Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 4
4
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
Fréttir
Bjartsýni ríkir í
upphafi viðræðna
Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Kvennalisti:
Kjartan Jóhannsson, þingmaður Alþýðuflokks, var að aka inn á bilastæði Alþingis í gær þegar hann hitti Kristínu
Halldórsdóttur, þingkonu Kvennalista. Ræddu þau samen nokkra stund. DV-mynd: KAE.
Við upphaf viðræðna Sjálfstæðis-
flokks, Álþýðuflokks og Kvennalista
ríkir bjartsýni í þessum flokkum um
að takist að mynda ríkisstjórn
þeirra. Áður búast menn þó við stíf-
um fundahöldum og útreikningum í
minnst þrjár vikur, fram undir miðj-
an júnímánuð.
Sjálfstæðis- og alþýðuflokksmenn
telja sig sjá af könnunarviðræðum
að Kvennalistinn verði ekki eins
ósveigjanlegur í málefnaviðræðum
og þeir óttuðust áður. Kvennalista-
konur telja sig eygja möguleika á
að ná talsverðu af sínum málum
fram með þessum flokkum.
Kröfur Kvennalistans
Meginkrafa Kvennalistans er um
hækkun lægstu launa. Konumar
vilja lögbinda lágmarkslaun ef önn-
ur ráð duga ekki til að tryggja öllum
þær tekjur sem þurfi til framfærslu.
Aðrar stórar kröfur Kvennalistans
í velferðarmálum eru að þörf fyrir
dagvistun verði fullnægt á kjörtíma-
bilinu og fæðingarorlof verði lengt
i sex mánuði strax. Nýsamþykkt lög
gera ráð fyrir að fæðingarorlofið
lengist í áföngum í sex mánuði á
næstu tveimur árum.
Svo virðist sem alþýðuflokks- og
sjálfstæðismenn hafi búist við dýrari
kröfúm. Einna erfiðast virðist þeim
hvemig hægt verður að útfæra
hækkun lægstu launa án þess að
launahækkunin gangi í gegnum all-
an stigann. Hafa menn velt fyrir sér
hvort nota megi skattakerfið til að
nálgast þessa kröfu Kvennalistans.
Með því að framreikna frumvarp,
sem Kvennalistinn hefur flutt á Al-
þingi um lágmarkslaun, fá menn út
um 36 þúsund krónur.
Utanríkismál vart hindrun
I utanríkismálum setur Kvenna-
listinn tvær kröfur á oddinn: Að
ísland styðji það að Norðurlönd
verði lýst kjamorkuvopnalaust
svæði og að allar hemaðarfram-
kvæmdir hér á landi verði stöðvaðar.
Ólíklegt er talið að kvennalista-
konur láti steyta á utanríkismálum
enda ljóst að h'tið þýðir að ræða við
Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk um
breytingar á vem íslands í Atlants-
hafsbandalaginu eða á dvöl Vamar-
liðsins.
Landbúnaðarábyrgð ríkis-
sjóðs
Á milli Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks verða landbúnaðarmálin
erfiðasti hjallinn. Alþýðuflokkurinn
vill rifla samningi við Stéttarsam-
band bænda sem Jón Helgason
landbúnaðarráðherra undirritaði
fyrir hönd ríkisstjómarinnar í mars-
mánuði um að ríkissjóður ábyrgist
að bændur fái 28 milljarða á næstu
fjórum árum fyrir mjólk og kinda-
kjöt. Sjálfstæðisflokkurinn vill að
(verðábyrgðin standi.
Alþýðuflokksmenn telja að samn-
ingurinn bindi hendur næstu ríkis-
stjórnar svo að án riftunar hans
verði erfitt að finna fjármuni til að
korna fiam umbótum á velferðar-
kerfinu.
Kvennalistakonur virðast nokkuð
tvístígandi gagnvart þessum samn-
ingi. Annars vegar er það sjónarmið
uppi, einkum af landsbyggðinni, að
ekki eigi að hreyfa viö honum. Hins
veg.ir er tekið undir það að samning-
urinn bindi hendur stjómvalda
næstu árin.
Skattamál gætu orðið erfið
Skattamál gætu orðið erfið í samn-
ingaviðræðum þessara þriggja
flokka. Alþýðuflokkur og Kvenna-
listi munu sameinast um þá kröfu
gegn Sjálfstæðisflokki að leggja
hærri skatta á fyrirtæki.
