Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
31
Iþróttir dv x>v
• Fyrirliðar ÍBK og Völsungs, þeir Gunnar Oddsson, ÍBK, til vinstri og Björn Olgeirsson til hægri sjást hér skömmu áður en fyrsti 1. deildar leikurinn á Húsavík hófst
í gærkvöldi. DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson/Húsavík
Markasúpa
- Keflvíkingar fengu fjögur marktækrfæri og sigruðu Völsung, 2-4
Jóhannes Sigurjónssan, DV, Húsavflc
„Þeir voru heppnari en við í þessum
leik. Við fengum algjört dauðafæri í byrj-
un leiksins sem okkur tókst ekki að nýta
og í næstu sókn fengu Keflvíkingar víti
og skoruðu. Þetta var vendipunkturinn
í leiknum," sagði Hörður Benónýsson,
hinn eldfljóti leikmaður Völsungs, eftir
að ÍBK hafði sigrað Völsung, 2-4, í 1.
deild íslandsmótsins í knattspyrnu á
Húsavík í gærkvöldi. Þetta var jafnframt
fyrsti leikur Völsungs í 1. deild. Mikill
áhugi var á þessum fyrsta leik heima-
manna og fylgdust á milli 800 og 900
áhorfendur með honum í blíðskaparveðri
en nokkuð hvössu.
Leikurinn var nokkuð þófkenndur
framan af. Liðsmenn Völsungs voru dálít-
ið taugaóstyrkir og virtust hálffeimnir
við fyrstu skrefin í 1. deild. Kristján 01-
geirsson skaut framhjá í góðu færi á 12.
mínútu. Strax á næstu mínútu brunuðu
Keflvíkingar upp í sókn. Helgi Helgason
braut á einum Keflvíkingi innan vítateigs
og vítaspyma var dæmd. Óli Þór Magn-
ússon skoraði örugglega úr vítinu, 0-1.
Á 18. mínútu kom há fyrirgjöf á fjar-
stöngina, sem vöm Völsungs virtist hafa
alla burði til að bægja frá, en Peter Fa-
rell, Englendingurinn í liði Keflvíkinga,
laumaði sér skemmtilega inn fyrir vöm
Völsungs og renndi knettinum viðstöðu-
laust í netið, 0-2.
Eftir því sem leið á fyrri hálfleik komst
Völsungur meira inn í leikinn og á 37.
mínútu stakk Kristján Olgeirsson sér inn
fyrir vöm Keflvíkinga og var felldur inn-
an vítateigs, heimamenn vildu ólmir fá
dæmda vítaspymu. Guðmundur Haralds-
son dómari var á öðm máli og sá ekkert
athugavert.
Framan af seinni hálfleik einkenndist
leikurinn af miðjuþófi. Leikmenn liðanna
áttu erfitt með að halda knettinum vegna
roks, einnig hafði malarvöllurinn sitt að
segja. Á 60. mínútu skomðu Keflvíkingar
sitt þriðja mark og var Gunnar Oddsson
þar að verki með góðum skalla, 0-3.
Eftir þriðja markið slökuðu Keflvíking-
ar aðeins á og Völsungar sóttu í sig
veðrið og tókst að minnka muninn á 74.
mínútu. Hörður Benónýsson fékk góða
sendingu inn fyrir vöm Keflvíkinga,
stakk af sér vamarmenn, lék á Þorstein
Bjamarson markvörð og skoraði ömgg-
lega, 1-3.
Tvívegis á næstu mínútum komst Hörð-
ur í færi en tókst ekki að skora. Keflvík-
ingar bættu við Qórða markinu fimm
mínútum fyrir leikslok eftir mikil mistök
í vöm Völsunga. Gunnar Oddsson stakk
sér í gegnum vöm Völsunga o'g lyfti
knettinum laglega yfir markvörðinn, 1-4.
Völsungur átti svo síðasta orðið í leikn-
um þegar þeir skomðu sitt annað mark.
Vítaspyma var dæmd á Keflvíkinga og
úr henni skoraði Jónas Hallgrímsson ör-
ugglega. Þgtta var 24. víti Jónasar fyrir
liðið án þess að bregðast.
Sigur Keflvíkinga var sanngjam en ef
til vill of stór miðað við gang leiksins.
Keflvíkingar skora fjögur mörk en áttu
engin tækifæri þar fyrir utan. Völsungar
skora hins vegar tvö mörk og áttu þar
að auki tvö góð tækifæri sem ekki nýtt-
ust.
