Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 30
42
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987.
Tilkyrmingar
Stuðkompaníið skýjum ofar
Stuðkompaníið. sem sigraöi á Músíktil-
raununt 'S7. hefur nú hlióðritað fjögur lög
sem komin eru út á hliómplötunni Skvium
ofar. Stuðkontpaniið hlióðritaði tónlist
sína1 í Hlióðrita undir stiórn Gunnars
Smára Helgasonar i jtinímánuði sl. Lögin
eru öll fruntsamin af bræðrunum Karli og
Atla Örvarssyni en flestir textar eru eftir
Karl. Lögin fjögureru Tunglskinsdansinn.
Allir gerðu gys að mér. Hörkutól stíga
ekki dans og Hér er ég tallir syngia meði.
Stuðkompaníið er fimm manna sveit: Karl
Örvarsson. söngvari og leikur auk þess á
saxafón. Örvarr Atli Örvarsson. leikur á
hljómborð og trontpet auk þess að syngia
bakraddir. Magni Friðrik Gunnarsson
annast gitarleik og söng. -Jón Kiartan Ing-
ólfsson er bassaleikari og svngur ennfrem-
ur radriir og Trausti Már Ingólfsson ber
bumbur og þenur raddböndin að auki.
Stuðkompaníið er frá Akureyri og hefur
verið starfrækt í nintt ár. Nýlega er komin
út kassetta með lögum plötunnar á ann-
arri hliðinni og tónlist Greifanna af
plötunni Sviðsmynd á hinni. Ctgefandi er
Steinar hf.
Eldri borgarar í stuttri
lýðháskóladvöl í Danmörku
Skólaganga er ekki lengur forréttindi
unga fólksins. Endurmenntun fólks á öll-
um aldri eykst sífellt og gerist með ýmsum
hætti. Nú er eldri borgurum boðið að
dveljast tvær vikur í sumar á lýðháskóla
i Danmörku og kynnast þar siðum. menn-
ingu og sögustöðum. Námskeiðið verður
6. 19. ágúst í Vrá-lýðháskólanum á Jót-
landi. 20 íslendingar komast þar að en auk
þess verða nemendur frá Svíðþjóð og Nor-
egi. Fararstjórar verða þau sr. Lárus
Halldórsson og Dónthildur Jónsdóttir.
safnaðarsvstir í Hallgrímssókn. en heimá-
menn í Vrá annast fræðsludagskrána sem
að siáifsögðu er miðuð við reynslu og að-
stæður eldra fólks. Aðstoð verður veitt við
túlkun ef þarf. Ferðákostnaður verður kr.
33.000. Af því er flugferðin kr. 10.000 en
fæði. gisting. aðrar ferðir og leiðsögn kr.
17.000. Dómhildur Jónsdóttir veitir nánari
upplvsingar og annast skráningu í síma
39965.
SÉRKORT
SPECIAL MAP SPESIALKART
SPE2IALKARTE
HÚSAVÍK / MÝVATN
LANDMÆUNGAR
ÍSIANDS
ísland og Evrópubandalagið
Öryggismálanefnd hefur gefið út ritgerð
eftir Gunnar Helga Kristinsson stjórn-
málafræðing og ber hún lieitið ísland og
Evrópubandalagið. I ritgerðinni er fiallað
um ýmis atriði tengd samskiptum íslands
við Evrópubandalagið. Eftir inngöngu
Portúgala og Spánveria í bandalagið 1986
er Island háðara Evi-ópubandalaginu um
utanríkisviðskipti sín en nokkurt hinna
Norðurlandanna fyrir utan Noreg og mun
Bókin utan vegar
Bókrún hf.. útgáfufélag. hefur gefið út
ljóðabók sem nefnist Bókin utan vegar
eftir Steinunni Eyjólfsdóttur. orta í minn-
ingu sonar hennar sem lést af slysförum.
Bókin utan vegar er 50 bls. kilja í litlu
broti. I henni eru 19 ljóð sem höfundur-
inn. Steinunn Eyjólfsdóttir. fylgir úr hlaði
með tileinkuninni ..Til allra foreldra sem
missa börnin sín af slysförum. Og til allra
hinna. Þessi ljóð yrkir hún í minningu
sonar síns. Leifs Dags Ingimarssonar. sem
lést 4. maí 1984. Guðrún Svava Svavars-
dóttir listmálari hefur gert teikningar við
nokkur ljóðanna. Ctlit og hönnun bókar-
innar sá Elísabet Cochran um. setning og
umbrot fór fram í Leturvali. filmuvinna
og prentun hjá Grafík og band annaðist
Félagsbókbandið. Þetta er fimmta bók
höfundar. Bókin L'tan vegar er í litlu upp-
lagi og er hluti þess tölusettur og áritaður
af höfundi. I Reykjavík er bókin til sölu
hjá bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar
og Máli og Menningu auk Forlagsins.
Ennfremur á fáeinum bóksölustöðum úti
á landi.
