Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Page 28
40
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA
FATLAÐRA
REYKJAVlK
LAUSAR STÖÐUR
Á vegum Svæðisstjórnar málefna fatlaðra í Reykjavík
taka bráðlega til starfa vistheimili og sambýli fyrir fatl-
aða.
Okkur vantar því fólk til starfa, einkum þroskaþjálfa,
sjúkraliða eða fólk með sambærilega menntun.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af með-
ferðarstarfi með fötluðum og þekki fjölþætt markmið
þess.
Laun skv. kjörum opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist fyrir 31. júlí nk. til Svæðisstjórnar. Nán-
ari upplýsingar í síma 62 13 88.
Svæðisstjórn málefna fatlaöra
Hátúni 10-105 Reykjavík.
STÚLKAN SÖKNUÐUR
30x40 cm í stramma. 30x40 cm.
ÁN GARNS: 700 KR. - MEÐ GARNI: 1270 KR.
Vorum að taka upp mikið úrval af strömmum.
Smyrnateppin komin.
Nýir litir í Mamsell og Rosett garni.
PÓSTSENDUM UM LAND ALLT.
HANNYRnAVFRfiLIININ
ÓÐINSGÖTU 1 SÍMI 13130
Úrval af fallegum
ítölskum
á mjög góðu
verði.
í útileguna
jafnt sem í
veisluna.
Italskir gæðaskór
frá KATRIN - margar gerðir.
Verð kr. 2.450,-
PÓSTSENDUM.
Skóbúðin Lipurtá,
Borgartúni 23.
Sími 29350.
Skóbúðin
Snorrabraut 38.
Sími 14190.
Merming_________________
Vaxtar-Verk
Ljósmyndir Svölu Ólafsdóttur í Djúpinu
Djúpið, áður vinsælt gallerí, nú
ámóta vinsæl jassbúlla, hefur alla
burði til að verða gott afdrep fyrir
íslenska ljósmyndara sem hafa lengi
þurft á sýningaraðstöðu að halda.
Takmarkað rými á staðnum trygg-
ir náin kynni áhorfenda og ljós-
mynda og dempuð birta og kastljós
sjá til þess að hver ljósmynd fær þá
athygli sem hún verðskuldar.
Ég held að jasstónlist fari heldur
ekkert illa við ljósmyndir.
Þó má enn bæta lýsinguna, gera
hana skilvirkari.
Ekki veit ég hvort húsráðendur í
Djúpinu eru sérstaklega hallir undir
ljósmyndun, alltént hafa nokkrir ís-
lenskir ljósmyndarar sett þar upp
sýningar að undanfómu. Guð láti
gott á vita.
Svala Ólafsdóttir heitir sú sem nú
á þama ljósmyndir, 18 talsins. Hún
hefur að undanfömu verið í námi í
ljósmyndun í San Francisco. Mér
SVALA SÝNÍR
Plakat af sýningu Svölu Ólafsdóttur.
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
segir svo hugur að ljósmyndirnar á
sýningu hennar séu skólaverk það-
an.
Þær em að minnsta kosti þessleg-
ar, sýna námfúsan nemanda leysa
margs konar verkefrii: í nektarljós-
myndun, í ljós-og-skugga kompositi-
on, í andlitsmyndagerð og loks í
„skapandi ljósmyndun". í flokki
þeirra síðastnefndu er sennilega
myndröðin „Vaxtar-verk“ sem er í
lit.
Öll þessi verkefhi leysir Svala
kunnáttusamlega af hendi en einnig
fremur ópersónulega, eins og sá sem
er ekki enn farinn að leggja höfuðið
að veði.
Fái Svála áframhaldandi aðhald,
hvort sem það er í formi skólunar,
opinberrar gagnrýni eða sjálfsgagn-
rýni, held ég að hún eigi eftir að
gera sig gildandi í íslenskri ljós-
myndun.
-ai
Að kasta
fyrsta steininum
Gægjugat
eftir Gunnar Hersvein
Tunglið (eigin útgáfa) 1987, 21 Ijóð
Útlit bókarinnar er þokkalegt, en
þó finnst mér hálfgerður fioimbýl-
ingsbragur á því að prenta aðeins
öðrum megin á blað. Sérkennileg
kápumynd er eftir Ólaf Samúelsson.
