst á réttunni, svo á röngunni, tjú, tjú, og tjúttað fram á nótt. Dansað af
mikilli innlifun og tilþrif sýnd.
DV-myndir S