Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. 17 íþróttir Mikið áfall hjá 1. deildar liði Fram í handknatdeik: Egill kjalkabrotinn Hannes frá í nára - Hannes Leifsson missir af 4-6 leikjum. Egill frá í mánuð? „Eg hef átt í þessum nárameiöslum í tvo mánuði. Þau tóku sig fyrst upp þegar ég keppti á Norðurlandamóti lögreglumanna í Danmörku. Þetta eru þrálát meiðsli en ég held ég geti sagt að ég sé á batavegi" sagði Hannes Leifsson, handknattleiksmaður úr Fram, í viðtali við DV. Hannes Leifsson gekk til liðs við Fram í sumar eftir að hafa leikið með Stjömunni í nokkur ár og verið einn af sterkustu leikmönnum liðsins. Af þessu má vera ljóst að meiðsli Hannes- ar koma til með að veikja Framliðið en stutt er í að íslandsmótið fari að hefjast. „Ég fer til læknis í dag í rannsókn og ég vona að hún leiði gott í Ijós. Það er alveg ljóst að ég kem til með aö missa af 4-6 fyrstu leikjum Fram á íslandsmótinu. Síðastliðinn hálfan mánuð hef ég tekið mér algjöra hvíld frá handbolta," sagði Hannes. „Ég hef einnig verið frá vinnu vegna meiðslanna í tvær vikur. Ég verð að drífa mig í slaginn að nýju því það er ömurlegt og óþolandi að sitja heima og gera ekki neitt,“ sagði Hannes Leifs- son að lokum. Egill kjálkabrotinn „Ég veit ekki hve lengi ég verð frá æfingum og keppni en það er Ijóst að þetta mun taka töluverðan tíma,“ sagði EgiII Jóhannesson í samtali við' DV í gærkvöldi. Egill kjálkabrotnaði fyrir nokkrum dögum og mun örugg- lega missa nokkra leiki með Fram í 1. deildinni. Meiðsli þeirra Hannesar og Egils geta sett strik í reikninginn hjá Fram en liðið hefur óneitanlega orðið íyrir mikilli blóðtöku. -JKS • Egill Jóhannesson er kjálkabrotinn og missir af fyrstu leikjum Fram í 1. deiidinni sem hefst 30. septembr. • Hannes Leifsson á við meiósli aö stríöa i nára og mun ekki leika fjóra til sex fyrstu leiki Fram í 1. deild. • Tony Knapp sést hér stjórna landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum. Til vinstri á myndinni er Sigurður Jónsson, Sheffield Wednesday, en til hægri er Atli Eðvaldsson, Bayer Uerdingen, fyrírliði íslenska landsliðsins. Knapptil íslands? - það segir norska dagblaðið VG Norska dagblaðið Verdens Gang skýrði frá því í gær að Tony Knapp, sem um helgina var rekinn frá Brann, hafi fengið tilboð um að þjálfa íslenska landsliðið í knattspymu. Blaðið segir ennfremur að Ellert B. Schram, formaður KSÍ, sé kominn til Noregs til að ræða málin við Knapp. Blaðið leitar álits Tony Knapps í gær en hann hefur látið hafa það eitt eftir sér að hann vilji ekki tjá sig um málið. • Tony Knapp þjálfaði íslenska landsliðið í nokkur ár og var mjög umdeildur landsliðsþjálfari. Litlar lík- ur verður að telja á því að Knapp verði boðin landsliðsþjálfarastaðan en hann náði þó viðunandi árangri með lands- liðið á sínum tíma. -SK „Með kveðjum frá Torfasyni“ Kristján Bemburg, DV, Belgiu; Öll stærstu dagblöð Belgíu fara lof- samlegum orðum um frammistöðu Guömundar Torfasonar í leiknum gegn gamla félaginu sínu, Beveren, um helgina. Guðmundur skoraði sigur- mark Winterslag og jafnframt eina mark leiksins. „Með kveðjum frá Torfasyni," sögðu tvö dagblöð í fyrirsögnum þegar fiallað var um leik Beveren og Winterslag í gær. Flest dagblaðanna gefa Guð- mundi tvo í einkunn sem þýðir að hann hafi átt góðan leik. Þegar 7 um- ferðum er lokið í 1. deild belgísku knattspymuxmar hefur Winterslag hlotið 6 stig, er um miðja deild. -JKS Greg Norman ennþá bestur Ástralíumaðurinn, Greg Nor- man, er enn talinn fremsti kylfing- ur heims. Hann er í efsta sætinu á lista yfir þá bestu og hefur hlotið 1278 stig. Spánverjinn frægi, Sever- iano Ballesteros, er í öðru sæti og saumar að Norman með 1191 stig. Bemhard Langer, Vestur-Þýska- landi, er þriðji með 1161 stig. Þessir sæti er loks Bandaríkjamaður, Curtis Strange, með 922 stig. • Bandaríkjamaðurinn Gary Hallberg, sigraði á Milwaukee-open golfmótinu sem lauk í gær. Hallberg lék á 269 höggum. Jaíhir í öðm og þriðja sæti urðu þeir Wayne Levi, Bandaríkjunum, og Robert Wrenn, landi hans, á 271 höggi. -SK „VHdu ekki missa