Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
Neytendur
Spyrjið um verðið áður
en kaupin em gerð
„Fyrir áramótin keypti ég efni á
útsölu í vefnaðarvöruverslun og
kostaði metrinn af efninu 100 kr.
Þegar ég ætlaði að fara að sauma
kom í ljós að mig vantaði meira
og fór því aftur í verslunina. Stúlk-
an fór „á bak við“ og kom með efni
og ég bað um 1,30 m sem mig vant- '-
aði. Þá kostaði það 360 kr. eða 277 >■
kr. metrinn," sagði kona nokkur
sem hringdi til okkar á neytenda-
síðu.
„Mig rak í rogastáns og vildi
ekki greiða þetta verð fyrir efhið
og spurði hvort þetta væri ekki
sama efnið og hefði verið á útsöl-
unni á 100 kr. Konan kvað já við
því en sagði að „þær gætu ekki
látið það liggja á því verði“. Svo
bauð hún mér efnið fyrir 300 kr.
og endaði með því ég tók því boði.
Ég var samt langt frá því að vera
ánægð með þessi málalok og ég
geri ráð fyrir að það verði bið á
að ég versli þarna aftur", sagði við-
mælandi okkar.
Þama var ekki um að ræða neitt
ólöglegt. Þegar vörur eru settar á
útsölu eru þær boðnar á útsölu-
verði i einhvem ákveðinn tíma.
Verslunin er ekki skyldug að láta
það verð gilda um aldur og ævi.
Hins vegar hefði ekki ^erið illa
til fundið að selja konunní efnið á
„útsöluverðinu“. Hún hefði orðið
ánægð og verslað áfram í framtíð-
inni.
Viðskiptavinurinn fór hins vegar
ekki rétt að ráði sínu. Hann hefði
átt að spyrja hvað efhið kostaði
áður“en byrjað var að klippa það
af stranganum.
Það er góð regla að spyrja alltaf
hvað hlutimir kosta áður en kaup
eru gerð.
-A.BJ.
I baráttunni
við óvin nr.l
„Það gæti hugsast að ég hefði hér
hlut sem komið getur í veg fyrir frek-
ari hjartaáföll og dauðsföll í eldhúsinu
vegna glímu við álpappír og plast-
filmu,“ sagði Marta Einarsdóttir hjá
Burstagerðinni í samtali við neytenda-
síðuna.
Marta var nýbúin að lesa grein sem
fjallaði um óvin nr. 1 í eldhúsinu, ál-
pappírinn, er hún fór að taka upp
vörusendingu til fyrirtækisins frá
Þýskalandi. Það var statíf fyrir ál-
pappír og plastfilmu sem hengt er á
vegg í eldhúsinu. Á einfaldan hátt er
pappírinn dreginn út og síðan skorið
með þar til gerðum hníf sem er í upp-
henginu.
Upphengið fæst í búsáhaldaverslun-
um og kostar um 1490 kr.
-A.BJ.
Ust
Guðrúnar
5. Urup
KAN
komin - alltaf fersk
Hrökkva eða stökkva,
- segir Þórður Ásgeirsson í
____ Vikuviðtalinu en hann fer úr
spíni olíuviðskiptum í jógúrtframleiðslu.
- Sumir stjómarmenn hjá Olíuversluninni
haía líklega verið orðnir svo þyrstir í pen-
inga eða búnir að fínna svo rrukla peninga-
lykt að þeir ákváðu að selja sín bréf, jafnvel
á þvi lága verði sem í boði var, og með
þeim hætti sem raunin varð á, segir Þórður
Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Olís, með-
al annars um söluna á Olís í lok síðasta
árs. Svo segir hann frá hvalnum og Baulu.
Sffl Guðnínar Siguiðardóttui Uiup myndlislarmanns
Sovéska stóisjainan
Ma Pugatjova
Nautaat á Spáiii
Nafn
Vikunnar:
Komelíus
Sigmundsson
forsetaritari
Ný framhaldssaga eflir Raymond Chandler
Fyrst er pappírinn dreginn úr með
báðum höndum. Síðan er hnifnum
rennt eftir endilöngu upphenginu og
pappírinn skerst beint af og engin
vandræði.
Heillaráð
í eldhúsinu
Þegar verið er að fletja út deig
á eldhúsborðinu er tilvalið að
sprauta úðafeiti á borðið og strá
hveiti á. Þá festist deigið alls ekki
við borðið.
Hafið fyrir reglu að byrja á því
að setja þvottaefnið í uppþvotta-
vélina áður en byrjað er að raða í
hana bollum og diskum. Þá er allt-
af hægt að sjá á augabragði hvort
búið er að þvo eða ekki, það sem
í vélinni er.
Oft vill fisk- og lauklykt loða við
hendumar löngu eftir að þær hafa
verið þvegnar með góðri sápu. Þá
er gott ráð að bera tannkrem á
þær. Þá hverfur lyktin.
Þegar heitir ostaréttir eins og
t.d. lasagna er borið fram vill
skeiðin sem er í réttinum verða
hálfólystug og klístruð. Gott ráð
er að úða á hana úr fituúðabrúsan-
um. Þá tollir heitur osturinn ekki
eins á skeiðinni.
Munið
að
senda
inn
upp-
lýsinga-
seðilinn