Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. 17 • Hugo Sanchez skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í gærkvöldi. Hér stekkur hann yfir fyrirliða Atletico Madrid. Simamynd Reuter Hugo Sanchez með tvö möik Hugo Sanchez skorar og skorar þessa aði þriðja mark Real sem stefnir nú dagana. I gærkvöldi skoraði hann tvö að því að vinna tvöfalt á Spáni. mörk þegar Real Madrid sigraði At- I hinum undanúrslitaleiknum gerðu letico Madrid, 3-2, í undanúrslitum RealSociedadogAthleticBilbaojaín- spænska bikarsins. Butragueno skor- tefli. -SMJ I--------------------------------------1 ! Xamax meistari ! | Neuchatel Xamax tryggði sér sviss- kvöldi. Titillinn lendir svo sannar- | neska meistaratitilinn í fyrsta skipti lega á réttum stað núna en Xamax I í sögu félagsins þegar liðið gerði hefur verið með yfirburðaforystu í | I jafntefli við Lausanne, 1-1, í gær- vetur. -SMJ . Svíar lágu Tveir leikir fóru fram í undankeppni ólympíuleikanna í gærkvöldi. Ungverjar sigruðu Svía, 2-1, í C-riðli og Júgóslavar sigruðu Austum'kis- menn, 1-0, í E-riðli. Plotar skoraði fyrir Ungverja en Johansson fyrir Svía. Tuce skoraði fyrir Júgóslava. -SMJ Adrian Heath sýnir góð tilþrif en allt kemur fyrir ekki. Englandsmeistarar Everton, sem eru nú á keppnisferðalagi um Asíu og Ástralíu, töpuðu í gærkvöldi gegn landsliði Ástralíu, 4-1, eftir víta- spyrnukeppni. Um 20.000 áhorfendur fylgdust með leik liðanna. Símamynd Reuter fþróttir „Getum ekki skorað“ - sagði Sepp Piontek eftir jafhteflið gegn Tékkum Tékkar virðast hafa sérstakt lag á Dönum. í 14 leikjum þjóðanna hefur Dönum aldrei tekist að sigra og á því varð engin breyting í gærkvöldi þegar þjóðimar skildu jafnar, 1-1, í Dan- mörku. Danir náðu forystu á 16. mínútu þegar Jan Mölby skoraði með góðu langskoti eftir aukaspymu Sören Lerby. Danir fengu mörg góð færi og einu sinni skaut Elkjær í slá þegar hann stóð fyrir framan autt markið. Vamarmaðurinn Ivan Hasek jafnaði á 48. mínútu og voru Tékkar mjög ánægðir með stigið. „Danir vom heppnir í Bratislava - nú vorum við heppnir," sagði Josef Masopust, þjáif- ari Tékka, sem tefldi fram ungu og óreyndu liði. „Við virðumst eiga í vandræðum með að skora mörk núna. Sóknarmenn okkar eru hættir að skora,“ sagði Sepp Piontek eftir leikinn. Staðan í 6. riðli er nú þessi: Danmörk..........4 2 2 0 3-1 6 Tékkósl..........4 1 3 0 5-2 5 Wales............3 1 2 0 6-2 4 Finnland.........5 0 14 1-10 1 -SMJ • Jan Mölby skoraði mark Dana i gærkvöldi. Fríðarverðlaun Nóbels til Noregs? • Alexander Zavarov, knattspyrnumaður Sovétríkjanna, skoraði sigurmark þeirra gegn Norömönnum. Gauti Grétaisson, DV, Noregi: Það ætlar seint að takast hjá Norðntönnum að skora mark i landsleik í knattspymu og er nú rætt um það í Noregi að norskir knattspyrnumenn eigi skilið frið- arverðlaun Nóbels. Norðmenn hafa ekki enn skorað i Evrópu- keppninni og revndar ekki í síðustu sex landsleikjum. Sovétmenn byrjuðu leikinn gegn Norðmönnum af miklum krafti og fengu tvö dauðafæri í upphafi. Mark þeirra kom síðan á 16. mín- útu eftir að Alexander Zavarov hafði afgreitt góða fyrirgjöf beint inn af stuttu færi. Eftir markið færðist doði yfir leikinn og var leikur Sovétmanna ekki sannfærandi. Norðmenn revndu að sækja í seinni hálfleik og átti þá Anders Giske skot í slá. f norska liðinu voru 10 atvinnu- menn og höfðu Norðmenn miklar væntingar til liðsins f>TÍr leikinn. Nú telja Norðmenn einu von liðs- ins um sigur vera gegn íslandi. Áhorfendur voru ekki nema 10.400. -SMJ ítalir lágu fyrir kraftmiklum Svíum Sænska landsliðið með 5 leikmenn frá Gautaborg innanborðs sigraði ít- ali, 1-0, í Stokkhólmi í gærkvöldi fyrir framan 40.000 áhorfendur. Þrátt fyrir slæma byrjun, þar sem Svíar fengu dæmda á sig fíirðulega vítaspymu. tókst sænska liðinu að rjúfa sigur- göngu ítala sem höfðu ekki tapað í riðlinum fram að því. Á 15. mínútu var dæmd vítaspyma þegar Thomas Ravelli, markvörður Svía, og Roberto Tricella duttu saman. Ravelli varði síðan spymu Roberto Mancini. Á 25. mínútu kom sigurmarkið. Jo- hnny Ekström átti frábæra sendingu á vamarmanninn Peter Larsson sem lék á Walter Zenga og skoraði. „Ef ég hefði brennt af þessu færi hefði ég hætt knattspymuiðkun,“ sagði Lars- son eftir leikinn. Staðan í 2. riðli er nú þessi: Svíþjóð...........5 4 10 10-1 9 Ítalía............5 4 0 1 11-3 8 Sviss..............4 112 7-7 3 Portúgal...........4 0 3 1 4-5 3 Malta..............6 0 1 5 3-19 1 -SMJ Vmnur Napolí tvöfalt? Atalanta, sem nýlega féll í 2. deild á Ítalíu, verður ömgglega fulltrúi landsins í Evrópukeppni bikarhafa. Það verða nefnilega Atalanta og meistarar Napolí er leika til úrslita f ítölsku bikar- keppninni. I gærkvöldi sigraði Napolí Cagl- iari, 4-1, í seinni leik liðanna. Atalanta gerði jafhtefli, 0-0, við Cremonese en liðið sigraði í fyrri leik liðanna. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.