ferð til handbottaeyjunnar" - Víkingar leika heima og heiman gegn Liverpool „Það varð að samkomulagi á milli félaganna að leika heima og að heim- an. Leikmenn Liverpool vildu ekki undir neinum kringumstæðum missa af ferð til þessarar stórkostlegu hand- boltaeyju, eins og þeir komust að orði,“ sagöi Hallur Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Vikings, í sam- tali við DV í gær. Víkingar buðu Liverpool aö leika báða leikina ytra eða báða hér á landi en löngun leikmanna að komast til íslands varð yfirsterkari. Eins og kunnugt er drógust Víkingar á móti enska liðinu Liverpool í Evr- ópukeppni meistaraliða í handknatt- leik. Fyrri leikur liöanna verður í Liverpool næstkomandi sunnudag og halda Víkingar utan á laugardaginn. Seinni leikurinn verður í Laugardals- höllinni sunnudaginn 4. október kl. 20.30. Englendingar hafa fram að þessu ekki verið hátt skrifaöir í handbolta- heiminum. Islensk félagslið hafa áður lent á móti enskum félagsliðum og hafa íslensku liðin ávallt farið með öruggan sigur af hólmi. Víkingar eru með fimasterkt lið og má því ætla að leið þeirra í aðra umferð keppninnar verði greið. „Við reiknum með að þetta enska lið kunni ekki mikið fyrir sér á hand- knattleikssviðinu þó að maður eigi aldrei að vanmeta andstæðinginn. Heimavöllur Liverpool er minni en lög gera ráð fyrir og er hann af þeim sök- um á sérstakri undanþágu hjá alþjóða handknattleikssambandinu," sagði Hallur Hallsson ennfremur. „Við fórum utan með okkar sterk- asta lið. Það er þó spumingarmerki með Sigurð Gunnarsson sem er að ná sér af meiðslum. Siguröur lék þó um helgina með liðinu á ReyKjavíkurmót- inu. Hann er allur á batavegi," sagði Hallur Hallsson að lokum. -JKS • Björgútfur Lúðviksson, fram- kvæmdastjórl GR, fékk þann heiður að opna nýja golfvöllinn t Kjósinni og gefa honum nafn. Áöur en Björgúlfur sló upphafs- högglð hér á myndinnl gaf hann veitlnum nafnið Hvammsvöllur. Og eins og sjó mó eru tilburðirn- ir ekki amalegir. DV-mynd G. Bender Sá nýjasti fékk nafnið Hvammsvöllur „Ég get alveg fullyrt að ef vel verður aö málum staöið hér á næstu árum, sem ég efa ekki, þá verður hér einn allra skemmtileg- asti niu holu golfvöllur á landinu,“ sagði Björgúlfur Lúöviksson, framkvæmdasfióri Golfldúbbs Reykjavíkur, í samtali við DV en á dögunum sló Björgúlfur fyrsta höggið á nýjum golfvelli viö Hvamm í Kjós. Björgúlfur gaf vell- inum nafn og heitir hann Hvammsvöllur. Það er hinn þekkti kylfingur, Ólafur Skúlason, framkvæmda- sfióri Laxalóns, sem er maðurinn á bak við hinn nýja golfvöll. FjTsta mótið á golfvellinum, Laxalón- open, stendur nú yfir og eru verðlaun glæsáleg. Geta kylfingar skráö sig til keppni í sima 667023 en mótið stendur yfir í nokkum tíma. „Þetta vallarstæði er mjög glæsi- legt og margar holumar em virkilegar golfholur. Framtiðin er björt varðandi þennan völl og framtak þeirra Laxalónsmanna til mikillar fyrirmyndar," sagði Björgúlfúr en hann lék í fyrsta „hollmu“ ásamt Björgvin Þor- steinssyni, landsliðseinvaldi í golfi. Eins og fram hefúr komið í frétt- um geta íþróttamenn og unnendur útivistar hugsað sér gott til glóðar- innar. Að Hvammi í Hvammsvík er hægt að komast í góða veiði því í lítUli fiöm era um 1650 regn- bogasilungar sem taka eins og þorskar. Þá er ætlunin að koma upp hestaleigu, seglbrettaaðstöðu og einnig að bjóða knattspymu- unnendum upp á góðan knatt- spymuvöIL -SK UEFA-maðurínn var a-þýskur Eins og frara hefúr komið í frétt- um vora Valsmenn í meira lagi óhressir með rússneska dómarann sem dæmdu Evrópuleik þeirra gegn Wisraut Aue í Austur-Þýska- landi í siðustu viku. Nú er komiö fram að eftirlits- maður UEFA á leiknum var heimamaður, Austur-Þjóövetji. Valsmenn eru i meira lagi óhressir með þetta og eru jafrivel taldar lík- ur á því að þeir sendi harðoröa kvörtun til UEFA vegna málsins. Þess má geta aö auk þess að dæma illa var dómarinn með sýn- ingu í boltameöferð á leið sinni til búningsherbergja. Klöppuðu áhorfendur honum lof i lófa og drengur einn færði honum blóm- vönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.