Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. r>v Skipalestin sneri aftur til Indlands Skipalestin var á leið frá Indlandi, til tamíla á Jaffna-skaga á Sri Lanka. Sjóher Sri Lanka sneri henni við þegar hún kom inn í tandhelgi eyjarinn- ar. Lest tuttugu skipa, sem lndverjar höfðu sent með neyðargögn og mat- væli til tamíla á Jaffna-skaga á Sri Lanka, var í gær snúið við af sjóher Sri Lanka, þegar hún sigldi inn í landhelgi eyjarinnar. Hjálpargögnin voru ætluð al- menningi á Jaffha-skaga, þar sem stjómarher Sri Lanka hefur sótt fram undanfama daga. í aðgerðum sem eiga að brjóta á bak aftur skæmliðasveitir aðskilnaðarsinna meðal tamíla. Talið er að meðal ta- míla ríki nú alvarlegur skortur á matvæ'um og öðrum nauðsvnjum. Stjómvöld í Sri Lanka mótmæltu i upphafi harkalega þeirri ætlun ind- verskra stjómvalda að senda tamíl- um aðstoð. í gær kom svo í ljós að þau vom reiðubúin að beita hervaldi til að koma í veg fyrir aðstoðina. Indversk stjómvöld vöruðu í gær- kvöld Sri Lanka við því að þau mvndu ekki standa aðgerðalaus hjá ef tamílum yrði sýnd áframhaldandi harka. Fordæmdu þau stjómvöld á Sri Lanka fyrir að beita flota sínum gegn hjálparskipunum og bættu við að tndveijar mvndu ekki þola áfi-am- haldandi aðgerðir gegn tamílum. Fulltrúar stjómar Sri Lanka bám í gær fram mótmæli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, vegna utanað- komandi ógnunar við sjálfstæði Sri Lanka. Endurbætt stjómarskrá undirrituð í Kanada Gudnm Huirtiixdottir DV, Ottawa; Gærdagsins verður væntanlega minnst sem sögulegs dags í stjóm- málasögu Kanada. Þá undirrituðu forsætisráðherra og fylkisstjórar Kanada formlegan samning um endur- bætta stjómarskrá. Samningur þessi er byggður á sam- komulagi sem forsætisráðherrann og fylkisstjóramir gerðu með sér þann 30. apríl síðastliðinn. Felur hann í sér umtalsverðar breytingar á stjómar- skrá Kanada. Vald hvers fylkis um sig verður auk- ið án þess þó að valdsvið alríkisstjóm- arinnar verði skert til muna. Það sem þó mest er um vert er að fylkisstjóri Quebecfylkis, Robert Bourassa, undir- ritaði þessa nýju stjómarskrá en Quebec hefúr ekki verið aðili að kanadísku stjómarskránni um nok- kurra ára skeið. Undirskrá þessa samnings gekk ekki átakalaust fyrir sig. Það tók ráða- mennina tæpan sólarhring að koma sér saman um endanlegt orðalag samningsins og um tíma leit út fyrir að ekkert yrði úr samkomulagi. Tvennt var það sem stóð í vegi fyrir samkomulagi. Annars vegar aðild Quebec að stjómarskránni og hins vegar valdsvið alrikisstjómarinnar. Varðandi aðild Quebec náðist sam- komulag um að Quebecfylki yrði tilgreint sem sérstakt samfélag innan Kanada með lögvemduð réttindi til viðhalds og eflingar franskrar tungu og menningar í fydkinu. En um leið em réttindi enskumæiandifólks innan þessa fydkis tryggð. Varðandi valdsvið alríkisstjómarinnar varð samkomulag um virka samvinnu fylkjanna og alrik- isstjómarinnar í þeim málum er lúta að lögræði fylkjanna. Ýmsir höfðu spáð því að ekkert yrði úr undirskrift samnings þessa þar sem sá grundvöllur er lagður var fyrir mánuði hefur mætt talsverðri and- stöðu. Meðal annars frá Trudeau, fyrrum forsætisráðherra Kanada. En eins og nokkrir fylkisstjóranna orðuðu það sveif hinn kanadíski samkomu- lagsandi yfir vötnum og því var samkomulag mögulegt. Þetta þýðir þó ekki að öll umræða um kanadískar stjómarskrár sé úr sögunni því löggjafarsamkundur allra fylkjanna tíu auk löggjafarsamkundu Kanada eiga eftir að samþykkja sam- komulag þetta áður en það verður endanlega staðfest. Auk þess sem ætl- unin er að almenningur eigi kost á að láta skoðanir sínar í ljós við sér- staka nefhd sem til þess verður skipuð. En allt það ferli má ekki taka lengri tíma en þrjú ár samkvæmt samningun- um. Verði þessar viðbætur viö stjóm- arskrána staðfestar á endanum mun það breyta kanadísku samfélagi á margan máta. Það hefur í för með sér dreifingu á valdi til hinna einstöku fylkja hvað varðar framkvæmdavald en stefnumörkunin verður alrikis- stjómarinnar. Hvert fylki mun hafa neitunarvald á endurbótum á stjómar- skránni en sumir óttast að það kunni að veikja Kanada sem heild þó það kunni að styrkja einstök fylki þess um tíma. Svo umræðumar næstu mánuði munu snúast um hvort Kanada eigi að lúta sterkri miðstýringu eða hvort auka beri áhrif einstakra fylkja. Þúsundir novskva bænda í mótmælaaðgerð Bjorg Eva Eriendsdóttir, DV, Osló: Rúmlega tíu þúsund norskir bændur efndu til mótmælagöngu i Osló í gær til þess að leggja áherslu á andstöðu sína gegn ríkjandi landbúnaðarpól- itik í Noregi og kjaraskerðingu ríkisstjómarinnar. Bændumir streymdu til Oslóar í allan gærdag úr öllu landshlutum. Norðlenskir bændir leigðu sér