Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. Fréttir Bíll þjófsins Það komst upp um eggjastuldinn þegar bíllyklarnir týndust og eggjaþjófurinn leitaði aðstoðar fálkaeftirlitsmanns. DV-mynd JGH Austurrískur eggja- þjófur gripinn - fékk 25.000 krónur í sekt Jón G. HaukssanJDV, Akureyn: 38 ára gamall Austurríkismaður hefur játað stuld á 14 andareggjum í Mývatnssveit. Lögreglan handtók manninn í ívrrakvöld. Eggin voru í sérútbúnum hitakassa. Maðurinn seg- ist ekki hafa komið áður til Islands en hitakassinn ber þess merki að hafa komið til landsins áður. Austurríkis- maðurinn er frá smábænum Rust og starfar á vinnuvélum. Það er broslegt hvernig upp komst um stuldinn. Maðurinn týndi bíllykl- um sínum og bað Hauk Hreggviðsson, fálkaeftirlitsmann í Mý\’atnssveit, um aðstoð við að opna bíldvrnar. Haukur sá hvers kyns var og lét lögregluna vita. Eggjaþjófurinn var í Mývatns- sveit í gær til að sýna lögreglunni hvar hann hefði tekið eggin. Eggin sem maðurinn tók eru 2 flórgoðaegg, en þau eru mjög sjaldgæf, 5 rauð- höfðaegg og 7 toppandaregg. Fimm- tánda eggið segist hann hafa fengið gefins hjá bónda og er búið að sann- reyna það. Sakadómur Húsavíkur tók málið fyrir í gærkvöldi. Því lyktaði með dómssátt og 25.000 króna sekt sem greidd var á staðnum. Austurríkis- maðurinn á að mæta til útlendingaeft- irlitsins á morgun og verður líklega sendur til Austurríkis um helgina. Öll eggin sem hann tók eru friðuð með þeirri undantekningu að bændur mega nytja þau svo fremi sem stofninn er ekki í hættu. Bannað er að flytja eggin úr landi. Maðurinn játaði að hafa tekið eggin og ætlað að flytja þau úr landi og unga þeim út. Nú eru eggin orðin of köld og enda sjálfeagt á safni. Mesta magn hassolíu sem fundist hefur Þrír menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna smygls á um 750 grömmum af hassolíu til landsins. Einn þremenn- inganna hafði í morgun áfiýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum til hæstaréttar. Fíkniefnadeild lögreglunnar hand- tók mennina þrjá, tvo Islendinga og einn Breta, með mikið magn af hass- olíu seint að kvöldif hvítasunnudags. Lögreglan hafði fylgst með íslending- unum vegna gruns um að þeir væru viðriðnir fíkniefnasmygl. Islending- amir voru handteknir þegar þeir voru að yfirgefa Hótel Loftleiðir en þar gisti Bretinn. Við leit á þeim fundust 600 grömm af hassolíu. í kjölfar þess var Bretinn handtekinn en við leit fannst ekkert á honum. Var hann sendur í röntgenmyndatöku, kom þá í ljós að ekki var allt með felldu. Eftir dvöl hjá lögreglu gengu niður af manninum verjur sem höfðu að geyma 150 grömm af hassolíu. Bretinn, sem var nýkominn frá Lon- don, mun hafa smyglað efninu til landsins með því að gleypa veijur, fylltar með hassolíu. Sonur annars Is- lendingsins var síðan handtekinn í Manchester í Englandi aðfaranótt miðvikudags. Sá er grunaður um að hafa útvegað hassoliuna í Marokkó og fengið Bretann til að smygla efninu hingað til lands. Islendingamir tveir, sem handteknir vom hér, em þrjátíu og sextíu ára gamlir, þeir ásamt Bretanum hafa nú verið dæmdir í 30 daga gæsluvarðhald. Ekki er enn ljóst hvort farið verður fram á framsal íslendingsins sem handtekinn var í Mancester. íslend- ingurinn, sem handtekinn var ytra, og annar íslendingurinn, sem hand- tekinn var hér, hafa áður komið við sögu fíkniefnalögreglunnar. Þetta er mesta magn af hassolíu sem fíknieffialögreglan hefur lagt hald á í einu til þessa. Smyglaðferðin, sem not- uð var til að koma efninu til landsins, getur verið lífshættuleg. Dæmi em til erlendis um að menn hafi látið lífið ef verjumar rifna. -sme Misjöfh öryggis- gæsla sameigin- leg ákvörðun „Við getum sagt að það sé hvort tveggja, að íslensk stjómvöld séu samþykk því, miðað við söguna, að þörf á öiyggisgæslu sé misjöfh eftir ráðherrum, en því er ekki heldur að neita að beiðnir um sérstaka gæslu hafa komið frá sumum ríkjanna," sagði Hjálmar W. Hannesson hjá utanríkisráðuneytinu í morgun þeg- ar hann var inntur eftir því hvers vegna öryggisgæsla væri svo áber- andi misjöfh við komu utanríkisráð- herra NATO-ríkja til íslands. Það vakti athygli í gærkvöld að öryggisgæsla var ákaflega mikil og stíf við komu George Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, til