Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. 11 Utiönd Golden Gate brúin i San-Fransisco er nú fimmtug. Simamynd Reuter Golden-Gate fimmtug Golden Gate brúin í San-Fransisco er nú fimmtug. Brú þessi, sem er um tveggja kílómetra löng, hefur verið eitt helsta aðdráttarafl fyrir ferða- menn í borginni, allt frá því hún var byggð. Hún hefur birst í ótöldum fjölda kvikmynda og er enn þann dag í dag eitt helsta stolt borgarbúa. Brúnni verður haldin mikil afmælis- veisla, með tilheyrandi skrúðsiglingu skipalestar, yfirflugi nær hundrað og fimmtíu flugvéla og mikilli flugelda- sýningu. Aðstandendur reyna að þekkja líkamsleifar ættingja af myndum. Símamynd Reuter Reyna að bera kennsl á líkin Þegar flugslys verða ber oft mikið á þeim í fjölmiðlum fyrstu dagana, en síðan yfirleitt ekki söguna meir, fyrr en þá ef einhveijar sérstakar fréttir berast af rannsókn þeirra. Það þýðir þó ekki að ekkert sé að gerast því mikið starf liggur í því að sundurgreina allt í tengslum við slysið í þeirri von að niðurstaða fáist um hvað gerðist og hvers vegna. Hinn mannlegi þáttur þess starfs er stór, meðal annars sá hluti að fá að- standendur þeirra sem fórust, eða taldir eru hafa farist með flugvélinni, til þess að bera kennsl á líkamsleifar þær sem kunna að hafa fundist. Það starf stendur nú yfir i Póllandi, vegna flugslyssins þar á dögunum, þegar 183 fórust. Þarf ekki að fjölyrða um þenn- an þátt slíkra mála, hann er eitt af mörgu sem oft gleymist þótt vert sé að muna. Lenin á ruslahaugnum Sjötíu heil sett af heildarverkum Vladimir Lenin, leiðtoga sovésku bylt- ingarinnar, fundust nýverið á rusla- haugum í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, að því er þarlend frétta- stofa skýrði frá í gær. Ekki var ljóst hvemig verkin kom- ust á haugana, en fréttastofan sagði þetta dæmigert fyrir það hvemig farið væri með bókmenntaverk í landinu. Kommúnistaflokkur Júgóslaviu hef- ur varðveitt sjálfstæði sitt frá Moskvu vandlega, allt frá 1948, en Lenin er þó enn dáður þar sem frumherji alheims- byltingarinnar. Eyðniprófa fólk úr þriðja heiminum Vestur-Þjóðverjar tilkynntu í gær að þeir framkvæmdu reglubundið eft- irlit með námsmönnum úr ríkjum þriðja heimsins, með tilliti til þess hvort þeir væm smitaðir af eyðni. I svari við fyrirspum frá þinginu í Bonn sagði að allir þeir nemendur frá þriðja heiminum, sem koma til Þýskalands á styrkjum frá efnahagsþróunarráðu- neytinu í Bonn, væm eyðniprófaðir. Fjömtiu og fimm nemendum hefur verið snúið aftur til síns heima, eftir að prófun hefur verið jákvæð. í svari ráðuneytisins var ekki tiltek- ið frá hvaða löndum fólk þetta væri og ásökunum um að um kynþátta- misrétti væri að ræða, var hafiiað. Vann fjörutíu milljónir í póker Johnny Chan, Kínverji sem fluttist til Bandaríkjanna fyrir tveim áratug- um, vann í gær liðlega milljón dollara, eða um fjömtíu milljónir íslenskra króna, í pókerspili í Las Vegas. Chan bar þá sigur úr býtum í heimsmeistara- keppni í pókerspili, sem staðið hefur í borginni undanfama daga. Frakkar og V-Þjóð- verjar samræma afvopnunarstefnur Stjómvöld í Frakklandi og Vestur- Þýskalandi virðast nú nærri þvi að samræma viðhorf sín til hugmynda þeirra sem stórveldin ræða nú í af- vopnunarmálum, eftir að Francois Mitterrand, forseti Frakklands, lýsti stuðningi sínum við hugmyndir Sovét- manna um að eyða öllum meðaldræg- um kjamaeldflaugum í Evrópu. Leiðtogar Frakklands og V-Þýska- lands, Mitterrand og Helmut Kohl Þýskalandskanslari, ftmduðu í París i gær og kom fram eftir þann fund að stjómvöld ríkjanna tveggja væm sam- mála í flestum meginatriðum. Hins vegar var talið að allt að tveggja vikna starf þyrfti til þess að Þjóðveijar, Frakkar og Bretar næðu að setja fram sameiginlega stefnu Evrópuríkja í þessum málum. Talið er að Evrópuríki hyggist leggja fram sameiginlega stefhumörkun varðandi það tilboð Sovétríkjanna að fjarlægja allar skammdrægar og með- aldrægar eldflaugar og að hún verði tilbúin til umfjöllunar á fundi vest- rænna þjóða í Feneyjum í næsta mánuði eða á vorfundi utanríkisráð- herra ríkja Atlantshafsbandalagsins í Reykjavik í annarri viku júní. Bretar hafa þegar lýst sig fylgjandi hugmyndum Sovétmanna. Francois Mitterrand Frakklandsforseti býöur Helmut Kohl, kanslara V-Þýska- lands, velkominn til Parisar þar sem leiðtogarnir funda um stefnur rikisstjórna Sinna i afvopnunarmálum. Simamynd Reuter AUMT ER EINLIFI! ALLIR I EVRÓPU ÞAR ER FÓLKŒ) DÚNDUR Hljómsveitin Dúndur skemmtir i EVRÓPU í kvöld. Þetta er næstsíðasta helgin sem Dúndur kemur fram því að þeir Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem og Jóhann Ásmundsson eru að yfirgefa landið vegna hljómleikaferðar Mezzoforte. ", hætta púndur SHANNON Bandaríska söngkonan Shannon verður naesti erlendi skemmti- kraftur í EVRÓPU. Hún kom laginu ”Let The Music Play” í 1. sæti bandaríska vinsældalistans í hittiðfyrra og varð lagið einnig gifurlega vinsælt hérlendis. Shannon skemmtir dagana 11., 12. og 13. júnín.k. Shann°n Itcmur i JAKI GRAHAM Nú er Jaki Graham farin af landi brott. Hún fékk frábærar viðtökur í EVRÓPU um síðustu helgi og sjálf skemmti hún sér mjög vel. Hún lét þess meira að segja getið að hún vildi gjarnan koma aftur til fslands og skemmta þessari þrælhressu þjóð. Joki v°r Jr<Sb«r FRAMTIÐIN Um helgina tökum við stórt skref inn í framtíðina og kynnum nýjan geisla-plötuspilara (Lazer) frá Technics. Spilarinn var að koma á markaðinn og heitir SL-P1200. Hann er sérhannaður fyrir diskótek og útvarpsstöðvar. Komið og hlustið á "diskósánd” framtíðarinnar. _ O) 3 __ (0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.