flug- vélar til að komast með í gönguna en þeir sem bjuggu nær fýlltu jám- brautarlestar og rútur sem vom á leið til höfuðborgarinnar. Svikin loforð yfirvalda, kjara- skerðing og almennt skilningsleysi á högum bænda vom aðaltilefhi mótmælanna sem vom einar fjöl- mennustu bændaaðgerðir sögunnar. Bændumir komu saman á Yongs- torgi verkalýðshreyfingarinnar í Osló. Þar las formaður norska bún- aðarfélagsins upp áskorun til stór- þingsins um að taka málefni bænda betri og fastari tökum. „Við bændur erum seinþreyttir til vandræða,“ sagði formaðurinn „en nú er þolin- mæði okkar á þrotum. Við erum orðnir leiðir á að þurfa að þola sí- felldar kjaraskerðingar sem ganga svo langt að margir verða að gefast upp á búskap þrátt fyrir síendurtek- in loforð um betri kjör.“ Bændumir em líka orðnir leiðir á að heyra staðhæfingar um ríkidæmi sitt sem em á engum rökum reistar. Bændumir halda því fram að kjör þeirra fiari sífellt versnandi og þeir lofa fleiri aðgerðum ef ekki rætist úr ástandinu. Mótmælagangan endaði við stór- þingið þar sem bændumir afhentu áskomn sína til þingforseta. Rúm fyrir Reagan Reagan forseti við komuna til Feneyja í gær. - Simamynd Reuter Staðfest var í Hvíta húsinu í Washington í gær að sérsmíðað rúm hefði verið flutt til Feneyja handa bandarísku forsetahjónunum að sofa í. Tekið var fram að forsetinn hefði ekki farið fram á þetta sjálfúr. Reagan förseti. sem kom ósamt eiginkonu sinni til Fcneyja í gær. býr í lúxusvillu, sem byggð var á átjóndu öld, meðan hann leggur lokahönd ó undirbúning sinn fyrir fund leiðtoga iðnríkja í næstu viku. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði i gær að rúmið hefði verið sérsmíðað fýrir heimsókn Reagans til Portúgals árið 1985. Síðan hefði það verið ónotað í geymslu í Lissabon og hefði einhver starfsmanna Hvíta hússins ákveðið að nota það í Fenevjuni núna. Segovia látinn Spænski gitarleikarinn Andres Segoria lést síðastfiðinn þriðjudag, níutiu og fjöguira ára að aldri. Segovia var einn þein-a sem hófu gítarinn til virðingar sem klassískt hljóðfæri og var hann þekktur fynr flutning sinn ó verkum tónskálda svo sem Bach, Mozart og Haydn. Segovia var fjórkvæntur og lætur eftir sig eiginkonu og son. Andres Segovia. - Símamynd Reuter Hawke segist vinna Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu og leiðtogi verkamanna- flokks landsins, sagðist i gær bjart- sýnn á að fiokkur hans ynni sigur í kosningunum sem gengið verður til þann 11. júlí næstkomandi. Hawk txiðaöi óva;nt til þessara kosninga, átta mánuðum fy'rir lok vfirstand- andi stjómartímabils, til þess að leita stúðnings áströlsku þjóöarinnar við áðgerðir stjómar hans í efnahags- málum. Skoðanakannanir virðast benda til að stjómarandstaðan í Ástralíu eigi litla von ihd að vinna teljandi á í kosningunum. Leiðtogar fijólslyndra segja of skamman tíma til kosninga til Jtess að þeir geti koraið sínum mólefnum á framfæri. Hægri menn hafa átt við innanflokksvandamál að stríða og er ekki talið að þeir nái verulegum árangri, jafnvel þótt möguleikar þeirra hafi aukist við það að Joh Bjelke-Petersen, forsætisráðherra Queensland- fy’lkis og einn leiðtoga flokksins, hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs. Bjelke-Petersen er ákaflega umdeildur, meðal annars fy’rir að hafa valdið deilum milli hægri manna og frjálslyndra. Joh Bjelke-Pelersen. - Simamynd Reuter Eyðni banvænt vopn Tæplega þrítugur bandarískur flækingur, sem þjóist af sjúkdómnum eyðni, var í gær formlega ákærður fyrir nauðgun og morðtilraun. Hvggst saksóknar- inn í Columbia, Suður-Carolinafylki, byggja málsókn sína ó því að sak- bomingi hefði verið kunnugt um að hann væri sýktur af eyðni og hverjar afleiðingar nauðgunin væri líkleg til að hafa íýrir fómarlambið. Eyðniveir- an væri í þessu tflviki alveg jafnbanvænt vopn og hnífur eða byssa og því beri að sakfella manninn fyrir morðtilraun. Sagði saksóknarinn staðfest að sakbomingur hefði ætlað sér að smita konuna með eyðniveirunni. Sagði hann jafiiframt að ef rannsókn á kon- unni leiddi í ljcs að hún hefði smitast af eyðni mundi hann ákæra manninn fyrir morð og krefjast dauðarefsingar yfir honum. Tóku kontraskæmliða Her Hondúras tók í siðustu viku til fenga tíu menn úr röðum kontraskæru- liða sem beijast gegn stjómvöldum í Nicaragua en eiga höfúðstöðvar sínar innan landamæra Honduras. Handtökumar fóru fram eftir að íil átaka kom milli hers Honduras og skæruliðanna. Er þetta í fyrsta sinn sem ffl átaka milli þessara aðila kemur síðan kontra- hreyfingin hóf aðgerðir sínar gegn sandinistum í Nigaragua. Að sögn hersins í Honduras féll enginn í ótökunum og enginn særðist alvarlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.