Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. Útlönd Spandaufangelsið jafhað við Jörðu Hafist var handa á mánudaginn aö jafna við jörðu Spandaufangclsið í Vestur-Berlin þar sem Rudolf Hess var í haldi í flörutíu ár eða þar til hann lést þann 17. ágúst síðastliðinn. Bandalagsríkin flögur, Bretland, Frakkland, Sovétrikin og Bandarik- in, komu sér saman um að eyðileggja fangelsið að Hess látnum til þess að það yrði ekki helgidómur nasista. Verðir eru við fangelsiö til þess að enginn komist þar aö til að krækja í minjagripi. Byggja á verslunar- og afþreying- armiðstöð fyrir breska hermenn og fjölskyldur þeirra á þeim stað sem fangelsið var. Indverskar konur mótmæla bálför Hópur indverska kvenna safiiaöist saman í gær í Nýju Delhí tíl þess aö mótmæla þeim stuðningi sem al- menningur sýndi er ung kona lagöist á bálköst við útfór manns síns og lét sig brenna til bana. Gengu konumar að bústað innan- ríkisráðherrans, Buta Singh, en voru stöðvaðar þar af lögreglu- mönnum. Hætta ekkl friðarbaráttunni I sex ár hafa nokkrar konur mótmælt kjamorkuvopnum fýrir utan hliö bandarísks herflugvallar í Greenham f Englandi Eftir nokkrar vikur gæti farið svo að hinar níutíu og sex stýriflaugar, sem þar eru geymdar neðanjarð- ar, verði meðai þeirra eldflauga sem samið verður um eyðileggjngu á er leiðtogar stórveldanna koma saman i haust En Greenham-konumar ætla samt ekki að gefast upp. Segja þær samn- inga þessa aðeins vera dropa í hafið og benda á að aðeins tveimur klukku- stundum eftir að tilkynnt var um bráðabirgðasamkomulagið hafi Reagan Bandaríkjaforseti gert grein fyrir áætlun um aö hraða ætti rannsóknum í sambandi við stjömustríðsáætlunina. Uppkast að stwmarskrá Forseti Suöur-Kóreu, Chun Doo Hwan, undirritaði í gær uppkast að nýrri sfjómarskrá þar sem gert er ráð fyrir opnum forsetakosningum, meiri mannréttindum og ritfrelsi Chun mun láta af embættí í febrúar á næsta ári eftir sjö ára valdatimabil. Tveir helstu stjómarandstæðing- arnir í Suður-Kóreu komu sér á mánudagúm saman um að reyna að ákveða í þessum mánuði hvor þeirra æatti að bjóða sig fram til kosning- ann? í desember en þá verður kosið um eftirmann núverandi forseta. Fývsti farþegakafbáturinn Fyrsti kafbáturinn fyrir farþega hefur verið byggður í Finnlancli fyrir bandarískt fyrirtæki, Rými er í bátnum fyrir öörutíu og srjö farþega og tvo áhafnarmeðlimi Kafbáturiim mun eiga að vera í siglingum i kringum Saipan eyju við Japan. Vinir og vandamenn belgískra sjóliða kveðja þá er þeir leggja úr höfn í Ostend i Belgíu áleiðis til Persaflóa þar sem þeir munu slæða eftir tundurduflum. Lögðu þeir úr höfn um svipað leyti og átökin á Persaflóa hörðnuðu. Gerðar voru árásir á skip og lét einn breskur sjóliði lífið og fjórir íranskir. Simamynd Reuter Bandarísk árás á íranskt skip Irönsk yfirvöld tilkynntu í morgun að bandarískar þyrlur hefðu gert árás á íranskt flutningaskip á Persaflóa. Kom sú tilkynning aðeins nokkrum klukkustundum eftir að bandaríska vamarmálaráðuneytið hafði tilkynnt um árás á íranskt skip er var að leggja tundurdufl. Árásin á íranska skipiö var gerð nokkru eftir að íranskur bátur hafði gert árás á breskt olíflutningaskip með þeim afleiðingum að það kviknaði í því. Átök þassi urðu til þess að verð á