Óli Þór Magnússon var bestur Keflvík-
inga, skoraði eitt mark og lagði upp
önnur tvö. Einnig átti Gunnar Oddsson
góðan leik.
Kristján Olgeirsson átti bestan leik
heimamanna, einnig vom þeir Ómar
Rafhsson og Hörður Benónýsson sprækir.
Góður dómari leiksins var Guðmundur
Haraldsson.
-JKS/JS
„Súrt að þeir skyldu skora
þegar svo stutt var eftir“
- sagði Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis, sem gerði jafntefli gegn Val, 1-1
Staöan
beittari. í nokkur skipti tókst Vals-
mönnum að skapa sér góð tækifæri,
ýmist varði Gísli markvörður eða
knötturinn fór framhjá.
Sóknarþungi Vals bar loks árangur
á 78. mínútu, kannski þegar menn áttu
síst von á skoti að marki. Magni
Blöndal Pétursson fékk knöttinn frek-
ar fyrir tilviljun og var ekkert að
tvínóna við hlutina. Hann lét skot ríða
af 33 metra færi og knötturinn söng i
netinu, undir þverslá marksins og átti
Gísli markvörður ekki möguleika á
að verja þrátt fyrir góða tilburði. Jöfn-
unarmark Vals virtist ekki koma Víði
úr jafnvægi, þeir frekar tvíefldust og
vörðust af alefli.
Valsliðið var mun sterkari aðilinn í
leiknum og réð mestu um gang hans
en gekk mjög erfiðlega að komast í
gegnum þéttan vamarmúr Víðis.
Magni var bestur Valsmanna í leikn-
um og barðist vel. Jón Grétar og
Sigurjón Kristjánsson voru einnig
góðir.
Hjá Víði voru þeir Daníel Einarsson
og Vilhjálmur Þorvaldsson sterkir í
vöminni. Sævar Leifsson, nýliðinn,
fellur ágætlega inn í leik liðsins. Gísli
markvörður er traustur og Guðjón
Guðmunds drífur liðið vel áfram.
Gult spjald: Víðir, Daníel Einarsson
og Vilberg Þorvaldsson. Valur, Jón
Grétar.
Mjög góður dómari leiksins var
Kjartan Ölafsson.
Áhorfendur vom 900.
-JKS/emm
• Jón Grétar Jónsson, Val, sést hér í harðri baráttu gegn einum varnarmanna Víðis í leik liðanna í gærkvöldi.
DV-mynd Gunnar Sverrisson
Staðan er þannig eftir fyrstu umferð
íslandsmótsins í knattspymu í gær-
kvöldi:
Keflavík 1 1 0 0 4-2 3
Akranes 1 1 0 0 1-0 3
KR 1 1 0 0 1-0 3
Valur 1 0 1 0' 1-1 1
Víðir : 1 0 1 0 1-1 1
FH 1 0 0 1 0-1 0
KA 1 0 0 1 0-1 0
Fram 1 0 0 1 1-3 0
Völsungur 1 0 0 1 2rA 0
Magnús Gíslasan, DV, Suðumesjiun:
„Ég er ánægður með leik minna
manna. Það var svolítið súrt að fá
markið á okkur þegar svona skammt
var til leiksloka en þegar öllu er á
botninn hvolt heppnaðist leikaðferð
okkar ágætlega. Við vörðumst vel
gegn sterkum andstæðingum," sagði
Haukur Hafsteinsson, þjálfari Víðis-
manna, eftir jafnteflisleik liðsins, 1-1,
gegn Val í 1. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu á Garðsvelli í gærkvöldi.
Fyrsta stundaríjórðunginn í leiknum
sóttu Valsmenn án afláts, spurningin
var hvenær þeir myndu skora fyrsta
markið. Víðir barðist af mikilli
grimmd og fengu Valsmenn lítinn frið
þegar upp að marki andstæðinganna
kom.
Á 7. mínútu átti Jón Grétar Jónsson
skalla í stöng. Fimm mínútum síðar
skaut Sævar Jónsson góðu skoti að
marki Víðis en Gísli Hreiðarsson
markvörður varði vel með því að slá
knöttinn aftur fyrir markið.
