Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987.
Fréttir
Fjávfög ríkis-
ins upp á 54
milljarða
- eða 7 milljörðum lægri en óskalisti ráðuneytanna
Það lætur nærri aö niðurstöðutölur
frumvarps til fjárlaga ríkisins fyrir
1988 veröi um 54 miiljarðar króna. Það
er um 30% hækkun frá gildandi fjár-
lögum þessa árs. Ef farið hefði verið
eftir upphaflegum óskum ráðuney-
tanna hefði niðurstaðan orðið rúmlega
7 milljörðum króna hærri. Sú upphæð
var skorin af þeim.
Fjármálaráðherra, sem ekki var
einu sinni búinn að fá niðurskurðar-
hnífinn frá Verslunarráöinu, skar 6
milljarða króna af óskum ráðuneyt-
anna áður en hann lagði fyrstu heild-
artillögumar að fjárlagafrumvarpinu
fram. Síðan voru 600 milljónir skomar
af í viðbót. aðallega af launalið allra
ráðuneytanna, en í launaáætluninni
var áður áætlað fyrir útgjöldum um-
fram svokallað rautt strik 1. október.
Þá var áætlun um niðurgreiðslur á
búvörur lækkuð um 200 milljónir
króna, en það var gert vegna breytinga
á niðurgreiðslunum frá upphaflegum
útreikningi, að sögn Magnúsar Péturs-
sonar hagsýslustjóra. Loks var skorið
af fé til húsnæðiskerfisins um 300-400
milljónir króna, sem hækkar þó mikið
á miUi ára vegna áætlana um að láta
eignafólk sitja á hakanum við lána-
úthlutanir framvegis.
Það vora einnig breyttar reiknings-
forsendur sem gerðu ríkissljóminni
mögulegt að hækka áætlaða inn-
heimtu tekjuskatts á einstaklinga um
600 milljónir króna eða meira. Upphaf-
legi útreikningurinn miðaðist við
lægri tekjuspár en nú era taldar nærri
lagi. Svo mjög hafa horfumar breyst
frá því f vor. Þetta era skýringar hag-
sýslustjóra sem staðfesti þó ekki tölur
í þessu sambandi.
Þessar 800 milljónir króna, sem
„fundust“ á liðunum niðurgreiðslur
og tekjuskattur við lokaafgreiðslu fjár-
lagatillagnanna, svo og 600 milljónim-
ar sem skomar vora af launaliðnum
fyrr, léttu ríkisstjóminni auðvitað
mjög það verkefni að stoppa í fjár-
lagagatið. Það er þó enn hátt í 1.300
milljónir króna eins og raunar var
stefnt að eða 0,5% af áætlaðri lands-
framleiðslu á næsta ári. Áður hafa
birst í fjölmiðlum fréttir um að niður-
stöðutölur fjárlagafrumvarpsins væru
60 milljarðar króna. Magnús Péturs-
son hagsýslustóri staðfesti að þær
væra rangar.
-HERB
Steingrímur Hermannsson á allsherjarþinginu í New York:
Bauð leiðtogum
risaveldanna að
koma til íslands
Steingrímur Hermannsson sést hér á milli Giulio Andreotti, utanrikisráð-
herra Ítalíu, og Constantine Zeppos, sendiherra Grikklands hjá SÞ, á fundi
utanríkisráðherra NATO-ríkja með Reagan Bandaríkjaforseta í gær.
DV-simamynd Ólafur Arnarson
Ólafur Amaison, DV, New Yorlc
í ræðu, sem Steingrímur Hermanns-
son utanríkisráðherra hélt á allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna síöla
dags í gær, bauð hann leiðtogum risa-
veldanna aö koma til íslands sem ætti
að vera griðarstaður þeirra sem væra
að leita að friði í heiminum.
Steingrímur sagði í ræðu sinni að
allsherjarþingið væri orðið vettvangur
deilumála og að ríki, sem flest til-
heyrðu valdablokkum og væra með
fyrirfram ákveðnar skoðanir í flestum
mikilvægum málum, stæðu í harðvít-
ugum deilum fremur en að þar væri
reynt að finna lausn á þeim vandamál-
um sem hrjá mannkyn.
Steingrímur sagði að íslenska sendi-
nefndin á þessu allsherjarþingi myndi
ekki taka þátt í slíkum deilum heldur
virða rétt hverrar þjóðar til að fara
með eigin mál svo fremi sem það væri
innan ramma alþjóðalaga og án tjóns
gagnvart öðrum.
Steingrímur færði hamingjuóskir
íslendinga til Mið-Ameríkuríkja vegna
nýgerðs friðarsamnings og hvatti allar
þjóðir til að styðja þann samning.
í ræðu sinni vék Steingrímur að
umhverfismálum og lýsti sérstökum
áhyggjum vegna mengunar sjávar af
völdum úrgangs.
Steingrímur ræddi um hvalamáliö
án þess að nefha nokkum tíma hvali.
Sagði hann að íslendingar myndu
virða rétt hverrar þjóðar til að nýta á
eðlilegan hátt auðlindir sínar. Sagði
Steingrímur að íslendingar höfnuðu
afskiptum sjálfskipaðrar lögreglu,
hversu valdamikil sem sú þjóð væri.
„Þeir kasti ekki steinum sem í gler-
húsi búa,“ sagði hann. Hér var Stein-
grímu greinilega að senda Bandaríkja-
mönnum alvarlega sneið vegna
hegðimar þeirra í hvalamálinu.
