Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1987, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987. 13 Neytendur Gamlir bílar uppí nýja Töluvert hefur borið á því að bíla- umboð hérlendis auglýsi að þau taki gamla bíla upp í verð nýrra og hafa margir tekið þessari þjónustu fegins hendi. Einn heimildarmanna okkar sem þekkir vel til í bílabransanum sagði okkur að yfirleitt gæfu umboðin um 20% lægra verð íyrir endursölubif- reiðar heldur en fá mætti á aimennum markaði. Þetta væri þó ekki með öllu illt því þannig mætti sleppa við allt skulda- bréfafarganið því bíllinn væri hrein- lega tekinn upp í sem greiðsla á nýjum. Þetta væri öllum ljóst sem færu út í slík viðskipti og gætu þeir því valið um hvom háttinn þeir hefðu á. En eftir hverju skyldu umboðin fara við mat á gömlum bifreiðum? Við ák- váðum að gera athugun á þessu. Við höfðum samband við Jöíur h/f, en það er eitt umboðanna sem býður þessa þjónustu. Þar var fyrir svörum sölumaður, Sjöfn að nafni. Sagði hún að þessu væri þannig háttað að fyrst væri athugað hverrar gerðar bíllinn væri og hvort um of dýra tegund væri að ræða. „Síðan er pöntuð söluskoðun á verk- stæði, og er bíllinn metinn út frá ástandi vélar, kílómetraíjölda, lakki, dekkjum og o.s.frv. Því næst bjóðum við í hann.“ Sjöfn staðfesti að verðið væri um 20% lægra með þessu móti. Væri þá reiknað með að staðgreiðsluverð væri þetta lægra, en í gangverði væri yfir- leitt reiknað með afiollum vegna skuldabréfa, en þau munu nema um 20%. ; En hver skyldi vera skoðun F.Í.B. á málinu? Við snerum okkur til Andra Amasonar héraðsdómslögmanns, en hann er lögfræðilegur ráðgjafi sam- takanna. „Þetta eru að mörgu leyti eðlilegri viðskiptahættir heldur en þegar fólk er að standa í þessu sín á milli. Þetta skapar líka visst öryggi því menn sleppa við allt víxla- og skuldabréfa- vafstur.“ Það kom einnig fram í máli Andra að á almennum markaði eru afíoll u.þ. b. 15% í skuldabréf, þóknun til sölumanns o.fl. Þannig kæmi þetta svipað út, en mertn fengju þó nýjan bíl um leið og þeir aíhentu þann gamla. Þannig væru þetta eðlilegir viðskiptahættir jafhvel þótt eitthvað hefði borið á misnotkun í einstaka til- fellum. VIKAN HRESST BLAÐ VIKULEGA Verður rigninga- sumar? Iri ætlar sér að beina rigningunni til Íslands Ásgerður Ásgeirsdóttir og Sæmundur Pálsson Saman í megrun Skömmuð fyrir of rnikla sjálfs- gagnrýni Guðný Ragnarsdóttir í Vikuviðtalinu 'i , " I§f Sumar- ^ ' lyfting með . ■ á ■ fagfólki Nafn Vikunnar: -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.