Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Page 30
34 FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. Andlát Hildigunnur Einarsdóttir lækna- ritari lést 27. maí sl. Hún fæddist á Akureyri 17. júní 1947. Hún var dótt- ir hjónanna Guðrúnar Kristjáns- dóttur og Einars Kristjánssonar. Hildigunnur vann sem læknaritari á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og í Svíþjóð. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Steinar Þorsteinsson. Þeim hjónum varð þriggja barna aúðið. Útför Hildigunnar verður gerð frá Akurevrarkirkju í dag kl. 13.30. María Davíðsdóttir lést 27. maí sl. Hún fæddist í Höfn í Melasveit 7. september 1905. Voru foreldrar henn- ar hjónin Einína Sigurðardóttir og Davíð Ólafsson. María giftist Aðal- steini Jóhannssyni en hann lést í apríl á þessu ári. Þau María og Aðal- steinn eignuðust eina dóttur. Útför Maríu verður gerð frá Fossvogskap- ellu í dag kl. 15. Gísli Sighvatsson verður jarðsung- inn frá Langholtskirkju föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Gísli, sem fæddur var í Vestmannaeyjum 21. október 1950, varð bráðkvaddur á heimili sinu 27. maí sl. Gísli varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1971 og stundaði síðan nám við kenn- araháskólann, háskólann í Freiburg og Manitobaháskóla í Winnipeg og fjallaði mastersritgerð hans um þýskar bókmennntir. Gísli kenndi um árabil í Vestmannaeyjum og sl. vetur kenndi hann í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ. Eftirlifandi kona hans er Ólöf Helga Þór. Þau bjuggu að Brekkuhvammi 13 í Kópavogi. Hjörtur Guðmundsson, Elliheim- ilinu Jaðri, Ólafsvik, andaðist 2. júní. Nikulás Marel Halldórsson, fyrrv. verkstjóri í Hamri, Reynimel 61, and- aðist 2. júní. Þorsteinn Egilsson lést í Landa- kotsspítala 3. júní Agnes Guðfinnsdóttir, Skólabraut 39, Seltjarnarnesi, andað'ist á öld- runarlækningadeild Landspítalans 14. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Árni Ágúst Þorleifsson andaðist í Landspítalanum 26. maí sl. Jarðar- förin hefur farið fram. Eggert Ó. Sigurðsson, Smáratúni. Fljótshlíð, lést í sjúkrahúsi Suður- lands 31. maí. Jarðarförin fer fram frá Breiðabólsstað í Fljótshlíð laug- ardaginn 6. júní kl. 14. Bálför Óskars A. Sigurðssonar bakarameistara, Fellsmúla 4, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. júní kl. 10.30. Katrín Kristjánsdóttir, Melabraut 5. Seltjarnarnesi, andaðist í Borg- arspítalanum 1. júní. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 15. Gunnar Guðmundsson, Álfhóls- vegi 66. Kópavogi. lést í Borgarspít- alanum 28. maí. Jarðarförin ákveðin kl. 13.30 frá Fossvogskirkju í dag, 4, júní. Gunnar Hvannberg verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni kl. 13.30 föstudaginn 5. júní. Þórður H. Halldórsson bóndi, Laugarholti, Nauteyrarhreppi, verð- ur jarðsunginn frá Melgraseyrar- kirkju laugardaginn 5. júní kl. 14.30. Lárus Björnsson, Grímstungu. verður jarðsunginn frá Undirfells- kirkju laugardaginn 6. júní kl. 14.30. Jarðsett verður í heimagrafreit í Grímstungu. Guðrún Andrea Einarsdóttir, Bogahlíð 8, Reykjavik, verður jarð- sungin frá Neskirkju föstudaginn 5. júní kl. 15. Jarðsett verður í Gufu- nesi. Minningarathöfn um Sigríði Jóns- dóttur, Þrastargötu 7, verður í Fossvogskapellu föstudaginn 5. júní kl. 15. Útför Steinþóru Grímsdóttur og Sigl- innar Grímsdóttur frá Nvkhól,- Bjarmalandi 19, Reykjavík, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinna látnu. Ýmislegt Húnvetningafélagið í Reykjavík verður við skógræktarstörf í Þórdísar- lundi laugardaginn 6. júní. Upplýsingar í síma 38211. Samtök psoriasis og exemsjúklinga hafa fengið gistiaðstöðu í verbúð Fisknes hf.. Grindavík, fyrir þá sem vilja stunda Bláa lónið. Uppiýsingar I'ijá Sigurgeir sínii 92 8280 og hjá Spoex sími 25880. Kvennaráðgjöfin, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, er opin alla þriðjudaga kl. 20-22. Sígii: 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, sími 21500, símsvari. Sýningax Sumarsýning listasafn ASÍ Laugardaginn 6. júní kl. 14 verður opnuð í listasafni ASl sumarsýning safnsins. sem hefur hlotið heitið Áning. Á sýningunni verða verk eftir ellefu listamenn á sviði glerlistar, leirlistar, málmsmíði, fatahönn- unar og vefnaðar. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 16-20, en um helgar kl. 14 22. Sýningunni lýkur 19. júlí. Tónleikar Tónleikar í Selfosskirkju Föstudaginn 5. júní kl. 20.30 munu Nora Kornblueh sellóleikari, Óskar Ingólfsson klarínettuleikari og Snorri Sigfús Birgis- son píanóleikari halda tónleika í Selfoss- kirkju. Á efnisskrá tónleikanna eru einleiks- og kammerverk eftir Lutoslaw- ski, Webern, Schumann, Stravinsky, Beethoven og Snorra Sigfús. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, Guðbjargar Björnsdóttur, Dagsbrún, Eskifirði Sveinn Sörensen Björn Grétar Sveinsson Guðni Magnús Sveinsson Skúli Unnar Sveinsson Nýja útvarpsstöðin Stjarnan fer i loftið í dag kl. 14 og útvarpar á FM 102,2. Starfsmenn fara óhræddir og kampakátir út í slaginn eins og sjá má á þessari mynd. Nú er bara að biða og sjá hvort Stjarnan verður með stíl. DV-mynd KAE Spakmæliö Enginn er göfuglyndari en sá sem dáir þá sem eru meiri og betri en hann sjálfur. Th. Carlyle Sólarsöngvar á Hótel Borg Síðan skein sól heitir ung og upprennandi hljómsveit, Rauðir fletir heitir önnur ung og upprennandi hljómsveit. I kvöld, Skák Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hefst mánudaginn 15. júní kl. 20. Tefldar erða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Óll- um er heimil þátttaka í boðsmótinu. Umhugsunartími er 1 Zi klst. á fyrstu 36 leikina, en síðan Zi klst. til viðbótar til að ljúka skákinni. Engar biðskákir. Skráning þátttakenda í boðsmótið fer fram í síma Taflfélags Reykjavíkur á köldin kl. 20-22. Lokaskráning verður sunnudag 14. júní kl. 20-23. Bækur rnyrhraverk Myrkraverk, ný bók um ísfólkið Út er komin 35. bókin í bókaflokknum vinsæfa um ísfólkið. Hún heitir Myrkra- verk. Prenthúsið hefur nú gefið bækurnar um Isfólkið út í sex ár, og ekkert lát virð- fimmtudagskvöld, munu þessar ungu og skemmtilegu hljómsveitir halda saman hljómleika á Hótel Borg. Þar munu þær kynna efni á væntanlegum hljómplötum. ist vera á vinsældum þeirra hérlendis. Höfundur bókanna, Margit Sandemo, er þekkt og mikilsmetin af öllum þeim' sem lesa vikublöð, enda hefur hún samið 50 framhaldssögur. Sögurnar um Isfólkið skrifar hún hins vegar samkvæmt beiðni norska útgáfufyrirtækisins Bladkompani- et a.s. Bækurnar koma samtímis út á íslandi og í Noregi. Kent-sagan nýr bóka- flokkur frá Prenthúsinu Prenthúsið hefur nú hafið útgáfu nýs bókaflokks, sem gefinn hefur verið út í risaupplögum um allan heim. Bókaflokk- urinn ber heitið Kent-sagan og nafn fyrstu bókarinnar er Bastarðurinn. Kent-sagan er viðburðarík og spennandi ættarsaga, eins og þær gerast bestar. I Bandaríkjun- um hafa bækurnar um Kent-ættina verið prentaðar í u.þ.b. 25 milljónum eintaka. Þær hafa einnig notið geysilegra vinsælda á Norðurlöndunum. Höfundurinn, John Jakes er Bandaríkjamaður og hefur hann skrifað um 200 smærri skáldsögur og 50 stærri skáldverk og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar. Hann varð fyrstur állra höfunda til að eiga þrjár bækur á metsölulista bóka þar í landi á sama árinu. Flugumferðarstjórar: Funda með ríki í dag Fulltrúar flugumferðarstjóra og fjár- málaráðuneytisins halda samninga- fund í dag og er það þriðji fundur þessara aðila á jafnmörgum dögum. Á fundinum í dag munu fulltrar ríkis- valdsins leggja fram svar sitt við gagntilboði flugumferðarstjóra frá í gær. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér knýja flugumferðar- stjórar á um breytingu á launatöxtum, ásamt kaupkækkunum. Svo sem kunnugt er hlutu flugumferðarstjórar þann dóm í Félagsdómi að þeir hefðu ekki verkfallsrétt og fara margir þeirra sér fremur hægt við störf þessa dag- ana. -ój Gulko og Tyhala efet Anna Gulko og Finninn Tyhala eru efst og jöfh á skákmótinu á Egilsstöð- um, bæði með þrjá vinninga eftir þrjár umferðir. Þau tefla saman í kvöld. Urslit í gærkvöldi urðu annars þau að Tyhala vann Róbert Harðarson, Anna Gulko vann Pálma Pétursson, Sævar Bjarnason og Dan Hansson gerðu jafotefli, Bela Perenyi og Jón G. Viðarsson jafntefli, Lárus Jóhann- esson vann Ólaf Kristjánsson, Adel- man vann Thuesen, Þröstur Árnason vann Elvar Guðmundsson, Þröstur Þórhallsson vann Hund, Tómas Bjömsson vann Hrafn Loftsson, Hannes Hlífar Stefánsson vann Gylfa Þórhallsson og Jón Ámi Jónsson vann Zavanelli. JFJ í borgarstjóm: Burt með nagladekk Á borgarstjómarfundi í Reykjavík í dag leggur Páll Gíslason til að í haust verði hafin öflug kynning á skaðsemi nagladekkja fyrir malbikaðar götur borgarinnar. Gatnamálastjóri telur að af 100 milljóna króna kostnaði við endumýjun og viðgerðir á malbiki árlega stafi 50-70 milljónir af nöglun- um. Tillaga Páls gerir ráð fyrir að öku- menn verði hvattir til þess að nota góð ónegld snjódekk og að hálkueyðing á götunum verði bætt. -HERB Röng samtök Karl Steinar Guðnason kynnti hug- myndir Alþýðuflokksins um jafnréttis- ráðherra á fúndi hjá Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna en ekki hjá Samtökum kvenna á vinnumark- aði eins og hann sagði við DV í gær. Leiðréttist það hér með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.