Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. 17 Neytendur Verðkönnun á veiðivörum í tilefni þess að nú er veiðitíminn að heíjast í ám og vötnum hefur Verð- lagsstofnun gert verðkönnun á stangaveiðivörum. Könnunin var framkvæmd í maímánuði og nær til 57 vörutegunda í þrettán verslunum í Reykjavík og þremur annars staðar á landinu. Talsverður verðmunur er á ýmsum vörum til stangaveiði, en lítill á öðr- um. Þannig verður ekki önnur álykt- un dregin af könnun þessari en að allt sé í stakasta lagi í samkeppnismál- um í þessum geira verslunar, lítið eða ekkert um að menn samræmi verð^ín á milli. Mesti munur á hæsta og lægsta verði reyndist vera 107 %. Svo mikill reynd- ist munur á hæsta og lægsta verði á 45 mm kúluflotholtum en dýrust voru þau í Veiðihúsinu á kr. 89, en ódýrust í Miklagarði og Veiðimanninum á kr. 43. Næstmestur reyndist verðmunur á Salam 16 Zebra spúnum en þeir kost- uðu mest kr. 171 í Veiðihúsinu, en minnst kr. 90 í Sportmarkaðnum. Að öðru leyti er algengur verðmunur um 30 % þannig að menn ættu að at- huga vel sinn gang áður en íjárfest er í veiðivörum. -PLP Stangaveiði er vinsæi íþrótt og eru menn reiðubúnir til að greiða hátt gjald til að stunda hana. Unnt er þó að spara við kaup á veiðivörum því verðmunur er mikill á sumu. Fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum: Hátt innkaupsverð vara til íslands Verðlagsstofhun birti á dögunum könnun á innkaupsverði nokkurra vara til landsins, borið saman við Björgvin í Noregi. Fram kemur að í flestum tilfellum er innkaupsverð hærra hjá innflytjendum hér á landi en hjá starfsbræðrum þeirra í Noregi og er munurinn mikill í mörgum tilfell- um. Þessi könnun staðfestir fyrri kannanir um hátt innkaupsverð hjá íslenskum innflytjendum. I ljósi þeirrar umræðu sem að und- anfomu hefur farið fram um hátt vömverð hér á landi krefjast Neyten- dasamtökin þess að innflytjendur tryggi að innkaupsverð sé alltaf eins hagkvæmt og kostur er og skili sér að fullu til neytenda. Ljóst er hátt innkaupsverð skýrir að hluta hið háa vömverð hér á landi. Þörf er tafar- lausra úrbóta og munu Neytendasam- tökin ekki sætta sig við óbreytt ástand í þessum efnum. Neytendasamtökin vekja jafnframt athygli á þeirri staðreynd í könnun Verðlagsstofnunar að álagning hefur hækkað vemlega frá því hún var gefin frjáls og í sumum tilvikum vemlega. Þar sem könnun þessi nær til mjög fárra vöruflokka beina samtökin því til verðlagsyfirvalda að álagningarmál í allri verslun verði könnuð. Einnig verði það sérstaklega athugað hvort samkeppnishömlur eða verðsamráð hafi haft áhrif til hækkunar álagning- ar. Kanna þarf ítarlega hvort gripa þurfi til verðlagsákvæða á nýjan leik í þeim greinum þar sem álagning hefur hækkað mest. Slíkt yrði jafnframt öðr- um seljendum viðvömn um að ekki sé allt leyfilegt þótt verðlag hafi verið gefið frjálst, enda á frjáls verðlagning að leiða til lækkunai' vöruverðs. en ekki til hækkunar að sögn seljenda sjálfra. BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fuUrí ferð Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022. Patreksfjörður óskar að ráða umboðsmann á Patreksfirði sem fyrst. Upplýsingar í síma 94-1234 og 91-27022. Viltu vinna þar sem dagurinn er einn samfelldur kaffitími? Myllan konditori opnar í Kringlunni 13. ágúst nk. Þess vegna þurf- um við að ráða til starfa rúmlega 20 bráðhressa og glaða krafta til þess að sinna bakstri og annarri matargerð, afgreiðslu og öðrum þjónustustörfum, uppvaski, þrifum og ræstingu. Við viljum skap- gott og skemmtilegt starfsfólk tii þess að vinna i fallegu og hentugu umhverfi í nánum tengslum við viðskiptavini. Starfsþjálfun hefst 20. júlí. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Brauði hf. í Skeifunni 11, þar sem jafnframt fást nánari upplýsingar. Tekið er á móti umsókn- um frá kl. 10-17 daglega fram til föstudagsins 5. júní. Haukur og Ólafur hf., Ármúla 32, 108 Reykjavík. Sími: 37700. Raflagnaefni í úrvali! Dósir - rör - vír - tenglar - rofar - og allt sem þarf í töfl- una. FAM Lampar - heimilistæki! Loftljós - kastarar - fluorisent lampar Ryksugur - kaffivélar - brauðristar o.fl. Rafvélar - handverkfæri! Motorla alternatorar - Fam ryksugur. Hobart rafsuðuvélar og vír - borvélar, slípirokkar, spil á bíla og ýmis hand- verkfæri I úrvali.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.