Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. Stjómmál Skoðanakönnun DV: Drjúgur meiri- hluti styður ríkisstjórnina Ríkisstiómin nýtur fvlgis dtjúgs meirihluta landsmanna samkvæmt skoðanakönnun DV um síðustu helgi. Nær tveir þriðju þeirra, sem taka af- stöðu. styðja stjómina. Af öllu úrtakinu styðja 45.5 prósent stjómina. 27,2 prósent em henni and- víg. 22 prósent em óákveðin, og 5,3 prósent vilja ekki svara spumingunni. Þetta þýðir, að af þeim, sem taka afstöðu, styðja 62,6 prósent rikisstjóm- ina, en 37,4 prósent em andvíg henni. Ríkisstjómin nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Hún hefur meira fylgi á landsbyggðinni en Stór- Reykj avíkursvæðinu. Hvað um næstu ríkisstjómir á und- an? Skoðanakannanir DV og fyrir- rennara þess sýndu á sínum tíma, aö stjóm Steingríms Hermannssonar og stjóm dr. Gunnars Thoroddsen áttu hveiðibrauösdaga. Þær fengu mikið fylgi í byijun. Stjóm dr. Gunnars fékk til dæmis fylgi yfir 80 prósent þeirra, sem tóku afstöðu fljótlega eftir mynd- un stjómarinnar. Stjóm Steingríms hlaut í upphafl fylgi 63,5 prósent þeirra, sem tóku afstöðu. Úrtakið í könnuninni nú var 600 manns, og var jafnt skipt milli kynja. Þá var jafnt skipt milli Stór-Reykjavík- ursvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur ríkisstjóminni? -HH Rikisstjórnin á sína hveitibrauðsdaga. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi 273 eða 45,5% Andvígir 163 eða 27,2% Óákveðnir 132 eða 22% Svaraekki 32 eða 5,3% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi stjórninni 62,6% Andvígir 37,4% Með og móti stjórninni Ritið sýnir hlutföllin milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Ummæli fólks í könnuninni Farl á landsbyggöinni sagði, að þing kæmi saman. Karl á Vestur- vegna hækkunar á matvöru. Önnur ríkisstjómin væri ekki mjög traust- landi sagöi, að rikisstjórnin ætti eför kvaðst vera á móti stjórninni og reið vekjandi er rétt væri að leyfa henni að sýna sig. Kona á Reykjavíkur- yflr, hvemig fariö var með Albert. að spreyta sig. Kona sagöist ekki svæðinu sagði, aö stjómin værí Karl kvaöst sjálfstæöismaður en geta gert upp hug sinn, afþvíaðsvo hálfgerður hrærigrautur en allt í ekki fylgja stjórninni. Steingrímur lítið hefði enn reynt á sfjómina. lagi aö iofe hermi að prófa. Karl sagð- ætti aö vera forsætísráðherra, sagði Önnur sagði, að rikisstjómin væri ist fylgjandi stjóminni, þótt hún hana Kona á landsbyggöinni kvað að gera þaö, sem þurft hefði að gera. væri ekki alveg nógu traust Kona á stjómina litið hafa sagt eða gert, en Karl á landsbyggðinni sagði, að Austurlandi kvaðst hafa stutt ríkis- hún væri fylgjandi stjóminni, vildi stjómin hefði ekkert gott gert fram stjómina en stuðningurinn fa:ri leyfa henni að spreyta sig. að þessu. Kona á Reykjanesi kvað minnkandi. Kona á Reykjavíkur- -HH erfittaðdæmaumstjómina.fyrren svæðinu kvaðst andvíg stjóminni í dag mælir Dagfari__________________ Hvalavinir kveljast Hvalavinir hafa liöið nokkrar kvaflr uppi í Hvaifirði að undan- fömu og komist í sviðsljósið fyrir bragðið. Hins vegar hefitr enginn verið drepinn í þessum hvalaslag þegar þetta er skrifað, hvorki hvalir né vinir þeirra. En ef marka má frétt DV í gær mátti ekki miklu muna þegar starfsmenn Hvals hf. skám á líflínu hvalavina. Þessu neitar raun- ar forstjóri Hvals, enda vart í verkahring hvalveiðimanna að skera á líflínur hvala eða hvalavina. Tíminn heldur þvi fram að við höfum unnið stórsigur á Bandaríkja- mönnum í hvalamálinu