Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. 13 Fóstrur gefast ekki upp Á undanfomum vikum hefur mikið verið rætt um fóstrur og er það vel. Einkum hefur umræðan beinst að launamálum þeirra og að því er virð- ist hneykslun sumra á því að fóstrur skuli ekki vera meira en ánægðar með þá launahækkun sem þær fengu. Launamál fóstra Nýlega vom gerðir launasamning- ar milli fóstra og Reykjavíkurborgar sem er langstærsti atvinnurekandi fóstra á landinu. Einnig var gerður launasamningur milli fóstra og ríkis- ins. .-En eins og kunnugt er ákváðu fóstrur hjá ríki og borg að draga uppsagnir sínar til baka og snúa aft- ur til starfa. Sumir vilja túlka málin á þann veg að fóstrur hjá borginni hafi gefist upp i baráttunni fyrir bættum kjör- um með því að hefja störf þann 4. maí sl. Mín skoðun er sú að fóstmr hafi farið skynsemisleiðina. Þær treysta því að formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar standi við orð sín og beijist fyrir því að staða deildarfóstru verði að raun- vemleika á þessu ári. Það er stórmál fyrir fóstrur og ber að fagna því ef það mál er að komast i höfn. Mörgum vex það í augum að fóstr- ur skyldu fá aukalaunahækkun hjá borginni. Jú, vissulega er það nokk- ur hækkun. En er e.t.v. einhver sem veit hver byrjunarlaun fóstra vom fyrir þessa samninga? Þau vom að- eins kr. 28.906 á mánuði en hækkuðu í kr. 37.316 eftir samningana. Þetta er hækkun sem ber að meta en ég efa að almenningi finnist þetta há upphæð fyrir krefjandi ábyrgðar- KjaHarinn Unnur Stefánsdóttir fóstra, dagvistarfulltrúi rikisspítala starf að afloknu þriggja ára námi í Fósturskóla íslands. Áhersla á faglegt starf Þegar böm byija á dagvistar- heimili skiptir meginmáli fyrir bamið að sú aðlögun takist vel. Það er undir fóstrunni komið hvemig tekst að samræma óskir bams, for- eldris, fóstm, heimilis bamsiris og dagvistarheimilis. í Fósturskóla ís- lands er leitast við að búa fóstmr sem best undir það þýðingarmikla uppeldisstarf sem þeirra bíður á dag- vistarheimilum. Ennþá heyrist talað um það hvort þörf sé að mennta fólk til að ala upp böm. Sjálfsagt mundi allt blessast án faglærðs fólks á dagvistarheimilum. En litlar kröfur gerðum við til sam- félagsins ef við teldum ekki mikil- vægt að bömin okkar fengju þá bestu uppeldisleiðsögn sem völ er á í okkar tæknivædda og hraða þjóð- félagi. Fóstran er fyrsti faglærði kennari bamsins og því mikil ábyrgð sem hvílir á hennar herðum. Fóstrumenntun byggist á því að virða og sinna um hvem einstakling í samræmi við þarfir hans og þroska, kenna bömum að vera sjálfstæð um leið og þau læra samskipti við aðra. Nám fóstm er þrír vetur og er námið byggt upp með samþættingu bóklegs og verklegs náms. Fóstrufélag Islands hefúr á und- anfómum árum staðið fyrir margs kortar námskeiðahaldi fyrir fóstrur. Þessi námskeið hafa verið vel sótt og em fóstrur áhugasamar um að bæta við fagþekkingu sína. Þó hafa þessi námskeið aldrei verið metin til launahækkana. Framhaldsnám í Fósturskóla íslands Næsta haust verður framhaldsnám fyrir fóstrur í Fósturskóla íslands. Það er einkum ætlað þeim fóstrum sem unnið hafa við stjómunarstörf í dagvistun barna. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á slíkt nám hér heima. Rúm- lega 20 fóstrur luku svipuðu námi fyrir þremur árum. Það er stórmál fyrir fóstrustéttina að geta sótt fram- haldsnám hér heima á hinum ýmsu sérsviðum er tengjast þeirra starfi. Áður en framhaldsnámið kom hér heima fóm fóstrur til náms til út- landa, einkum til Norðurlandanna. Mín skoðun er sú að huga þurfi að því hvort ekki sé hægt að tengja Fósturskóla íslands og Kennarahá- skóla Islands meira saman þannig að némendur þessara skóla stundi ákveðið grunnnám saman og geti síðan valið sér sérsvið miðað við mismunandi aldurshópa bama. Ég hef trú á þvi að í framtíðinni verði þessir ri'eir skólar nánar tengdir en nú er og að heildamámsstefna verði mörkuð og samræmd fyrir aldurs- hópinn frá tveggja ára til tvítugs. Norrænt fóstrumót að Laugarvatni Fóstrufélag Islands hefur lengi verið aðili að samnorrænu starfi. Árlega em haldin námskeið til skipt- is í löndunum þar sem ákveðið efrii. er varðar uppeldismál, er tekið f\TÍr. Næsta norræna fóstrumót verður haldið að Laugarvatni dagana 11.-17. júní nk. Yfirskrift námskeiðs- ins er: Aðþrengd börn í nútímaþjóð- félagi. Hvemig em dagvistarheimili í stakk búin til að sinna þörfum þeirra? Alls verða fluttir 5 fyrirlestrar um þetta efni, þ.e.a.s. einn frá hverju Norðurlandanna. Einnig munu þátt- takendur vinna í hópum og fjalla um það efni er fram kemur í fyrir- lestrum. Þetta námskeið krefst markviss undirbúnings og það hefur undir- búningsnefhdin okkar gert undir forystu formanns FI og fram- kvæmdastjóra félagsins. Er einhver ávinningur fyrir fóstrur á íslandi að taka þátt í norrænu samstarfi? Ég tel engan vafa leika á því. Við þurfum að fylgjast með því hvað aðrir em að gera í uppeldismál- um í kringum okkur. Sumt getum við notfært okkur en annað ekki. Fóstrustarf - f ramtiðarstarf í framtíðinni má reikna með því að öll böm á aldrinum tveggja til sex ára eigi kost á dvöl í forskóla/ dagvistarheimili undir handleiðslu fóstra. Því er mikilvægt að þær séu vel undir sitt starf búnar. Það er einkum þrennt sem er brýnt að breyta varðandi málefni fóstra. Það er framhalds- og endurmenntun í ríkara mæli en verið hefur, raun- hæft mat á starfi þeirra og launakjör sem hvetja karla og konur til að helga sig þessu mikilvæga starfi. Eitt er víst að þótt á móti hafi blás- ið þá gefast fóstrur aldrei upp. Unnur Stefánsdóttir „Sumir vilja túlka málin á þann veg að fóstrur hjá borginni hafi gefist upp í baráttunni fyrir bættum kjörum með því að hefja störf þann 4. maí sl. Mín skoðun er sú að fóstrur hafi farið skynsemisleið- Atvinnukúgun hjá Pósti og og fjármálaráðuneyti Eins og kunnugt er af fréttum hafa aðildarfélög Rafiðnaðarsambands íslands boðað verkfall, m.a. gegn Pósti og síma. Þar sem aðdragandi og aðstæður eru um margt óvenju- legar og verkfallið snýst um annað og miklu meira en launakjörin ein er tilhlýðilegt að gera almenningi nokkra grein fyrir málinu og við- horfum þeirra rafeindavirkja sem í hlut eiga. Framtíð stéttarinnar í húfi Strax á fyrstu dögum ársins 1985 skipast heldur en ekki veður í lofti. Þá ritar Matthías Bjamason bréf til Félags íslenskra