Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. 9 Utlönd Vilja breyta kosningalögunum Baldur Róbertssan, DV, Genúa; Kristilegir demókratar eru að und- irbúa tillögu að breyttum kosninga- lögum sem ættu að geta tekið gildi eftir kosningamar sem haldnar verða í jum. Lagt er til að kjósendur greiði fyrst atkvæði til einhvers stjómmálaflokks og síðan til þeirra flokka sem taldir eru geta unnið best saman. Þessi hugmynd þykir stórskrýtin og hafa hinir flokkamir sagt að það taki því ekki að hugsa um hana. Athygli- svert þykir að margir þingmenn kristilegra demókrata skilja ekki sjálf- ir hvemig þeir ætla að breyta kosn- ingalögunum. Lögreglustjórinn í Osló, Willy Haugli, visar á bug allri gagnrýni á aðgerðir lögreglunnar gegn mótmælendum. Oslóarbúar mót- mæla aðgerðum lögreglunnar Björg Eva Eiiendsdóttir, DV, Osló: Fleiri þúsund manns komu saman í miðbæ Oslóar í gærkvöldi til þess að mótmæla harkalegum aðgerðum norsku lögreglunnar í síðustu viku. „Niður með lögregluríkið í Noregi" og „Vemdum tjáningarfrelsið" var meðal slagorðanna á spjöldum mót- mælenda. Auk þess kröfðust þeir að lögreglustjóranum í Osló, sem kallað- ur er jámmenni, yrði vikið úr starfi samstundis. Mótmælaaðgerðimar vom ólögleg- ar en fóm fram á friðsamlegan hátt og lögreglan lét lítið á sér bera. Aðdragandi málsins var koma Ca- spars Weinberger, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, til Noregs í síðustu viku. Nokkur mannfjöldi safh- aðist þá saman fyrir utan bandaríska sendiráðið í Osló til að láta í ljósi andúð sína á stefnu Bandaríkjamanna í vamarmálum. Lögreglan reyndi að sundra hópnum og kom þá til allharðra átaka. Tveim- ur dögum seinna var aftur efnt til mótmæJa og vildi lögreglan þá bregð- ast skjótt við og handtók ýmsa sem þóttu líklegir ófriðarseggir áður en mótmælin hófust. Seinna um kvöldið átti að handtaka einn forsprakka að- gerðanna. Hann sat þá ásamt fleirum inni á veitingastað. Lögreglan bjóst við mótspymu og ruddist inn á veitingastaðinn með Tilræðismaður páfaískiptum fyrir stúlkur? Baldur Róbertssan, DV, Genúa: Fyrir fjórum árum hurfu tvær stúlk- ur sporlaust frá Róm. Nokkrum vikum síðar fékk fréttamaður upphringingu frá manni sem sagði að stúlkunum hefði verið rænt og að þær yrðu látnar lausar í skiptum fyrir tilræðismann páfa. Maður nokkur gaf nýlega í skyn í sjónvarpsviðtali að hann vissi hvar stúlkumar væm niðurkomnar og hafa fjölskyldur stúlknanna boðið honum andvirði sextíu milljóna íslenskra króna ef hann getur gefið upplýsingar sem verða til þess að stúlkumar finn- ist lifandi. Páfi fór til fundar við tilræðismann sinn fyrir rúmu ári og eftir að hafa rætt við hann í nokkrar klukkustund- ir fyrirgaf hann tilræðismanni sinum. Sagðist hann ekki vera á móti því að hann yrði náðaður en ekki em taldar miklar líkur á að stúlkumar finnist lifandi ef svo fer. táragas, kylfur og hunda. Fullkomin ringulreið skapaðist á veitingastaðn- um við þessa óvæntu árás. Stólar og borð ultu um koll og fengu gestir stað- arins að kenna á kylfum og stígvélum lögreglunnar hvort sem þeir höfðu komið nálægt aðgerðunum eða ekki. Töluvert varð um slys á fólki af gler- brotum, höggum og hundsbitum. Lögreglustjórinn i Osló hefur sætt harðri gagnrýni fyrir þessar tiltektir og dómsmálaráðherrann hefur beðið lögregluna um að gefa nákvæma skýr- ingu á framferði sínu. Rúmlega fjömtíu lögfræðingar og afbrotafræðingar hafa undirritað skjal þar sem þeir krefjast að stofnuð verði óháð nefnd til að rannsaka hvort hegðun lögreglunnar hafi verið refsi- verð. Loksins kominn aftur KÚLULJÓSIN með gylltu röndinni W W v frá kr. 2.331,- <4- sj sBBBgg|fe -;***V. ! •. % 1.962,- : v % 4, X:./ kr. 5.346,- kr. 6.450,- kr. 7.578,- 3.798,- Allt í helgarmatinn i matvörumarkaði Opið í öllum deildum til kl. 20 í kvöld. Hringbraut 121 Simi 10600 Opið laugardag kl. 9-16. RAFDEILD, 2. hæð , Beinn simi 62-27-32 Jón Loftsson hf rí | f>- SUMARIÐ ER KOMIÐ - EINSTAKT VÖRUÚRVAL Á EINUM STAÐ - ALLTI GARÐINN \í ALSTIGAR TVÖFALDIR MARGAR LENGDIR GARÐYRKJUAHOLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAÐAR KANTSKERAR GARÐHRÍFUR GIRÐINGARVÍR, GALV. GARÐKÖNNUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUGRINDUR JÁRNKARLAR JARÐHAKAR SLEGGJUR HJÓLBÖRUR, GALV. GARÐSLÖNGUR 20 OG 30 MTR.BT. GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆRÐIR PLASTSLÖNGUR FLAGGSTANGIR ÚR TREFJAGLERI FELLANLEGAR MEÐ FESTINGU MARGAR STÆRÐIR ÍSLENSK FLÖGG ALLAR STÆRÐIR FLAGGSTANGAR HÚNAR FLAGGLÍNUR FLAGGLÍNU- FESTINGAR ALLT í BÁTINN BJÖRGUNARVESTI FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA ÁRAR - ÁRAKEFAR BÁTADREKAR - KEÐJUR BÁTADÆLUR VÆNGJADÆLUR VIÐLEGUBAUJUR Ánanaustum, GrandagarAi 2, sfmi 28855

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.