Keflavíkur. Fjölmargir bandarískir leyniþjónustumenn og öryggisverð- ir, þeirra á meðal sérstakur sprengjusérfræðingur, sem leitar að sprengjum í öllum farartækjum sem ráðherrann ferðast í, vom á flugvell- inum fyrir lendingu vélar ráðherr- ans. Þá var á flugvellinum fjöldi íslenskra lögregluþjóna, bæði ein- kennisklæddir og óeinkennisklædd- ir, þeirra á meðal vopnaðir ríkislög- reglumenn. Þeir höfðu meðal annars það hlutverk að leita í pússi fulltrúa Sölmiðla og athuga sérstaklega hvort myndavélar væru myndavélar en ekki dulbúin vopn. Þegar ráð- herrann var lentur steig hann ekki heldur út úr vélinni fyrr en öryggis- verðir höfðu gengið endanlega úr skugga um að engin hætta væri á ferðum. Með Shultz í flugvélinni var belg- íski utanríkisráðherrann. Upphaf- lega var þeim ætlað að aka í sömu bílalest til Reykjavíkur en á síðustu stundu var henni skipt, að því er virðist að kröfu Bandaríkjamanna. Ekki er vitað hvort það var af örygg- isástæðum eða öðrum orsökum. Við komu norska utanríkisráð- herrans, Thorvald Stoltenberg, til Reykjavíkurflugvallar í gærdag kvað við nokkuð annan tón. Örygg- isgæsla var engin, sást ekki svo mikið sem einn hvítur lögreglu- mannskollur. Norðmaðurinn beið heldur ekki eftir neinu landgöngu- leyfi heldur gekk úr vélinni um leið og dyr voru opnaðar, brosmildur, og lýsti því yfir að það væri gott að koma til íslands. Eins og komið hefur fram í fréttum er öryggisgæsla við fund ráðherr- anna, einkum við Hótel Sögu, gífurleg. Jafnvel svo að nokkrir starfsmanna NATO segjast ekki muna eftir jafnstrangri gæslu. Meðal þeirra sem gegna öryggis- gæslu við fundinn eru björgunar- Mikil umsvif voru við komu George Shullz, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, og fjölmargir öryggisverðir, bæði islenskir og bandariskir, við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. DV-myndir JAK sveitarmenn og hefur það vakið hennar vakti að sjálfsögðu athygli athygli að þeir eru þar mættir í sveit- bandarísku öryggisvarðanna, en arbúningum sínum, stökkunum reyndist af saklausum toga spunnin. góðu, tilbúnir til leitar. íslensk Var þetta vél sem Flugleiðir höfðu stjómvöld munu ekki hafa séð tekið á leigu til að anna flutningum, ástæðu til að búa þá út með klæðnað vegna bilunar á einni af þotum fé- sem minnt gæti meir á öryggisgæslu. lagsins. Þotan var leigð í London Hafa menn leitt getum að því að og mun uppmni hennar hafa valdið þeir séu þama enda einungis ef ein- Flugleiðamönnum ofurlitlum heila- hver ráðherranna skyldi týnast. brotum þess efnis hvort rétt væri að Þá vakti það athygli að skömmu láta hana lenda hér um svipað leyti fyrir komu Shultz á Keflavíkurflug- og utanríkisráðherrar NATO-ríkja. völl lenti þar flugvél frá flugfélaginu Niðurstaðan varð þó sú að slíkt Middle East Airlines, sem hefur höf- gaeti varla skipt máli, svo úr varð uðstöðvar sínar í Líbanon. Koma kyndug tilviljun. -HV sem hvitur kollur. Þannig leit skrifborð biskups út eftir brunann. DV-mynd JAK Bruninn á heimili biskups: Ýmsir ómetanlegir munir eyðilögðust „Eldurinn kom upp í vinnustofu minni og tjónið varð þar. Það varð verulegt tjón, einkum á bókum, skjöl- um og handritum. Flestar bækumar em mikið skemmdar," sagði Sigur- bjöm Einarsson biskup í samtali við DV, en eldur kom upp i vinnustofu á heimili hans á Reynigmnd 67 í Kópa- vogi um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Ókunnugt er um eldsupptök. „Skrifborðið mitt sem er verðmætt er líka illa farið. Það urðu sem betur fer engin meiðsli, ég fékk aðeins ör- litla bmnabletti og h'tilsháttar reyk- eitrun," sagði Sigurbjörn. Hann var fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunarinnar. „Þeir vildu hafa mig hjá sér í nótt og gefa mér súr- efni,“ sagði hann í gær. „I vinnustofúnni vom ýmsir ómetan- legir munir, en það liggur víst fyrir okkur öllum að skilja við þetta hvort eð er og segja mú að ekki sé óeðlilegt að þessir hlutir hverfi smátt og smátt. En þetta voru hlutir sem kallaðir em óbætanlegir og ekki er hægt að fá aðra slíka í þeirra stað,“ sagði hann. „En það verður margur fyrir meira tjóni við sambærilegar aðstæður," sagði Sigurbjörn Einarsson biskup. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.