Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987.
17
Lesendur
Laugardagslokun verslana:
Gamla kerfið enn
við lýði í Reykjavík
Reykvíkingur skrifar:
„Opnunartími verslana frjáls frá
áramótum, nýr opnunartími á laug-
ardögum taki þegar gildi“ var fyrir-
sögn í frétt Morgunblaðsins nýlega.
Þar var sagt að tillaga bæjarráðs
Akureyrar um opnunartíma versl-
ana væri til umræðu og búist væri
við að frá og með 6. júni næstkom-
andi myndu Akureyringar geta
notað laugardaga til að versla allt
til klukkan 18 ef tillagan næði fram
að ganga. Og frá áramótum næst-
komandi yrði verslunareigendum í
sjálfsvald sett hvenær verslanir
þeirra væru opnar.
Þetta er auðvitað eins og það á
að vera. Svona hefur þetta verið um
árabil á Seltjamamesi og hafa Reyk-
víkingar notið góðs af því. En það
er þó ansi hart að í 90-100 þúsund
manna byggð, eins og hér í höfuð-
borginni, skuli þurfa að sæta því að
þurfa að fara alla leið út á Nes til
að versla eftir kl. 12 á laugardögum
mestan hluta ársins og á sumrin
skuli hvergi mega hafa verslun opna.
Núna em verslanir héma á höfuð-
borgarsvæðinu famar að auglýsa á
gluggum sínum: Lokað á laugardög-
um í sumar!
Svona fyrirkomulag er eins og á
einokunartíma. Er ekki alltaf verið
að tala um að búa í haginn fyrir
ferðamenn? Þeir sem gist hafa á
tjaldstæðum í Laugardal hafa þurft
að taka sig upp með allt sitt hafúr-
task á laugardagseftirmiðdegi eftir
að hafa komist að því að engar versl-
anir em opnar alla helgina. Þeir
hafa hreinlega stytt dvöl sína hér
„Hví eru verslanir í Reykjavík ekki opnar lengur á laugardögum, t.d. eins
og á Nesinu. Það er einnig fáránlegt að hafa verslanir lokaðar á laugardög-
um yfir sumartimann.11
og farið kannski tveimur dögum fyrr Reykjavík gegni ekki sama þjón-
af landinu bara vegna þess arna. ustuhlutverki á sviði verslunar og
Hvað á það að ganga lengi að aðrir staðir á landsbyggðinni?
Hús til sölu
Tilboð óskast í 260 m2 timburhús sem stendur að
Krókhálsi 7. Húsið, sem selst til brottflutnings, er í
þrem einingum.
Einnig er til sölu á sama stað vandaður vinnuskúr.
Tilboð sendist Eignarumsjón Sambandsins að Sölv-
hólsgötu 4. Sími 28200 - 8155 innanh.
BLAÐBERI - HAFNARFJÖRÐUR
Blaðberi óskast fyrir Hvaleyrarholt. Upplýsingar í síma
53606 (Rós) frá kl. 8.30 til 10 á kvöldin.
Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður
fœrð á kortið.
Nú er hœgt að hringja inn smáauglýsingar /
og ganga frá öllu í sama simtali.
Hámark kortaúttektar i síma er kr. 4.000,-
Hafið tilbúið:
/Nafn - heimilisfang - sima - nafnnúmer -kortnúmer\
og gildistima og að sjáifsögðu texta auglýsingarinnar.
RÍKISSPÍTALAR
LAUSAR STÖÐUR
KÓPAVOGSHÆLIÐ
Starfsfólk óskast til starfa við umönnun og þjálfun
sjúklinga nú þegar. Um er að ræða sumarstörf og störf
til frambúðar.
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á fullri ferð
Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði.
Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum-
boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býóur þér ótrúlegt
úrval bíla.
Auglýsendur athugið!
Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast 1 síðasta lagi fyrir kl. 17.00
fimmtudaga.
Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga.
Síminn er 27022.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og yfirþroska-
þjálfi, sími 41500.
Reykjavík, 22. maí 1987.
FYRIRTÆKI-
ATVINNUREKENDUR!
VIKAN
er ekki sérrit, heldur Qölbreytt, viðlesið
heimilisrit, og býður hagstæðasta aug-
lýsingaverð allra íslenskra tímarita.