Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. 9 Utlönd Fólk reynir aö komast í gegnum röð herlögreglumanna til aö komast nær messu páfa. Simamynd Reuter Keppni verdur haldin laugardaginn 13. júní ef veður leyfir. Keppendur mæti fyrir kl. 12.00. Keppni hefst kl. 14.00. Ef rígnir er keppni frestaö til sunnudags eða næstu helgar. Stjórnin. Afrakstur leiðtoga- fundarins þykir rýr Fréttaskýrendur telja flestir að af- rakstur . fundar leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims, sem staðið hefur yfir í Feneyjum undanfama daga, hafi ve- rið fremur rýr. Þykja lokayfirlýsingar fundarins um efhahagsmál og anriað lítið afgerandi og ekkert nýtt eða veru- lega áhugavert boðað í þeim. Það sem talið er merkast af niðm-- stöðum fundarins er að leiðtogarnir komu sér saman um samhæfingu á nokkrum atriðum sem gefið geta til kynna ef efnahagsmál heimsins em að fara eitthvað út af sporinu. Deilur milli leiðtoganna urðu litlar en þó helstar vegna mótmæla Banda- ríkjamanna gegn því að iðnaðarþjóðir skuldbindu sig til þess að auka þróun- araðstoð við snauð ríki. Fundur leiðtoganna endaði næstum með ósköpum þegar hvorki Reagan Bandan'kjaforseti né Mitterrand, for- seti Frakklands, komu á réttum tíma til lokaathafnar fundarins. Reagan kom fimm mínútum eftir að athöfnin hófst og Mitterrand tveim mínútum síðar. Þá hrjáði það athöfnina að allt raf- magn fór af byggingunni þar sem hún var haldin, rétt við upphaf hennar. Raunar notaði Reagan forseti og hans menn myrkrið, sem bilunin olli. til þess að læðast í sæti sín. Það vakti athygli fréttamanna við athöfhina að margir af leiðtogunum virtust hlusta með takmarkaðri at- hygli á Fanfani. forsætisráðherra Italíu, þegar hann las upp lokavfirlýs- ingu fundarins. Þykir það ef til vill segja meira en flest annað um gildi hennar. Lík Jaime Extrenadoyro sem er einn þeirra 15 sem herinn í Perú hefur skotið fyrir að hlíta ekki útgöngubanni. simamynd Reuter KVARTMILA Utgöngubann bitnar á sak- Það vakti athygli viðstaddra á lokafundum leiðtogafundarins í Feneyjum að Reagan Bandarikjaforseti tók inn lyf meðan á fundunum stóð. í Ijós kom að forsetinn hafði fengið húðsmit vegna skordýrabits og var á lyfjum til aö hreinsa það upp. Simamynd Reuter lausum borgurum Síðan í febrúar 1986 hafa 15 saklaus- ir borgarar verið skotnir til bana af hemum í Lima, höfuðborg Perú. I flestum tilvikum hefur verið um það að ræða að hermenn hafa verið að framfylgja útgöngubanni sem sett var til að sporna við vaxandi hryðjuverk- um vinstri sinna í landinu. í seinni tíð hafa hermennimir þótt gerast helst til of skotglaðir, skjóta. fyrst og spyrja svo. Eins konar „umboðsmaður stjórn- arskrárinnar" hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessarar þróunar og ráð- herra hermála segir að ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir frekara dráp á saklausum. Á nætumar er Lima sem draugaborg og jafnvel þeir sem hafa sérstaka næt- urpassa veigra sér við að vera á ferli. Bílstjórum er ráðlagt að keyra á um 20 kílómetra hraða og hafa gluggana opna til að heyra örugglega ef þeim er skipað að stöðva. Þrátt fy'rir allt virðist sem ekki dragi úr árásum skæruliða heldur þvert á móti að þær hafi aukist. Róstur við messu páfa Jóhannes Páll páfi hvatti í gær, á þriðja degi heimsóknar sinnar í Pól- landi, pólsk stjórnvöld til að uppfylla stefnumið hinna bönnuðu bændasam- taka Einingar og gaf í skyn að stjórn- völd í Moskvu kæmu enn í veg fyrir að von hans um að heimsækja Lett- land rættist. Róstur urðu milli lögreglu og nokk- ur hundmð ungmenna í Kraká en þau stefndu í átt til messu páfa með mót- mælaspjöld á lofti. Fjöldi mótmælenda var handtekinn og sjónarvottar sögðu að lögreglumaður hefði særst er flug- eldum var skotið í átt ,að lögreglu. . iwiíí v>< 08 v,j tlíiii nnríJ íiKnoy .flll'i m inJCQrj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.