Stuttu síðar náðu Víðismenn foryst-
unni í leiknum öllum á óvart. Vilherg
Þorvaldsson fékk knöttinn út á hægri
kantinn, lék upp að endamörkum og
gaf góða sendingu fyrir markið. -Þar
kom Guðjón Guðmundsson aðvífandi
og skoraði með því að skjóta yfir Guð-
mund Hreiðarsson markvörð. Það má
segja að þetta hafi verið eina skot
Víðis að marki Valsmanna í leiknum
en lítið skipulag var í sóknarleik
þeirra.
Valsmenn mættu ákveðnir til leiks
í seinni hálfleik, staðráðnir í að jafna
leikinn. Þeir fóru að nýta kantana
betur og það gerði sóknarleik þeirra
■
• Jónas Róbertsson nær forystunni fyrir Þór gegn Fram með marki úr vitaspyrnu. Friðrik markvörður var nálægt því að verja.
DV-mynd Brynjar Gauti
- sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs, eftir 1-3 sigur Þórs gegn Fram
„Ég er hress með þetta og vonandi fara
strákamir nú að trúa á sjálfa sig aftur
eftir að hafa verið langt niðri eftir síðasta
keppnistímabil. Ég er sérstaklega ánægð-
ur með úrslitin og ekki síst vegna þess
að strákamir hafa ekki stigið á grasblett
fyrr en í kvöld og ég hef ekki fyrr en í
kvöld getað stillt upp okkar sterkasta
liði,“ sagði Jóhannes Atlason, þjálfari
Þórs frá Ákureyri, eftir sigur sinna manna
• Pétur Amþórsson, lengst til hægri, skorar mark Fram gegn Þór í Laugardal í
DV-mynd Brynjar Gauti
gærkvöldi.
ái ! 1
u i :\
gegn íslandsmeisturum Fram í Laugardal
í gærkvöldi. Þórsarar sigmðu, 3-1, og
halda því uppteknum hætti. Þetta er
þriðja árið í röð sem Þór sigrar íslands-
meistara frá árinu áður í fyrsta leiknum
í deildinni. Glæsilegur árangur sem lofar
góðu fyrir Þórsara.
Jóhannes Atlason, sem er rótgróinn
Framari og hefur meðal annars þjálfað
liðið, var greinilega mjög kátur eftir leik-
inn í gærkvöldi. „Auðvitað var þetta mjög
uppörvandi sigur. Og ég var mjög ánægð-
ur þegar ég sá að Pétur Ormslev átti að
leika í fremstu víglínu hjá Fram. Þá vissi
ég að hann yrði í góðum höndum. Og
reyndin varð sú að hann var nánast ekk-
ert með í leiknum,“ sagði Jóhannes
ennfremur.
Framarar ná forystunni
Framarar byrjuðu nokkuð frískir og
voru heldur betri aðilinn á vellinum og
náðu forystunni á 37. mínútu. Pétur
Ormslev gaf þá fyrir markið á Pétur Am-
þórsson sem skoraði laglega af frekar
stuttu færi. Lengi vel leit út fyrir að Fram-
arar næðu að halda forskotinu til leikhlés
en ótrúlega klaufaleg vamarmistök ollu
því að Hlynur Birgisson komst inn í send-
ingu til Friðriks Friðrikssonar, vippaði
knettinum yfir hann og nikkaði honum
síðan snyrtilega í markið.
Glæsimark Halldórs
Tólf mínútum eftir leikhlé var dæmd
vítaspyma á Fram eftir að Halldór
Áskelsson hafði att kappi við vamarmenn
Fram inni í vítateignum. Jónas Róberts-
son skoraði úr vítinu en ekki mátti miklu
muna að Friðrik næði að verja skot hans.
• Það var svo Halldór Áskelsson sem
innsiglaði sigur Þórs, þegar 7 mínútur
vom eftir, með stórglæsilegu skoti efst í
markhomið úr vítateig Fram.
• Varnannenn Þórs áttu allir góðan
leik, Einar Arason, Júlíus Tryggvason og
Árni Stefánsson bestir. Þrátt fyrir að
vamarleikmenn Fram hafi fært Þórsumm
sigurinn í gær á silfurfati verður ekki lit-
ið framhjá þeirri staðreynd að Þórsliðið
er líklegt til afreka í sumar.
• Margt þarf að bæta i leik Framliðsins
og þá sérstaklega vamarleikinn sem var
hreint hörmulegur i þessum leik. Þá vant-
aði einnig meiri grimmd i sóknina og sú
ákvörðun að láta Pétur Ormslev leika í
fremstu víglínu reyndist röng. Endur-
skoða þarf marga hluti í leik liðsins og
Framarar verða greinilega að taka sig
saman í andlitinu ætli þeir að halda titlin-
um.
• Ólafur Lárusson dæmdi leikinn og
stóð sig þokkalega. Hann sýndi þeim
Guðmundi Val Sigurðssyni, Þór, og Pétri
Ormslev gula spjaldið. Áhorfendur 1152.
-SK
íþróttir
i----------------------------1
| Punktar fiá 1. umferð
! íslandsmótsins í gærkvöldi:
Sigurður
_Vr'.. ' ,_1 _
Jónsson, atvinnumaður hjá Sheffield VVed-
nesday, 'var á meðal áhorfenda á leik Akurnesinga og FH-inga í
Hafnarfirði í gærkvöldi. Sigurður sá fyrrum félaga sína vinna nokkum
heppnissigur og hefði eflaust kosið að sjá meira til Skagamanna í leikn-
um. DV-mynd G. Bender
Jóhannes
braut pípuna
Jóhannes Atlason, þjálfari Þórs
frá AkurejTÍ, getur orðið æstur
eins og aðrir góðir menn og einn
besti félagi hans fékk að kenna á
því í gærkvöldi. Er hér átt við for-
láta reykingapípu sem er oftar í
munni Jóhannesar en margt ann-
að, að sögn gárunga. Þegar mesti
hasarinn gekk yfir í gærkvöldi í
leik Þórs gegn Fram sló Jóhannes
pípunni of harkalega utan í og
hrökk hún í sundui- við miðju. Brá
mörgum eftir leikinn þegar Jó-
hannes sást totta pípuna og töldu
þeir hinir sömu fremri helming
hennar í koki kappans.
Fyrsta markið
á Húsavík
allir við meiðsli að stríða. Þetta
eru þeir Stefán Jóhannsson, Stefán
Amarsson og Sævar Bjamason. I
gærkvöldi lék Páll Gíslason í
marki KR á Akurevri og þótti
stand sig vel.
spjöld í
1. umferð
Dómaramir sem dæmdu leikina
i fyrstu umferð íslandsmótsins í
knattspvmu í gærkvöldi höföu í
nógu að snúast. í leikjunum fimm
var ellefú leikmönnum sýmt gula
spjaldið og má það varla meira
vera. Enginn leikmaður var rekinn
af leikvelli. Sá sem komst næst því
var líklega Ian Fleming, þjálfari
FH, en hann slapp með skrekkinn.
Ellefu
Valsmenn
fjölmenntu
í Garðinn
Óli Þór Magnússon. Keflavík.
skoraði fyrsta mark 1. deildar í ái-
í leik Keflvíkinga gegn Völsungi á
Húsavík. Óli skoraði markið á 13.
mínútu leiksins. Mark Óla var
aðeins lognið á undan storminum
því fimm mörk áttu eftir að fylgja
í kjölfarið hjá leikmönnum liðanna
í gærkvöldi.
Óvenjulegt
vandamál
Gordon Lee, þjálfari KR. á við
fremui' óvenjulegt vandamál að
stríða þessa dagana. Markverðir
þeir sem æft hafa með meistara-
flokki hafa lent í meiðslum hver á
eftfr öðrum og nú er svo komið að
þrír fyrstu markverðir liðsins eiga
Stuðningsmenn Vals fjölmenntu
í gærkvöldi á leik Vals og Víðis í
Gai'ðinum. A meðal áhorfenda
voru tveir þingmenn, þeir Albert
Guðmundsson og Hreggviður
Jónsson. formaðurSkíðasambands
íslands. Samkvæmt heimildum DV
héldu þeir hvor með sínu liðinu
en engu að síður fór vel á með
þeim. Þá má geta þess að nokkrir
stuðningsmanna Vals máluðu sig
hvíta og rauða í framan en ekki
dugði það til sigurs í gærkvöldi.
-SK
Ajldl*! Marteinsson, KR-ingur, meiddist í leik KA og KR á
Akureyri í gærkvöldi. Andri þurfti að yfirgefa leikvöllinn um miðjan
síðari hálfleik en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Hér sjást félagar Andra
stumra yfir honum og greinilegt er á svip Andra að ekki er allt með felldu.
DV-mynd Gylfi Kristjánsson/Akureyri^j