Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Side 15
FÍMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. 15 í næstu viku hefst hér á landi fund- ur utanríkisráðherra Nató með tilheyrandi viðbúnaði lögreglu og öryggissveita. Á .þessum fundi ber hæst umræður um þau drög að sam- komulagi sem stórveldin hafa komist að um niðurskurð kjamorkuvopna í Evrópu, þ.e. þeirra sem talin eru skammdræg og meðaldræg. Eins og kunnugt er af fréttum hafa sumir stjómmálmenn álfunnar, með Helmut Kohl hinn vestur-þýska í fararbroddi haft uppi ýmsar efa- semdir um samkomulagsdrögin. Undir þær hafa svo tekið bandarí- skir haukar á borð við Caspar Weinberger hermálaráðherra. Þetta lið heldur því fram að í kjölfar niður- skurðah kjarnorkuvopna í álfunni muni jafnvægið í útrýmingarmætti raskast verulega, Varsjárhandalag- inu í vil. Vesturþýskir hægrimenn urðu að lúta í lægra haldi með þennan mál- flutning nú um helgina þegar stjóm- in kom sér saman um afstöðu til niðurskurðarins. Þó tókst þeim að setja inn í samþykkt stjómarinnar klausu um að efla þyrfti hefðbundn- ar vamir Vestur-Evrópu ef niður- skurðurinn yrði að veruleika. Að fjölga til að fækka Þegar Nató-ráðherramir setjast niður á Hótel Sögú í næstu viku, verður liðið nákvæmlega hálft 'átt- unda ár frá sögulegri samþykkt samskonar fundar í Belgíu. Þann 12. desember 1979 ákváðu utanríkisráð- herrar Nató að taka við tæplega 600 Pershing II stýriflaugum, búnum kjamaoddum, af Bandaríkjunum og setja þær upp í fimm löndum Vestur- Evrópu. Það var einmitt þessi samþykkt sem hratt af stað þeirri öflugu friðarhreyfingu sem setti sterkan svip á pólitíska umræðu, jafnt vestanhafs sem austan, í upp- hafi þessa áratugar. Það er forvitnilegt að rifja upp KjáOarinn Þröstur Haraldsson blaðamaður rökstuðning Nató fyrir nauðsyn þessara Evrópuflauga. Hann var einhvem veginn á þá leið að eina leiðin til að knýja Sovétmenn til að setjast að samningaborðinu og þar með að komast að samkomulagi um niðurskurð kjamorkuvopna, væri sú að hafa eitthvað til að ógna þeim með. Vesturveldin þyrftu að geta samið út frá sterkri stöðu. Þau þyrftu að hafa einhveija skiptimynt á móti öllum SS-20 flaugunum sem Sovét- menn vom sem óðast að hlaða upp fyrir austan Berlínarmúr. Þessi rökstuðningur fór fyrir brjóstið á mörgum sem áttu bágt með að skilja að eina leiðin til að fækka kjamorkuvopnum væri að fjölga þeim. Ráðamenn máttu beita öllu afli til að þröngva flaugunum upp á þjóðir sínar. En flaugamar komu og em vist enn að koma. Og nú hillir undir að íbúar Vestur-Evrópu geti losnað við þær aftur. En nei, þá er komið nýtt hljóð í strokkinn. Nú er það orðið hið mesta glæfraspil að fóma Evr- ópuflaugunum, jafnvel þótt SS-20 flaugamar fjúki líka. Sovétmenn eiga nefnilega svo mikið af skrið- drekum, flugvélum, fallbyssum og hermönnum, miklu meira en Vest- ur-Evrópa. Athyglisverðast er þó fyrir Islend- inga að hlýða á tillögur Weinbergers hins bandaríska og kollega hans sem hittust í Stafangri á dögunum. Þeir stungu upp á því að flaugunum sem fluttar yrðu frá Evrópu, yrði komið fyrir í kafbátum og skipum úti á hafi. Vitaskuld yrðu þau