í lok ræðu sinnar fjallaði Steingrím-
ur um afvopnunarmál og leiðtoga-
fundinn sem haldinn var á íslandi
fyrir ári. Sagði hann að það hefði ver-
ið sönn ánægja að geta tekið á móti
leiðtogunum og með því móti veitt
dálítið framlag til fnðar og afvopnun-
armála.
Steingrímur fagnaði þeim árangri
sem nú hefur náðst í afvopnunarmál-
um og sagði að íslendingar treystu því
að þessu yrði fylgt eftir með frekari
fækkun kjamorkuvopna.
Að lokum sagði Steingrímur að ís-
land myndi alltaf standa opið þeim
sem vildu stuðla að friði og bættu lífi
á þessari jörð. Sagðist hann vilja sjá
land sitt verða að griðarstað þeirra
sem vildu hittast í friði til aö leita
lausna á þeim vandamálum sem hrjá
mannkynið. í þeim tilgangi sagðist
hann ekki einungis bjóða leiðtoga stór-
veldanna velkomna heldur og alla
aðra til íslands.
Ræðuhöldum hjá Sameinuðu þjóð-
unum í gær var sjónvarpaö beint hjá
CSPAN sem allajafna sjónvarpar beint
frá bandaríska þinginu.
200 i
Verð á ávísanahefti er mismunandi eftir bönkum eins og þetta súlurit
sýnir glögglega.
Þjónustugjöld banka og sparisjóða:
Helmings
hækkun á ári
eralgeng
I nýútkominni verðkönnun Verð-
lagsstofnunar er að finna könnun á
þjónustugjöldum banka og spari-
sjóða. Athuguð vora þau gjöld sem
stofnanimar innheimta af viðskipta-
vinum sínum vegna útlána, tékka-
reikninga, innheimtu, vanskila og
annars slíks.
Könnunin leiðir í ljós að þjónustu-
gjöld vegna innlendra viðskipta era
í flestum tilfellum hæst hjá Iðnaðar-
bankanum en lægst hjá Landsbank-
anum. Svo dæmi séu tekin er
tilkynninga- og greiðslugjald vegna
skuldabréfa 90 kr. í Iðnaðarbankan-
um en aðeins 39 kr. í Landsbankan-
um. Þama munar 130%. Hefti með
25 tékkaeyðublöðum kostar 175 kr.
í Iðnaðarbankanum en 120 kr. í
Landsbankanum. Þama er munur-
inn 46%.
í greinargerð Verðlagsstofhunar
segir að hlutfallsleg þóknun vegna
útlána, sem áður var ákveðin af
Seðlabankanum, hafi hækkað um
50-60% á einu ári hjá öllum nema
Landsbankanum.
Hækkun á fóstum gjaldaliðum hef-
ur einnig hækkað mjög mikið.
Algengt er að gjaldaliðir hafi hækk-
að um 50% síðastliðið ár en föst gjöld
vegna vanskila hafa hækkað um
160-170%. Þessi hækkun er þó mis-
jöfn vegna þess að gildistími gjald-
skráa er breytilegur eftir bönkum.
Hækkunin er þó mun meiri en al-
mennar verðhækkanir á tímabilinu.
Til að auðvelda viðskiptamönnum
banka og sparisjóða að afla sér upp-
lýsinga um þjónustuverð hefur
Verðlagsstofhun ákveðið að stofnun-
unum verði skylt að láta gjaldskrár
Uggja frammi á áberandi stað á öll-
um afgreiðslustöðum frá og með
fyrsta október.
-PLP
Gagn og gaman
Það var ekki amalegt að aka aust-
ur fyrir fjall í allri fegurðinni á
laugardaginn var. Það gustaði að
venjuá hlaðinu í Skálholti og það
ofii nokkrum vonbrigðum að kaffi-
salan var lokuð. Það setti því að
manni dáUtinn hroU á meðan beðið
var eftir að tónleikar hæfust í kirkj-
unni en þeim seinkaði nokkuð vegna
samgöngutruflana. En svo kom að
Tónlist
Leifur Þórarinsson
því og maður var fljótur að gleyma
sér í leik Roberts Áitken sem flutti
okkur nokkur sólóverk fyrir flautu.
Þar bar hæst verk eför óbósnilling-
inn svissneska, Heinz HolUger, sem
af einhveijum ástæðum kallast
+ (air)e. Þetta er ótrúlega fjölbreytt
og fagurformuð stúdía í blásturs-
tækni og tjáningu, ævintýri í veik-
um, hárfínum blæbrigðum. Og
Aitken blés í þetta lifandi Ufi af sinni
alkunna næmi og öryggi. Önnur
verk vora furðuleg g moU aría með
Uggjandi dominant í orgeU eftir Leu
Harrison, svona hálfgert barokkgrín
og Icicle, skemmtilegt verk eftir Ait-
ken sjálfan og loks Kalais eftir
Þorkel, sem er „nútíma klassík". Þaö
er mikiU fengur að svona gestum
eins og Aitken, hann spilar eins og
engill og fræðir menn um leið af ljúf-
mennsku og elskusemi. Megi hann
koma sem oftast.
Sama má væntanlega segja um tvo
gesti frá Ungveijlandi, tónskáldið
Dubrovay og trompetsniIUnginn
György Geiger. Sá síðamefndi lék
þama konsert fyrir trompet og
strengjasveit (ásamt UNM-strengja-
sveitinni undir stjóm Reedmans)
eftir þann fyrmefnda og þó verkið
væri kannski, þegar aUt kom til aUs,
heldur þunnar trakteringar var þar
margt brelUð og bráðfyndið að
heyra. Og þar með var þessari hátíð
ungra norrænna músíkanta lokið að
þessu sirrni og hafa vonandi margir
haft af henni gagn og gaman.