olíu hækk„ði í gær. Talsmaður bandaríska vamarmála- ráðuneytisins sagði að tvær þyrlur hefðu skotið á íranska skipið. Er þetta í fyrsta skiptí frá því að skipavemd bandaríska flotans hófst á Persaflóa fyrir tveimur mánuðum að Banda- rikjamenn skjóta á og hitta íranskt skip. Fjórir íranir létu lífiö í árásinni og fjórir særðust. Utanríkisráðherra Breta, Geoffrey Howe, sagði á mánudaginn að hann hygðist ekki fjölga í breska flotanum þrátt fyiir árásina á breska olíuflutn- ingaskipið Gentle Breeze. Einn sjóliði lést í árásinni cghuiir áhafnarmeðlim- ir tuttugu hafa nú yfirgefiö brennandi skipið. Árásimar áttu sér stað skammt frá Bahrain þar sem Bandaríkjamenn hafa stóra birgðastöð. Utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Edvard Sé- vardnadze, sagði að árás Bandaríkja- manna á íranska skipið sýndi augljóslega þá hættu sem því væri samfara að fjölga í flotanum á flóan- um. Þess vegna væm Sovétmenn á móti því að her væri staðsettur á Persaflóasvæðinu þar sem slíkt gæti ekki leitt til neins góðs. Búist er við að Khameini, forseti ír- ans, gefi lokasvar Irana við tilmælum Öryggisráðsins um vopnal Jé í ræðu á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Kjamorkusprengjur í Suður-Afnku Suður-Afríka hefur nú falhst á að skrifa undir samning Sameinuðu þjóðanna frá 1970 um fækkun kjamavopna en marga hafði grunað að þeir hefðu yfir slíkum vopnum að ráða. Forseti Suður-Afríku lýsti þessu yfir í gær í kjölfar tillögu Nígeríu- manna um að þeim yrði meinað sæti á þingi Alþjóðakjamorkumála- stofnunarinnar sem nú stendur í Vínarborg. í yfirlýsingu Botha segir aö stjóm sín vonist til að geta skrifað undir samninginn fljótlega og að tekin hafi verið ákvörðun um að ganga til við- ræðna um þessi mál. Skrifi Pretóríu- stjóm undfr þýðir það að hún verður að leyfa eftirUt með kjamorkuvopn- um sínum en til þessa hefur hún neitað að hleypa nokkrum í stærstu framleiðsluver sín. Um 1979 námu bandarískir gervi- hnettir dullarfuUan glampa yfir Suður-Atlantshafi og var taUð víst að þama væri tílraunasprenging á feröinni. í kjölfar þessa vom Suður- Afríka og ísrael, sem hefur ekki heldur samþykkt samninginn, sök- uð um að vera með tilraunaspreng- ingar. FuUtrúar á þingi Alþjóðakjam- orkumálastofnunarinnar í Vín töldu að með þessu væri Botha aðeins að slá umræðu um tUlögu Nígeríu- manna á frest en þeir síðamefndu segjast hafa áreiðanlegar heimUdir fyrir því að um tílraunasprengingar hafi verið að ræða og að Suður- Afr- íka hafi komið sér upp aðstöðu tíl prófana. Gelli gef- ur sig fram ítalski fjármálamaðurinn Licio GeUi gaf sig fram í Genf í gær eftfr að hafa verið á flótta í meira en fjögur ár. GeUi, sem er flæktur í einhveija stærstu glæpi sem þekkst hafa í Evr- ópu, slapp úr einhveiju ömggasta fangelsi í Sviss 1983. Hans hefúr verið leitað síðan. GeUi er ákærður fyrir hryðjuverk, fjöldamorð, hrun stórbankans Banco Ambrosiano auk þess sem hann var leiðtogi hinnar Ulræmdu frímúrara- hreyfingar P2. Að sögn lögfræðings GeUis var ástæða þess að hann gaf sig fram sú að hann væri tekinn að lýjast á flóttan- um og vUdi ekki enda æfi sína í útlegð auk þess sem heilsan væri tekin að bUa. ítalski fjárglæframaðurinn Licio Gelli. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.