símamanna þar sem hann lokar á allar friðsamlegar leið- ir til þess að sameiningin nái fram að ganga. Var þetta gert að undir- lagi íiármálaráðuneytisins og nú var ljóst að ríkisvaldið ætlaði sér af ein- hverjum ástæðum að koma í veg fyrir að rafeindavirkjar fengju notið þess réttar, sem þó á að vera tryggð- ur í stjómarskránni og vinnulöggjöf- inni, að megá ákveða það sjálfir hvemig þeir skipuðu sér í stéttarfé- lög. Að sjálfsögðu voru rafeindavirkjar ekkert á þeim buxunum að láta slá sig svo auðveldlega út af laginu, enda var framtíð stéttarinnar í húfi. Var nú reynt til þrautar að leysa málið á friðsamlegan hátt, ýmist með bréfaskriftum eða viðtölum við alla þá áhrifa- og valdamenn, allt upp í forsætisráðherra, sem hugsanlegt þótti að gætu einhveiju um þokað. Þegar það bar engan árangur var sá kostur einn eftir að grípa til upp- sagna en af tæknilegum ástæðum gátu þær ekki komið til fram- kvæmda fyrr en um áramótin 1985-86. Atvinnukúgun Og það er á síðustu mánuðum árs- ins, meðan uppsagnarfresturinn er KjaUaxinn Leó Ingólfsson rafeindavirki að líða, sem Póstur og sími, með fullum stuðningi og velþóknun ijár- málaráðuneytisins, fer fyrir alvöru að beita atvinnukúgun gegn heilli starfsstétt. Og vegna þess að orðið atvinnukúgun er sem betur fer ákaf- lega sjaldheyrt nú á tímum er rétt að gera hér lauslega grein fyrir merkingu þess. 1 vinriurétti er það haft um brot gegn 4. grein vinnulög- gjafarinnar, en ákvæðum þeirrar greinar er ætlað að tryggja skoðana- og félagafrelsi launþega. Meðal ann- ars er atvinnurekanda óheimilt að beita hótunum um atvinnumissi eða loforðum um hagnað í því skyni að hafa áhrif á afstöðu starfsmanna sinna til félagsmála, en Póstur og sími var óspar á þetta hvort tveggja. Þriggja vikna þóf En rafeindavirkjamir héldu sínu striki og boðuðu verkfall um áramót- in 1986-87 til þess að fá ríkisvaldið að samningaborðinu. Það varð að samkomulagi að fresta verkfallinu og framkvæmd uppsagnanna meðan leyst væri úr ágreiningi um lögmæti verkfallsins í Félagsdómi. Naumasti mögulegur meirihluti Félagsdóms taldi verkfallið ólögmætt vegna formgalla og komu því aðeins upp- sagnimar til framkvæmda. Eftir u.þ.b. þriggja vikna þóf tókst loks að fá íjármálaráðuneytið til þess að ganga til samninga sem voru gerðir í nafni Rafiðnaðarsambands Islands og undirritaðir hinn 19. júní 1986. Loforð gefin og svikin Nú mætti ætla að bjöminn væri unninn og friðsamlegri tírnar fæm í hönd. En því var nú aldeilis ekki að heilsa. Það tók heila tvo mánuði að nudda Pósti og síma til þess að gefa rafeindavirkjum nokkurn kost á því að flytjast yfir á samning Rafiðnað- arsambandsins og stöðugt stríð hefur staðið síðan um túlkun launaákvæða samningsins og fleiri atriði. Loforð hafa verið gefin og svikin jafnharðan, bréf og erindi hafa tafist og týnst hvað eftir annað. fyrirspumum hefur verið svarað með útúrsnúningum eða algerlega út i hött og iðulega hafa vísvitandi verið gefriar rangar upplýsingar. Dæmi er um að samkomulag um tiltekin kjaraatriði hafi hreinlega verið dikt- að upp, neitun um lagfæringu á kjörum rafvirkja hefur verið rök- studd með algjörlega tilbúinni andstöðu