Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. Utlönd Hvað er kosið um á BretJandseyjum? Flokkar þeir sem takast á í kosningunum á Bretlandi, þann 11. júní næstkomandi, hafa nú allir sent frá sér stefnuskrár, með tilheyrandi kosningaloforðum. I plöggum þessum koma andstæður í breskum stjórnmálum skýrt í ljós og þá sérstaklega milli íhaldsflokks og Verkamannaflokks. Helstu hitamál kosninganna að þessu sinni virðast ætla að verða efnahagsmál, vamarmál, fyrirkomulag kosninga, kjör- dæmaskipan og sjálfsstjóm héraða. Verkamannaflokkurinn, sem telur stjóm íhaldsflokksins á efnahagsmálum síðastliðin átta ár, undir forystu Margaret Thatcher, hafa verið alla af hinu vonda. Lofa þeir nú að skapa tvær milljónir nýrra atvinnutækifæra á tveim árom, auka út- gjöld ríkisins um sex milljarða sterlingspunda á sama tíma, ná ýmsum þjónustufyrirtækjum, sem seld hafa verið-á almennum markaði, að nýju undir stjóm hins opinbera og að stofna til sérstaks iðnlánabanka. Brúsann ætla þeir svo að borga með því að leggja á a-ðskatt og hækka skatta hátekjumanna svo og með því að ná heim aftur því fjármagni sem fjárfest hefur verið með erlendis. fhaldsmenn hyggjast lækka skatta, afnema verðbólgu, halda útgjöldum ríkisins í skefjum, selja meira af þjónustutyrirtækjum ríkisins og setja aukin höft á starfsemi stéttarfélaga. Kosningabandalag frjálslyndra og sósíaliiemókrata lætur sér hins vegar nægja að lofa einni milljón nýrra starfstækifæra. I vamarmálum hyggjast íhaidsmenn endumýja kjamorkuvíg- búnað Breta með kaupum á bandarískum Trident-eldflaugum. Verkamenn hyggjast hins vegar leggja kjarnorkuvopn Breta niður með öllu og semja um brottflutning bandarískra vopna af Bretlandseyjum. Kosningabandalagið fer milliveginn, ætlar hvorki að endumýja né fleygja þeim Pólaris flaugum sem Bret- ar nú eiga, fyrr en náðst hafa samningar um kjamorkuafvopnun. Kosningabandalag frjálslyndra og sósíaldemókrata er eitt um það stefriumál að gjörbreyta kosningafyrirkomulagi og kjör- Kort þetta sýnir kjördæmaskipan á Bretlandi, en eitt helsta deilumál kosningnna þar nú er að atkvæði þeirra sem tapa í einstökum kjördæmum koma þeim ekki til góða annars staðar. Þá er einnig rætt um sjálfsstjóm fyrir Skotland og Wales en enginn flokkanna minnist á N-írland i því sambandi. dæmaskipulagi á Bretlandseyjum. Samkvæmt núverandi kerfi er kosið um einstaklinga í hverju kjördæmi fyrir sig, þeir sem tapa geta ekki nýtt sér atkvæði sín þar annars staðar. Þannig getur íhaldsflokkurinn nú náð góðum meirihluta á þingi án þess að hafa neitt nálægt meirihluta atkvæða. Kemur þetta illi- legast niður á kosningabandalaginu, sem víða er í öðru sæti í einstökum kjördæmum, en kemur samt fáum mönnum á þing. Er því von að þeir vilji breytingar. I héraðsstjómarmálum hefur Ihaldsflokkurinn ekki haft uppi miklar heitingar, en lofar þó umbótum í þeim efnum, að mestu ótilgreindum. Verkamannaflokkurinn vill ganga lengra og setja á stofn sérstakt þing á Skotlandi sem væntanlega færi með ein- hver sjálfsstjómarmál. Kosningabandalagið vill svo ganga fetinu ffamar og veita bæði Skotlandi og Wales sjálfsstjórn að einhverju leyti. Enginn flokkanna minnist á N-írland í þessu samhengi. Hver flokkur fyrir