Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Síða 14
14
FIMMTUDAGUR 4. JUNI 1987.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Kunnáttulítill hægagangur
Hægagangur er að verða hættuleg hefð í stjórnar-
kreppum. Rosatíma er eytt í einfalda hluti á borð við
að leita að stefnuskrám flokka, setja óskir í númeraröð
og láta reikna þær út. Hið raunverulega pólitíska inn-
sæi, - að kunna list hins mögulega, verður útundan.
Svokallaðar könnunarviðræður taka heila viku. Á
þeim tíma þykist formaður eins stjórnmálaflokksins
vera að kanna, hvort ákveðnir flokkar vilji ræða þátt-
töku í ríkisstjórn. í venjulegum viðskiptum væri slíkt
afgreitt í nokkrum símtölum fyrir klukkan tíu.
Síðan hefjast svokallaðar samningaviðræður, sem
taka aðra viku. í þeirri viku kynnir fyrrgreindur for-
maður sér, hverjar 'séu stefnuskrár hinna flokkanna í
viðræðunum. Allir flokkarnir, sem þátt taka, draga úr
pússi sínu kosningastefnuskrár og afhenda þær.
I venjulegum samskiptum og viðskiptum er mönnum
kunnugt um slík atriði og þurfa ekki að spyrja um þau.
Raunar þætti á öðrum sviðum þjóðlífsins skrítið, að
fólk setjist að samningaborði án þess að hafa fyrir há-
degi hugmynd um, hvað hinir hafa til málanna að leggja.
Stefnuskrár stjórnmálaflokkanna eru aðgengilegar á
prenti löngu fyrir kosningar. Verkstjórar í stjórnar-
myndunarviðræðum eru að gera sér upp fánahátt með
því að verja heilli viku í að kynna sér eftir kosningar,
hvað flokkarnir höfðu fram að færa fyrir kosningar.
Að þessu loknu kemur þriðji liður hægagangsins, sem
felst í, að verkstjórinn kynnir sér á heilli viku, hvaða
atriði í stefnuskrám flokkanna skipti þá meira máli en
önnur. Á þessari þriðju viku virðast samningsaðilar
fyrst uppgötva það, sem alþjóð vissi fyrir kosningar.
í venjulegum samskiptum eru menn beðnir um að
númera áhugamál sín í röð mikilvægis eins og á hverj-
um öðrum óskalista, þegar þeir leggja fram gögn sín.
Upplýsingar um úrslitamálin eiga að liggja á samninga-
borðinu strax síðdegis á fyrsta degi viðræðnanna.
Síðast eru óskalistar aðila viðræðna um stjórnar-
myndun sendir til opinberra stofnana, sem hafa að
hlutverki að framleiða tölur fyrir stjórnvöld. Fjórða
vikan fer í að afla hagfræðilegra spádóma, sem ættu
að hafa verið til, áður en viðræðurnar hófust.
Þjóðhagsstofnun á að fylgjast með þjóðarhag. Fyrir
kvöldmat á fyrsta degi viðræðna um stjórnarmyndun á
stofnunin að geta svarað fyrirspurnum verkstjóra við-
ræðnanna um, hvaða áhrif á þjóðhagsspár hafi hinar
ýmsu útgáfur atriðanna, sem efst eru á óskalistunum.
Þannig ætti á einum degi að vera hægt að átta sig
á, hvort takast kunni stjórnarmyndun á borð við þá,
sem Þorsteinn Pálsson, formaður Sjalfstæðisflokksins,
var að dunda við að undirbúa í langan tíma, áður en
kom í ljós, að stjórnarmyndun er ekki einfalt hagdæmi.
Tilraun hans til stjórnarmyndunar var kunnáttulítil.
Raunveruleg stjórnmál felast í list hins mögulega, eins
og Gunnar Thoroddsen sýndi, þegar hann myndaði rík-
isstjórn á fjórum dögum, eftir að annar verkstjóri hafði
safnað gagnslitlum hagskýrslum í 38 daga samfleytt.
Stjórnmálin taka við, er hagspánum sleppir. Glöggur
stjórnmálamaður áttar sig á, hvað er í rauninni kleift
og hvað ekki. Hann býst ekki við, að Þjóðhagsstofnun
reikni saman ríkisstjórn. Hann býr til samkomulag í
stöðu, sem kunnáttulitlir menn töldu vonlausa.
í tilraunum til myndunar ríkisstjórna á íslandi hefur
síðustu tvo áratugina oft skort hið pólitíska þefskyn,
innsæi og lipurð, sem einkenndi suma gömlu foringjana.
Jónas Kristjánsson
„Með nýju Hagkaupsversluninni, sem verður opnuð í ágúst, er tilvalið að gera nú breytingu á verslunarfyrirkomu-
iaginu og taka upp vaktaskiptingu i verslunum til þess að fjölskyldur geti farið saman til innkaupa um helgar."
Af hveiju má fjöl-
skyldan ekki versla
saman á laugardögum?
Gerið verslunarstörf að vaktavinnu og hafíð opið á laugardögum
Það er ekki nóg með að vöruverð
hér á landi sé þrisvar til fimm sinn-
um hærra heldur en tíðkast í
nálægum ríkjum. Dyrum verslana
er skellt á nefið á neytendum á laug-
ardögum þrjá mánuði ársins. Versl-
anir eru lokaðar á laugardögum í
júní, júlí og ágúst.
Það er nú allt frelsið. Þetta er sam-
kvæmt kjarasamningi Verslunar-
mannafélagsins og eiga félagsmenn
rétt á því að eiga frí á laugardögum
þennan árstíma. Hins vegar mega
eigendur verslana sjálfir hafa opið
ef þeir kjósa og afgreiða þá með
skylduliði sínu.