rafeindavirkja, að því er virðist í þeim tilgangi einum að korna af stað illindum milli þessara stétta rafiðnaðarmanna. Og stöðugt hefur Póstur og simi verið við sama heygarðshomið hvað atvinnukúg- unina varðar; til þess að draga úr áhuga manna á félagaskiptum hefur verið dengt vfir þá óvæntum og oft- ast óumbeðnum stöðuhækkunum í tugatali og það em jaffrvel dæmi til þess að í boði hafi verið hagstæður aksturssamningur þótt slíkt eftirlæti sé annars að heita má einskorðað við toppana eina og þá ekki ævin- lega skorið við nögl. Samningurinn Samningurinn frá 19. júní 1986. sem áður er getið, rann út um sið- ustu áramót. Það er þó ekki fyrr en 22. apríl sl. sem samningamenn ríkis- ins geta komið því við að hefja viðræður um nýjan samning. Og hvað skyldi nú ríkið hafa lagt á borð- ið daginn þann - daginn eftir að skrifað var undir samning við Félag íslenskra símamanna sem gaf strax að lágmarki 12,5-16,5% hækkun, allt eflir starfsaldri? Sei, sei, jú og mikil ósköp. Tilboð fengum við reyndar og það liggur ennþá nánast óbreytt á borðinu fyrir framan okk- ur. Það er tilboð um að rúmlega fjórð- ungur rafeindavirkjanna, sem vinna hjá Pósti og síma á samningum Raf- iðnaðarsambandsins, lækki í laun- um. „ . . .það er á síðustu mánuðum ársins, meðan uppsagnarfresturinn er að líða, sem Póstur og sími, með fullum stuðn- ingi og velþóknun fjármálaráðuneytis- ins, fer fyrir alvöru að beita atvinnukúg- un gegn heilli starfsstétt." síma Það er tilboð um laun sem nema u.þ.b. 80% af þvi sem ríkið hefur samið um að greiða hundruðum ann- arra rafiðnaðarmanna hjá ýmsum stofnunum sínum og fyrirtækjum. Það er tilboð um lægri laun en BSRB-félögum er boðið og eru þá ekki meðtalin öll hlunnindin sem Indriði er svo flinkur að reikna út þegar hann er að semja við opinbera starfsmenn. Hér er auðvitað um grímulausa tilraun til atvinnukúgunar að tefla og skilaboðin eru skýr og einfóld: „Ef þú endilega vilt getur þú sosum fengið að vera í Sveinafélagi raf- eindavirkja. góurinn, en þá verður þú bara að sætta þig við mun lakari kjör eða fara árlega í erfitt verkfall." Ástæðan fyrir þessu háttalagi virð- ist helst vera særður metnaður. Pósti og síma og fjármálaráðuneyti þykir rafeindavirkjum hafa orðið of vel ágengt með sameininguna. Og nú er búið að hlaða kanónumar og ætlunin er að kafskjóta rafeinda- virkjana í eitt skipti fyrir öll. Það mun ekki takast. Svo fimavondur málstaður ber ósigurinn í sjálfum sér. Kanónumar munu reynast fret- hólkar einir og hleðslan þúfutittl- ingahögl sem einungis munu herða hörund þeirra sem fyrir verða. Kannski finnst þér, lesandi góður, að efhi þessarar greinar sé með ólík- indum, og það er engum láandi sem ekki þekkir þessa hlið á ríkinu og Pósti og síma. En þú þekkir áreiðan- lega einhvem af öllum þeim fjölda (lágt reiknað 5 þúsund) sem hefur flúið eða hrakist úr störfum hjá Pósti og síma á undanfömum áratug vegna lágra launa og viðmóts stofh- unarinnar gagnvart starfsfólki sínu. Og það fólk mun áreiðanlega geta staðfest flest af því sem hér hefúr verið sagt og bætt við mörgum safa- ríkum dæmum frá eigin brjósti. Leó Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.