Hins vegar mun Alþýðuflokkurinn
taka undir kröfu Sjálfstæðisflokks-
ins um áframhaldandi þróun í frjáls-
ræðisátt í viðskiptalífi.
-KMU
Felagsdomur:
Málið gegn flug-
umferðarstjórum
dómtekið í dag
I dag fer fram málflutningur í kæm-
máli fjármálaráðuneytisins gegn
Félagi flugumferðarstjóra vegna verk-
fallsboðunar þeirra næsta mánudag.
Strax að loknum málflutningi verður
málið dómtekið.
Garðar Gíslason borgardómari er
forseti Félagsdóms og sagði hann að
dómur yrði kveðinn upp eins fljótt og
unnt væri og allavega fyrir mánudag.
Ágreiningurinn snýst um það hvort
flugumferðarstjórar gegni öryggis-
störfum og megi þar af leiðandi ekki
fara í verkfall eða hvort sú yfirlýsing
þeirra, sem fylgdi verkfallsboðuninni,
að þeir myndu sinna sjúkraflugi, land-
helgisgæsluflugi, hernaðarflugi og
öðm flugi, sem snertir öryggi meðan
á verkfalli þeirra stendur, heimili þeim
að fara í verkfall. Úr þessu mun Fé-
lagsdómur skera.
-S.dór
Mackintosh
ogCASA
I grein, sem undimtaður skrifaði um
listir í Glasgow þann 14. maí sl., er
m.a. rætt um skoska hönnuðinn Char-
les Rennie Mackintosh sem um
síðustu aldamót teiknaði afar nýstár-
leg húsgögn. Var þess og getið að
verslunin CASA hér í Reykjavík seldi
eftirlíkingar þeirra húsgagna. Þar með
var alls ekki verið að vega að verslun-
inni, enda em þessi ágætu húsgögn
framleidd erlendis með leyfi frá Glas-
gow School of Art, heldur var orðið
„eftirlíkingar" notað fyrir eftirgerðir
svokallaðra „period“ húsgagna sem
húsgögn Mackintosh óneitanlega em.
-ai
Þorsteinn Pálsson, Olafur G. Einarsson og Friðrik Sophusson á blaðamannafundi í þingflokksherbergi Sjálfstæöis-
flokksins í gær. Sögðu þeir m.a. að utanríksmál gætu orðið mjög erfið í komandi stjórnarmyndunarviðræðum
Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennalista. DV-mynd Brynjar Gauti
Viðræður SjáHstæðisflokks, Alþýðuflokks og Kvennaiista:
Bjartsýnir og viljugir
- segir Þorsteinn Pálsson
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, hélt blaðamanna-
fund í gær þar sem hann kynnti
tilboð Sjálfetæðisflokksins til
Kvennalista og Alþýðuflokks um
formlegar stjómarmyndunarviðræð-
ur. Á fúndinum voru einnig Friðrik
Sophusson varaformaður og Ólafur
G. Einarsson, formaður þingflokks
sjálfstæðismanna.
Þorsteinn sagði að öllum væri ljóst
að þetta yrðu langar og erfiðar
stjómarmyndunarviðræður en hins
vegar gengju sjálfstæðismenn til
þeirra fullir vilja og með ákveðinni
bjartsýni. Einn af þeim málaflokk-
um, sem búast má við erfiðleikum
í, em utanríkismál. Sagði Þorsteinn
að þau væm „eitt af þeim atriðum
sem verða erfið og viðkvæm."
Eftir blaðamannafundinn fór Þor-
steinn á fund Hvatar og Landssam-
bands sjálfetæðiskvenna til að skýra
stöðuna. Þar sagði hann að engin
ástæða væri til annars fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn en að fara í ríkis-
stjóm ef hann teldi hag af því.
Margir hefðu að vísu yfirgefið flokk-
inn í síðustu kosningum og úrslitin
hefðu ekki verið gleðiefni. Hann
væri samt enn stærsti flokkurinn og
mætti ekki skjóta sér undan ábyrgð.
Mikið hefur verið rætt um sam-
stjóm Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags,
svokallaða nýsköpunarstjóm. Ekki
var Þorsteinn bjartsýnn á að til sh'ks
stjómarsamstarfs gæti komið. „Það
er ljóst að margir í okkar flokki
hafa haft áhuga á slíku samstarfi en
viðræðumar við Alþýðubandalagið
sýndu strax að með öllu væri til-
gangslaust að reyna að mynda
nýsköpunarstjóm. Þeir vom greini-
lega ekki tilbúnir í slíkt samstarf.“
-ES