Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1987, Page 32
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1987. 36 Sviðsljós Ólyginn J sagði... Shirley MacLaine 'r trúir eins og allir vita á það yfir- náttúrlega. Hún hefur flakkað um allan heiminn og rætt við anda í hinum ýmsu heimshornum, þar á meðal I Indlandi og Perú. Eftir heimkomuna skrifar síðan hin hressa leikkona um reynslu sína af öllu þessu bjástri og rokselur frásagnirnar. Áhugamenn um málefni tengd kvensunni segja hana biða eftir því að fljúgandi diskur lendi til þess að bjóða henni far út I geiminn til viðræóna við hina ýmsu súperkarla. Shirley glottir að bollaleggingunum en segist ekki munu hika við þiggja slíkt kostaboð - og það án þess að biðja um farmiða heim aftur. Patrick Duffy gengur um með skjalatösku úr slönguskinni undir hendinni og þykir mörgum leikfangið I allra dýrasta lagi. Kappinn er eins og margar aðrar ómissandi súper- stjörnur-- hefur það á hreinu að það verði aó nást til hans í síma bókstaflega alltaf allan sólarhring- inn. Því er þráðlaus sími hannaður I eitt horn töskunnar og ýtir það verðinu örlítið upp á við. Eitthvað á þriðja hundrað þúsund þarf að greiða fyrir gripinn og munar Duffy lítið um eyrinn. Dallasþætt- irnir hafa malað honum gull að undanförnu og mun svo verða meðan þættirnir halda áfram að ganga I áhorfendur um heim allan. Elísabet Bretadrottning deplaði ekki auga þegar argur en kornungur uppreisnarmaður skellti því á hana við opinbera móttöku að allra best væri að England yrði gert að lýðveldi. Hún samsinnti brosandi með þeim orð- um að þetta væri einmitt skoðun þeirra Skota en Englendingarnir vildu ólmir halda sínu konungs- veldi. Viðstaddir urðu'hvumsa og ekki síður þegar bent var á þá stað- reynd að Elísabet værí einmitt fædd og uppalin í Skotlandi. Drottningin er þekkt fyrir annað en að verða auðveldlega orðlaus og hélt bara áfram í sama dúr - ákveðin í því að láta ekki eiga hjá sér í sennunni. ' 't ' 1 1 tónaflóði Jón G. Haúksson, DV,. Akureyii: Fagurblá tiplaði Sæbjörgin fánum prýdd á öldunni, í takt við hvínandi tóna lúðrasveitar-, inn til Akureyrar á dögunum. Þetta var upphafið að stórgóðum aðalfundi Slysavarnafé- lagsins að Hrafnagili í Eyjafirði. Á fundinum var mest rætt um öryggis- fræðslu sjómanna, leitar- og björgun- armál á hafi úti og öryggi smábáta. Félaginu barst gjöf frá Nesskipi hf., til minningar um skipverja Suður- lands sem drukknuðu í vetur. En meira um Sæbjörgina. Hún er skólaskip í öryggismálum sjómanna. Var áður gamli Þór Gæslunnar, þá grá en nú fagurblá. Værðarvoðir biðu skipverja. Hér er Jón Arnþórsson, hjá iðnaðardeild Sam- bandsins á Akureyri, að afhenda tuttugu og fjögur ullarteppi. Mikil veðurblíða var við komu Sæbjargar. Þetta er osvikin sumarmynd með Sæbjörgu í baksýn. DV-myndir JGH Riddaramennskan er ekki útdauð ennþá Alþjóðamót í riddaramennsku fer nú fram í Frans - að sjálfsögðu - og taka þátt í mótinu herramenn frá Englandi, Spáni, Italíu, Póllandi, Svíþjóð og Frakklandi. Keppnin stendur yfir frá fyrsta til tíunda júní og meðfylgj- andi Reutermynd sýnir óþekktan sænskan riddara á útopnu. Hvað er að hugsa? Það er ekki hættu- laust að trimma úti á vegunum eins og ástand þeirra oft er á þessum árstíma. Meðfylgjandi mynd er þó ekki tekin á hringveginum hérlendis heldur kemur frá Col- orado. Ljósmyndari einn á staðnum var orðinn hundleiður á að hossast eftir vonlausum þjóð- vegum og á myndin að vekja menn til umhugs- unar vestra. Leggirnir voru fengnir að láni í næstu verslun þannig að ein gluggagínan lét sér nægja mittið og upp úr um tíma meðan neðri hlutinn dró að sér at- hygli vegfarenda og vakti umræður um vega- gerð á réttum stöðum. Þetta væri kannski at- hugandi fyrir smáþorpin úti á landi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.