Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1987, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Sósser Krag hefur orðið að leggja vinnuna á hilluna - um stundarsakir að minnsta kosti. Nýlega var vitnað hér á síðum Sviðsljóssins í vital Sosser við ferðaekkjuna Janni Spies en þessi hressi blaðamað- ur en nú óvinnufær af völdum MS-sjúkdómsins sem fór að láta á sér kræla hjá henni með alvarlegum lömunarköstum strax um síðustu jól. Hún er samt ekkert á því að gefast upp og þykir löndum hennar, Dön- um, sem hún minni mjög á föðurinn - Jens Otto Krag - hvað skapstyrk snertir. Þessa dagana er Sosser í sveitasæl- unni með móðurinni, Helle Virkner Krag, og þjálfar hún lík- amann daglega til þess að ná fullum styrk í hendur og fætur Jannike Björling er í slæmu máli um þessar mundir. Fyrir nokkrum dögum fór Björn með soninn Robin í heimsókn til foreldra sinna sem búa í Mónakó. Sama dag flutti Jannike Björling í íbúðina þeirra sem er í miðborg Stokkhólms til þess að vera nær fjölskyldu og vinum. Þegar svo Jannike sást aftur og aftur á hinum ýmsu diskótekum með yngri systur sinni og fjölda vinkvenna tóku blöðin við sér - Jannike og Björn Borg hlutu að vera endan- lega skilin. Nú er unnið hörðum höndum að því að bera sögu- sagnirnar til baka en heima bíður unga frúin þess að eigin- maður og sonur snúi heim aftur frá Mónakó. Anna Bretaprinsessa þykir líkjast móður sinni, Elisa- betu, með hverju árinu sem líður. Það eru ekki einungis and- litsdrættirnir sem minna á hvaðan eggið kom upphaflega heldur er fatavalið oft á tíðum alveg það sama. Hið hefð- bundna höfuðfat þeirra kon- unglegu - að kórónunni slepptri - er slæðan gamla og góða sem bundin er vandlega undir hök- una. Fyrir nokkrum vikum fór hin konunglega hersing á hest- bak og þar mætti Anna með nýja slæðutegund sem aflöng reyndist I sniði þannig að hyrnu- brotið var óframkvæmanlegt að þessu sinni. Nýbreytnin telst bylting í höllinni. Heimuriim brosir við Bumett Gamanleikkonan sívinsæla - Carol Burnett - er komin í sviðsljó- sið á nýjan leik eftir örskamma hvíld. Hún var reyndar svo vinsæl í Bandaríkjunum fyrir þættina sína, Carol Bumett Show á árun- um ’67-’78, að gagnrýnendur töldu Carol Burnett ókrýndan arftaka Danny Kaye. Síðustu árin hefur Carol haft hægara um sig en áður vegna erfið- leika á heimavígstöðvum - sem nú em afstaðnir. Tveir skilnaðir eru að baki og hún situr nú við skriftir með elstu dóttur sinni, Carrie, sem er tuttugu og þriggja ára gömul. Carrie lenti í feni eiturlyfja og vímuefnaneyslu þegar hún var þrettán ára gömul en þær mæðgur segjast hafa unnið í viðureigninni við alkóhólismann. „Það erfiðasta sem ég hef nokkru sinni upplifað voru erfiðleikar dóttur minnar," segir Carol. „Sjálf vissi ég allnokkuð um þennan sjúkdóm því báðir foreldrar mínir vom illa haldnir af honum. Þegar börnin lenda svo í sama fen- inu er þetta helmingi sárara en það er mikilvægt að gefast ekki upp.“ Dóttir Carol var lögð inn | með- ferðarheimili til langdvalar og þurfti að skipta um stofnun einu „Það er engin ástæða til þess að gefast upp fyrir erfiðleikunum," segir Carol Burnett. sinni. En hún komst út úr erfiðleik- einu danshlutverkanna. Síðan eru í þeirri von að það geti hjálpað ein- unum og tók meðal annars þátt í liðin tíu ár og ætla mæðgurnar hverjum sem eiga við sama sjúk- myndinni Fame þar sem hún var í núna að gefa út bók um reynsluna dóm að stríða. Þvottadagur hjá páfa Hætt er við að launaflokkaspekingar rækju upp stór augu við yfirlestur starfslýsingar páfans sem nú situr í Róma- borg. Jóhannes Páll átti ákaflega annríkt um daginn því að við messu í Péturskirkjunni þurfti karlinn að þvo eina tuttugu og fjóra prestsfætur - sem gera einar tvö hundruð áttatíu og átta tær. Að því loknu varð að kyssa á þennan ágæta líkamspart hinna hálfheilögu fulltrúa almættisins á jörðu niðri. Það er því deginum Ijósara að páfar þurfa að vera sæmilega hraustir í hnjám og baki til þess að þola álagið en ekki er alveg Ijóst hvaða verkalýðsfélag gerði tilkall til starfa páfans hérlendis. Sagt er að Sóknarkonur hafi málið til athugunar. Gitte er gróin sára sinna Danir anda nú léttara eftir að ein þeirra vinsælasta söngkona - Gitte Hænning - er komin fram á sjónarsviðið aftur. Hún hefur ekki sést opin- berlega í marga mánuði og gengu um það sögur að Gitte væri illa afskræmd í andliti eftir hundsbit. Forsaga málsins er sú að þegar Gitte var að skilja við sinn þýska eigin- mann réðst einn hundurinn þeirra á hana og beit illa í andlitið. Ekki er ljóst hvað olli þessu en talið er að hundurinn hafi ætlað að reyna að ná af Gitte töskunum. Sárin voru það slæm að læknar vildu ekki sauma þau saman fyrr en að sex mánuðum liðnum og meðan Gitte beið meðferðarinnar mögnuðust sögusagnirnar. Á tímabili var talið að andlitið væri gereyðilagt og hún myndi aldrei koma fram aftur opinberlega. En biðin er á enda - Gitte Hænning hélt tónleika fyrir troðfullu húsi og ljóst var að ekkert var að andlitinu dýrmæta. Gitte sjálf var hin hressasta og sagði að jafnvel örin eftir sauminn væru að mestu leyti horfin. Og frændur vorir Baunar hafa tekið gleði sína að nýju. Vinsælasta söngkona Danmerkur er komin fram á nýjan leik - löndum sínum til mikillar huggunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.