Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1987, Side 11
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 1987. 11 ■ ■ Þeir þekktust á traktorunum Nú eru bráðum föörutíu ár síðan ég fór fyrst að fylgjast með kosning- um. Þá var ég sveitastrákur í Hvítársíðunni þegar Mýrasýslan var einmenningskjördæmi og tvísýnn slagur stóð jafnan á milli frambjóð- enda Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Ekki munaði nema örfáum atkvæðum í kosningum eftir kosningum og Halldór E. Sigurðsson segir frá því í æviminningum sínum að tvö síðbúin kvenmannsatkvæði hafi bjargað honum fyrir horn á síð- ustu stundu. Landslýður fylgdist alltaf af miklum spenningi með kosningunum í Mýrasýslunni en heimamenn voru stóiskari, enda vissu þeir upp á hár hver kaus hvern og sennilega úrslitin fyrirfram. Allir bændur voru eymamerktir flokkunum: Guðmundur á Þorgauts- stöðum var sjálfstæðismaður, Andrés á Síðumúla var í Framsókn og svo framvegis. Það var sjálfgefinn hlutur að búaliðið kaus eins og bóndinn og þess vegna þóttu það jafnan pólitísk tíðindi þegar einhver lést eða fréttist af fæðingum í hérað- inu því þá gátu flokkarnir merkt atkvæðin út eða inn á flokksskránni án frekari vafninga. Þar að auki var sveitasíminn helsti fjölmiðilhnn fyrir þá sem voru komnir svo langt í tæknivæðingunni að geta hlerað annarra manna símtöl. Mér er ennþá minnisstætt þegar bóndinn í Hvítár- síðunni stóð á föðurlandinu, stýfði kjötbitana úr hnefa og hlustaði með athygli á prívatsamtölin yfir í næsta bæ. Hann gat hvorki gefið sér tíma til að klæðast né nærast, hvort held- ur hringingin var tvær stuttar og ein löng eða tvær langar og ein stutt. Stundum rofhaði meira að segja sambandið vegna álagsins fi'á hlust- endum. Þannig var nú fjölmiðlunin í mínu ungdæmi og er ég þó ekki gamall. Guðmundur Böðvarsson frá Kirkjubóli var kommi og var sá eini sinnar tegundar í Hvítársíðunni svo vitað væri, að minnsta kosti neðan sveitar. Eg man að við krakkarnir skoðuðum Guðmund með nokkurri varfæmi og hann hefði sennilega þótt í meira lagi skrítinn ef skáld- skapur hans hefði ekki bjargað mannorði hans, enda hefði Guð- mundur frá Kirkjubóli eflaust ekki átt sjö dagana sæla sem óbreyttur bóndi ef nágrönnunum hefði ekki þótt vænt um skáldskap hans og frægðina sem af honum stafaði. En rauður var hann fram í fingurgóma og það þótti ekki fínt í kjördæmi þar sem Framsókn hélt velli á nokkrum atkvæðum fram yfir fhaldið. Frá vöggu til grafar Þarna drakk maður pólitíkina með kúamjólkinni, talsímanum og körl- unum. Og seinna, þegar ég flutti mig um set í Landeyjarnar á sumrin, ríkti enn sami slagurinn milli Framsókn- ar og íhalds og enn voru bændur og búalið eiðsvamir í flokkana. Hún er alltaf góð, sagan af sjálfstæðis- manninum sem lá á banasænginni og átti sér þá hinstu ósk að ganga í Framsóknarflokkinn. Af hveiju að ganga í framsókn svona rétt fyrir andlátið? spurðu menn. Jú, ég get ekki hugsað mér að Sjálfstæðis- flokkurínn missi atkvæði, sagði blessaður maðurinn! í bókinni um Pétur Ottesen segir frá manni sem lét svo ummælt að hann væri gallharður framsóknar- maður, nema á kjördag. Þá kýs ég Pétur, þá er ég sjálfstæðismaður. Alla aðra daga ársins styð ég Fram- sókn, sagði þessi Borgfirðingur sem tók þátt i því að kjósa Pétur Ottesen þingmann Borgfírðinga í rúmlega fjömtiu ár. Það afrek verður víst ekki leikið