1 þessum ljóðum ber nokkuð á
þeirri hlutgervingu manna, sem ég
nefiidi nýlega að einkenndi ljóð
margra hinna yngstu skálda, sálarlíf
fólks er sýnt með því að lýsa hlutum
sem það notar. Þannig er titill eftir-
farandi ljóðs tvíræður, bæði ber að
taka hann bókstaflega og einnig
táknar orðalagið að einhver sé tæp-
ur, í mikilli hættu, en það á einnig
vel við.
Á bláþræði
Hangir á bláþræði
í stofuskotinu
hirðuleysisleg í klæðaburði
með úfið hár, snúna löpp
og brotinn handlegg.
Óttast skuggann
sem vafði hana örmum á nætumar
klæddi og kom henni á ról
skuggann
sem skutlaði henni í skúmaskotið
skuggann og
sorpaugað á stigaganginum.
Ljóðið hefst á mynd sem gæti alveg
verið af konu, en lesendur átta sig
skjótt á því að hér er verið að tala
um brúðu, en „skugginn" er bamið
sem á hana. Eftir fyrsta erindið kem-
ur ævisaga brúðunnar í þremur
liðum sem verða hliðstæðir vegna
endurtekningar orðsins skugginn.
Ljóð er knappt og hnitmiðað, þannig
er þessi saga einskorðuð við þrjú
meginatriði; ást og umhyggju sem
birtist í faðmlögum og vísun í sign-
ingarversið sem bömúm er kennt;
„Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól“ o.s.frv.
Annar liður segir frá því að brúð-
unni er skyndilega hafnað, og 3.
liður sýnir geigvænlega framtiðina.
Bókmenntir
Örn Ólafsson
Styrkur ljóðsins liggur einnig í tvi-
ræðninni; eins og bamið meðhöndl-
ar brúðuna sem barn, þá getur flest
í lýsingu brúðunnar átt við örlög
manns eða konu.
Annað ljóð sækir styrk sinn að
verulegu leyti í haglega vísun i Bibl-
íuna, sem flestum lesendum mun að
sönnu óljós endurminning. En það
skýrir þessa einkennilegu mynd:
Stytta
Á fjallinu
stendur hún sem stytta
og starir uppí himininn.
Ég kasta fyrsta steininum
og gifsið brotnar af henni.
Vatnið fossar útum augun niður
nakinn líkamann og hún stingur
sér í straumharða ána sem ber
hana í burtu. Steinrunnin
hverfum við sjónum hennar.
Hér er það orðalagið „kasta fyrsta
steininum" sem rifjar upp sögu af
því að siðavandir menn ætluðu að
grýta hórkonu (Jóh. 8,3-11), en Jesús
sagði: „Sá yðar sem syndlaus er,
kasti fyrsta steininum. Varð þá eng-
inn til þess, en þeir sem það gera í
þessu ljóði em eðlilega sýndir sem
steinrunnir, fastir í viðteknum skoð-
unum. En sú sem fyrir grjótkastinu
verður losnar úr slíkum álögum.
Hversvegna? Um aðra konu, ber-
synduga, sagði Jesú (Lúk. 7, 47):
„hinar mörgu syndir hennar em fyr-
irgefnar, því hún elskaði mikið“.
Með öðrum orðum; hún lifir af lífi
og sál, andstæða steinrunninna kon-
formista. Orðin: „Vatnið fossar útum
augun“ minnir í senn á tár hennar
og á fossinn, sem hún væntanlega
fer niður. Aftur er þetta nokkuð vel
heppnað ljóð, samþjappað og sér-
kennilegt. Önnur hrifu mig kannske
minna, en em ekkert slök. Við skul-
um að lokum líta á ljóð þar sem
tómar mótsagnir draga upp mynd
af innantómu lífi, eftirsókn eftir hé-
góma er unnin fyrir gýg:
Fötin skapa manninn
Eftir að hafa ferðast kringum
heiminn
lesið óskrifaðar bækur
horft á svartan sjónvarpsskjá og
haldið orðlausar ræður um hvað
honum finnst
sest hann í helgan stein
flettir tómu myndaalbúmi
um stund og
les af auðum síðum dagbókanna
sem hann skrifaði sjálfur
Vikiiii
FÆST Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM