Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. 9 Útlönd George Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi eftir fund utanríkisráðherra Natoríkja með Reagan forseta í New York. DV-mynd Ó.A. Bjartsýni með samkomulagið Ólafur Amaisan, DV, New York; Að loknum fundi Reagans Banda- ríkjaforseta með utanríkisráðherrum Natolanda hélt George Shultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, fund með blaðamönnum. í upphafi fundar sagði Carrington lávarður, fram- kvæmdastjóri Nato, nokkur orð. DV var á staðnum. Carrington lávarður sagði að nú væri orðið fullkomlega ljóst að á- kvörðun Nato frá því 1979 um að setja upp meðaldrægar eldflaugar í Evrópu, ef Sovétríkin fjarlægðu ekki SS-20 flaugar sínar, hefði verið hárétt. Nú, átta árum síðar, væri málið að komast í höfn. Aðspurður sagðist Carrington alltaf hafa haft áhyggjur af yfirburðum Sov- étríkjanna á sviði heíðbundinna vopna í Evrópu. Hann sagðist hins vegar ekki telja að eyðing meðaldrægra eld- flauga yki hættuna á þessu ójafna hlutfalli. í upphafi fundarins með Shultz svar- aði ráðherrann spumingum um Persaflóastriðið og ályktun Samein- uðu þjóðanna um vopnahlé. Shultz sagðist binda vonir viö að árangur næðist á grundvelli hennar og enn- fremur að Bandaríkin hefðu ekkert á móti því að eiga beint samband við írani um viðunandi lausn. Shultz sagði hins vegar að á þessu stigi væri beint samband við Irani ekki inni í mynd- inni. Varðandi afvopnunarsamkomulag stórveldanna sagði Shultz að á utan- ríkisráðherrafundinum hefði ríkt áhugi og bjartsýni með samkomulagið og almennt litu menn svo á að raun- v'erulegur árangur væri að nást. Shultz sagði að samkomulagið væri meðal annars árangur af samvinnu Natoríkja og að full eining ríkti innan Nato um þennan samning. Blaðamannafundurinn var örstutt- ur enda mikið á dagskrá hjá Shultz þessa vikuna. Hann mun eiga einka- fundi með mörgum utanríkisráðherr- um sem hér eru staddir vegna allsherjarþingsins. Á morgun hittir hann Steingrím Hermannsson utan- ríkisráðherra. Gagnrýni á af- stöðu Sovétríkjanna Ólafur Amarsan, DV, New Yark Ronald Reagan Bandaríkjaforseti fór vítt og breitt um marga máfaflokka í ræðu þeirri sem hann flutti á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Forsetanum var tíðrætt um að eina færa leiðin í átt til framþróunar væri í gegnum eflingu einkaframtaks. Sagði hann að skattalækkanir ýmiss konar og önnur hvatning við frjálst framtak væri helsta orsök þess að í Bandaríkj- unum hafa skapast þrettán og hálf milljón nýrra starfa á undanfomum árum. Reagan sagði meðal annars að frjáls verslun væri forsenda framfara. Um stöðuna í Miðausturlöndum hafði Reagan þaö að segja að hann fagnaði vilja íraka til að samþykkja ályktun Sameinuðu þjóðanna um taf- arlaust vopnahlé í Persaflóastríðinu. Sagði Reagan að ef íranir neituðu að samþykkja ályktunina ættu Samein- uðu þjóðimar ekki annarra kosta völ en að grípa til aðgerða gegn íran. Þá gagnrýndi forsetinn Sovétríkin fyrfr undarlega hegðan í þessum máh og hvatti þau til að taka höndum saman við aðrar þjóðir um lausn þessa máls. Reagan sagði að tími væri kominn til fyrir Sovétríkin að draga heri sína út úr Afganistan. Hvatti hann Sovét- menn til að draga sig út fyrir áramót. Leitað að Gringo MMll viðbúnaöur er nú meðal filippseyskra yfirvalda til að koma í veg fyrfr aö Gregorio Honasan, kall- aður Gringo sleppi úr landi Gringo sem er aðalhetjan úr uppreisninni gegn Marcos í fyrra er sakaður um að hafa verið forsprakld valdaráns- tílraunarinnar 28. ágúst síðasöiðinn. Hann hefur farið huldu höföi síöan en oft hefur sést til hans 1 Manila og nálægum byggðalögum. Hann mun ætla að komast úr landi og hafaBandaríkjamennógiltöllferða- sem hann kynni aö hafa fengiö á leyfi sem hann kynni aö hafa til árum áöur og látið flugfélög vita að Bandaríkjanna Gringo sé enginn auftisugKtur í Svomikileröryggisgæslanaöhaft Bandaríkjunum. er eftír yfirmönnum lögreglu og hers í kjölfar byltingartilraunar Gring- aö það muni veröa vonlaust fyrir os hefur verið heitt í kolunum á Gringo aö koraast úr landi eftir lög- Filippseyjum og hefur Corazon Aqu- legum leiðum. ino fyrirskipað her og lögreglu aö Bandaríkjamenn hafa þó ekki stöðva öll hryðjuverk eins fljótt og gripið tíl sérstakra ráðstafana til að auðiö er án þess þó að til þess komi svipast um eftlr Gringoi en hafa þó aö sett veröi herlög. afturkallað öll ferða- og dvalarleyfi KÆLl- OG FRYSTI Samt. staerð: 275 1. Frystihólf: 45 I. ★★★★ Hæð: 145 sm. Breidd: 57 sm. Dýpt: 60 sm. Færanlegar hillur í hurð. Sjálfvirk afpýðing í kæli. Vinstri eða hægri opnun Fullkonln viðgerða- og varahlutaþjónusta. Helmllls- og raftækjadelld HEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 UMBOÐIÐ AKUREYRI RAFLAND, SUNNUHLIÐ. Hamborg er heimsborg - Hug cg gisting - fimmtudaga og sunnudaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.