Spakmælið
Að vera viðbúinn er mikils virði, aó kunna að bíða er
meira virði, að gæta hins rétta augnabliks er alls virði.
A.Schnitzler.
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð við andlát og
útför
INGU NILSEN BECK
frá Reyðarfirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og öðru
starfsfólki á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað.
Kristinn Beck
Kristní Beck
og fjlöskylda
I gærkvöldi
Björk Haraldsdóttir, nemi í arkitektúr:
Útvarpsrásimar fýrir neðan allar hellur
..Ég horfi ntjög lítið á sjónvnrp
enda hef ég takmarkaðan áhuga á
flestu því seni þaö hefur upp á að
bjóða. Ef ríkissjónvarpið sýndi meira
fi'á lista- og menningárlífi og svo
auðvitað eitthvað tun arkitektúr þá
myndi viðhorf mitt kannski breytast
og ég tæki upp á því að sitja fyrir
framan kassann á kvöldin.
Stöð 2 fær alveg að vera í friði
fvrir mér því enginn afruglari er á
heimilinu. Ég horfi heldiu- ekki á
óruglaða hlutann þannig að ég veit
í raun ekkert imi dagski'á hennar.
Annai-s finnst mér að fólk ætti að
gera meira að því að fá sér góða
göngutúra og fara eitthvað út í nátt-
úruna. í staðinn fyrir að hanga yfir
vonlausu sjónvarpi.
Það lyftist á mér brúnin við að fá
allar þessar útvarpsrásir og ég hélt
að nú yrði loks hægt að finna eitt-
hvað fi'rir alla. En hvílík vonbrigði.
Björk Haraldsdóttir.
Tónlistin á öllum rásunum er fyrir
neðan allar hellur. Það er eins og
þeir eigi aðeins um 50 plötur sem svo
eru spilaðar aftur og aftur, liggur
við í sömu röð. Ef ég mætti koma
með smáráð þá myndi ég ráðleggja
þáttargerðamönnum að gefa vin-
sældalistunum aðeins írí og líta t.d.
á Underground listann í Bretlandi.
Því þrátt fyrir ungan aldur eru þess-
ar rásir allar orðnar feriega þreyttar.
Slúðurfréttimar á Stjömunni em
eina viðleitnin til að gera eitthvað
öðmvísi og það er alltaf af hinu góða.
Ég er fór í bíó um daginn og sá
Platoon sem er magnþrungin mynd.
Samt sem áður finnst mér búið að
þurrausa þennan stríðsmyndamark-
að. Svo verð ég að minnast á
kvikmyndina Betty Blue sem verið
er að sýna núna. Þessi mynd er al-
veg frábær. Það ættu allir að splæsa
200 kr. og skella sér á hana.“
háðara því en það hefur verið nokkrum
einstökum markaði á lýðveldistímanum.
Þetta felur m.a. í sér að ákvarðanir sem
teknar eru innan bandalagsins hafa sífellt
meiri áhrif á íslandi. Ritgerðin er í fjölriti
og er 125 bls. að stærð. Hún er til sölu í
helstu bókaverslunum en má einnig fá i
póstkröfu frá skrifstofu Öiyggismála-
nefndar. Laugavegi 26.
Greifarnir gefa út hljómplötu
Hliómsveitin Greifarnir senda nú frá sér
sína aðra hljómplötu sem kallast Sviðs-
mynd. A plötunni eru lögin Ast. Framan
við sviðið og Frvstikistulagið. Fjórða lagið
sem platan geymir nefnist Þyrnirós. Greif-
arnir hafa verið önnum kafnir allt frá því
í júníbyrjun við tónleika og dansleikja-
hald. Þess má geta að efni plötunnar
Sviðsmynd kemur einnig út á kassettu og
mun tónlist Stuðkompanísins vera á ann-
arri hliðinni en tónlist Greifanna á himii.
Steinar hf. gefa plötu Greifanna út.
Sérkort af Húsavík/Mývatn
Nýtt sérkort. Húsavík/Mývatn. í mæli-
kvarðanum 1:100.000. er komið út hjá
Landmælingum Islands. Á kortinu eru
sýnd öll helstu útivistarsvæði í nágrenni
Húsavíkur og Mývatns. eins og Ásbyrgi.
þjóðgarðurinn vestan Jökulsár á Fjöllum
og Dettifoss. svo dæmi séu nefnd. Kortið
fæst bæði flatt og brotið í kortaverslun
Landmælinga Islands. Laugavegi 178, og
á öðrum helstu útsölustöðum korta. Fleiri
sérkort eru komin út í mælikvarðanum
1:100.000. svo sem kort er sýnir gönguleið-
ir á Hornströndum og í Skaftafelli. Til eru
önnur sérkort. m.a. Þórsmörk/Land-
mannalaugar. Þingvellir, Hekla, Mývatn,
Vestmannaeyjar og Suðvesturland. Einnig
eru komnar út 23 nýjar útgáfur af Atlas-
blöðum í mælikvarðanum 1:100.000. I
kortabúðinni að Laugavegi 178 fást auk
þessara sérkorta önnur kort er gefin hafa
verið út hjá stofnuninni. Einnig fást öll
helstu ferðakort á um 200 útsölustöðum
um land allt.
