Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. 11 Uflönd Hjálparstarfiö í Bangladesh er nú betur skipulagt en oft áður. Simamynd Reuter Ekkert lát á flóðunum ]on Omnir HaMóraaan, DV, Landcn: Yfirvöld í Bangladesh hafa ákveðið að hækka tekjuskatt og skatt á lúxus- vörum tíí þess aö flármagna hjálpar- starfið vegna flóðanna. Ekkert lát er á flóðunum og tuttugu og fimm milljónir manna eru heimilis- lausar eða í stórfelldum vandræðum vegna verstu flóða í sögu landsins. í flóð- unum fyrir þrettán árum fórust þijú hundruð þúsund manns á nokkrum vikum en tala þeirra sem látist hafa nú vegna flóðanna er miklu lægri, senni- legt er að einungis nokkur þúsund manns hafi týnt lífi fram að þessu. Töl- ur stjómarinnar um þessi efrii eru gjörsamlega marklausar en þær hafa þó verið hækkaðar í talsvert á annað þúsund. Her landsins hefúr staðið sig til muna betur en áður við hjálparstarf þetta og hefúr orðið til þess að stjóm landsins er ekki talin eins völt í sessi og hún var rétt áður en flóðin dundu yfir. Ekki er þó rétt að spá neinu um framvindu stjómmála í þessu fátækasta og þétt- býlasta landi veraldar. Stjómarskipti í Bangladesh hafa jafii- an farið fram með þeim hætti að forset- inn er myrtur og herforingjar beijast síðan um völdin. Stjómarandstaða landsins er leidd af tveimur konum og er önnur þeirra dóttir fyrsta forseta landsins sem var myrtur árið 1975. Hin er ekkja annars forseta landsins sem var myrtur árið 1981. Þessar konur, Sheik Hasina og Káaleda Zian, hafa gagnrýnt stjómina mjög að undanfómu fyrir lélega framgöngu við björgunar- starfið en fáir trúa því þó að þær eða flokkar þeirra hafi upp á eitthvað skárra að bjóða. 150 þúsund í sekt fyrir að reykja GSsh GuömimdsBcn, DV, Ontario: Þeir sem reykja í flugvélum á flug- leiðum, sem tekur skemur en tvær klukkustundir að fljúga, mega nú eiga von á ailt aö hundrað og fimm- tíu þúsund króna sekt. Tekur regla þessi gfldi í Kanada í desember næst- komandi. Einnig mega flugfarþegar, sem halda áfram að reykja þrátt fyrir tii- mæli annarra farþega og áhafnar, eiga von á því að vera reknir úr flug- vélinni, ekki kannski þegar hún er í loftinu heldur ef og þegar hún þarf að millilenda. Þessar reglur segja talsmenn flug- félaganna vera eðlilega afleiðingu aukinnar aðsóknar í reyklaus sæti. Annars er nú mikil umræða í gangi í Ontario um hvort ekki eigi aö banna reykingar á vinnustöðum og opinberum stofnunum í kjölfar skýrslu sem gaf dökka mynd af því hve hættulegur vindlingareykur er fyrir þá sem ekki reykja. Danir óánægðir með ummæli Strauss Gizur Helgaaan, DV, Liibedc Forsætisráðherra Bæjaralands, Franz Josef Strauss, hefur látiö þau orð falla að íbúar norður-þýska sam- bandsríkisins Schleswig-Holstein skuli gæta þess vel að láta Dani ekki ráða ferðinni í stjómmálum. Strax að kosningunum loknum, sem haldnar vom þar fyrir viku, varaði Strauss kollega sína í norðri við að láta danska fulltrúann í þinginu í Kiel fá of mikil völd. íhaldsmenn töpuðu gífurlegu fylgi í kosningunum og veröa að fá stuðning Frjálslynda flokksins og fulltrúa Dana, Karls Ottos Mayer, ef þeir vilja halda áfram um stjómartaumana. Fjölmargir Danir em búsettir í Schleswig-Holstein og þykir þeim kenna gamals þjóðarhroka í ummæl- um íhaldsmannsins Strauss. Flokkur Karls Ottos Mayer er nú að velta því fyrir sér hvort eigi að senda Strauss örfáar spumingar, meðal annars um hvort í lagi sé að Danir, búsettir í sam- bandsríkinu, borgi skatt til ríkisins og gegni herþjónustu. I Schleswig-Holstein eru margir Danir búsettir og hefur Franz Josef Strauss áhyggjur af að þeir muni ráöa feröum i stjómmálum þar eftir nýafstaönar kosningar. Aðalfundarboð Aðalfundur Byggung í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 28. september 1987 kl. 20 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Vinningstölurnar 19. september 1987. Heildarvinningsupphæð: 4.547.571 1. vinningur var kr. 2.278.006,- og skiptist hann á milli 2ja vinningshafa, kr 1 139 003,- á mann 2. vinnlngur var kr. 6S2.220,- og skiptist hann á 308 vinningshafa. kr. 2.216,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.587.345,- og skiptist á 7383 vinningshafa. sem fá 215 któnur hver. Upplýsingasími: 685111. T LÁTUM SLABBIÐ EKKI EYÐILEGGJA GÓLFTEPPIN OKKAR. PLASTDREGLARNIR ERU KOMNIR. HEILDSÖLUDREIFING: *S. ^úííusson k<Q. 21 SUNDABORG 3-104 REYKJAVÍK SÍMI 685 755 l\IYTT NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST ★ Námskeiðið getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfær- ingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Talið er að 85% af VELGENGNI þinni séu kom- in undir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI - heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting I menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 0 STJÓRIMUIMARSKÓLHVIN Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðm'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.