Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 20
32 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. Iþróttir dv „Mjóg gaman að sjá bolt- ann í netinu“ KR vann KA á Akureyri, 0-1 Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Bjöm náði að pota boltanum til mín og ég hitti hann mjög vel, beint á ristina og það var mjög gaman að sjá boltann í netinu," sagði Gunnar Skúlason; ungur nýliði í KR-liðinu, en hann skoraði sigurmark KR gegn KA á Akureyri í gærkvöldi í leik liðanna í 1. deild íslándsmótsins í knattspyrnu og tryggði liði sínu þar með þrjú dýr- mæt stig. Mark Gunnars var eina mark leiks- ins og kom það á 42. mínútu eftir sendingu frá Bimi Rafnssyni og Hauk- ur Bragason markvörður ótti ekki möguleika á að verja skot Gunnars. Leikur liðanna var annars tíðinda- lítill uppi við mörkin og leikmenn beggja liða áttu erfitt með að hemja knöttinn vegna roks sem stóð þvert á völlinn. • Knötturinn á leiðinni í netið hjá KA eftir skot Gunnars Skúlasonar sem sést á innfelldu myndinni. DV-mynd Gylfi Kristjánsson/Akureyri „Urslitin engin endalokfyrir okkur“ • „Þessi úrslit þýða engin endalok fyrir okkur. Við náðum ekki að spila vegna roksins. Við áttum meira í leiknum og ég hefði vel sætt mig við jafntefli en ég er vitanlega óhress með tapið. En þrátt fyrir það er engin ör- vænting í okkar herbúðum," sagði Hörður Helgason, þjálfari KA, í sam- tali við DV eftir leikinn í gærkvöldi. Andri meiddist Andri Marteinsson meiddist um miðjan síðari hálfleikinn og varð að yfirgefa völlinn. Meiðsli hans munu þó ekki vera alvarlegs eðlis. Þorsteinn Guðjónsson var bestur í KR-liðinu og stóð hann sig mjög vel í vöminni. Skagamenn vora heppmr • Hjá KA var Erlingur Kristjáns- son bestur ásamt þeim Þorvaldi Örlygssyni og Amari Frey Jónssyni sem hélt Pétri Péturssyni vel niðri. - að ná í þrjú stig í Kaplakrika gegn sprækum FH-ingum „Þetta var geysilega erfiður leikur en við börðumst vel og uppskárum eftir því. Það er mjög gott að fara með 3 stigin héðan í kvöld því fyrstu stigin em alltaf mikilvæg. Við hugsum bara um einn leik í einu og því vil ég ekki spá um sumarið en sérhver leikur verður án efa mjög erfiður," sagði Guðjón Þórðarsson, þjálfari Skaga- _manna, eftir að lið hans hafði sigrað FH í fyrstu umferð 1. deildarinnar í knattspymu á Kaplakrikavelli í gær- kvöldi. Skagamenn skomðu eina mark leiksins og fóru því heim með öll stig- in en FH-ingar vom óheppnir að ná ekki í það minnsta jafiitefli. Skemmtilegur fyrri hálfleikur Það var greinilegt að taugaspenna hrjáði bæði liðin í byrjun leiksins og leikmenn fóm varlega af stað. Á 15. mfnútu kom fyrsta færið. Falleg send- ing kom fyrir mark Skagamanna þar sem Pálmi Jónsson kom aðvífandi og skallaði yfir markið. En einmitt þegar FH-ingar virtust vera að ná undirtök- unum í leiknum skomðu Skagamenn. Boltinn barst fyrir mark FH en vömin var illa á verði og boltinn rúllaði fram- hjá FH-ingum, beint á Heimi Guðjóns- son sem skoraði auðveldlega ffamhjá Halldóri markverði. Skömmu síðar vom FH-ingar nálægt því að jafha en Birkir, markvörður ÍA, varði meist- aralega hjólhestaspymu frá Pólma. Bæði liðin sýndu ágætisknattspymu á köflum og fyrri hálfleikur var skemmtilegur á að horfa. Daufur síðari hálfleikur I síðaii hálfleik reyndu liðin meira af löngum sendingum sem ekki gáfust vel og á köflum var leikurinn nokkuð grófur. FH-ingar fengu mörg ágætisfæri en vöm Skagamanna var þétt fyrir og þar fyrir aftan var Birkir Kristinsson öryggið upp- málað í markinu. Allt fram á síðustu mínútu leiksins var hörð sókn að marki Skagamanna en FH-ingar höfðu ekki heppnina með sér. Skagamenn fögnuðu því innilega þegar flautað var til leiksloka og 3 stig í höfn. „Strákamir vom heppnir að vinna leik- inn, FH-ingar áttu jafntefli skilið í þessum leik. Mér líst mjög vel á 1. deildina í sum- ar og ég vona að liðin eigi eftir að sýna góða leiki," sagði Sigurður Jónsson, knatt- spymuhetja af Skaganum og leikmaður Sheffield Wednesday, í samtali við DV efh ir leikinn. Lið ÍA sýndi mikla baráttu í leiknum og liðið lék ágætlega í fyrri hálfleik en bakkaði mikið í seinni hálfleik og hélt fengnum hlut. Vömin var sterk allan tím- ann og Birkir átti stórgóðan leik í mark- inu. Liðið er til alls líklegt í sumar en margir stórefnilegir leikmenn leika nú með liðinu í fyrsta sinn. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin fyrir að hafa tapað þœs- um leik. Liðið fékk mörg góð marktæki- færi en framheriamir vom ekki á skotskónum. Liðið sýndi góðan samleik á köflum og vann vel sem heild en það er ekki nóg því leikir vinnast ekki nema að skomð séu mörk. Skotinn Ian Fleming lék sinn fyrsta leik fyrir FH og stóð sig vel sem aftasti maður en mætti nöldra minna í dómaranum enda fékk hann gult spjald fyrir vikið. Kristján Hilmarsson barðist mjög vel á miðjunni og Pálmi vann vel frammi en fór illa með dauðafærin. Dómari var Eysteinn Guð- mundsson og leyfði hann of mikla hörku á köflum en dæmdi annars ágætlega í heildina. Gul spjöld: Leifur Garðarsson og Ian Fleming, FH, og Sigurður Lárusson, ÍA. -RR • Mjög góður dómari var Óli Olsen og sýndi hann þeim Þorsteini Guð- jónssyni, KR, Jósteini Einarssyni, KR, og Þorsteini Halldórssyni, KR, gula spjaldið. -SK i Punktamót i Punktamót í golfi, fyrir kylfinga | I undir 21 árs aldri, fer fram hjá . | Golfklúbbi Reykjavíkur á morgun, | ■ laugardag, og hefst klukkan eitt. ■ • Heimir Guðjónsson skoraði sigurmark ÍA í Hafnarfirði gegn FH og hér er knötturinn kominn í netið og Skagamenn fagna. DV-mynd G. Bender Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Sunnuvegur 15,1. hæð og 'A kj., þingl. eigandi Svanhildur Gunn- arsdóttir, mánud. 25. maí 1987 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Steingrímur Þormóðsson hdl. og Jón Þóroddsson hdl. Hjaltabakki 16, 2.t.v., þingl. eigandi Þorbjöm Jónsson, mánud. 25. maí 1987 kl. 11.00. Úppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands, Ámi Guðjónsson hrl., Búnaðarbanki íslands, Bjöm Ólafur Hall- grímsson hdl., Jón Magnússon hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Útvegsbanki Islands, Ámi Einarsson hdl., Veðdeild Landsbanka Islands, Jón Finnsson hrl., Jón Ingólfsson hdl. og Ólafior Axelsson hrl. BORGARFÓGETAEMBÆ'ITIÐ í REYKJAVÍK. Brávallagata 14, kjallari, þingl. eigandi Sigurður Guðjónsson o.fl., mánud. 25. maí 1987 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimt- an í Reykjavík og Ólafur Gústaísson hrl. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Hverfisgata 106 A, 4. hæð, þingl. eigandi Sigurður Egilsson og Guðbjörg Valdimarsd., mánud. 25. maí 1987 kl. 16.00. Uppboðs- beiðendur em Ævar Guðmundsson hdl. og Guðjón Armann Jónsson hdl. Einarsnes 76,1. hæð og ris, þingl. eigandi Bjami Bjamason o.íl., mánud. 25. maí 1987 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Njörvasund 3, þingl. eigandi Gunnar P. Sigurðsson, mánud. 25. maí 1987 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Guðrúnargata 9, e. hæð og ris, þingl. eigandi Steinunn Fnðriks- dóttir, mánud. 25. maí 1987 kl, 16.30. Uppboðsbeiðandi er Útvegs- banki Islands. Boðagrandi 7,10. hæð A, þingl. eigandi Hrafii Sigurðsson, mánud. 25. maí 1987 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykja- vík. Reykás 37, íb. 0101, tal. eigandi Kristján Friðriksson, mánud. 25. maí 1987 kl. 14.15. Úppboðsbeiðendur em Ásgeir Thoroddsen hdl., Guðmundur Jónsson hdl., Ámi Grétar Finnsson hrl. og Bergur Obversson hdl. Gunnarsbraut 40, efri hæð m.m., þingl. eigandi Ásbjöm Magnús- son, mánud. 25. maí 1987 kl. 16.15. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki íslands. Grettisgata 61, hL, þingl. eigandi Ólafur Lárus Baldursson, mánud. 25. maí 1987 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykja- vík. Krummahólar 4, 8. hæð D, talinn eigandi Sigurður V. Sveinsson, mánud. 25. maí 1987 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Ari ísberg hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Hátún 10, þingl. eigandi Öryrkjabandalag íslands, mánud. 25. maí 1987 Id. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.