eftir, enda eru timamir breyttir og kjósendur famir að taka upp á þeim fjanda að kjósá sitt á hvað og stofna jafnvel nýja flokka til höfuðs þeim gömlu. Þetta þykja hin mestu svik ef marka má mál- flutning þeirra eftirlegukinda í þjóðfélaginu sem vilja hafa sitt á hreinu þegar kemur að kjördegi og þola illa óvissuna sem fylgir kosn- ingum. Þessa dagana gengur yfir okkur skæðadrífa af áróðri sem allur geng- ur út á það að fordæma þau ósköp að fólk ieyfi sér að bjóða fram til höfuðs hinum gönflu, traustu flokk- um, rétt eins og þeir eigi guðlegt tilkall til þess að stjórna í þessu landi. Nú er vitnað til festunnar annars vegar og glundroðans hins vegar og flokksmálgögnin skrifa hvern leiðarann á fætur öðrum imi þau svik sem nú em höfð í frammi og þá uppiausn sem í vændum er ef aðrir en hinir útvöldu mynda stjórn. Óttaiegt væl er þetta og dæma- laus lítilsvirðing gagnvart fólkinu í landinu. Vel má vera að fyrir íjöru- tíu árum hafi það verið þjóðinni fyrir bestu að kjósendur kysu stjórn- málaflokka frá vöggu til grafar eftir því hvar þeir vom fæddir í fjölskyld- um. Það var auðvitað þægilegt fyrir flokkana að heyja þannig kosninga- baráttu að slá á talsímann til ömggu atkvæðanna og leyfa hinum að hlusta í leiðinni. Sú saga er sögð af Jóni heitnum Árnasyni, þeim heið- ursmanni. að hann hafi þekkt það á traktorunum í hlaðinu hvar bændur stóðu í pólitíkinni. Framsóknar- bændur keyptu traktora hjá Sambandinu - hinir ekki. Þetta var auðveld lausn hjá Jóni á atkvæða- veiðunum þótt hann hafi áreiðan- lega ekki farið í manngreinarálit af þeim sökum. En svona voru línumar skýrar í þá daga og bammargar fjöl- skyldur þóttu góðs viti ef traktorinn var af réttri gerð. Andlýðræðislegur andróður Hér í þéttbýlinu voru kosninga- smalarnir mikilvægustu menn Ellert B. Schram flokkanna, jafnvel miklu mikilvæg- ari heldiu' en frambjóðendurnir. vegna þess að þeir vissu upp á hár hverjir vom stuðningsmenn og hverjir ekki. Hér gekk pólitíkin líka í ættir og það eru ekki nema örfá ár síðan það þóttu drottinsvik þegar böm gerðust undanvillingar og kusu öðmvisi en foreldrarnir. Yfirleitt var það afgreitt með yfirlýsingum um óhamingju eða upplausn á heimilinu eða þá að afkomandinn hafði bein- línis farið í hundana. Svoleiðis slys skrifuðust á reikning foreldranna og þóttu svik við flokkinn. Að vísu skal stjómmálaflokkunum virt það til vorkunnar að til skamms tíma hefiir þjóðmálabaráttan snúist imi gmndvallarmál. íslenska þjóðin var að taka afstöðu til vesturs og austurs, sósíalisma eða frjálsræðis. einkaframtaks eða áætlunarbúskap- ar. Utanríkisstefnan ■ var í mótun. velferðarkerfið. mannréttindi al- þýðunnar. frjáls verslun. uppbvgg- ing atvinnumála, útgerðar og landbúnaðar. I ölhmi þessum málum voru skörp skil. hugsjónalegur ágreiningur sem gat ráðið úrslitum um afdrif hins unga lýðveldis. Auð- vitað er enn verið að takast á um þessi grundva]larmál en þó með allt öðrum og óljósari hætti. Til að mynda er vart hægt að segja að utan- ríkismál séu á dagskrá í þessari kosningabaráttu þótt reynt sé að halda öðru fram. Sömuleiðis er held- ur ekki deilt imi gildi frjálsrar verslunar í landinu eða kosti einka- framtaks andspænis ríkisbúskap. Áherslumar í þessari kosningabar- áttu eru allt aðrar og fólk kýs væntanlega út frá öðrum forsendum heldur en þeim að stoðir þjóðfélags- ins hrvnji að kosningum loknimi. Hver