Hverítu iiákvæmar
eru 3pár fiskifræftíngs
Tölvfín velur
pakkningarnsr
Soffaníaa Cecilsson
í viötali
Kvótasala - Kvótakaup
Sjávarfréttir,
2. tbl. 1987, eru nýkomnar út. Meðal efnis
í blaðinu er: Siðleysi eða eðlileg viðskipti?
Úttekt Sjávarfrétta á eðli og umfangi við-
skipta með óveiddan fisk í sjónum, m.ö.o.
kvótasölu. f>á er í blaðinu grein þar sem
kannað er hversu góðir spámenn fiski-
fræðinnar eru. „Lögbrot ráðherranna hafa
kostað mig tugi milljóna“ er yfirskrift
gustmikils viðtals við Soffanías Cecilsson,
útgerðarmann og fiskverkanda í Grundar-
firði og formann Sambands fiskvinnslu-
stöðvanna. Fjallað er um tölvuforrit sem
Reiknistofa Háskóla íslands hefur gert og
kemur á markað á næsta ári. Þá er í Sjáv-
arfréttum grein um flatfiska eftir Gunnar
Jónsson fiskifræðing, íjallað um nýja út-
tekt Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins
á arðsemi lifrarniðursuðu. Stærsta laxeld-
isstöð landsins, íslandslax hf., heimsótt og
Vilhjálmur Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Vogalax, ritar um markaðsmál
eldisfisks og möguleika íslendinga í því
efni. Ritstjóri Sjávarfrétta er Guðjón Ein-
arsson en útgefandi Frjálst Framtak hf.
Flateyri:
Nýr Esso-skáli
Nyi Esso-skalinn a Flateyri.
DV-mynd Reynir Traustason
Reynir Traustasan, DV, nateyri:
Nýlega var opnaður nýr Esso-skáli
á Flateyri. Skálinn stendur við inn-
keyrsluna í bæinn og þykir mörgun
prýði af.
Hjónin Guðjón Jónsson og Jóhanna
Snæfeld reka skálann fyrir eigin
reikning.
I stuttu spjalli við DV kvaðst Jó-
hanna mjög ánægð með nýja skálann
sem er um 100 fermetrar að stærð, en
gamli skálinn sem var eins konar
gestaþraut fyrir ferðafólk að finna
neðst á Eyrinni var helmingi minni,
eða um 50 fermetrar.
Auk þess að selja bensín og allar
algengustu bílavörur bjóða þau hjón
upp á allt helsta svokallaða „sjoppu-
fæði“. Skálinn er opinn frá klukkan
10 á morgnana til klukkan 23 á kvöld-
in og kvaðst Jóhanna myndu kapp-
kosta að veita sem besta þjónustu.
Hornafjorður:
Heilsugæslustöðinni
gefin eymasmásjá
Júlia huslaitd, DV, Hofn;
Nýlega barst Heilsugæslustöðinni á
Höfn eymasmásjá að gjöf frá Lions-
klúbbi Hornafjarðar. Þessi smásjá
kemur að góðum notum á margan
hátt, til dæmis við athugun á eyma-
sjúkdómum, fíngerðum og nákvæmum
saumum, einnig við að ná aðskota-
hlutum úr auga eða holdi.
Lionsmenn á Höfn hafa áður fært
Heilsugæslustöðmni röntgentæki,
framköllunarvél, sjúkraþjálfunar-
bekk, augnskoðunartæki og eyrna-
mælingartæki.
Eymasmásjáin kostaði 220 þúsund
og afhenti Hákon Valdimarssön, for-
maður LKH, Stefáni Finnssyni
héraðslækni tækið.
Ekið á gangandi mann:
Lýst eftir ökumanni
Ekið var á gangandi vegfaranda
á Fríkirkjuvegi aðfaranótt sunnu-
dags. Slysið varð klukkan rúmlega
eitt. Vitað er að það var lítill, Ijós
fólksbíll sem ók á manninn og öku-
maðurinn var ung, ljóshærð og
stuttklippt stúlka. Hún kom út úr
bíl sínum eftir að hafa ekið á mann-
inn og talaði nokkur orð við hann.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort stúlkan
fór af slysstaö vísvitandi.
Maðurinn, sem ekið var á, er tutt-
ugu og þriggja ára og fór hann með
leigubíl á slysadeild. Mun hann vera
illa tognaður og jafnvel er talið að
vöðvar hafi rifnað. Ixigreglan skorttr
á stúlkuna, sem ók hílnum, að hafa
samband við slysarannsóknadeild
lögreglunnar.
-sme