fley flest á rólinu hér á Atlantshafi norðan- verðu þar sem þau em í skotfæri við Sovétríkin. Og sóða um leið út fiski- miðin okkar sem við lifum á. Annarlegir hagsmunir Allur þessi málflutningur hau- kanna í afvopnunarmálum heimsins er í hrópandi mótsögn við það sem þeir sögðu eftir fundinn í Belgíu á jólafostu 1979. Skýringin á þeirri „Allur þessi málflutningur haukanna í afvopnunarmálum heimsins er í hrópandi mótsögn við það sem þeir sögðu eftir fundinn í Belgíu á jólaföstu 1979. Skýr- ingin á þeirri mótsögn er að mínu viti aðeins ein:“ drengjunum „I öðru lagi ganga þeir erinda hershöfðingja Nató sem hafa líka tekið ástfóstri við þessi nýju leikföng sín. Eða eins og friðarkonurnar sem heimsóttu höfuðstöðvar Nató á dögunum sögðu; „It’s difficult to take the toys from the boys“ mótsögn er að mínu viti aðeins ein: Þeir eru að verja einhveija allt aðra hagsmuni en þá að standa vörð um heimsfriðinn. Þeir eru í fyrsta lagi að bjarga sínu eigin pólítíska andliti. Metnaðarfull- ir stjómmálamenn eiga dálítið bágt með að horfa upp á eldflaugarnar sem þeir börðust svo hart fyrir, flutt- ar í burtu og kastað á ruslahaug sögunnar. I öðru lagi ganga þeir erinda hers- höfðingja Nató sem hafa líka tekið ástfóstri við þessi nýju leikföng sín. Eða eins og friðarkonumar sem heimsóttu höfuðstöðvar Nató á dög- unum sögðu; „It’s difficult to take the toys from the bovs“ (Það er er- fitt að taka leikfóngin af drengjun- um). I þriðja lagi eru flaugarnar, fram- leiðsla þeirra og þjónusta við þær, orðnar spuming um atvinnutæki- færi, jafnt í Bandaríkjunum sem Vestm--Evrópu. í því útbreidda at- vinnuleysi sem ríkir í þessum löndum er hvert tækifæri gripið, jafnvel þótt það stuðli að því að auka gereyðingarhættuna. Fjölgun atvinnutækifæra er nefnilega góður gjaldmiðill þegar þingsæti eru í veði. í fjórða lagi eru haukamir að veija hagsmuni þeirra stórfyrirtækja sem framleiða kjarnorkuvopn og skyldar afurðir. Þar eru miklar íjárhæðir í húfi og hætt við að kosningasjóðir sumra frambjóðenda rými í réttu hlutfalli við fækkun eldflauganna. Steingervingar Framganga stjómmálamanna þeg- ar þeir þröngvuðu kjamorkuvopn- unum upp á þjóðir sínar, þvert gegn marg>'firlýstum vilja þeirra, hlýtur að sýna okkur að samkundum á borð við þá sem haldin verður á Hótel Sögu í næstu viku, er illa treystandi til að standa vörð um frið- inn í heiminum. Hvað svo sem fógrum orðum á hátíðarstundum líð- ur. Nær er að binda trúss sitt við þær fjöldahreyfingar sem andæfa stein- gervingunum hjá Nató. Okkar deild í þeirri hreyfingu ætlar að ganga frá Keflavík nú um helgina. Þar verða engir steingervingar heldur íúllt af lifandi fólki sem vill ffamlengja lífið í veröldinni en ekki stefha því í tví- sýnu. Þröstur Haraldsson Starfið er margt Stjórnmálaforingjarnir ræðast við, en niðurstaðan varðandi ríkisstjóm- armyndun er engin. Málið er líka fráleitt nokkur leikur. Staðan er þröng, ríkisfjármálin í úlfakreppu, halli er á viðskiptunum við útlönd og gífurlegar erlendar skuldir þrengja stöðuna enn frekar. Rekstr- arstaða atvinnuveganna gagnvart gengi siglir smám saman í strand og samt er verið að ákveða ný ríkisút- gjöld. Þetta er reyndar nákvæmlega það sem Alþýðuflokkurinn sagði fyr- ir kosningamar. Nú viðurkenna allir vandann þótt aðeins hafi verið talað um góðæri fyrir kosningar. Auðvitað em mörg gleðileg teikn á lofti í efnahagsmálum íslendinga, sem betur fer, vandinn er bara að nýta þau rétt. Nú gildir ekki bara að tála fallega og slétt, nú munar um það líka að vera ráðsnjall, jafn- vel þótt það kosti tæpitungulaust mál. Ríkisstjórnir allra landa og tíma hafa líka yfirleitt hneigst til þess að tala um góðæri fyrir kosning- ar og það af eigin völdum. Þessi ríkisstjórn, sem nú situr, er svo sem ekkert einstakt fyrirbrigði um það. Vinsa þarf bara úr sem er satt af því, jafnffamt að átta sig á stað- reyndum málsins. Fyrstu aðgerðir Síðustu tölur um áætlaðan fjár- lagahalla þessa árs eru 3,4 milljarðar króna auk þess sem taka þarf 800 milljóna króna lán vegna Útvegs- bankans og hundruð milljóna vegna flugstöðvarbyggingarinnar á Kefla- víkurflugvelli. Greinilegt er því að ein fyrsta aðgerð nýrrar ríkisstjórn- ar verður að hækka vexti á ríkis- skuldabréfúnum til þess að þau seljist og að afla þannig ríkinu fjár á innlendum lánamarkaði og koma í veg fyrir aukningu erlendra skulda. KjáUariiin Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur Tilfærsla -fjármögnun ríkisins Þá liggur það ljóst fyrir, a.m.k. af hálfú Alþýðuflokksins, að færa þarf talsverða fjármuni til í þjóðfélaginu til þess að koma til móts við hina lægst launuðu. Takist þetta án verð- bólgu þá er mikið unnið því þetta þýðir raunverulegar kjarabætur en stefnir ekki rekstri heimilanna og fyrirtækja í voða með aukinni verð- bólgu ásamt fylgifiskunum sígildu, vaxtahækkun og spákaupmennsku. Hækkun ríkisvaldsins á vöxtimi rík- isskuldabréfanna imi svona eitt til tvö prósent er ekki talin leiða til vaxtahækkunar á almennimi vaxta- markaði þar sem það verður bara skoðað sem leiðrétting ríkisins á of lágum vöxtum núna og bein aðgerð til þess að selja afmarkað magn af ríkisskuldabréfum, enda er ríkis- valdið traustasti útgefandi skulda- bréfa á markaðnum. Aukin verðbólga myndi aftur á móti hafa áhrif til hækkunar almennra vaxta og myndi hvort tveggja strax bitna á launafólki og eyðileggja kjarabæt- umar til hinna lægst launuðu. Mál Alþýðuflokksins í ríkisstjórn myndi Alþýðuflokkur- inn leggja áherslu á endurbætur skattakerfisins, samræmingu lífevT- isréttinda og leiðréttingu handa þeim sem m-ðu fyrir barðinu á mis- gengi kauplagsvísitölu og lánskjara- vísitölu sem bitnaði gífurlega hart á t.d. ungu fólki sem var að byggja á tímabilinu. Þá er krafa gerð um það að dagvinnutekjur standi undir framfærslu með bættum kjörum. styttingu vinnutímans og tekin verði upp ný atvinnustefna með auknu frjálsræði. Horfið verði frá fomald- artökmn kvótakerfisins á landbún- aði og sjávarútvegi en fólki. sem stunda vill atvinnugrein sína af al- vöm, gefinn kostur á að spjara sig. Sú ríkisstjórn sem nú tekur við þarf því fyrst og fremst að létta hvers- dagslíf fólksins í landinu og glæða því trú á glæsta framtið og ham- ingjuríka. Vel að verki staðið Islendingum er ekki þrælsótti gef- inn. Þeir vilja standa vel að vinnu- brögðum og finna mnbun erfiðis síns sem þeir eiga þá þátt í að ákveða sjálfir. Einhvem tíma um aldamótin var ort eitthvað á þessa leið: „Ó, hve margur yrði sæll og elska myndi land sitt heitt mætti hann vera í niánuð þræll og moka skít fyrir ekki neitt.