sig er svo með ýmis aðlaðandi loforð sem virðast til þess eins ætluð að veiða atkvæði þeirra sem láta alvarlegri málefni sig litlu skipta. Þannig stefnir Ihaldsflokkur- inn að því að setja á rýmri reglur um heimilan opnunartíma vínveitingahúsa, sem og heimila verslun á sunnudögum. Verka- mannaflokkurinn ætlar hins vegar að setja mörkuðum í Lundiinum þrengri skorður. Hvort verður ofan á, fijálshyggjukennd markaðsstefha Thatc- hers, eða ríkisforsjárstefna Verkamannaflokksins, kemur í ljós að kvöldi hins 11. júní. Skoðanakannanir virðast benda til þess að jámfrúnni sé sigurinn næsta vís, en ekki þarf þó mikla sveiflu til þess að Verkamannaflokkurinn steypi henni. Það eina sem ailir em vissir um er að kosningabandalagið verður ekki sigurvegari kosninganna. Eina von þess er að sigra í nægi- lega mörgum kjördæmum til þess að koma í veg fyrir að annar hvor stóm flokkanna fái hreinan meirihluta. Helstu kosningaloforð íhaldsflokks: Margaret Thatcher, leiðtogi íhaldsflokksins. Minnka tekjuskatt í 25% að grunnpró- sentu Eyða verðbólgu algerlega Halda ríkisútgj öldum niðri Selja fleiri þj ónustufyrirtæki ríkisins, raforkufyrirtæki og vatnsveitur næst Auka einkaeign á íbúðarhúsnæði og hlutabréfum Herða innflytj endalöggj öf Setja stéttarfélögum þrengri skorður Slaka á löggjöf varðandi opnunartíma vínveitingahúsa og verslana Skipuleggj a grunnnámsefni, sem gilti fyr- ir allt landið Umbætur í héraðsstj órnum Áframhaldandi uppbygging kjarnorku- vera ★ Enduruppbygging kj arnorkuvígbúnaðar með bandarískum Trident flaugum ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Helstu kosningaloforð Verkamannaflokks: ★ ★ ★ ★ ★ ★ Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins. ★ ★ ★ ★ Ein milljón nýrra starfstækifæra Aukning ríkisútgj alda um sex milljarða sterlingspunda á tveim árum Kjarnorkuvopn Breta verði lögð niður Samið verði um brottflutning bandarískra kj arnorkuvopna Stofnaður verði ríkisrekinn fj árfestinga- banki fyrir iðnaðinn Heimflutningur fjárfestinga erlendis Aukin skattheimta á hálaunafólk og sér- stakur auðskattur Ríkið taki aftur við sljórn á þjónustufyrir- tækjum sínum Ný ráðuneyti, sem fjalli um tæknimál, kvennamál og umhverfismál, stofnuð Hert yfirsfjórn markaða í London Dregið verði úr mikilvægi kjarnorku í orkuiðnaði Stofnað verði til þings í Skotlandi Efnahagsaðgerðir gegn S-Afríku Helstu kosningaloforð kosningabanda' ★ Endurskoðun kosningalaga, atkvæðahlutfall ráði í stað úrslita í einstökum K M' Æ. Mk HH| kjördæm um ★ Afnám leyndarlöggj afar, sem gerir sfjórnvöldum kleift að takmarka upplýsingar til yix’Æ fjölmiðla og almennings t d||PiiíPKlL^ .mfc.. ★ Kosið verði um sæti í lávarðadeild þingsins, sem nú ganga í arf /'msa& ÆM ★ Aukin völd héraðssfjórna f ★ Sjálfssfjórn Skotlands og Wales fkjÆ* >V' . ★ Ein milljón nýrra atvinnutækifæra ánjT Æ/mk m ‘"SvS ★ Dómsmálaráðuneyti verði stofnsett ííéhÉíI ★ Haldið verði aftur af launahækkunum til að takmarka verðbólgu j David Owen, leiötogi sósíaldemó- ★ Hætt verði við kaup a Trident eldflaugum krafa. ★ Polaris kjarnorkuvígbúnaði verði viðhaldið bar til semst um útrvmineru hans David Staal. IpiAtoni friálslvndra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.