Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Qupperneq 28
32 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. Tíðarandinn „Dreymir ekki alla um Porsche,“ sögöu þeir Guömundur R. Guómundsson og Gunnar B. Gunnarsson. Hildur Hilmarsdóttir og Ingi Þór Oddsson komu alla leið frá Seyðisfirði til þess að kaupa sér nýjan bíl. „Það er hins vegar betra að selja eldri gerðirnar úti á landi - vonlaust hérna." Bílasölumar: „Draumurinn er Porsche“ Hreinræktaðir kaggar fyrirfinnast líka á sölunum og eiga yfirleitt sína aðdá- endur. Jóhannes Sæmundsson tók þó fram að hann vildi heldur Porsche. ,.Eg er að hugsa um að bjóða í þennan." segir ákveðin rödd fvrir utan bílasöluna Blik. Þar er á ferð- inni Sigríður Sigurðardóttir ásamt eiginmanninum Hjálmi Sigurðssyni. Hjónin hafa staðnæmst við gráan Daihatsu Charade og í huga Sigríðar er leitinni loksins lokið. „Mig vantar svona litla púddu og "hef verið að kíkja í svona hálfan mánuð. Nú ætlum við að láta verða alvöru úr því að gera tilboð. Og ég ræð. því ég borga.“ Hjálmur er ennþá eitthvað hugs- andi yfír viðskiptunum. „Það suðar þegar hurðin er opin,“ leggur hann til málanna en eftir að Ijað vandamál er"leyst fellur dóms- orðið. „Ætli þessi tik sé ekki jafngóð og hver önnur.“ Síðast sést til þeirra hjóna þar sem þau aka í burtu á bílnum - ein reynsluferð er nauðsynleg áður en tilboðið er látið vaða. Sólin selur ekki „Veðrið má ekki vera of gott,“ seg- ir bílasalinn, Haraldur Þór Stefáns- son. „Bílar seljast ekki í sól.“ Hann er þó ánægður með viðskipt- in. getur ekki annað því að bílasala hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sölurnar eru fullar af notuðum bílum sem eru til sölu því allmargir eru að skipta yfir í nýrri árgerðir. „Þetta er mjög gott núna - meiri- háttar." heldur Haraldur áfram. „Allar gerðir af smábílum seljast - nýrri árgerðirnar - og við seljum eitthvað í kringum hundrað og fjöru- tiu til hundrað og fimmtíu bíla á mánuði. Þetta er miklu meiri sala heldur en á sama tima í fyrra og auðvitað eiga nýju tollalögin sinn þátt í þessu.“ Aðspurður um afleiðingar breyt- inga á tollum í bílainnflutningi á markaðinn sjálfan segir Haraldur það greinilegt að bílaflotinn sé að endurnýjast. „Nýir kaupendur eru ekki svo margir en menn taka sér lán og byrja hærra en áður. Bílar á verðinu undir hundrað þúsund seljast síður eða jafnvel ekki. Salan kemur svo til með að aukast alveg fram í september en það er algjört frumskilyrði til þess að selja að láta bílana standa. Þeir verða að vera á staðnum því menn eru hættir að leita í söluskrám." Allradraumur „Maður er ekki ungur nema einu sinni,“ segja þeir félagarnir Guð- mundur R. Guðmundsson og Gunnar B. Gunnarsson. „Það er hraðinn, fegurðin og snerpan," bæta þeir við og horfa dreymnum augum á svartan Porsche. Ekkert vit er í öðru en að flytja slík- an bíl inn sjálfur að mati Guðmundar og Gunnars - með því móti má fá góðan Porsche á sjö hundruð þúsund krónur. Til í allt Á bílasölunni Skeifunni, sem er á næstu grösum, verður Hallgrímur Jón Ingvaldsson fyrir svörum. „Ég held það hafi verið um tólf þúsund bílar sem voru fluttir inn á síðasta ári - á móti fjögur þúsund og átta hundruð árið áður. Þetta eru mestmegnis nýir bílar en við seljum hérna frá hundrað og sextíu og upp í hundrað og áttatíu bíla.“ Skeifusvæðið geymir fjölmargar bílasölur - Borgarbílasöluna og Start svo eitthvað sé upp talið - og fyrir utan er hópur fólks að leita sér að notuðum bíl til kaups. Þar eru heilabrotin þung - pælt í góðum og slæmum kaupum. „Hafðu mig endilega í huga, ég er til í allt,“ segir væntanlegur kaup- andi við einn sölumanninn um leið og hann hverfur á braut. Annar er hins vegar þungbrýnni og horfir tor- trvgginn á bílinn sem honum er boðinn. „Hann er heldur gamall, þessi,“ eru lokaorðin og þar með verður ekkert úr kaupunum. Utan af landi Við Miklatorg eru líka nokkrar bílasölur og á einni þeirra eru Ingi Þór Oddsson og Hildur Hilmars- dóttir. Þau koma alla leið frá Seyðis- firði í leit að bifreið - ætla að kaupa nýlegan bíl hérna en selja sinn gamla úti á landi. „Það er betra að selja eldri gerðirn- ar úti á landi,“ segir Ingi Þór. „Vonlaust að selja hérna nema yngri bílana.“ Þau segjast vera rétt að byrja leitina. „Við erum búin að þræða flestar sölurnar og verðum hérna fram yfir helgina. Ef við sjáum eitthvað sem okkur líst vel á kaupum við bílinn núna.“ Á flestum stöðum ber bílasölunum saman um að bílarnir verði að vera á staðnum - og það jafnvel úti en ekki í sýningarsal - til þess að selj- ast. Bílasalan sjálf fer ekki einungis fram á daginn heldur fara væntan- legir kaupendur í langar kvöldferðir milli staðanna þar sem bornar eru saman bílgerðirnar og gangverðið. Daginn eftir er svo mætt á staðinn þegar salan opnar og boðið í þann Texti: Borghildur Anna DV-myndir: Brynjar Gauti Á bílasölunum standa notaðar bifreiðir í löngum röðum og getur verið býsna erfitt fyrir væntanlega kaupendur að gera upp hug sinn. Það getur tekið langan tíma að velta fyrir sér kostum og göllum glæsivagnanna og eins gott að láta sér ekki sjást yfir leynda galla og rispur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.