“ íslendingai- vilja ekki moka skít fvrir ekki neitt. Þeir geta allt eins gert eitthvað annað: faríð á gömlu dansana. synt i laugunum. riðið út. sungið. spilað eða hvaðeina. Þeir sem halda að þjóðin sé stritglöð púls- hross vaða í villu og svima. Afkom- endur Egils Skallagrímsonar vilja ekki henda milljörðum i di'ullupolla leik án þess að hafa nokkuð upp úr þvi. Þeir vilja ekki borga erlendum fjánnagnseigendimi sex milljarða króna í vexti á ári án þess að fjár- magnið skili'þeim einhverju í aðra hönd. Svo ekki sé talað um að fjár- magn sé tekið af útflutningsatvinnu- vegmn þjóðarinnar til þess að greiða niður lán til einskisverðra fram- kvæmda. íslendingar vilja einfald- lega láta svoleiðis framkvæmdagleði eiga sig. Samt er það sá veruleiki sem við búum við að nokkru marki. Þess háttar köllum við óstjóm. Mikil umbun og réttlát Einu sinni var einnig ort eitthvað á þessa leið: „List er það líka og vinna, lítið að tæta í og minna, sifellt í þynnra þyima, þynnkuna allra himia.“ Það er vissulega mikil list að stjóma efnahagsmálum heillar þjóð- ar þannig að allir fái sem mest út úi' því. Alþýðuflokkurinn bauð þetta fyrir kosningar. Reymir nú að koma saman eða taka þátt í ríkisstjómar- samstarfi þar sem enginn verður krafinn um gjald fy'rir mistök. Held- ur verði umbun allra mikil og réttlát og í krafti þess verði fært að bjóða lítilmagnanum upp á aukinn skerf og meira öryggi. Allir hafi nóg til hnífs og skeiðar ásamt frístundum til mannræktar og fegmTa mannlífs. Afkomuótti er mannskemmandi og hræðilegur. Hann er þverhrestur í samfélagi jafnaðarstefnunnar þar sem fegiu-ð,. gleði og kærleikur ríkir æðri allri kröfu. Gott fólk og ráðsnjallt íslendingai' eiga glæsilega stjóm- málaforingja enda er þjóðin glæsileg og gáfuð. En jafnvel hér á landi er fólk misjafnlega gott og ýmislega ráðsnjallt til ákveðinna verkefna. Við lifúm í nútíðinni og þjóðfélags- þegnamir hafa lagt misjafnlega á sig til þess að skilja hana rétt. Stór hluti þess er réttur skilningur á fortið- inni. Sé þetta til staðar þá mun vel famast. Jafnaðarstefiian er stjóm- sýslustefha nútíðarinnar. Jafnaðar- menn vilja ekki grafa talentur þjóðfélagsins í jörð. Þeir vilja að persónukraftur og samtakamáttur fólksins nýtist því sem best. Þeir eru menn nútímans, bera virðingu fyrir fortiðinni og líta til bjartrar framtíð- ar. Jafnaðarmenn er víðar að finna hér á landi en í Alþýðuflokknum. Á því em margar skýringar. Við þá ríkisstjómamiyndun, sem nú er í undirbúningi, ríður þó á að þeir taki höndum saman í ríkisstjóm. Það væri okkar gæfa ef jafnaðarmenn allra flokka sameinuðust i næstu ríkisstjóm. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „íslendingar vilja ekki moka skít fyrir ekki neitt. Þeir geta allt eins gert eitt- hvað annað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.