vill kasta fyrst? Af þeim sökum eiga gömlu flokk- amir ekkert sjálfgefið tilkall til atkvæðanna og hofhtóður þeitra út í nýja flokka er andlýðræðislegur. Nýju flokkm'nir eru einmitt vís- bending um að fólk leggrn- áherslu á sérstaka þætti þjóðmálanna. hvort heldur það em réttindamál kvenna. hagsmunir landsbyggðarinnar. manngildi eða andóf gegn flokka- valdinu. I stað þess að hneykslast á viðleitni fjölda fólks til að grípa til lýðræðislegra aðferðá til að ná áhugamálum sínum fram eiga gömlu flokkarnir að takast málefnalega á <ið þessi viðhorf. viðurkenna tilvist þeirra. gera þau að sínimi eða hafna þeim eftir atvikum. Hræðsluáróður og angistarvein um glundroða og upplausn eru móðgun við dómgreind kjósenda. Ungt fólk lætur ekki stjórnmálaflokka segja sér fyrir verkum. ekki foreldra, ekki vana eða íhaldssemi. Hið pólitíska landslag heftu' breyst frá því í Hvítársíðunni í gamla daga þegar kjósendur lágu á línunni og þekktust á traktorun- um. Nú er komin til skjalanna ný kynslóð sem tekur sjálfstæðar ákvarðanir eftir því hver býður best, hver hefur sterkasta málstaðinn. Siðferði i pólitík er þar meðal ann- ars til umræðu, ekki aðeins siðferði einstakra manna heldur líka sið- ferðið í kerfinu, siðferði flokkanna. Albert er þar í brennidepli og Haf- skipsmálið en ekki síðui' afskipti stjórnmálaflokkanna og ábyrgð þein'a á Útvegsbankamálinu. ráð- stöfun pólitískra afla á almannafé í sjóðimi og stofnunum og nú er jafn- vel farið ofan í saumana á því hvort einstakir stjórnmálamenn hafi týnt launaseðlummi sfnimi. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Dýrkeypt lexía Ég hef verið sjálfstæðismaður frá því ég man eftir mér og er það enn. En ég vil að minn gamli flokk- ur berjist á þeim lýðræðislega vígvelli sem hann heftir valið sér. skilji að nýir flokkar teljast ekki svik við einn eða neinn meðan menn eru frjálsir að því að kjósa og hafa skoðanir. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki á stalli. hafinn yfir þá strauma sem leika um þjóðfélagið og eru þess valdandi að allt er nú á hverfanda hveli. Rótið í pólitíkinni stafar ekki af ábvrgðarlevsi eða sviksenfl heldur af hinu. að gömlu flokkarnir hafa veríð of værukærir. of svifaseinir. of vissir i sinni sök. Lýðræðið tekur á sig margar mvndir og hver sá stjórnmálaflokkur. sem verður hissa þegar það fær útrás. skilur ekki pól- itik. Ég er ekkert hræddur tun að lýð- ræðið farí úi' skorðum þótt valda- hlutföllin á Alþingi brevtist. Ég efast líka um að sá áróður höfði til ungra kjósenda sem nú ganga að kjörborð- inu svo tugþúsundum skiptir. Þeir lýsa fi'ati á valdahlutföll. Ég óttast hins vegar afleiðingamar af því ef Sjálfstæðisflokkurinn nflssir fótfest- una. ef hann týnir kjósendum sínum af því hann skilur þá ekki. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur verið samnefnari ólíkra borgara af ölhmi stéttunvsem hafa viljað stuðla að framförum i krafti frelsis og- einstaklingsfram- taks. Ef þessi flokkur. kjölfestan í þjóðfélaginu, brestur í sundur þá er frelsisaflið ekki lengur nógu sterkt. þá er máttur samstöðunnar fyrir bí. Þá tapar ekki aðeins Sjálfstæðis- flokkurinn heldur líka sú lífsskoðun sem tilvera hans er reist á. Þeir atburðir, sem nú eru að ger- ast, kenna flokkunum lexíu en vonandi verður sú lexía ekki of dýru verði kevpt. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.