Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Page 9
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. 9 . Utlönd Ódýru Glasgow-ferðirnar Þær byrja aftur frá og með 19. september. Starfsmanna- hópar sem fóru með okkur í fyrra og ætla aftur eru beðnir að panta sem fyrst. Sætaframboð er takmarkað. íslenskur fararstjóri. 4 dagar, flug og gisting verð frá kr. 11.900.- Munið sólarlandaferðirnar. —^ FLUGFEROIR u17 Brottför í hverri viku. =SGLRRFLUG 15331, 22100. VANGO Öngþveiti vegna gífuríegs regns Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmarmahöfn; Gífurlogt regn var um alla Danmörku um helgina, aðallega á sunnudag. Júlí- mánuður hefur vorið nokkuð þurr en um helgina náði samanlögð úrkoma að verða meiri en að meðaltali allan mánuðinn. Mikið öngþveiti varð viðs vegar um Danmörku vegna regnsins. Verst var það á Jótlandi, Norður-Sjálandi og eynni Mön. Hús er standa lágt og kjallarar voru víða fullir af vatni og höfðu dælufyrir- tæki ekki undan. Rafmagns- og símasambandslaust varð víða vegna úrfellisins og eldinga. Hraðbrautir og þjóðvegir lokuðust á köflum en víða var allt að hálfs metra djúpt vatn á akbrautunum. Þrátt fyrir vatnselginn urðu engin slys á mönnum. Margir akrar liggja undir vatni og þarf nú margra daga þurrk með sól og blástri til að bjarga uppskerunni í hús. Segja bændur að uppskerunni seinki um heilan mánuð vegna væt- unnar. Þrátt fyrir regnið mættu milli fjöru- tíu og fímmtíu þúsund rokkáhangend- ur á útitónleika í Kaupmannahöfn er haldnir voru í góðgerðarskyni. Þó margt hafi farið úrskeiðis um helgina má segja að rokkið hafi sigrað rigning- Kr. 11.400,- Eitt af mörgum göngutjöldum Göngutjald kr. 6.060,- ÞU HRINGIR OG VIÐ SENDUM ÞER BÆKLING SENDUM í PÓSTKRÖFU 6éU?er(// Eyjaslóð 7, sími 62-17-80 I SOLSKINSSKAPI VfSTWÍKD 100-200-300-400 Göngutjald, 4 kg. 11 GERÐIR AF GÖNGUTJÖLDUM Dallas, 4-6 manna 4 manna kr. 26.300,- 6 manna kr. 36.500,- 5 manna tjald og fleighiminn, 2 m f.f. kr. 26.000,- stgr. Fengu meirihluta á portúgalska þinginu SEGLAGERÐIN ÆGIR Cavaco Silva, forsætisráðherra og leiðtogi sósialdemókrata, á blaðamanna- fundi þar sem hann iýsti yfir sigri sinum í kosningunum. Símamynd Reuter Fleiri hreinsanir hjá Rajiv Gandhi Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, hefur rekið fyrrum fjármála- og vamamiálaráðherra landsins, Vish- wanath Pratap Singh, úr Kongress- flokknum. Sing hefur verið óspar á gagnrýni sína á forsætisráðherrann. Þar með hefur fjórum meðlimum flokksins og fyrrverandi ráðherrum verið vikið úr flokknum á einni viku. Tveir ráðherrar viku einnig sjálfvilj- ugir úr embætti. Er nú búist við að Gandhi hefji end- urskipulagningu á flokknum og haldi áfram hreinsunum í fylkjum þar sem Kongressflokkurinn er í meirihluta. Því er haldið fram að Gandhi sé mikið í mun að sýna að hann hafi fullt vald á hlutunum þegar þing kemur saman þann 27. júlí næstkomandi. Flokkur Gandhis hefur misst fylgi í mörgum fylkjum í kosningum á þessu ári og hefur óánægjan með Gandhi farið vaxandi. Fjármálahneyksli hefúr verið meðal þess sem hefur orðið flokknum að falli. Aðalgagnrýnandi Gandhis i Kon- gressflokknum, V.P. Sing fyrrum fjármála- og vamarmálaráðherra, er nú ekki lengur flokksmeölimur eftir nýjustu hreinsanir forsaetisráðher- rans. Simamynd Reuter Flokkur sósíaldemókrata, undir forystu Anibal Cavaco Silva forsætis- ráðherra, fékk hreinan meirihluta í kosningunum í Portúgal í gær og er þetta í fyrsta sinn sem einn flokkur fær meirihluta þingsæta í landinu síðan lýðræði yar endurreist þar fyrir þrett- án árum. Þegar um helmingur greiddra at- kvæða hafði verið talinn í gær virtist allt stefna í að sósíaldemókratar Mario Soares og eiginkona hans standa i biðröð á kjörstað i gær. Simamynd Reuter fengju hundrað og fimmtíu þingsæti, sem er um tvöföld núverandi þing- mannatala flokksins. Alls eiga tvö hundruð og fimmtíu þingmenn sæti á portúgalska þinginu. Talið var líklegt að sósíalistaflokkur landsins héldi þeim fimmtíu og sjö þingsætum sem hann hafði fyrir kosn- ingamar en að flokkur Antonio Eanes, fyrrum forseta landsins, mundi tapa um þrjátíu og sjö af fjörutíu og fimm þingsætum sínum. Ef svo fer sem horfir, að sósíaldemó- kratar hafi um tuttugu og fimm sæta meirihluta á portúgalska þinginu, verður að telja líklegt að ríkisstjóm Silva takist að sitja út komandi fiög- urra ára kjörtímabil. Það yrði í fyrsta sinn sem slíkt gerist í Portúgal en stjómmál þar hafa einkennst af óstöð- ugum minnihlutastjómum og veik- byggðum samsteypustjómum. Undanfarin þrettán ár hafa sautján ríkisstjómir setið að völdum i landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.