og þakkar það Steingrími Hermannssyni og Halldóri Ásgrímssyni. Þetta tengist síðan yfirgengilegum ættfræðiáhuga ritstjóra Tímans sem keppist við að rekja ættir Ronalds Reagan norður á Strandir, ef rétt er munað. Þó er þess getið í leiðinni að þetta hafi ekki fengist staðfest úr kirkjubókum vestra þar sem allt sem viðkemur formæðrum Reagans hafi verið flokkað undir leyndarskjöl og í þær komist nú ekki nokkur maður, ekki einu sinni ritstjóri Tímans. Það má hins vegar telja mjög líklegt aö rit- stjóri Tímans hafi komið þessum upplýsingum um ættir Reagans í hendur Steingrími og hann hafi komið því áleiðis til Bandaríkafor- seta að ef hann ekki hætti að skipta sér af hvalveiðum okkar þá muni það fréttast til heimspressunnar að langamma hans hafi verið lausa- leikskrói af Ströndum. Forsetinn hafi síðan af sinni alkunnu skarp- skyggni séð að betra væri að lúffa fyrir Steingrími en að eiga á hættu að vera talinn eiga ættir sínar að rekja til íslands. Að vísu kom DV fyrst með þá frétt að Reagan væri af íslenskum ættum en slíkt telst ekki markvert hjá Framsókn fyrr en Tíminn grípur þetta upp eftir að Indriði G. settist þar í stól ritsjóra. Nú, og svo hélt Steingrímur ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna í nótt sem leið. Ræðu utanríkisráðherra hafa enn ekki verið gerð nægjleg skil í heimspressunni, ef Tíminn er undanskilinn. Hélt maður þó aðjafn- an þegar Steingrímur opnaði munninn kostaði það minnst fimm dálka fyrirsagnir í helstu heims- blöðunum. En svo kemur það jafnvel fyrir bestu menn að segja margt án þess að segja neitt og af slíkum ræðu- höldum segir helst í innsveitarblöð- um. En svo sögunni sé vikið aftur til Hvalfjarðar þá segja hvalavinimir þrir að vistin um borð í Hval 9 hafi verið gífúrlega óþægileg. Fremstur í flokki hvalavina er fyrrum strætis- vagnabílstjóri í Reykjavík sem hætti þeim störftim til að geta snúið sér alfarið að vinum sínum, hvölunum. Sumir segja reyndar að hann hafi stjómað skrifum Þjóðviljans um hvalamál undanfama mánuði en engum getum skal að því leitt hvort þar er rétt með fariö. Máltækið segir hins vegar: Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, En um borð í hval- bátnum höfðu vinimir ekki annaö en rúsínur til að næra sig á lengi framan af þar til tókst að koma til þeirra vatnsbirgðum miklum. Það má lengi lifa á vatni og rúsínum og sýnir best að ekki þurfum við hval- kjöt til að lifa af þann fellivetur sem sifellt vofir yfir íslensku þjóðfélagi. Það hefúr hdns végar ekki komið í ljós hvemig hvalavinir ætla að bera sig að þá hvalveiðunum verður hald- ið áfram. Það er með öllu óvíst að Kristján hvalstjóri ráði þá í vist upp á vatn og rúsínur. Það fer hins vegar ekkert á milli mála að menn geta vaðið um borð í hvalbáta hvenær sem þeim sýnist, hvort sem tilgang- urinn er að sökkva þeim ellegar nasla í rúsínur eftir að hafa hlekkjað sig við fallbyssumar. Við skulum bara vona að ófriðunarmenn fari ekki að gera sig heimakomna um borð í bátunum og hefji skothríð á braggahverfið í Hvalfirði. Þetta var nú í engang talið til hemaðarsvæða og SÍS gróf sig þar í jörð með olíu- birgðir sem áttu að endast NATO- flota Moggans til stórstyrjaldar árum saman. Þetta er hins vegar gömul saga sem menn kjósa að gleyma af ýmsum ástæðum og alla vega kemur vart til þess að hún verði rifjuð upp á síðum Tímans. Ætt- fræðin getur nefnilega orðið ýmsum skeinuhætt, ekki síður hér en vest- anhafs. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.