Ætti einmitt að vera opið á
laugardögum
Manni sýnist sem svo að verslanir
ættu einmitt að vera opnar á laugar-
dögum. Hins vegar er ekki nauðsyn-
legt að hafa allar verslanir opnar
alla daga jafiit. Það mætti vel hugsa
sér að sumar væru ekki opnaðar
íyrr en um hádegi einhvem daginn
í vikunni. Þá er heldur ekki ætlast
til þess að verslunarfólk vinni kaup-
laust.
Það em margar starfsstéttir sem
þurfa að vinna þegar aðrir þegnar
þjóðfélagsins eiga almennt frí, eins
og t.d. lögreglumenn, fólk i heil-
brigðiskerfinu, blaðamenn og
sjómenn og eflaust margar fleiri
stéttir.
Af hverju skyldu verslunarmenn
endilega semja á þennan hátt og sú
þjónustugrein sem verslunin er skuli
komast upp með að veita ekki sjálf-
sagða þjónustu þrjá mánuði á hverju
ári?
Þetta er alveg furðuleg tilhögun.
í gamla daga vom verslanir opnar á
laugardögum eins og aðra daga.
Verslanir vom einnig opnar á að-
fangadag til kl. 4 og þeir sem unnu
í kjötverslunum vom kannski ekki
komnir heim til sín íyrr en eftir kl.
6 á aðfangadagskvöld.
Verslun er þjónustugrein og neyt-
endur eiga rétt á því að fá sína
þjónustu. Þó má kannski segja að
óþarfi sé að hafa verslanir opnar
lengur en til kl. 4 á laugardögum
og til hádegis á aðfaradögum stór-
hátíða.
Einhvem tíma heyrðist sú skýring
á laugardagslokuninni að þegar
stóm kjörbúðimar ætluðu að hafa
opið á laugardögum hafi ákveðnir
„smákaupmenn", sem áttu margar
verslanir vítt um bæinn, séð ofsjón-
Kjallariim
Anna Bjarnason
blaðamaður
um yfir því að greiða starfsfólki sínu
yfirvinnukaup íyrir að vinna á laug-
ardögum. Því hefði þessu verið
komið svo fyrir að verslanimar væm
hreinlega lokaðar á laugardögum.
Ekki skulum við selja þetta dýrara
en það var keypt.
Mesta fjörið á laugardögum
Svo við vitnum enn einu sinni í
það hvemig það er í Ameríku þá
má geta þess að þar í landi em versl-
anir opnar á laugardögum, sums
staðar meira að segja einnig á
sunnudögum, og verslunin sjaldan
íjömgri en einmitt á laugardögum.
Gjaman er stílað inn á að fjöl-
skyldan komi þá öll saman í verslun-
arferð og þá verið með alls konar
uppákomur í verslunarhúsinu. Fyrir
vestan em stórverslunarhús á borð
við nýja Hagkaupsverslunarhúsið
algeng og innan þeirra veggja fer
íram sérstakt mannlíf.
V arla er það alltaf sama fólkið sem
vinnur í verslununum. Þar hljóta að
vera einhvers konar vaktaskipti. Þar
verður fólk einnig að nota sinp eigin
tíma til þess að útrétta sín mál.
Óhugsunandi er að fólk „fái að
skreppa“ eitt eða annað. Það verður
að gera allt í hádeginu eða í frítíma
á öðrum tíma dagsins.
Það væri fróðlegt ef einhver tæki
saman allar þær vinnustundir sem
fara forgörðum á íslandi af því að
starfsfólkið þarf að „skreppa" í búð,
í banka, í hárgreiðslu og hvað það
nú er annað sem fólk þarf að gera
svona fyrir utan vinnu sína.
Auðvitað yrði hið mesta hagræði
að því að gera verslunarstörf að
vaktavinnu. Þótt kaupmenn þyrftu
að greiða hærra kaup kæmi það
áreiðanlega margfalt til baka í formi
betri mætingar.
Þegar þetta mál hefur borið á
góma hafa kaupmenn gjaman haldið
því fram að ef þeir ættu að hafa
opið lengur þýddi það hærra vöm-
verð sem neytendur yrðu að greiða.
Við þekkjum til verslana í ná-
grenni borgarinnar þar sem miklu
rýmri afgreiðslutími er en innan
borgarmarkanna. Þar er einnig opið
á laugardögum til kl. 7 og meira að
segja á sunnudögum til kl. 4. Þar
er vöruverð hreint ekki hærra en
annars staðar. Að minnsta kosti ein
verslunin hefur komið vel út í verð-
könnunum Verðlagsstofnunar.
Með nýju Hagkaupsversluninni,
sem verður opnuð í ágúst, er tilvalið
að gera nú breytingu á verslunarfyr-
irkomulaginu og taka upp vakta-
skiptingu í verslunum til þess að
fjölskyldur geti farið saman til inn-
kaupa um helgar og einnig til þess
að starfsfólkið geti útréttað í einka-
þágu utan vinnutímans.
Það er óþarfi að níðast um of á
neytendum, er ekki nóg að þeir þurfi
að greiða þrisvar til fimm sinnum
hærra verð fyrir vömr en erlendis
þótt verslunum sé ekki líka lokað á
nefið á þeim á laugardögum?
-A.BJ.
„Það er óþarfi að níðast um of á neytend-
um, er ekki nóg að þeir þurfi að greiða
þrisvar til fimm sinnum hærra verð fyrir
vörur en erlendis þótt verslunum sé ekki
sé líka lokað á nefið á þeim á laugardög-
_____ 66